Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 18
ei
18
reeí íam .;»s auoAQimnug QigAjaMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991________________________
I „Ég er sannfærður um að við erum að ná þeim
markmiðum, sem sett voru í upphaf i, að hér er
að fæðast blítt og mjúkt verslunarhúsnæði, sem
tekur vel á móti folkiy“ segir Víglundur Þor-
steinsson stjórnarformaður Borgarkringlunnar
í samtali við Morgunblaðið.
eftir Hildi Friðriksdóttur
AÐEINS sex dagar eru þang-
að til nýja verslunarmióstöð.
Borgarkringlan, verður opn-
uð í nýja miðbænum. Þetta
húsnæði sem hefur staðið svo
lengi autt og nónast dautt er
að fyllast lífi. Þegar blaða-
maður gekk um verslunar-
samstæðuna síðastliðinn
miðvikudag, í fylgd Víglundar
Þorsteinssonar stjórnarfor-
manns Borgarkringlunnar,
var dólítið erfitt að ímynda
sér að aðeins væri rúm vika
til stefnu. Og þó — allt var á
fullu. Verið að logsjóða,
leggja gólfefni, mála og
smíða. Ábúðarfullir menn og
konur gengu hröðum skrefum
endanna á milli. Mér datt
helst í hug nafn á leikriti, sem
sýnt var fyrir nokkrum árum,
Allt að veróa vitlaust. „Svona
lítur nú verslunarmiðstöð út í
fæóingu," sagði Víglundur,
þar sem við gengum á milli
rafmagnssnúra og plastdúka.
„Nú eru líklega hátt í tvö
hundruð manns að vinna
hérna, ef bæði eru taldir iðn-
aðarmenn og verslunarfólk.
Það er alveg ótrúlega spenn-
andi reynsla að koma upp
verslunarmiðstöð,'1 bætir
hann við af miklum áhuga.
„Sérstaklega hefur það verið
skemmtilegt undanfarið, að
sjá starfsmennina þróast frá
því að vera hver í sínu horni
í það að verða samstilltur
hópur."
Morgunblaðið/KGA
Borgarkringlumenn segjast hafa lagt á það áherslu frá upphafi að gera verslunarhúsnæðið hlýlegt og notalegt, þar sem fólki muni líða vel.