Morgunblaðið - 26.05.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAI 1991
FEGRIÐ GARDINN OG BÆTID
MED SANDI OG GRJÓTI
„Núna tengist loksins Kringlukrá-
in verslunarsamstæðunni," sagði
Víglundur og bætti við: „Hérna á
móti verður síðar opnaður lítill millif-
ínn veitingastaður, sem selur smá-
rétti á daginn, en létta rétti á kvöld-
in.“
Nú hefur opnun verslunarhússins
dregist veruiega. Upphaflega var
talað um nóvember, sem hefði verið
góður tími fyrir jólin. Er ekki erfitt
að opna verslun á þessum tíma, þeg-
ar útsölur hefjast kannski 2-3 mán-
uðum eftir að verslanir verða opnað-
ar?
Eg held að þessi tími sé alls
ekkert verri. Þó að fólk
kvarti yfir því að það hafí
ekki peninga milli hand-
anna er hægur efnahagslegur vöxtur
í þjóðfélaginu og fjárráð eru heldur
betri hjá flestum en var í fyrra. Auk
þess held ég að farið sé að draga
úr þessum miklu innkaupum fólks
erlendis. Þá má ekki gleyma því að
útlendingar koma hingað geysilegá
mikið. Eg væti þess að þeir muni
gera sín innkaup hér í einhveijum
mæli.“
Hverjir eiga Borgarkringluna?
„Hluthafarnir eru fjölda margir,
Þeir sem eiga meira en 1% eru BM
Vallá, ísafoldarprentsmiðja, Leó
Löve lögfræðingur, Gunnar Guð-
mundsson lögfræðingur, Halldór
Guðmundsson arkitekt, Verkfræði-
stofa Stefáns Ólafssonar, Blikk og
Stál , BYKO, Byrgi hf., Gunnar
Geirsson bóndi á Vallá, Jónas
Sveinsson viðskiptafræðingur, Dem-
antshúsið í Hafnarfirði, Teiknistofan
Ármúla, Lífeyrissjóður lækna,
Magnús og Steingrímur byggingar-
verktakar, Raf-Ex hf., Álstoð hf. og
Arnardalur sf.
Hver er fjármagnskostnaður
hússins og hvernig er fyrirtækið fjár-
magnað?
Heildarkostnaður við frágang
hússins er 1,5 milljarður króna. Þar
áf eru fjárfestingar vegna verslunar-
og þjónustuhlutans um 300 milljónir
króna. Allt húsnæði er leigt út, en
það hefur verið hluti af stefnu Borg-
arkringlunnar að selja einhveija
hluta síðar meir hússins og hafa þá
verslunareigendur forkaupsrétt."
Á neðri hæð hússins er leiga 2.150
kr. á fm, en 1.925 kr. á efri hæð-
inni. Segir Víglundur að til að auð-
velda verslunareigendum að festa
sig í sessi og koma sér fyrir hafi
verið ákveðið að veita 25% afslátt
af leigunni fyrstu 12 mánuðina og
1'5% afslátt næstu 12 mánuði.
Þrátt fyrir að ýmsar hrakspár
hafi heyrst úti í þjóðfélaginu um
Borgarkringluna er Víglundur ekki
á sama máli. „Ég er sannfærður um
að við erum að ná þeim markmiðum,
sem sett voru í upphafi, að hér er
að fæðast blítt og mjúkt verslunar-
húsnæði, sem tekur vel á móti fólki,"
segir hann.
SANDUR
SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR
Við erum komin upp á aðra
hæð hússins og í öðrum
endanum liggur hlaupa-
braut inn í eitt verslunar-
rýmið. Víglundur veitir því athygli
að ég horfi í forundran á hlaupa-
brautina, sem sker sig úr parketgólf-
inu, sem þekur göngugötu hússins.
„Hlaupabrautin er 65 metrar," segir
hann brosandi, „og liggur í gegnum
þá allra stærstu íþrótta- og frístund-
s avöruverslun sem fyrirfinnst á
landinu. Þar eiga allir að geta feng-
ið eitthvað við sitt hæfi.“
Þegar við höfum gengið eftir
hlaupabrautinni göngum við fram á
sérkennilegt grindverk sem lokar
eitt verslunarrýmið af og ég spyr
Þú færö sand og allskonar grjót hjá okkur.
Viö mokum þessum efnum á bíla eöa
í kerrur og afgreiöum líka í smærri
einingum, traustum plastpokum sem
þú setur í skottiö á bílnum þínum.
BJÖRGUN HF.
SÆVARHÖFÐA 33
SÍMI: 68 18 33
Afareiöslan við Elliðaár er opin:
manud. - föstud. 7:30 -18:30
laupardaga 7:30 -17:00
Opið í hádeginu nema á laugardögum.
Þetta hús, Kringlan 4-6, læt-
ur ekki mikið yfir sér. Það
er eins og fólk hafí gleymt
því. Ef til vill vegna þess
hversu lengi það hefur staðið þarna
tilbúið að utan, en lítil umsvif verið
þar innanhúss. Það vekur því nokkra
undrun þegar inn er komið hversu
stórt húsið er í raun og veru.
í kjallaranum er veitingastaðurinn
Amma Lú og bílageymslur á tveimur
hæðum. Á jarðhæð eru tveir aðalinn-
gangar, annar sem snýr að Kringl-
unni, en hinn út að Kringlumýrar-
braut. Tveir aðrir minni inngangar
eru einnig á jarðhæðinni, einn sem
snýr að Miklubraut og annar minni
sem snýr að Kringlumýrarbraut. Sá
síðastnefndi verður aðallega notaður
til að komast inn í bakarí Sveins
bakara um helgar.
