Morgunblaðið - 03.05.1991, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991
ar að þeir standa sem klettur, til
þeirra er leitað og enginn á von á
því að nokkuð geti hent þá. Þegar
slíkir falla stendur fólk ráðþrota og
hálflamað. En lífið heldur áfram.
Miðvikudaginn 24. apríl, um há-
degisbil, áttum við Hákon símtal,
hinsta sinn. Helfregnin kom síðari
hluta þess dags. Aðgætinn og þaul-
vanur maður verður fyrir slysi við
vinnu sína og er látinn á auga-
bragði. Öll stöndum við eftir með
harm í hjarta.
Eiginkonu, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnunum ungu bið
ég Guðs blessunar, og veit að endur-
minningin um heilsteyptan dreng-
skaparmann og mikinn fjölskyldu-
föður mun milda harm þeirra.
P.t. Neskaupstað,
Friðjón Guðröðarson.
Miðvikudaginn 24. apríl, síðasta
vetrardag, lést Hákon Guðröðarson
af slysförum. Fráfall Hákonar er
mikill missir sem erfitt er að sætta
sig við. Frá því ég kom fyrst til
starfa hjá félaginu hefur mér verið
tekið af miklum hlýhug í Efri-Mið-
bæ. Hákon Guðröðarson var mikill
persónuleiki og engin lognmolla í
kringum hann og því söfnuðust
menn gjarnan í kringum hann þeg-
ar hann átti erindi í bæinn. Annað
sem einkenndi Hákon var baráttu-
gleðin sem var meiri í þeim manni
en öðrum sem ég hef kynnst. Þó á
móti blési var uppgjöf ekki til í
hans orðabók.
Hákon Guðröðarson tengdist
kaupfélaginu Fram á margan hátt.
Hann ólst upp í kaupfélaginu en
faðir hans var kaupfélagsstjóri um
áratuga skeið. Hákon var lengi
starfsmaður kaupfélagsins, bæði
sem mjólkurbílstjóri og í sláturhúsi.
Frá árinu 1977 til dauðadags átti
hann sæti í stjórn kaupfélagsins.
Það að hafa Hákon sem stjórnar-
mann í félaginu var mér mikill
stuðningur enda maðurinn fylginn
sér og ávallt tilbúinn til aðstoðar.
Missir félagsins er því mikill við
ótímabært fráfall Hákonar Guðröð-
arsonar. Vil ég þakka mikil og óeig-
ingjörn störf hans í þágu kaupfé-
lagsins.
Ég færi eiginkonu hans, Sigur-
laugu Bjarnadóttur, börnum og öðr-
um aðstandendum mínum innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ingi Már Aðalsteinsson,
Neskaupstað.
Með fáeinum línum langar mig
til að kveðja kæran bræðrung minn,
Hákon Guðröðarson bónda í Efri-
Erla S. Þorsteins-
dóttir - Kveðjuorð
Miðbæ í Norðfjarðarsveit, sem lést
af slysförum langt um aldur fram
24. apríl sl. aðeins 54 ára.
Foreldrar hans voru Guðröður
Jónsson kaupfélagsstjóri frá Miðbæ
og Halldóra Sigfinnsdóttir ættuð
frá Borgarfirði eystra.
Frá foreldrum hafði hann gott
upplag og þeirra heimilisbragur
hefur haft mótandi áhrif á hans
heimili síðar. Þar voru ákvarðanir
teknar og málin rædd í hans upp-
eldi.
Þegar við Hákon kynntumst fyrst
var ég 7 ára. Báðir vorum við þá
í sveit undir handaijaðri afa okkar.
Ég, smádrengur sem ekkert not var
í, en hann 17 ára fullgildur vinnu-
maður. Þá strax leit ég upp til hans
af mikilli aðdáun. I mínum huga
gat hann flesta hluti og þá mat ég
sérstaklega að eiga frænda sem var
sterkari en nokkur sem ég hafði séð
til áður. Góðri heilsu og mikillar
hreysti hélt hann til hinstu stundar.
