Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
EES-samningarmr snú-
ast um fleira en fisk
Ótímabærar siguryfirlýsingar draga athygli frá
örlagaríkari ákvæðum um fjórfrelsið
eftir Hannes Jónsson
Fréttum af samningafundi EFTA-
og EB-ráðherra um Efnahagssvæði
Evrópu (EES) 18. þ.m. hafa fylgt
ummæli um „mikilvægan sigur Is-
lendinga". Er þar vitnað til líkinda
um að EB falli frá kröfum um veiði-
heimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu
gegn aðgangi að tollfijálsum mark-
aði með sjávarafurðir, en í stað komi
skipti á veiðiheimildum sem nemi
ígildi 300 tonna af karfa eða 2.600
tonna af þorski.
Ýmislegt er við þessar sigurfréttir
að athuga.
Fyrst, skrifleg samningsdrög um
þessi atriði liggja ekki fyrir en ósam-
hljóða frásagnir af þeim í Brussel
og Reykjavík.
Annað, á óréttmætar kröfuri EB
um veiðiheimildir fyrir markað hefur
aldrei verið fallist þótt þær hafi
margoft verið bornar fram, enda
eðlilegt lögmál fríverslunar, sem við-
urkennt er af GATT, að frjáls að-
gangur að markaði komi fyrir fijáls-
an markað, en ekki fijáls aðgangur
að auðlindum.
Þriðja, samningarnir um EES eru
margfalt víðtækari og geta orðið
örlagaríkari fyrir okkur en samning-
sviðaukinn um sjávarútveg og
fríverslun með fisk.
Af þessum og fleiri ástæðum er
nauðsynlegt að grandskoða út frá
íslenskum hagsmunum aðalatriði
samningsdraganna um fjórfrelsið,
sem 3. gr. Rómarsáttmála skilgrein-
ir og EB ákvað 1985 að taka til
framkvæmda í ársbyijun 1993 með
myndun markaðsbandalags, en
EFTA-ríkjunum var í janúar 1989
boðin þátttaka í samningum um
slíkan innri markað 18 ríkja.
Ákvæðin, sem fylgja 3. gr. Róm-
arsáttmála um fjórfrelsiskerfið, eru
svo víðtæk að ástæða er að hvetja
til fyllstu varfærni við ákvarðana-
töku, en ekki láta blindast af ímynd-
uðum sigri á sviði fisksölu. Ekki
má heldur vanmeta það utanríkis-
viðskiptakerfi, sem við búum við.
Mættu menn gjarnan velta kostum
þess fyrir sér með hæfilegri þjóð-
legri íhaldssemi, en skoða fjórfrels-
iskerfið með gagnrýnandi rök-
hyggju.
Skoðum nokkur meginatriði máls-
ins og þá fyrst aðalatriði gildandi
utanríkisviðskiptakerfis, en síðan
nokkra þætti, sem leiða mundu af
framkvæmd fjórfrelsiskerfisins.
1. Víðtæk fríverslun þjónar
hagsmunum Islands best
Efnahagsleg landafræði og fram-
leiðslusérgreining íslands valda því,
að milliríkjaviðskiptahagsmunum
okkar verður best borgið með
víðtækri fríverslun, hnattrænni
fremur en svæðisbundinni. Gildandi
milliríkjaviðskiptakerfi hefur verið
byggt upp í samræmi við þetta meg-
insjónarmið, en helstu einkenni þess
eru:
a) Sem sjálfstætt og fullvalda
ríki, óháð yfirþjóðiegum stofn-
unum, höfum við á fijálsum
hagkvæmnisgrundvelli átt við-
skipti við ríki Ameríku, Asíu,
Austur- og Vestur-Evrópu og
Afríku. Lögmál viðskipta og
hagsmuna hafa ráðið ferð,
hvorki stjórnmálalegar skuld-
bindingar né þvingandi og full-
veldisskerðandi kostir.
b) Við erum ásamt 101 ríki aðilar
að GATT, sem vinnur að al-
hliða fríverslun á grundvelli
bestu kjarasamninga. Jafn-
framt erum við þátttakendur
í margþættu fjölþjóða- og al-
þjóðasamstarfi, sem miðar að
efnahagslegum framförum og
fijálsri milliríkjaverslun. Má
þar m.a. nefna Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn (IMF), Alþjóða-
bankann (IBRD), Álþjóðalána-
stofnunina (ICF), Alþjóða-
framfarastofnunina (IDA),
Efnahags- og þróunarstofnun-
ina (OECD), og Efnahags-
nefnd SÞ fyrir Evrópu. Innan
þessara stofnana vinnum við
með fjölmörgum öðrum ríkjum
að framförum á sviði efna-
hags-, peninga- og utanríki-
sviðskiptamála.
