Morgunblaðið - 26.05.1991, Síða 6
e FRETTIR/IIMIMLENT
Blönduvirkjun:
MORQtflNBLAÐIÐ áUNNUDAGUR 26. MA'Í 1-991
Yinna þriggja
Júgóslava stöðvuð
VINNA þiggja júgóslavneskra iðnaðarmanna við Blönduvirkjun
var stöðvuð síðastliðinn miðvikudag að frumkvæði Málm og skipa-
smiðasambands íslands og Rafiðnaðarsambands íslands þar sem
þeir höfðu ekki gild atvinnuleyfi. Hótuðu þessi verkalýðssambönd
að stöðva alla vinnu félagsmanna á fimmtudag þegar Júgóslavarn-
ir hófu aftur vinnu en þá voru þeir látnir leggja niður störf aft-
ur. Fulltrúar verkalýðsfélaganna voru á virkjunarsvæðinu í gær
og á mánudag verður tekin afstaða til beiðnar verktakans um
atvinnuleyfi fyrir starfsmennina.
Júgóslavneskt fyrirtæki tók að
Blönduvirkjun eftir útboð. Fyrir-
tækið sendi nýlega hingað fimm
menn til að vinna þetta verk, tvo
verkfræðnga, tvo málmiðnaðar-
menn og einn rafvirkja. Hafði fyrir-
tækið sent gögn hingað til lands
um fyrirhugaða vinnu og starfs-
mennina og taldi sig hafa atvinnu-
leyfi fyrir þá hér á landi en þessi
gögn fóru ekki rétta boðleið í kerf-
inu og formleg umsókn um at-
vinnuleyfi var ekki lögð fram. Þeg-
ar fulltrúar verkalýðsfélaganna
urðu varir við að mennirnir höfðu
hafið störf án tilskilinna leyfa voru
viðeigandi yfirvöld látin vita og
óskað eftir að vinna þeirra yrði
stöðvuð. Lögðu mennirnir niður
störf á miðvikudag en hófu aftur
vinnu á fimmtudagsmorgun. Þá
hótuðu Rafiðnaðarsambandið og
Málm og skipasmiðasambandið að
öll vinna félagsmanna á virkjunar-
svæðinu yrði stöðvuð og voru
mennimir þá látnir leggja niður
störf að nýju. Umsókn um atvinnu-
leyfi er komin til vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytisins og
afrit til umsagnar stéttarfélag-
anna. Formaður Rafiðnaðarsam-
bandsins og fleiri fulltrúar verka-
lýðssambandanna fóru á virkjunar-
svæðið í gær til að kynna sér málið.
Öm Friðriksson, formaður Málm
og skipasmiðasambandsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið að á
mánudag yrði tekin ákvörðun um
framhald málsins af þeirra hálfu.
Væri verið að safna upplýsingum
um störf júgóslavanna og fleira,
meðal annars launakjör þeirra, sem
samkvæmt lögum yrðu að vera þau
sömu og stéttarfélögin semja um
fyrir félagsmenn sína. Sagði Örn
að erlendir iðnaðarmenn hefðu oft
unnið ýmis verk við virkjanimar
og fengið atvinnuleyfi á þeim for-
sendum að þeir væru sérfræðingar
í ákveðnum greinum. íslenskir iðn-
aðarmenn hefðu verið að vinna
svipuð störf og júgóslavarnir og
því væri verið að athuga hvort hér
væri ekki tækniþekking til að vinna
þessi störf.
Lóðirnar hafa verið ófrágengnar árum saman.
Ófrágengnar lóðir við Brúarás:
Eiganda verður gert að ganga frá lóðunum
Byggingarfulltrúinn í
Reykjavík, Gunnar Sigurðsson,
segist eiga von á, að eiganda
lóða við Brúarás í Seláshverfi
verði gert að ganga frá þeim
nú í sumar. Lóðirnar hafa verið
ófrágengnar árum saman og
hefur verið mikil óánægja með
það meðal íbúa í nágrenninu.