Sína góðu konu fann hann í sveit-
inni sinni, en hún er Sigurlaug
Bjarnadóttir frá Þrastarlundi. Ung
settu þau saman bú á jörðinni Efri-
Miðbæ. Börnin komu fljótt og urðu
5 og í aldursröð heita þau: Bjarni,
Halldóra, Sigurborg, Guðröður og
Jón Björn. Allt er þetta myndarfólk
sem stofnað hefur sín heimili nema
yngsti sonurinn sem átt hefur
heima í foreldrahúsum.
Það er tekið eftir sumum mönn-
um meir en öðrum, þeir hafa þann-
ig fas og yfirbragð. Þannig var
Hákon. Hann hafði skoðanir á
mönnum og málefnum og var
reyndar oft ekkert að pakka þær
inn í fínan pappír þegar hann sagði
þær. En það sem fólk tók oftast
eftir var hans lifandi persónuleiki.
Kraftur og hvatning frá honum
hafði áhrif og ég hef fyrir því ágæt-
ar heimildir að ef ekki hefði komið
til hans atorka þá væri hans kaupfé-
lag, en þar var hann stjórnarmað-
ur, verr statt en ella í dag. „Dreng-
ur“ var hann vanur að segja við
okkur hina þegar honum fannst
þurfa að ýta á okkur.
Hann var höfuð og herðar á stórri
fjölskyldu og hann ásamt Sillu konu
sinni naut þess að veita af rausnar-
skap fjölskyldu og vinum. Hann var
heill í öllum býtum og smásálarhátt-
ur og meðalmennska í nokkurri
mynd var honum víðs fjarri. Þessa
naut ég og mín fjölskylda af honum.
Slíkra manna er sárt saknað þeg-
ar þeir eru burtkallaðir snögglega
er minning um mætan eiginmann,
föður, afa, tengdaföður og vin er
líka dýrmæt eign.
Við verðum að trúa því að tíminn
lækni sárin.
Jón Júliusson
Fædd 4. desember 1943
Dáin 26. apríl 1991
Okkur langar að minnast Erlu
svilkonu okkar sem lést um aldur
fram þann 26. apríl síðastliðinn á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
eftir langa sjúkdómslegu.
Erla fæddist að Brakanda í Hörg-
árdal 4. desember 1943 og ólst þar
upp. Sem ung stúlka vann hún
ýmis störf bæði á Akureyri og í
Reykjavík. En 30. júní 1965 giftist
hún eftirlifandi eiginmanni sínum
Zophoníasi Baldvinssyni frá Sæ-
landi á Arskógsströnd og eignuðust
þau fimm börn. Þau eru: Svanur
Elvar f. 6. nóvember 1965, hann á
einn son. Steingerður Ósk f. 29.
október 1956, sambýlismaður henn-
ar er Karl Haraldsson og eiga þau
tvær dætur, en fyrir átti hún eina
dóttur. Brynjar f. 18. janúar 1968
sambýliskona hans er Sólveig
Halldsdóttir og eiga þau þrjú börn.
Guðbjörn Ólafur f. 25. apríl 1972
og yngstur er Baldvin f. 18. mars
1978.
Erla og Soffi bjuggu í 4 ár á
Selfossi en árið 1976 fluttust þau
til Akureyrar og keyptu einbýlishús
í Þverholti 2 þar sem þau hafa
búið síðan. Þegar elstu börnin voru
uppkomin gerðist Erla dagmamma
í nokkur ár og nutu því mörg börn
hlýjunnar sem streymdi frá henni.
Vorið 1987 gerðist Erla starfs-
maður hjá Pósti og síma og vann
hún aðallega við að bera út póst.
Þar starfaði hún eins lengi og heils-
an leyfði.
Lífið er ekki eilífur dans á rósum
og fann Erla fyrir því eins og hver
annar, en ætíð átti hún huggunar-
orð til þeirra sem veikir voru þó
sjálf væri hún sárþjáð.