Aðild okkar að öllum þess-
um stofnunum gerir okkur
kleift að fylgjast vel með
hnattrænni þróun í efnahags-
og viðskiptamálum, gæta
íslenskra hagsmuna og fyrir-
byggja að við einangrumst í
þessum efnum.
c) Við erum aðilar að EFTA og
njótum á svæðinu fyllstu
fríverslunar með iðnvöru og
með ailar sjávarafurðir síðan
á miðju ári 1990. Á grundvelli
EFTA-aðildar gerðum við
fríverslunarsamning við EB.
Hann tryggir okkur fríverslun
á EB-svæðinu með allar iðn-
vörur og meginþorra sjávaraf-
urða, þótt EB leggi enn inn-
flutningstoll á saltsíld, saltfisk,
skreið, flök, og flatfisk, sem
þarlendir innflytjendur, ekki
við, þurfa að greiða og reikna
inn í vöruverðið til neytenda.
Þrátt fyrír þennan innflutning-
stoll EB er samkeppnisstaða
fiskafurða okkar svo góð á
markaðinum, að t.d. saltfískur
hækkaði um 35% á milli ár-
anna 1989 og 1990.
Á grundvelli þessa gildandi ut-
anríkisviðskiptakerfis höfum við
hvorki verið í vandræðum með að
selja okkar framleiðsluvöru né afla
okkur innfluttrar vöru á samkeppn-
ishæfu verði. Er engin ástæða til
að ætla að á því verði breyting í átt
til einangrunar þótt við gerumst
ekki aðilar að Efnahagssvæði Evr-
ópu, enda er vaxandi bjartsýni um
öra þróun fríverslunar í hnattrænu
samhengi, þar sem þjóðríki versla
hvert við annað án allra hafta, svo
sem framtíðarhugsuðurinn John
Naisbitt hefur m.a. bent á.
2. Forðumst takmarkað
fullveldisafsal
Ástæða er til að vara sérstaklega
við því takmarkaða fullveldisafsali,
sem ráðgert er að fari fram til yfír-
þjóðlegra stofnana Efnahagssvæðis
Evrópu, ef til aðildar kemur. Gert
er ráð fyrir að lögtaka þurfí um
1.400 lög, reglugerðir og tilskipanir
EB sem réttargrundvöll Efnahags-
svæðis Evrópu. Mun þetta verða
meira en fjórum sinnum meiri bálkur
en allt gildandi lagasafn íslands,
líklega um 11.000 blaðsíður í sama
broti og lagasafnið, sem er aðeins
2.718 bls. Þessi bálkur EB á að
hafa forgang fyrir íslenskum lögum.
Stangist hann á við gildandi íslensk
lög eiga þau að víkja en Iög EB að
ríkja. Yfirþjóðleg framkvæmda-
stjórn EES á að hafa eftirlit með
þessu og framkvæmd samningsins,
tryggja algert réttarsamræmi við
framkvæmd samningsins, en dóm-
stóll skipaður 5 dómurum frá EB
og 3 frá EI'TA-ríkjunum, ekki
Hæstiréttur Islands, á að vera æðsti
dómstóll í ágreiningsmálum. Virðast
þessi samningsdrög, ef samþykkt
yrðu, bijóta gegn 2. gr. íslenskrar
stjórnarskrár vegna skerðingar
valds stjórnvalda, 21. gr. vegna
kvaða á ríkið og breytinga á stjórn-
arhögum og 44. og 45. gr. vegna
afbrigðilegrar afgreiðslu lagafrum-
varpa.
Hannes Jónsson
„Ljóst ætti að vera af öllu
því, sem nú hefur verið
sag^t, að hagsmunum Is-
lands væri best borgið
með því, að við hættum
þegar í stað þátttöku í
samningum um evrópskt
efnahagssvæði en snerum
okkur markvisst að því
að tryggja okkur sem
víðtækasta fríverslun í
hnattrænu fremur en
svæðisbundnu sam-
hengi.“
Aðalatriðið er þó sú staðreynd,
að með þessum ákvæðum samnings-
draganna, ef til framkvæmda kæmu,
mundi valdi íslenskra stjórnvalda á
samningssviðinu afsalað úr landi til
Evrópustofnana, þar sem áhrif ís-
lands yrðu smávægileg.
