Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FOLK V FRETTUM SUNÍtóÚÁGUR 26. MAÍ 1991
*,v
m
Frá sýningu Ferðaleikhússins.
LEIKLIST
Ferðaleikhúsið hefur
starfað í aldarfjórðung
Ferðaleikhúsið, sem þekktast
hefur verið fyrir „Light
nights" er nú að fara af stað 25.
árið í röð og má segja að þar fari
órjúfanlegur hlekkur í ferðaþjón-
ustu landsmanna, en Ferðaleikhúsið
er sniðið fyrst og fremst að erlend-
um ferðamönnum. Þar er boðið upp
á þjóðlegar sýningar þar sem kenn-
ir.margra grasa. „Við verðum með
fyrstu sýinguna 20. júní og æfingar
eru að fara af stað. Okkur vantar
enn einn karileikara og því erum
við enn ekki komin á fullan skrið,“
sagði Kristín G. Magnús leikkona
í samtali við Morgunblaðið, en hún
rekur Ferðaleikhúsið ásamt eigin-
manni sínum Halldóri Snorrasyni
og syni þeirra Magnúsi Snorra.
Kristín sagði að alls væru 25 at-
riði, dans, leikur og látbragð, á
sviðinu og væri bæði um þjóðsögur
og skírskotanir til víkingatímans
að ræða. Þá fengju álfar, tröll og
aðrar hulduverur sinn skammt og
sannast sagna færu leikararnir j
allra kvikinda líki. Kristín er sögu-
maður og leiðir áhorfendur í gegn
um aldirnar ef svo mætti að orði
komast. „Þess má líka geta,“ sagði
Kristín, „að á sýningunni nú verðum
við með 3x4 metra tjald sem er
sérhannað í Bretlandi. A það verður
varpað skyggnum sem samlagast
efninu og gæða það meira lífi.“
Alls taka herlegheitin tvær
klukkustundir og er prógrammið
stíft, því sumarið á enda verður
Ferðaleikhúsið með sýningar öll
kvöld í Tjarnarbíói frá fimmtudegi
til sunnudags.
VORLINAN
AIIKUG4RDUR HF.
Borgar-
börnin upp-
lifa sveita-
sæluna
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson.
NÁTTÚRAN
Allt a utopnu í hlöðunm.
Setið að indjánasið....
Sagt er að maðurinn megi
ekki gleyma eða fjarlægjast
um of uppruna sínum.
Halda verður tengslum við nátt-
úruna og ekki ganga út frá því
að malbikið sé hið rétta og eðli-
lega umhverfi mannsins. Rétt-
ara mun að sveitin sé það ef
horft er langt aftur um öxl. Á
vori hveiju, er náttúran vaknar
af værum og löngum blundi eft-
ir misharða vetur, fara ýmsir á
kreik, bæði menn og málleys-
ingjar. Ómissandi er það fyrir
yngstu kynslóðina að heimsækja
sveitabæi og skoða lömbin,
hænsi og kýrnar svo ekki sé
minnst á tækifærið sem gefst
til þess að ólmast í hlöðunni.
Börnunum er séð fyrir þessari
frumþörf í leikskólum Borgar-
innar. I fyrra var Gijóteyri í
Kjós heimsótt, en í ár var það
Kiðafell í Kjós þar sem börnin
geta skoðað allt það sem að
landbúnaðinum lýtur, meira að
segja laxaseiði sem til stendur
að sleppa í Kiðafellsá, sem er
nokkurs konar bæjarlækur.
Myndirnar tala sínu máli. Þær
sýna er börn frá Grænuborg
heimsóttu Kiðafell og upplifunin
er augljós...
Meee.
„Tvímennt er úr hlaðinu....“
_ t
lliiunifih