Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991
Jóhannes
Jóhannesson
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Á morgun, mánudaginn 27. maí,
fyllir einn traustasti núlifandi málari
þjóðarinnar, Jóhannes Jóhannesson,
sjöunda áratuginn.
Það hafa fleiri af okkar ágætu
málurum fyllt þennan áratug á und-
anförnum árum, án þess að þess
hafi séð stað á opinberum vett-
vangi, enda erum við Islendingar sér
á báti á mörgum sviðum og þróunin
um mannleg samskipti önnur en
víðast hvar í álfunni.
Hér segir einangrunin til sín.
Sum merk tímaskil í lífí vina
minna og samheija hafa þannig far-
ið fram hjá mér eða ég uppgötvað
þau of seint, sem mætti teljast nokk-
uð eðlilegt, því að viðkomandi hafa
verið í fullu fjöri í list sinni og starfi
og langt frá því að sýnast svo aldn-
ir, jafnframt því að afmælisdagar
eru ekki mín sterkasta grein.
En afmælisdegi Jóhannesar Jó-
hannessonar gleymi ég síður, því að
hann er nákvæmlega tíu árum og
einum degi eldri en ég, og hefur það
oftar en ekki orðið félögum okkar
tilefni til skondinna athugasemda á
stórafmælum beggja.
Eg er þannig gerður að vilja veg
þeirra sem mestan, sem hafa staðið
í fylkingarbijósti í íslenzkri list, en
andvaraleysi er því miður þjóðar-
einkenni okkar á síðustu tímum, að
ég segi ekki þjóðarlöstur, þannig að
menn eru jafnvel mun mælskari á
ávirðingarnar en sómann. Og í báð-
um tilvikum vilja hlutirnir ganga út
í öfgar.
Minna og jafnara dettur mér í hug
í þessu sambandi, og er það ein af
fáum jöfnum, sem ég get verið sam-
þykkur í þessu útjöfnunarþjóðfélagi.
I gamla daga var meira lagt upp
úr slíkum tímamótaafmælum lista-
manna, sýningar voru haldnar þeim
til heiðurs og barið í bumbur, sem
er réttur gangur lífsins, enda hefur
slíkt tíðkast um aldir alda í grónum
samfélögum.
Því þakka ber það sem vel er
gert og hlú að heiðri og virðingu
vina sinna.
Jóhannes Jóhannesson er, svo sem
allir innvígðir vita, einn af frum-
kvöðlum óhlutlæga málverksins á
íslandi, og var í framvarðasveit
Septembersýningarhópsins forðum.
Löngu seinna var hann einn aðal-
hlekkurinn í hinum árlegu Septem-
sýningum, sem nú hafa verið lagðar
niður, eftir að hafa auðgað sýningar-
flóru höfuðborgarinnar á hveiju
hausti í 15 ár.
Er Septembersýningunum var
hleypt af stokkunum árið 1947, upp-
hófust einhveijar mestu deilur sem
hafa gengið yfir á vettvangi mynd-
listarinnar hér á landi á öldinni. Um
margt upplífgandi deilur en full hat-
rammar og ómálefnalegar, enda var
þessi nýi tjáningarháttur mörgum
góðborgaranum skiljanlega fram-
andi og skekkti, eða öllu heldur koll-
varpaði viðtekinni fegurðarímynd.
í dag er öldin önnur, en spurn er
að því hvort listinni sé akkur að
andvaraleysi tímanna, er öll tjáform
hafa hlotið vissa viðurkenningu þó
sitt sýnist hverjum svo sem fyrri
daginn.
Málefnaleg listumræða hefur ein-
faldlega að mestu farið framhjá ein-
Afmæliskveðia:
Jóhannes Jóhann-
esson listmálari
í huga sjómannssonar er lífseig
sú kennd að finnast allir skipsfélag-
ar föður hans eða bræðra vera fé-
lagar og vinir hans líka og allrar
fjölskyldunnar. Ég held að þessi
kennd hafí gert sig gildandi hjá
mér gagnvart öllum hópi ungra
listamanna, sem fengu far með
flutningaskipinu Súðinni í febrúar
1949. Þar fóru saman í hópi söngv-
arar og listmálarar og var ferðinni
heitið til Ítalíu. Með í för var Ketill
bróðir og einn af ferðafélögum hans
var Jóhannes Jóhannesson listmál-
ari og gullsmiður, sem er sjötugur
á morgun, 27. maí.