Þegar við göngum eftir göngugöt-
unni bendir Víglundur mér á skærg-
ula veggi, sérkennilega skyggða með
dekkri litum. „Hefurðu veitt litunum
athygli? spyr hann. „Fletirnir eru
að vísu ekki margir en þeir verða
allir í þessum litum og enginn verð-
ur eins. Það er þó nokkur blæbrigða-
munur á þeim.
Við lögðum á það áherslu strax
frá upphafi að Borgarkringlan ætti
að verða vinalegur staður, þar sem
fólki liði vel. Þess'vegna höfum við
lagt áherslu á að nota mikinn við
bæði á gólf, í loft og veggi. — Þú
verður að athuga það,“ segir hann
og lítur árvökulum augum um svæð-
ið, „að svona verslunarsamstæða
snýst ekki bara um verslun. Fólk
kemur hingað mjög mikið til að sýna
sig og sjá aðra. Föstudaga og laug-
ardaga koma heilu fjölskyldurnar í
Kringluna til að gera helgarinnkaup
og líta í búðir. Þegar innkaupum er
lokið fær fólkið sér jafnvel að borða
eða sest niður yfir kaffibolla. Við
heyrum það líka frá afgreiðslufólki
í Kringlunni, að þangað komi fólk
fyrir helgar og líti á vörurnar. Síðan
kemur það á mánudeginum og gerir
innkaupin."
Nú er engin matvöruverslun í
Borgarkringlunni og margar versl-
anir verða svipaðar þeinv sem fyrir
eru í Kringlunni. Er þetta ekki óþörf
viðbót?
Þú verður að átta þig á því,
að þessi viðbót er aðeins
tæplega 1% af öllu verslun-
arrými á höfuðborgar-
svæðinu," svarar Víglundur. „Það
er bara tekið meira eftir því vegna
þess að hér opna margar verslanir
í einu.“
En hvað um gamla miðbæinn?
„Ég held að gamli miðbærinn eigi
eftir að ganga í sína endurnýjun líf-
daga aftur, en þá verða menn að
hugsa stórt og djarft. Það er mikið
af verslunarhúsnæði í bænum, sem
byggt var um aldamótin og fram til
ársins 1950. Það er ósköp eðlileg
þróun að verslunarhúsnæði gangi
úr sér með tímanum og nýtt sé byggt
í staðinn.
Það er líka eðlilegt að byggja hér
í nýja miðbænum. Miðpunktur
Reykjavíkur er að færast og Kringl-
usvæðið er mjög miðsvæðis,_ hvort
sem litið er til Hafnarfjarðar, Árbæj-
ar, Breiðholts eða Seltjarnarness.
Þá má ekki gleyma því,“ bætir
hann við, „að verslunarhúsnæði af
þessu tagi er afleiðing alþjóðlegrar
þróunar. Hér á landi, þar sem veðr-
áttan er misjöfn, getur verið ákaf-
lega þægilegt fyrir fólk að gera inn-
kaup sín innandyra. Ég tel að Borg-
arkringlan sé áægtis viðbót við það
vöruúrval sem fyrir er í Kringlunni.
Ég sé fyrir mér að sama fólkið komi
hingað og gerir sín innkaup þar.“
Víglundur Þórsteinsson stjórnarformaður Borgarkringlunnar segir að það
sé ótrúlega spennandi að koma upp verslunarsamstæðu. „Sérstaklega hefur
það Verið skemmtilegt undanfarið, að sjá starfsmennina þróast frá því að
vera hver í sínu horni í það að verða samstilltur hópur,“ sagði hann.
65 fm hlaupabraut liggur í gegnum þá stærstu íþrótta- og frístundavöruverslun sem verður á landinu.
Hér sést aðeins hluti af versluninni.
hvað eigi að vera hér fyrir innan.
„Hérna verður opnuð leikfanga-
verslun í haust,“ svarar hann. „Fram
að þeim tíma verða hér ýmsar kynn-
ingar. BM Vallá ríður á vaðið og
hér verður útbúinn enskur garður.
Þar verða til sýnis ýmsar þær vörur
sem fyrirtækið framleiðir, auk þess
sem hægt verður að njóta þjónustu
garðyrkjufræðings og landslagsarki-
tekts. Í byijun júlí tekur síðan annað
fyrirtæki við.“
Við förum aftur niður á neðri
hæðina og það er eins gott að gæta
að því hvar fæti er stigið niður. Ég
hafði nærri gengið á málningarfötu,
sem stóð á milli tveggja málara.
Þeir fengu alla mína samúð, þar sem
þeir reyndu að mála loftið, en sífelld-
ur umgangur gerði þeim erfitt fyrir.
Aflokað glerhýsi blasti við okkur.
Hvað verður þarna? spurði ég.
„Þarna verður Nýja kökuhúsið
með kaffíhús. Þeir eru reyndar með
tvo aðra staði hér í húsinu, annars
vegar expresso- eða mokkabar og
hins vegar heilsu- og súpubar."
Eftir skoðunarferðina um hús-
næðið settumst við niður yfir kaffi-
bolla á Kringlukránni.
Þetta hús,
Kringlan 4-6,
lætur ekki
mikið yf ir sér.
Það er eins
og fólk hafi
gleymt því. Ef
til vill vegna
þess hversu
lengi það hef-
ur staðið
þarna tilbúið
að utan, en
lítil umsvif
verið þar inn-
anhúss. Það
vekur þvl
nokkra undr-
un þegar inn
er komið
hversu stórt
húsið er í
raun og veru.