Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 2
(>()• iVI!JL .92 flUOAQíIAOU'AJ (IKIAJHM JOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 íslandsbanki hf.: 252 millj. krónatap fyrsta þriðjung ársins FYRSTU fjóra mánuði þessa árs varð 252 milljóna króna tap á rekstri íslandsbanka hf. í frétt frá bankanum segir að slæma af- komu á þessu tímabili megi rekja til þess að munur inn- og útiáns- vaxta hafi verið óraunhæfur. Jafnframt segir að með vaxtaákvörðun bankans þann 1. júní síðastliðinn hafi taprekstur verið stöðvaður, án þess að víkja frá þeirri stefnu bankans að minnka vaxtamuninn. í fréttinni segir að áætlað sé að orðið hagstæð íslandsbanka. Innlán vaxtamunur verði um 3,7% á árinu 1991, munurinn hafi verið 4% árið 1990 og 4,2% árið 1989. Áætlað er að íslandsbanki verði rekinn með hagnaði á þessu ári, en ljóst er talið að hann verði minni en í fyrra. Eigið fé íslandsbanka hf. nam 3.572 milljónum króna í lok aprílmánaðar. Fram kemur að fyrstu fimm mánuði ársins hafí innlánsþróun og verðbréfaútgáfa hafi aukist um 2,7 milljarða króna til mafloka, eða um 7,7%, samkvæmt útreikningum Seðlabankans. Á sama tíma hafi aukning hjá öðrum bönkum og sparisjóðum orðið 4,8 milljarðar, eða 4,4%. „Hlutdeild íslandsbanka í innlánum og verðbréfum banka og sparisjóða fór því vaxandi og er um 25%,“ segir í frétt bankans. EB krefst ekki j afnvægis veiðiréttinda og tollívilnana - segir skrifstofusljóri viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins GUNNAR Snorri Gunnarsson, skrifstofusljóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir greinilegt að framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins vilji halda þeirri túlkun að aðildarríkjum sínum á niðurstöðu ráðherrafundarins í Lúxemborg að meginregla EB um aðgang að fiskimiðum EFTA-ríkja gegn markaðsaðgangi að EB sé enn í fullu gildi. í skjali frá framkvæmdastjórn EB er því haldið fram að ísland og Noregur hafi fallist á tengingu veiðiheimilda og aðgangs að markaði EB. Gunnar sagði að EB hefði í fyrstu haldið fast við þá stefnu að fullkom- ið jafnvægi þyrfti að vera á milli fiskveiðiréttinda og tollaíviinana. „Þeir reiknuðu hvort tveggja í pen- ingum og vildu hafa fullkomið jafn- vægi þar á milli. Siðar féllu þeir frá þessu og sættust á að líta mætti á fiskinn í heildarsamhengi samning- anna. Við það að fallast á norsku tillöguna sem samningsgrundvöll á fundinum 17. og 18. júní er ekki lengur um beinar fiskveiðiheimildir í lögsögu Noregs að ræða í skiptum fyrir markaðsaðgang, heldur felur það í sér að Noregur gefur eftir fiskveiðiheimildir innan ramma nú- gildandi tvíhliða samnings. Norska tilboðið er flókið og því er greini- legt að EB hefur fyrirvara á því og um það snúast áframhaldandi viðræður á milli Norðmanna og fulltrúa framkvæmdastjórnar EB. Niðurstöður þeirra eiga að liggja Kristján Ragnarsson formaður LIU: Bjartsýnn á frjáls olíuvið- skipti í haust fyrir á miðvikudag í næstu viku. íslenska tilboðið er hins vegar alveg borðleggjandi og enginn sveigjan- leiki í því samanborðið við norska tilboðið," segir Gunnar. Anna Kristín Pétursdóttir og Hjörtur Þór Gijetarsson. Lýst með hjónaefnum: Morgunblaðið/Bjarni Viljum halda í gamlar hefðir HJÓNAEFNIN er ætla að láta lýsa með sér i Dómkirkjunni í Reykjavík í júlí heita Anna Kristín Pétursdóttir, 22 ára, og Hjört- ur Þór Gijetarsson, 22 ára. Hjónavígslan mun fara fram 3. ágúst nk. en þremur sunnudögum fyrr eða 14. júlí mun fyrst verða lýst með þeim í messu og hengd upp tilkynning á hurð Dómkirkjunnar. „Ég er svona gamaldags," sagði Hjörtur Þór Gijetarsson þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og