En þegar við lítum til baka þá
eru okkur efst í huga allar skemmti-
legu samverustundirnar sem við
áttum saman s.s. sólríkur dagur í
Ásbyrgi og indæl helgi í Vaglaskógi
sl. sumar. Já margs er að minnast
og við þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast Erlu.
Við viljum nú ásamt fjölskyldum
okkar þakka samfylgdina og send-
um eiginmanni hennar, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum og
öðrum nákomnum ættingjum, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Verði drottinn vilji þinn
vér oss fyrir honum hneigjum
hvort vér lifum eða deyjum
veri hann oss velkominn.
(V. Briem.)
Hildur, Hulda, Ingi-
gerður og Valgerður
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með þessum sálmserindum
kveðjum við kæra mágkonu og
þökkum henni góðar stundir.
Hún verður kvödd hinstu kveðju
frá Akureyrarkirkju 2. maí kl.
13.30. Blessuð sé minning hennar.
Elsku Soffi og börn, þið eigið
samúð okkar allra. Megi Guð styðja
ykkur og styrkja og veita ykkur
blessun um alla framtíð.
Ragnheiður Baldvinsdóttir,
Pálína Baldvinsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast Erlu Þorsteinsdóttur, sem
verið hefur vinnufélagi okkar und-
anfarin ár.
Reyndar hefur hún verið okkur
mörgum meira en vinnufélagi, því
glaðlyndi og góðvilji hennar gerði
það að verkum að auðvelt var að
verða vinur hennar. Þó mikið væri
að gera og haft væri á orði að dag-
urinn yrði erfiður brosti Erla sínu
blíða brosi og benti á jákvæðu hlið-
ina — að bera út póstinn væri hin
besta hreyfing og heilsubót.
Erla fæddist 4. desember 1943,
dóttir hjónanna Steingerðar Jósa-
vinsdóttur og Þorsteins Jónssonar,
Brakanda í Hörgárdal. í sveitinni
hefur hún örugglega ekki legið á
liði sínu við það sem gera þurfti,
fremur en við önnur störf sem biðu
hennar síðar á lífsleiðinni. í mörg
ár var Erla dagmamma, hjá henni
var börnum svo sannarlega ekki í
kot vísað.
Þann 20. ágúst 1986 hóf hún
störf hjá Pósti og síma sem bréf-
beri. Það er ekki ofsögum sagt að
á hennar svæði var þjónustan 1.
flokks.
Erla giftist Zophoníasi Baldvins-
syni frá Árskógsströnd og eignuð-
ust þau 5 börn: Svan, Ósk, Brynj-
ar, Ölaf og Baldvin. Ekkert fannst
henni of gott fyrir sína nánustu og
faðmur hennar var sífellt opinn fyr-
ir barnabörnin sjö.
Við vottum Zophoníasi, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að gefa þeim styrk á erfiðri stundu.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Erlu Þorsteins-
dóttur.
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Þótt ég sé látin
harmið mig ekki með tárum
hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta
ég er svo nærri
að hvert eitt ykkar tár
snertir mig, kvelur
þó látna mig haldið
en þegar þér hlæið og
syngið með glöðum hug
sál mín lyftist upp i mót
til ljóssins
verið glöð og þakklát
fyrir eitt sem lífið gefur
og ég, þótt látin sé,
tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
(Höf. ókunnur)
Starfsfólk Pósts og síma,
Akureyri.
TILBOÐSDAGAR !
Við bjóðum ykkur Knorr sósur og pastarétti á
sérstöku tilboðsverði í Hagkaupsbúðunum næstu vikur.
Vörukynning verður í Hagkaup, Kringlunni,
laugardaginn 4. maí kl. 10.00 - 16.00.
Tilboðsverð: Kr.
Knorr sveppasósa 59
Knorr Bearnaise-sósa (4 í pakka) 147
Knorr Lasagna 209
HAGKAUP
-þegar við eldum góðan mat!