Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 2

Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 2
2 FRÉTTIR/INNLENT ree r sam .as HUQAaimnua qigai9mudho.k MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 EFNI Hefði ekki viljað missa af þessu - segir Agústa Eir, sem er blind, um menntaskólanám sitt MEÐAL þeirra sem settu upp hvítu kollana við skólaslit Mennta- skólans í Hamrahlíð í gær var ung stúlka sem hefur verið blind frá fæðingu. Hún heitir Ágústa Eir Gunnarsdóttir og er búsett í Blindraheimilinu, Hamrahlið 17. Ágústa útskrifaðist af félags- fræðibraut eftir 5 ára framhaldsskólanám, eitt í Fjölbrautaskólan- um á Selfossi og fjögur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Jú, ég get ekki neitað því að ég fékk töluverða hjálp við námið,“ sagði Ágústa í stuttu samtali við Morgunblaðið. „Ég fékk til dæmis einkakennslu í stærðfræði og upp- flettiaðstoð í tungumálunum. Glósur fékk ég annað hvort frá nemendum eða kennurum en þær voru síðan færðar á blindraletur en þess má geta að öll mín náms- gögn hafa verið færð yfir á form sem ég get nýtt mér af námsbóka- deild Blindrabókasafns íslands. Sumt hafði þó verið fært yfir á blindraletur fyrir aðra og var því til,“ sagði Ágústa. Hún sagðist vita um þijá blinda sem lokið hefðu menntaskólanámi. Aðspurð segist hún hafa haft mest gaman af líffræðinni enda hafi hún tekið nokkra líffræðiá- fanga í vali. Þá segist hún einnig hafa gaman af stjómmálafræði. Ágústa gerir lítið úr því að námið hafi verið strembið og leggur áherslu á að það hafi verið þess virði.' „Ég geri mér að vísu ekki grein fyrir notagildinu ennþá en Ágústa Eir Gunnarsdóttir út- skrifaðist sem stúdent af fé- lagsfræðibraut MH í gær. ég hefði ekki viljað missa af þessu.“ Framtíðin segir Ágústa að sé að mestu óráðin en hún líti að háskólanám sem ákveðinn möguleika. Ekki vill hún þó greina frá því hvaða greinar kæmu helst til greina í háskólanum. Pílagrímaflug Atlanta; Stærsta vél sem skráð er hér FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið á leigu Lockheed 1011 Tristar breiðþotu frá banda- ríska fyrirtækinu IAL • og er vélin væntanleg til landsins um eða eftir helgi. Vélin verður skráð á íslandi og verður hún stærsta flugvél sem skráð er hérlendis. Flugfélagið ætlar að nota hana til pílagrímaflutn- inga næstu sex mánuði og framhaldsverkefni fyrir Sú- danska flugfélagið. Lockheed 1011 Tristar breiðþota. Alls verða farnar á milli 2-300 70-100 þúsund pílagrímar fluttir -ferðir á vegum Atlanta og á milli á milli Súdans og Jeddah. Borgarfj örður: Ovissa um framhald netaleigu í Hvítá Borgarnesi Á AÐALFUNDI Veiðifélags Hvítár, félags netaveiðibænda í Borgarfirði, sem haldinn var nýverið, kom fram að óvissa ríkir um áframhaldandi leigu neta í Hvítá. Samningafundir hefðu staðið yfir í allan vetur án árangurs. I gildi er samning- ur til eins árs og til hefur stað- ið að framlengja hann um allt að þrjú ár. Að sögn Óðins Sigþórssonar, formanns Veiðifélags Hvítár, lýsti hann þeirri skoðun sinni á aðal- fundinum að hann teldi helmings líkur á því að samningar tækjust um framlengingu samningsins. Þá var á aðalfundinum samþykkt að stækka félagssvæðið sem næmi núgildandi óslínu Hvítár, sem ligg- ur um Borgarfjarðarbrú. Eftir þá