spurði hvers vegna hann og Anna Kristín Pétursdóttir hefðu ákveðið að láta lýsa með sér. Hjörtur sagði að hann hefði mjög gaman af gömlum hefðum og telur hann miður ef þær leggj- ast alveg niður. Þegar Hjörtur sneri sér til væntanlegs tengdaföð- ur síns, Péturs Steingrímssonar, jg bað formlega um hönd Önnu Kristínar kom Pétur með þá hug- mynd að þau létu lýsa með sér. Hirti fannst hugmyndin góð en Anna Kristín var ekki eins hrifin í fyrstu. Þau toku síðan þá ákvörð- un að láta lýsa með sér og höfðu samband við sr. Guðmund Þor- steinsson, dómprófast, sem tók vel í hugmyndina. Lýst verður með Hirti og Önnu Kristínu þijá sunnudaga í röð við messu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Fyrst verður lýst með þeim sunnu- daginn 14. júlí og verður þá einn- ig sett upp tilkynning á hurð Dóm- kirkjunnar. Síðan verður lýst með þeim sunnudaginn 21. júlí og loks 28. júlí. Hjónavígslan sjálf verður 3. ágúst. En Hjörtur sagði að sá dagur hafi orðið fyrir valinu vegna þess að 3. ágúst fyrir tveimur árum gaf hann Önnu Kristínu hring til staðfestingar á sambandi þeirra en þau trúlofuðu sig síðan 26. maí í fyrra. Hugsanleg sameining hraðfrystihúsa á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík; Ná má fram verulegri hag- ræðingu í útgerð og vinnslu segir framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar JÓNAS Ragnarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar kveðst telja að með sameiningu eða aukinni samvinnu hraðfrystihús- anna á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Breiðdalsvík megi ná fram verulegri hagræðingu, bæði í útgerð og með sérhæfingu í vinnslu. Hann kveðst telja slíka sameiningu æskilega og mögulega, sé raun- verulegur vilji til staðar. Fyrirtækin þijú, sem öll eru aðilar að ís- lenskum sjávarafurðum hf., gera nú út fimm skip og hafa samtals yfir að ráða 9-10 þúsund tonna kvóta, þar af er rúmur helmingur á Fáskrúðsfirði. KRISTJÁN Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra út- vegsmanna,segir að í kjölfar sam- þykktar LÍÚ í síðasta mánuði um fijálsan innflutning olíuvara hafi Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tjáð sér að gengið verði frá því í haust, að komið verði á ftjálsum olíuinnflutningi. „Eg er því mjög bjartsýnn á að þetta muni ganga eftir strax í haust,“ segir Kristján. Kristján sagði að málið væri fjór- þætt. I fyrsta lagi þyrfti að gefa olíukaup erlendis frjáls. Hætta verði við bæði verðjöfnun einstakra olíu- farma og verðjöfnun innanlands og loks að olíuverð innanlands verði gefið fijálst og stjórnvöld hætti þar með að ákvarða verðið, sem muni þess í stað ákvarðast af samkeppni og framboði og eftirsþurn. Olíuviðskiptasamningurinn við Sovétmenn gildir út þetta ár og að sögn Kristjáns verður að taka ákvörðun um að endurnýja hann ekki og breyta ennfremur lögum til að koma á frjálsum olíuviðskiptum. Engar viðræður hafa átt sér stað milli fyrirtækjanna en á liðnum misserum hefur verið rætt um sam- einingu fyrirtækjanna á Stöðvar- firði og í Breiðdalsvík. Stutt er síðan þau áform voru lögð á hilluna. Hvorki Gísli Jónatansson, fram- kvæmdastjóri hraðfrystihúss Fá- skrúðsfjarðar, né Svavar Þorsteins- son, framkvæmdastjóri hraðfrysti- húss Breiðdælinga, vildu tjá sig um hugsanlega sameiningu fyrirtækj- anna og sögðu hana ekki hafa ver- ið á dagskrá. „Svona hlutir þurfa sérstakrar skoðunar við,“ sagði Gísli Jónatansson. Morgunblaðið leitaði til fram- kvæmdastjóranna þriggja í fram- haldi af þeim ummælum Guðmund- ar Malmquist forstjóra Byggða- stofnunar í Morgunblaðinu í gær að augljós hagræðing gæti náðst með sameiningu