Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 9
9
MORGUNBLABIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
CLASSICA
Gróðurhús fyrir íslenska veðráttu
Níðsterk - formfögur - dönsk hönnun
Heildverslunin SmÍðshÚS - E. Sigurjónsdóttir,
Smiðshús, 225 Bessastaðahreppur, sími 650800.
VINNINGSNUMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
------ DrejlB 17. |únl 1991 -
TOYOTA 4RUNNER 3000Í: 24736
TOYOTA COROLLA 1600 GLI: 160610
TOYOTA COROLLA 1300 GL HB: 148907
BIFREIÐ AÐ EIGIN VALl FYRIR 800.000 KRÓNUR: 153636
VINNINGAR Á KR. 125.000:
Vörur eöa þjónusta frá Feröamiöstööinni Veröld, GKS húsgagnaverslun,
Heimilistækjum, Húsasmiöjunni, IKEA eöa Miklagaröi.
31 15911 37249 79856 97147 103275 116808 138736 159154
279 16474 52974 83905 97850 104635 118473 146112 161465
869 20247 58212 87028 100675 108133 123427 149740
10475 26385 64935 87157 101072 111508 126013 153774
12114 28121 66061 93419 101355 114367 128031 154510
14448 31865 71003 96550 102623 115277 132523 156983
VINNINGAR Á KR. 75.000:
Vörur eöa þjónusta frá sömu aöilum.
1777 19733 40262 67676 97453 111009 126737 141118 166004
1883 22379 50155 73103 101131 111995 129660 142348 167076
9447 28668 51502 76426 105614 112873 132203 148179
15545 31848 57460 81200 106992 114157 134431 148459
18399 34164 57704 85756 109959 115576 139256 149974
19629 39991 61788 87219 110234 116504 139897 154875
Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
aö Skógarhlíö 8, sfmi 621414. s?
Krabbameinsfélagiö |
þakkar landsmönnum
veittan stuöning. 3
TRAUST
VARAHLUTAÞJÖNUSTA
Sumaropnun á laugardögum frá klukkan 10-14.
^©utyJÍRDíRD
Mlés)$fq
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -686500
Ríkisbankar og einkavæðing
Einkavæðing ríkisbankanna hefur verið til umræðu um nokkurt
skeið. Hún tók nokkurn kipp eftir að erlendir sérfræðingar kom-
ust að þeirri niðurstöðu í skýrslu til Seðlabankans, að það sé
ekki æskilegt að ríkið eigi viðskiptabanka.
Stefnumótun
Ríkisstjórn Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðis-
flokks hefur það á verk-
efnaskrá sinni að kanna
sölu ríkisbanka eða
breyta þeim í hlutafé-
lagaform. Þar hefur
einkum verið rætt um að
selja Búuaðarbankann,
en að ríkið eigi meiri-
hluta í Landsbankanum.
Nefnd þriggja ráð-
herra hefur verið falið
að fjalla um málið og
eiga sæti i henni forsætis-
ráðherra, íjármálaráð-
herra og viðskiptaráð-
herra. Oljóst er ennþá,
hvenær ríkisstjómin lýk-
ur stefnumótun sinni, en
trúlega verður það með
haustinu. Væntanleg að-
ild Islands að Evrópsku
efnahagssvæði og stór-
aukin samkeppni eriend-
is frá á peningamarkaði
rekur á eftir ákvörðun.
Málið var til uinfjöllun-
ar í tveimur dagblöðum
sl. fimmtudag, DV og
Tímanum. Rætt var við
þijá stjómmálamenn og
tvo bankastjóra. Hér á
eftir verður stiklað á
ummælum þeirra.
Minni ríkis-
áhrif
Jón Sigurðsson, við-
skiptaráðherra, sem fer
með málið í ríkisstjóm-
inni, sagði m.a. í viðtali
við DV:
„Ég tel það tvímæla-
laust rétt að draga úr
áhrifum ríkisins á rekst-
ur fjármálastofnana og
viðskiptabankanna og
þar er ein leið þessi. Ég
tel að þetta sé aðeins
spuming um tíma, frekar
en hvort þetta gerist.“
„Ég vil rifja það upþ
að ég fól Seðlabankanum
að kanna kosti þess og
galla að breyta rikis-
bönkum í hlutafélög og
hugsanlega að selja hluti
í þeim á árinu sem leið.
Áliti var skilað í byijun
þessa árs og síðan hef
ég kynnt þaö bæði
bankaráðum og banka-
stjónnim rikisbankanna.