breytingu falla undir félagssvæðið jarðirnar Hamar og Bjarg svo og Borgarnes að norðan og Gijóteyri og Höfn að sunnanverðu. Aðspurð- ur sagði Óðinn Sigþórsson að nú í sumar hæfist tilraunastangveiði á fyrrum netasvæðum í Hvítá. Hefði SVFR leigt rétt fyrir 5 stangir á þessu svæði, þarna væri um mjög ódýr veiðileyfi að ræða, enda ekki ljóst ennþá hvað laxinn tæki grimmt. - TKÞ. Atak í slysavörnum til sveita Flugstjóri þotunnar verður íslenskur, Á'sgeir Christiansen, en aðrir í áhöfninni, alls tíu manns, verða bandarískir. Að sögn Jóns Grímssonar flugrekstrarstjóra Atl- anta verður flogið með pílagríma frá Súdan til Jeddah í Saudí- Arabíu, yfír Rauðahafið, en þaðan ferðast þeir landleiðina til mosk- anna frægu í Mekka og Medina. FYRIRTÆKIÐ Jötunn hf. í sam- ráði við Slysavarnafélag Islands, Vinnueftirlit ríkisins, Vátrygg- ingafélag Islands og Bændasam- tökin, hefur hrundið af stað átaki I slysavörnum til sveita. Átakið beinist að aukinni notkun öryggishlífa á vinnuvéladrifsköftum við landbúnaðarstörf. Á hveiju ári verða eitt til tvö alvarleg slys í land- búnaði sem leiða til dauða eða var- anlegrar örorku. Mörg þessara slysa má rekja til þess að ekki hef- ur verið gengið frá drifskafti vinnu- vélar með fullnægjandi hætti. Á blaðamannafundi sem þessir aðilar héldu til að kynna átakið kom fram að víða er misbrestur á að þessir hlutir séu í lagi. Skylt er að hafa öryggishlífar á öllum drifsköft- um sem tengja vinnuvélar við drátt- arvélar, en áætlað er að 15-20 þús- und drifsköft af ýmsum gerðum séu í notkun á landinu öllu. Námslán hafa hækkað um 16% umfram verðlag á þremur árum Menntamalaráðherra: Tekjumörk námsmanna verði hækkuð ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra, segir að námslán hafi hækkað umfram verðlag frá árinu 1989 um rúmlega 16% á sama tíma og aðrir landsmenn hafa tekið á sig um 14% lífskjara- skerðingu. Sagði ráðherra, að lög Lánasjóðs íslenskra náms- manna yrðu endurskoðuð og reglur sjóðsins einfaldaðar. Meðal annars verði hækkað það mark sem námsmenn hafa til að vinna með námi án þess að lán þeirra skerðist. Samstarfsnefnd náms- mannahreyfinganna hefur harðlega mótmælt skerðingu lánanna á sama tíma og aðrir landsmenn vænta aukins kaupmáttar. „Það hefur legið fyrir frá af- greiðslu fjárlaga að málefni Iána- sjóðsins voru óleyst," sagði Ólaf- ur. „Af því fé er ætlað var sjóðnum voru teknar 200 milljónir til ann- arra þarfa við afgreiðslu fjárlaga. Núna liggur fyrir að sjóðinn vant- ar um 700 milljónir króna og ríkis- stjórnin hefur ákveðið að ná þeirri upphæð niður um 300 milljónir þannig að bætt verður við 400 milljónum frá því sem fjárlög segja til um.“ Ólafur sagðist ekki vita hvort tækist að ná þessu markmiði, það væri í höndum stjórnar lánasjóðs- ins. Stjómin hefði fengið tilmæli um að breyta reglum sjóðsins og ná fram sparnaði. „Ég vil ekki láta lýsa ábyrgð á námsmönnum alfarið á mig vegna þess að við tökum þarna við ákveðnum arfi sem aðrir hafa ýtt frá sér án þess að leysa,“ sagði Ólafur. „Vandann má rekja til þess tíma þegar forveri minni í starfi ákvað að hækka námslánin árið 1989, umfram verðlagsáhrif og það hefur verið gert nokkrum sinnum síðan þannig að lán sjóðs- ins hafa hækka um rúmlega 16% á sama tíma og aðrir