fyrirtækjanna þriggja. Hlutafjársjóður á 25% hlutafjár í Hraðfrystihúsi Stöðvar- fjarðar, að sögn Jónasar og 48% í Hraðfrystihúsi Breiðdælinga, að sögn Svavars Þorsteinssonar. Fá- skrúðsfirðingar hafa hvorki sóst eftir fyrirgreiðslu Hlutafjársjóðs né Atvinnutryggingarsjóðs. Fyrirtækin þrjú gera út fimm skip, fjóra togara og rækjuveiði- skipið Búðafell á Fáskrúðsfirði. Togarar Fáskrúðsfirðinga, Ljósafell og Hoffell, eru nýendurbyggðir og kvaðst Jónas Ragnarsson sjá fyrir sér að ef af sameiningu yrði, yrði lögð áhersla á að nýta þá sem best. Frá Stöðvarfirði er gerður út togar- inn Kambaröst og togarinn Hafnar- ey frá Breiðdalsvík. Fyrirtækin hafa að sögn Gísla Jónatanssonar átt nokkurt samstarf, meðal annars í tengslum við viðhaldsverkefni, auk þess sem þau hafa skipst á afla. Þá hafa bein og úrgangur frá hús- unum þremur verið unnin í mjöl- verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði. Jónas Ragnarsson kvaðst telja það frumskilyrði þess að rætt yrði um sameiningu að vinnslu yrði hald- ið áfram á stöðunum þremur. Hag- ræðing í vinnslu næðist með sér- hæfingu. Um tuttugu kílómetrar eru til Fáskrúðsfjarðar og Breið- dalsvíkur frá Stöðvarfirði, sem er mitt á milli staðanna tveggja. Fyrsta meistarapróf- ið í verkfræði í 44 ár Unnið að stofnun samtaka gegn aðild Islands að EES HÓPUR manna vinnur nú að stofnun samtaka sem hafa það að mark- miði að vinna gegn þátttöku íslands í Evrópsku efnahagssvæði og að koma í veg fyrir að Island verði aðili að Evrópubandalaginu, að sögn Bjarna Einarssonar framkvæmdastjóra, sem er þátttakandi í undirbúningshópnum. Kemur óformleg framkvæmdanefnd saman í dag þar sem ákveðið verður með framhaldið en til stendur að halda almennan kynningarfund innan tíðar. Að sögn Jóhannesar Snorrasonar, fyrrv. fiugstjóra, sem einnig á þátt í undirbúningnum, verða samtökin mynduð á landsgrundvelli og sagði hann að margir hefðu lýst áhuga á þátttöku í hreyfingunni, sem er þeg- ar orðin þverpólitísk, að hans sögn. „Við ætlum okkur að reyna að breyta atburðarásinni í þjóðfélaginu og hafa áhrif á almenningsálitið og stjórn- málamenn," sagði Bjarni. Jóhannes sagðist telja fullvíst að þessi samtök ættu eftir að láta mikið að sér kveða í Evrópuumræðunni hérlendis. KANDÍDAT með MS-próf í verk- fræði verður brautskráður úr verkfræðideild Háskóla íslands í fyrsta skipti í 44 ár á Háskóla- hátíð í dag. Helgi Þór Ingason Iauk I vor meistaragráðu í verk- fræði en stutt er síðan verkfræði- deildin fékk leyfi til þess að bjóða upp á nám á MS-stigi. Að sögn Þorsteins Helgasonar, forseta verkfræðideildar, hefur verkfræðideild HÍ ekki útskrifað verkfræðinga með framhaldsgráður síðan 1947. í seinni heimsstyijöld- inni komust námsmenn ekki til Evrópu til framhaldsnáms og bauð verkfræðideild þá upp á nám á framhaldsstigi. Þegar mögulegt varð að fara aftur í nám erlendis lagðist þessi kennsla niður. Helgi Þór Ingason lauk lokaprófi í rafmagnsverkfræði 1989 og hóf síðan meistaranám í verkfræði vor- ið 1990. Þá hafði nýopnast sá möguleiki að stunda meistaranám í verkfræði að hluta til við Háskóla íslands. Að sögn Þorsteins Helga- sonar gefur þetta verkfræðinemum tækifæri til að vinna að séríslensk- um verkefnum eins og verkefni Helga sem tengdist starfsemi ís- lenska járnblendifélagsins. Þor- steinn sagði að verkfræðideildin fengi ekki fjárveitingu til þess að halda námskeið á MS-stigi og yrðu nemendur því að sækja hluta náms- ins til Noregs. Helgi er sá fyrsti sem nýtir sér þennan möguleika en að sögn Þorsteins hafa 4 nemendur þegar fengið leyfi til að stunda MS-nám á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.