En það var fyrst seint á árinu
1951 að ég kynntist Jóhannesi, sem
þá var alkominn til landsins eftir
nám við Accademia di Belle Arti í
Flórens á Ítalíu og dvöl í París.
Hann, félagar hans og vinir höfðu
það mikið seiðmagn, að ég varð
fljótt eins og grár köttur' á vinnu-
stofu hans í Kamp Knox, þessu
mikla braggahverfi í vesturbænum,
sem þá- var fullt af fjölskrúðugu
mannlífi og list: Málaralist, tónlist
og leiklist. Frá þessum tíma svífur
enn í huga mér myndefni af barna-
leikvelli hverfisins, sem Jóhannes
tók til rækilegrar meðferðar í mörg-
um myndum: Börn í rólum.
Það ætti sannarlega að vera
mörgum í árgöngum okkar Jóhann-
esar til mikillar gleði að myndlist,
sem fyrir 40 árum var að skapast
í vinnustofum í Kamp Knox og síðar
í misgóðu húsnæði víða um bæinn,
hefur nú verið bundinn staður í
góðum híbýlum margra samjanda,
og í listasöfnum okkar, opinberum
byggingum og bönkum.
Jóhannes er fæddur undir þeirri
heillastjörnu að sjá óskadrauminn
um veglegt hús fyrir Listasafn ís-
lands rætast á þann hátt að öllum
er til sæmdar, sem að því stóðu.
Hann lagði fram mikið starf með
Selmu Jónsdóttur og mörgu öðru
góðu fóiki til að láta þennan draum
rætast.
Listasafn Háskóla íslands hefur
orðið mikill hvati fyrir þá sem þar
starfa og ganga um garða. Það er
alltaf sérstök ánægja að koma i
salarkynni Lögbergs, hús lagadeild-
ar Háskólans, og sjá þar kraftmikil
myndverk eftir Jóhannes og Krist-
ján Davíðsson. Það er leitt að dr.
Albert C. Barnes hinum hugum-
stóra og moldríka myndlistarfröm-
uði Bandaríkjanna skyldi ekki auðn-
ast að sjá, hve vel þessum tveim
íslensku nemendum auðnaðist að
ávaxta þá listmenntun, sem þeir
sóttu til stofnunar hans í Fíladelfíu
1945.
Kæri vinur: Þú tókst þannig til
orða einhveiju sinni að „maður
gæti nú verið að mála, þótt maður
væri ekki með pensilinn". Mér hefur
alltaf fundist hugverk úr formum
og litum, sem við köllum málverk.
Slík hugsmíð er dulúðarfull og á
sér þróunarferil í sálarlífinu og
áhrifum frá umhverfinu, sem oftast
er erfitt að henda reiður á nema
þá kannski fyrir suma innvígða.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
/
Avallt mikið úrval af heilsuskóm, meðal annars fró Birkenstock,
Ola-skóm, Tóp, Berkemann, Ara Fittnes og fleiri.
erndið fæturna
andið skóvalið
Domus Medica,
sími 18519
1212
5% staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum.
Kringlunni 8-12,
sími 689212
Nokkru eftir upphaf geimflaugaald-
ar og geimfara, þóttumst við sjá
að þú og Þorvaldur Skúlason voruð
ekki eins jarðtengdir í formsköpun
og litameðferð og áður. Á fletinum
fóru að birtast margskonar lithnett-
ir og fjölbreytt kerfi af litgeislum.
Þú gafst mér eina Spútnik-mynd
til að gera mér kleift að fara í and-
lega geimferð án þess að taka neina
sérstaka áhættu.
Mikið var að ske á þessum tíma.