landsmenn hafa tekið á sig um 14% skerð- ingu. Ef þessar hækkanir hefðu ekki átt sér stað væri vandi sjóðs- ins enginn í dag. Ég veit ekki hvemig fráfarandi ríkisstjórn hafði hugsað sér að leysa þennan vanda. Ef til vill með hækkun skatta á landsmenn, en við ætlum ekki að leysa neinn vanda með skattahækkunum. “ STEINGRÍMUR Hermannsson, alþingismaður og fyrrum for- sætisráðherra, segir í viðtali við Þjóðviljann í gær að það væri vitleysa að afskrifa hugsanlegt forsetaframboð af hans hálfu á næsta ári. Þegar Steingrímur er spurður í Þjóðviljanum hvort að hann muni gefa kost á sér á næsta ári, verði Ólafur sagðist vilja breyta regl- um sjóðsins og einfalda. Meðal annars vill hann hækka það mark sem námsmenn hafa til að vinna með námi og hvetja þá til þess en ekki letja. Sagðist hann hafa ákveðið að skipa nefnd til að end- urskoða lög um lánasjóðinn, þann- ig að byggt verði á nýjum grunni við afgreiðslu næstu fjárlaga. eftir því leitað, svarar hann: „Ég hef ekki leitt hugann að því. Það fer eftir svo mörgu. Til dæmis því hvort núverandi forseti sitji áfram. Eða eftir því hvað gerist í stjórn- málunum. Sumir segja að þessi ríkisstjórn hrökklist frá fljótlega og þá kunna ýmsir hlutir að ger- ast í stjórnmálum.“ Steingrímur Hermannsson: Útilokar ekki forsetaframboð Kvótaleigan virkar sem skattafrádráttur ►Ágreiningur milli skattayfir- valda og endurskoðenda um af- skriftarreglur á keyptum kvóta/10 Indverskt lýðræði í tvísýnu ►Óvissa ríkir eftir morðið á Rajiv Gandhi/12 Áhætta, tækifæri og skyida ►Henry Kissinger skrifar um ut- anríkisstefnu Bandaríkjanna í ljósi þróunarinnar við Persaflóa/14 Hef betra sóknarfæri ►Elín Pálmadóttir ræðir við Eið Guðnason, umhverfisráðherra, um verkefnin sem bíða hans I ráðu- neytinu/17 Líf færist í Borgar- kringluna ►Óðum líður að því að ný versl- anamiðstöð taki til starfa í nýja miðbænum/22 Menntun, menntun, menntun ►íslendingar þurfa að gera stór- átak í menntunarmálum, segir Stefán Már Stefánsson sem nýver- ið hefur sent frá sér bókina Evr- ópuréttur/20 Bheimili/ FASTEIGHIR ► l-28 Kópavogsdalur næsta nýbyggingasvæði ►Rætt við Birgi H. Sigurðsson, skipulagsstjóra, í Kópavogi /16 C ► 1-32 Ekki koma allir heim aftur ►Ágúst Ingi Jónsson ræðir við Hafstein Jóhannsson um ævintýra- lega hnattsiglingu hans á Elding- unni/1 Hugleiðingar um hönd- ina ►Göran Lundborg prófessor og yfirlæknir í Malmö Qallar um höndina ogþýðingu hennarfrá almennum sjónarhóli/2 Ég hef stundum verið á réttum stað á réttum tíma ►Bjarni Árnason veitingamaður og Perlu-bóndi í Tveggja tali við Jóhönnu Kristjónsdóttur/4 Djassverðlaun og veisluhöld ► Vernharður Linnet segir frá djassóskarsverðlaunahöfum og fleiri snillingum sem sumir verða á RÚVEK-jasshátíðinni sem hefst ídag/11 Með kveðju f rá kvik- myndaborginni ►Jón Gústafsson segir Hollywood fulla af fólki með stóra drauma/12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Konur 38 Dagbók 8 Útvarp/sjónvarp 40 Hugvekja 9 Mannlífsstr. 8c Leiðari 22 Dægurtónlist 14 . Helgispjall 22 Kvikmyndir 15 Reykjavíkurbrét 22 Fjölmiölar 18 Myndasögur 26 Minningar 22c Brids 26 Bió/dans 26c Stjörnuspá 26 A förnum vegi 28c Skák 26 Velvakandi 28c Fólk í fréttum 38 Samsafnið 30c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.