Þetta er meöal þeirra
verkefna sem núverandi
rikissljóm ætlar sér að
vinna að. Ég mun að
sjálfsögðu halda þessu
máli áfram og vakandi í
góðu samstarfi við sam-
starfsflokkinn. Það hafa
engar ákvarðanir verið
teknar enn, hvenær eða
með hveijum hætti þetta
gerist.“
Samkeppni
Halldór Blöndal, land-
búnaðarráðherra, sem
átti sæti í bankaráði Bún-
aðarbankans, segir í DV:
„Ég hef verið þeirrar
skoðunar að það sé rétt
að breyta Búnaðarbank-
anum í hlutafélag. En ég
hef líka verið þeirrar
skoðunar að það verði
að standa mjög vel að því
máli og undirbúa það vel
áður en ríkisbankar em
seldir.
Varðandi bankana þá
þurfum við að samlaga
því sem er að gerast í
kringum okkur í löndum
Vestur-Evrópu. Við emm
að fara inn á fijálsan
fjármagnsmarkað. Is-
lensk fyrirtæki verða að
vera vel undir þá sam-
keppni búin sem þau
standa nú frammi fyrir.
Það á auðvitað jafnt við
um banka og aðrar stofn-
anir, svo sem póst og
síma. Við þurfum að end-
umieta stöðu rikisstofn-
ana í \jósi þeirrar þróun-
ar sem er nú í Evrópu.“
Varhugaverð
áform
Dagblaðið Timinn birti
frásögn af samtali við
Steingrím Hermannsson,
fomiann Framsóknar-
flokksins, um einkavæð-
ingu bankanna. Stein-
grímur segir áform ríkis-
stjómarinnar mjög var-
hugaverð. Þegar erlend-
ir bankar hafi fengið
fullt athafnafrelsi hér-
lendis sé iqjög mikilvægt
að einn til tveir öflugir
ríkisbankar verði fyrir á
markaðnum. Þá segir í
Tímanum:
„Steingrímur Her-
mannsson sagði við
Tímann í gær að vel
mætti sameina Lands-
banka og Búnaðarbanka
í einn öflugan banka, því
ef hingað koma einliveij-
ir stórbankar frá útlönd-
um, þá veitir ekkert af
því að þessir tveir bankar
standi saman. Steingrím-
ur sagði að sala Útvegs-
bankans á sinum tima
hefði ekki verið hag-
kvæm fyrir ríkissjóð.
Auk Jiess sýndist honum
að Útvegsbankinn væri
að komast undir stjórn
fárra aðila í viðskiptalíf-
inu.
Steingrímur óttast að
ef arniar rikisbanki verði
seldur þá fari það á sama
veg og með Útvegsbank-
ann, enda væm ekki
margir hér á landi sem
keypt gætu banka.“
Fámeimar
klíkur
Loks er rætt stuttlega
í DV við tvo bankastjóra
rikisbankanna. Sólon
Sigurðsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, segir
m.a.:
„Ef rikisstjórnin og
Alþingi taka ákvörðun
um að selja Búnaðar-
bankann er mér efst í
huga að það sé staðið
almennilega að þessu. Að
takmarkanir séu á hve
mikið hveijum er selt og
að það séu ekki einhveij-
ar fámennar klíkur sem
geti sölsað undir sig Bún-
aðarbankann í krafti
fjármagns."
Engin rök
Halldór Guðbjai’nason,
bankastjóri Landsbank-
ans, segir m.a.:
„Ég hef aldrei séð nein
rök á prenti gegn því að
Landsbankinn verði rek-
imi áfram sem rikis-
banki.“
„En ég held að ríkið
ætti að byija á því að
velta því fyrir sér hve
mikið það hafi lagt í
þennan banka. Það er
umhugsunarefni. Auðvit-
að getur reksturinn
gengið upp og ofan eins
og alls staðar annars
staðar. En Landsbankinn
er öflug og traust stofn-
un.“
Afstaða for-
sætisráðherra
Loks er fróðlegt að
kynnast sjónarmiðum
Davíðs Oddssonar, for-
sætisráðherra, til þessa
máis. Hann sagði m.a. í
samtali við Morgmiblaðið
í gær: „ ... við teljum, að
markaðurinn sé það lítill
liér, að memi verði að
fara varlega og ganga
hægt fram ... ég tel það
mikilvægt að eignarhaldi
á bönkum og slikum stór-
fyrirtækjum á okkar
mælikvarða verði dreift.
Það safnist ekki allt á
fárra nianiia hendur."
VERSLUNAREIGENDUR/INNKAUPASTJORAR
SUMAR/HAUST- OG JÓLAVÖRUSÝNING
Á SILKIBLÓMUM, GJAFAVÖRUM OG
JÓLASKRAUTI
Okkar árlega vöru- og sölusýning verður haldin í
Félagsheimili Seltjarnarness sunnudaginn 30. júní og
mánudaginn l.júlí nk.
Sýningin verður opin frá kl. 10.00 til 19.00 báða dagana.
BERGÍShf.
- heildverslun sími 621807