Þú rakst skartgripaverslun með
verkstæði við Skólavörðustíginn og
sá ég marga gripina verða til og
skoðaði þá vandlega fullsmíðaða:
Hringi, armbönd, hálsmen, bóka-
hnífa, kaleika fyrir kirkjur, og silf-
urhesta fyrir rithöfunda og skáld,
sem valdir voru til verðlauna. I
fyrstu hafði ég lítinn smekk fyrir
þessum munum. Smátt og smátt
fóru sumir gripirnir að vinna sér
land í huga mér. Ég hef fyrir löngu
gert mér grein fyrir því að silfur,
gull og gimsteinar er kröfuharður
efniviður fyrir listamann.
Þrátt fyrir ýmsar annir varst þú
allt í einu kominn í hálfgildings
geimferð með menningarsendi-
nefnd til Kína.
Ég staldra við bréf frá þér í sept-
ember 1961 skrifað í Hótel Peking.
Þú segir: Nefnd frá Vísindaakadem-
íunni í Peking á að gefa okkur stað-
góðar upplýsingar um efnahagsþró-
un Kína þau 12 ár sem liðin eru
frá frelsun landsins. Síðan kemur
í bréfínu ítarleg lýsing á uppbygg-
ingu kommúnu, sem stofnuð var
1958 í nágrenni Peking og þið
sendinefndarmenn heimsóttuð.
Gaman væri að vita hvernig gengið
hefur hjá blessuðu fólkinu. Vonandi
hefur það ekki þurft að selja kron
sitt og samband.
Þegar þú komst úr þessu merki-
lega ferðalagi hlaut vinahópurinn
að skipa þér um tíma sess með stór-
mennum eins og Marco Póló. Þegar
ég horfi á líkneskið úr jaðisteini af
fiskimanni, sem þú færðir mér frá
Kína, vakna hjá mér ýmsar minn-
ingar um veiðimennsku okkar á
liðnum árum. Það hefur orðið nokk-
urt hlé á stangaveiði okkar, þótt
ég telji okkur ennþá fullfæra í
íþróttinni. Ég tel mig þó síður fær-
an núorðið til að detta í Þingvalla-
vatn, eins og ég gerði við murtu-
veiðar fyrir nokkrum árum að bestu
vinum viðstöddum.
Þegar ég hugsa til þess, hve
margt ég hef fengið að sjá hjá þér,
fæ ég stundum dálitla sektarkennd
af því, hvað lítið þú fékkst að sjá
af því, sem ég var að myndgreina
í smásjánni. Eg hlýt þó að hafa
sýnt þér ílöngu rauðu blóðkomin.
Kæri vinur, við Erla óskum þér
og Álfheiði, mömmu þinni og allri
fjölskyldunni til hamingju með dag-
inn.
Ólafur Jensson
Stykkishólmur:
Reykj alundarkór-
inn hélt tónleika
Stykkisholmi.
Reykjalundarkórinn í Mosfellsbæ undir stjórn Lárusar Sveins-
sonar heimsótti Stykkishólm fyrir skömmu. Undirleikari var Ingi-
björg Lárusdóttir.
Söngskemmtun þessi var haldin
í kirkjunni og sungu báðir kóram-
ir, Reykjalundarkórinn og kirkju-
kórinn í Stykkishólmi, enda var
heimsóknin fyrst og fremst til
hans. Jóhanna Guðmundsdóttir
stjómaði kirkjukórnum en það
hefur hún nú gert um langt skeið
og vel til tekist.
Reykjalundarkórinn söng 9 verk
bæði innlend og erlend og síðar
kirkjukórinn 5 lög bæði erlend og
íslensk. Að lokum sungu báðir
kórarnir saman og var það sannar-
lega fjölmennur kór. Sungu þeir
lag eftir Mozart og í lokin ísland
ögrum skorið, eftir þá Eggert Ól-
afsson og Sigvalda Kaldalóns, en
þar áður voru tekin aukalög.
Var sterkur rómur gerður að
söng kóranna og verkum sem þeir
fluttu og fóru áheyrendur ánægðir
brott.
- Árni