Gunnar Sigurðsson segir að
erfitt sé að eiga við mál sem þetta
þar sem þarna sé um eignarlóðir
að ræða. Hins vegar geti bygging-
aryfirvöld gert kröfu um að eig-
andinn þeki lóðirnar og gangi
þannig frá þeim að þær verði
snyrtilegar.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra:
Eðlilegt að lífeyríssjóð-
irnir kaupi meiri húsbréf
Kirkjukór Akranes:
Vortónleik-
ar í minn-
ingu Mozart
KIRKJUKÓR Akranes heldur
vortónleika í Stóradalskirkju und-
ir Eyjafjöllum í dag klukkan
15.00. Tónleikarnir verða helgað-
ir minningu Wolfgangs Amadeus-
ar Mozart. Aðrir tónleikar verða
í Safnaðarheimilinu Vinaminni
Akranesi á mánudaginn klukkan
20.30.
Á efniskrá tónleikanna eru 4 verk
eftir Mozart. Fyrsta verkið er Missa
brevis í G dúr Kv. 49 fyrir fjóra ein-
söngvara, kór og hljómsveit, eftir
Mozart. Einsöngvarar verða Jensína
Waage, sópran, Helga M. Aðal-
steinsdóttir, mezzozópran, Stephen
Daniel, tenór, og Sigurður Pétur
Bragason, barítón. Þá verður flutt
mótettan Tantum ergo sacramentum
Kv. 618 fyrir sópran, kór og hljóm-
sveit. Einsöngvari verður Dröfn
Gunnarsdóttir. Einnig verða fluttar
mótetturnar Ave Verum Corpus Kv.
618 fyrir kór og hljómsveit og Laud-
ate Dominum fyrir sópran, kór og
hljómsveit.
Undirleikari kórsins er Timothy
Knappett. Aðrir hljóðfæraieikarar
verða Vera Steinsen, Helga Óskars-
dóttir, Jakob Hallgrímsson, Oliver
Kentish og Leifur Benediktsson.
Söngstjóri kórsins er Jón Ólafur Sig-
urðsson.
Laugardals-
laug~ lokuð
VEGNA viðgerða, hreinsunar og
endurbóta verður Laugardalslaug
lokuð frá og með næstkomandi
mánudegi, 27. maí.
Gert er ráð fyrir að laugin verði
opnuð aftur 1. júní kl. 7.30.
Félagsmálaráðherra segir, að
húsbréf séu það hagstæður
ávöxtunarkostur fyrir lífeyris-
sjóðina að eðlilegt sé að þeir
noti hann til að festa það fé sem
þeir hafa til ráðstöfunar eftir að
samningar við Húsnæðisstofnun
hafa vérið uppfylltir.
Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna er
áætlað 27 milljarðar á þessu ári.
Morgunblaðið/KGA
Sjómannadagsráð hefur byggt 26 þjónustuíbúðir fyrir aldraða
við Hrafnistu í Laugarásnum. Framkvæmdir hófust í fyrrasum-
ar og er búist við að þær verði tilbúnar til afhendingar í desemb-
er næstkomandi.
Þj ónustuíbúðir
rísa við Hrafnistu
LOKIÐ hefur verið við að reisa þök 26 þjónustuíbúða aldraðra
í Laugarási. Þær eru byggðar á vegum Sjómannadagsráðs, en
verða seldar. Búist er við að þær verði tilbúnar til afhendingar
í desember á þessu ári.
Samkvæmt frétt frá Sjó-
mannadagsráðinu í Reykjavfk og
Hafnarfirði er þarna um að ræða
26 hús, ýmist með eða án
bílskúrs. Stærð þeirra er á bilinu
80 til 110 fermetrar og eru svefn-
herbergi ýmist eitt eða tvö. Hús-
in eru sérstaklega hönnuð með
þarfir hreyfihamlaðra í huga og
leiðir fyrir hjólastóla greiðfærar.
í hveiju húsi verður viðvörunar-
kerfi, sem tengist heilsugæslu
Hrafnistu, sem er í um 300 metra
fjarlægð og með vakt allan sólar-
hringinn.
Framkvæmdimar í Laugarási
hófust í júlí árið 1990 og er gert
ráð fyrir að þær verði afhentar
kaupendum í desember næst-
komandi. Heildarkostnaður við
verkið verður um það bil 300
milljónir króna og samdi Sjó-
mannadagsráð við Landsban-
kann um fjármögnun þeirra.
Sjóðirnir hafa samið um að 55%
þess, eða 15 milljarðar, renni til
Húsnæðisstofnunar en þar af geti
þeir keypt húsbréf fyrir 5 milljarða.
