Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 56

Morgunblaðið - 03.05.1991, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1991 nmmnn jrþ&ttcc er'ekkl einu s'inni a. kcrtinu." Af skiijanlegurn ástæðum verður þú að fara um leið og dimmir ... Með morgimkaffíjiu halda að hér hafí bóið risar... HÖGNI HREKKVÍSI Dúfnaveislur landsfeðranna Veislur landsfeðranna þykja fín- ar. Viðkomandi atkvæðum finnst sér heiður að vera boðin í þessar dúfnaveislur. í stað dúfna má bjóða upp á fjallalamb snyrt að hætti samstarfsaðila. Ingólfur er maður nefndur, eins konar landnámsmaður í Norvegi. Hann sneri stafni til íslands eins og nafni hans forðum. Af hugsjón jafnaðarmannsins, til að stjórna málgagni sósíalikratismans. Nú kom þar að ritstjóri mál- gagnsins átti stórt afmæli. Slíkum manni vildi foringinn mikli gera veislu góða og eftirminnilega. Bauð til teitis ritstjóranum og vildustu fylgjurum með rauðu rósirnar. Og lagði á borð með sér hundrað flösk- ur eðalvína, þó afmælisbarnið væri gútemplar eða svo gott sem. Veislu- föng voru að sögn fengin á láns- og leigukjörum. Eitthvað misfórst í byijun með hvernig borga skyldi. Var snarlega fært til besta vegar. Þá er menn höfðu starfað að því eitt ár eða svo að því rústa Þjóðleik- húsið og síðan að reisa úr rústum að hluta til var tilefni til stórveislu. Tími til kominn að húsrifsmenn gerðu sér glaðan dag með leikurum (líka þeim sem reknir voru), svo og þeim úr leikhúsinu við Austurvöll. Ekki skyldi íslensk þjóð vera óvit- andi um slíkan fagnað. Mátti því líta heilsíðumynd af dýrðinni í blað- inu ásamt tilheyrandi ráðherra. Með lítilli breytingu á vinsælu ljóði mátti raula: Hann Svavar „í blómskrýddri brekkunni stóð“. Og til að vera viss um að þjóðin öll vissi um fagnaðinn sakaði ekki að bæta við litgreindum ráðuneytisauglýsingum. Á glæstan sal sló ofurlítið rauðari bjarma en áður, í samræmi við ríkjandi stjórn á rauðu ljósi. Ekki horfandi í hálfan milljarð. Jafnvel þó það sem ógert er bakvið Potemkintjöldin kosti annan hálfan milljarð. Og fá svo Pétur Gaut „endurbættan“ eins og húsið. I fríðum hópi boðsgesta voru söngvarar ágætir, þar á meðal heimssöngvari og landsfrægur brekkusöngvari. Það þykir pistil- skrifara á skorta að sá síðarnefndi skyldi ekki til kallaður að vígja frægustu og dýrustu brekku lands- ins með söng sínum. Nú hefur musteri tungunnar og hallans verið vígt með pompi og pragt og Guðjón gleymdur. Næst er boðið til mannfagnaðar í stóra SS-húsinu við Sundin blá, hús sem enginn hafði vitað til hvers skyldi brúkast. Þar á að verða lista- háskóli. Þar mun mörg listaspíran vaxa og margir fá fínar stöður, svo sem rektorar, prófessorar, lektorar o.s.frv. Loks var skundað á Hvolsvöll. í Dúfnaveislunni segir: Pressarinn: Að hann hefði í hæsta lagi hugsað sér að bjóða símaskránni. — Til veislu á Hvolsvelli var símaskránni boðið. Þar rís kjötvinnsluhúsið, enda betur við hæfi í heimkynnum sauð- kindarinnar en í borg Davíðs. Þetta sá forstjórafrúin af hugviti hinnar hyggnu húsmóður. Eiga Rangæing- ar ekki annarri konu meira að þakka. Lýkur þar með í kortleika að segja frá dúfnaveislum lands- feðranna. Skál bræður og systur. Insulano Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Víkveiji skrifar Auðvelt er að merkja það á hveiju vori hvernig leikir barna og unglinga hafa breyst frá síðasta ári. Á þessu sumri virðist Víkveija, sem körfuboltaiðkun eigi meiri vinsældum að fagna en nokkru sinni fyrr. Krakkar á öllum aldri, og þá sérstaklega strákarnir, biðja um körfubolta frekar en fót- bolta og verslunarmaður í íþrótta- búð, sem Víkveiji ræddi við, sagði að þar á bæ hefði menn ekki órað fyrir jafn mikilli sölu á körfuboltum og raunin hefði orðið á. Körfuhringir eru víða komnir á íbúðarhús og bílskúra og á skólalóð- um og opnum svæðum er víða að finna slík tæki. Hvers vegna þessi breyting. Örugglega hafa sýningar Stöðvar 2 á bandaríska körfubolt- anum haft mikið að segja, en einn- ig vel heppnuð úrslitakeppni úrvals- deildarinnar í körfuknattleik síðast- liðinn vetur. Víkveiji miðar í þessu rabbi sínu aðeins við það sem hann hefur séð í Reykjavík. Vart þarf að efast um að suður með sjó er körfuboltaáhuginn enn meiri meðal krakkanna, þar sem sjávarplássin eiga flest frábærum körfuboltalið- um á að skipa. xxx Annars er það athyglisvert hve ákveðnar íþróttagreinar setja svip á ákveðin bæjarfélög á vissum tímabilum. Nægir að nefna Suður- nesin og körfuboltann síðustu ár, Akranes sem knattspyrnubæ og handboltabæinn Hafnarfjörð. Um höfuðborgina gegnir nokkuð öðru máli. Þar stundar gífurlegur fjöldi fólks flestar tegundir íþrótta og Reykvíkingar eiga yfirleitt einstakl- inga og lið í fremstu röð. Nægir að nefna að í handboltanum í vetur voru Víkingur og Valur bestu liðin, í fótboltanum börðust Valur, Fram og KR á toppnum í fyrra og KR er bikarmeistari í körfubolta. Engin ein grein annarri frekar hefur sett sérstakt svipmót á íþróttalíf borgar- innar enda ekki eðlilegt að svo sé í þó þetta stóru bæjarfélagi. Þó er ljóst að handknattleiksforystan verður að endurskoða keppnisfyrir- komulagið á islandsmótinu næsta vetur. Urslitakeppnin vakti engan áhuga og liðin léku fyrir hálftómum húsum á sama tíma og allt gekk körfuboltamönnum í haginn. Grein- ilegt er að sú íþrótt er á uppleið og Norðurlandameistaratitill ungl- ingalandsliðsins í greininni stað- festir það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.