Það sem af er árinu hafa þeir keypt
skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyr-
ir 3,4 milljarða og húsbréf fyrir 2,4
milljarða eða samtals fyrir 5,6 millj-
arða króna. í samtali við Morgun-
blaðið, sagðist Jóhanna Sigurðar-
dóttir vilja undirstrika að lífeyris-
sjóðirnir hefðu fyllilega uppfyllt
sínar skyldur við Húsnæðisstofnun,
en hún teldi húsbréf það hagstæðan
ávöxtunarkost fyrir lífeyrissjóðina
að eðlilegt væri að þeir ávöxtuðuðu
einnig það ráðstöfunarfé sem væri
umfram skuldbindingar við hús-
bréfakerfið, með því að kaupa hús-
bréf.
Þorgeir Eyjólfsson formaður
Landssambands lífeyrissjóða sagði
í Morgunblaðinu á föstudag, að
lífeyrissjóðir áformi að kaupa hús-
bréf fyrir 8-9 milljarða króna hið
minnsta á árinu, en meira væri
svigrúmið ekki vegna skuldbindinga
við ríkissjóð um að fjármagna
gamla húsnæðiskerfið. Það sem af
væri árinu hefðu lífeyrissjóðir ýmist
keypt skuldabréf Húsnæðsstofnun-
ar eða húsbréf fyrir allt að 75-80%
af ráðstöfunarfé sínu.
Þorgeir var þarna að svara þeim
ummælum Jóhönnu Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra fyrr í vikunni
að lífeyrissjóðirnir hefðu aðeins
keypt húsbréf fyrir 2,4 milljarða
það sem af er árinu. Jóhanna sagði
við Morgunblaðið í gær, að sér
þætti það slæmt ef lífeyrissjóðirnir
hefðu tekið orð sín sem gagnrýni.
„Það sem ég er raunverulega að
benda á er að lífeyrissjóðirnir geta
með frekari kaupum á húsbréfum
haft veruleg áhrif á þá þróun sem
þarf til að húsbréfakerfið nái jafn-
vægi og það er til hagsbóta fyrir
þeirra félaga sem standa i íbúðar-
kaupum,“ sagði Jóhanna.
Hún sagðist taka undir það með
formanni Landssambands lífeyris-
sjóða, við ákveðna erfiðleika væri
að etja, meðan íjármagna þyrfti tvö
húsnæðiskerfi. „Þegar við verðum
komin út úr gamla kerfinu, væntan-
lega síðar á þessu ári, þá verður
búið að losa alveg um fjármagn
lífeyrissjóðanna og skyldur þeirra
við Húsnæðisstofnun, nema hvað
þarf að semja við þá um ijármögn-
un félagslega íbúðarkerfisins og
það sem eftir stendur af gamla
kerfinu. Við erum sammála um að
ganga til þeirra samninga núna
fljótlega. Og þegar mikill meirihluti
af þeirra fjármagni getur farið út
á almenna lánamarkaðinn, þá held
ég að það geti stuðlað að því að
lækka vexti, þegar til lengri tíma
er litið.“
Jóhanna bætti við, að sér virtist
gæta þess misskilnings að verið
væri að veita meira ijármajgni til
húsnæðismála nú en áður. „I raun-
inni er verið að fjármagna hús-
næðismálin með öðrum hætti en
áður, þannig að meira kemur gegn-
um húsbréfakerfið en minna frá
bönkum, lífeyrissjóðum og gegnum
handhafabréf. Bankar og lífeyris-
sjóðir hafa núna meira svigrúm til
að lána til annara þarfa í þjóðfélag-
inu. Hér er því ekki um neitt nýtt
íjármagn að ræða,“ sagði Jóhanna
Sigurðadóttir.
Ljósmyndasýn-
ing um líf o g
starf sr. Friðriks
OPNUÐ var í gær í Friðrikskap-
ellu á Valssvæðinu í Hlíðarenda
ljósmyndasýning um ævi og störf
sr. Friðriks Friðrikssonar.
Á sýningunni eru um 100 Ijós-
myndir og hafa margar myndanna
ekki komið fyrir_almenningssjónir
áður. Kvikmynd Ósvaldar Knudsen
um sr. Friðrik og kvikmynd um
starfið í Vatnaskógi verða sýndar
á myndbandi.
Sýningin var formlega opnuð í
gær af Olafi G. Einarssyni"mennta-
málaráðherra, á afmælisdegi sr.
Friðriks. Hún verður opin kl. 14-19
laugardaga og sunnudaga og kl.
17-19 virka daga til 2. júlí.