Þótt einstaka lögfræðingur og
einn lagaprófessor við Háskóla ís-
lands hafi haldið því fram, að aðild
okkar að EES feli ekki í sér fullveld-
isafsal, af því að gert sé ráð fyrir
að Alþingi samþykki samninginn,
réttargrundvöll EB og ákvæðin um
framkvæmdastjórnina og dómstól-
inn, þá er þarna greinilega um bren-
glaða hugsun að ræða. Fullveldisaf-
salið fer fram þótt afsalið yrði sam-
þykkt á Alþingi alveg eins og menn
þurfa að afhenda fasteign eða bif-
reið, sem þeir gefa afsal fyrir, þótt
gert sé af fijálsum og fúsum vilja.
Fullveldisafsalið á samningssviðinu
verður í reynd veruleiki, þótt sam-
þykkt kynni að vera að afsala því
til Brussel.
3. ísland mundi tapa á
fjórfrelsinu
Það verður aldrei réttlætt, að
smáríki fórni hluta af fullveldi sínu
fyrir efnahags- og viðskiptalegan
ábata, sem fylgja kynni aðild að
Efnahagssvæði Evrópu. þar að auki
benda yfirgnæfandi líkur til þess,
að tap en ekki gróði fylgi hugsan-
legri aðild íslands að EES. Sést þetta
bæði þegar a) skoðuð er niðurstaða
EB af könnun á ábata 12 aðildarríkj-
anna af framkvæmd íjórfrelsisins
og b) enn betur þegar skoðað er,
hvernig framkvæmd íjórfrelsisins
mundi snerta hagsmuni íslands.
a) Endurskoðaðar áætlanir EB
frá 1990 um ábata ríkjanna 12 af
framkvæmd íjórfrelsisins sýnir, að
það muni taka aðildarríkin minnst 6
ár frá ársbyijun 1993 að ná fram
fyllsta ábata af framkvæmd hins
alhliða markaðsbandalags ijórfrels-
isins, sem EB var með 3. gr. Rómar-
sáttmála frá 1957 ætlað að verða.
Þessi ábati gæti samkvæmt nýjustu
áætlunum orðið 2-4,5% af lands-
framleiðslu í lok 6 ára tímabilsins
en minni fyrst framan af, mestur í
S-Evrópuríkjum EB, minni í Mið-
og Norður-Evrópuríkjunum.
Um helmingur ábatans, um 2%
samkvæmt efri mörgum, á að koma
vegna framleiðsluaukningar og hag-
ræðingar í iðnaði, stærra fram-
leiðslu- og markaðssvæði án landa-
mæra og tollafgreiðslna í innri við-
skiptum, meiri samkeppni stærri ein-
inga m.a. í þjónustugreinum, fijáls-
ara ijármagnsflæði og frelsi til íjár-
festinga í fasteignum, landi og fyrir-
tækjum, og einum vinnumarkaði.
Hinn'helmingur ábatans á að skila
sér sem 6% lækkun á iðnaðarvöru-
verði á svæðinu.
Greinilegt er, að þessi ábati skil-
aði sér ekki til Islands, ef til aðildar
kæmi. Stafar þetta fyrst og fremst
af því, að iðnvöruframleiðsla okkar
er óveruleg og nýtur þegar fríversl-
unarkjara á EFTA- og EB-svæðinu.
Sjávarútvegur er utan fjórfrelsis-
kerfisins og yrði utan EES nema
sérsamningar kæmu til, en um þá
er enn allmikil óvissa.
Sjávarafurðir eru aftur a móti
aðalútflutningsvara okkar. í þriðja
lagi mundum við njóta helmings
ábatans samkvæmt áætlunum EB,
þ.e. 6% lækkunar iðnvöruverðs við
vörukaup frá EB-ríkjunum, hvort
sem við gerðumst aðilar að EES eða
ekki.
Raunhæf íslensk hagsmunagæsla
kallar því ekki á aðild að Efnahags-
svæði Evrópu, ef rétt er skoðað í
Ijósi rannsókna EB á ábata íjórfrels-
isins.
b) Nánari skoðun á málinu í ljósi
íslenskra aðstæðna bendir eindregið
til þess, að framkvæmd fjórfrelsisins
á Islandi mundi að öllum líkindum
skila okkur meiri háttar þjóðhags-
legu tapi, ekki ábata, og stefna
bæði efnahagslegu og stjórnarfars-
r
jffltóáur
á
moraun
v
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigurður Pálsson messar.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Sr. Pálmi Matt-
híasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Dómkórinn syngur. Organisti
Marteinn H. Friðriksson. Sr.
Hjalti Guðmundsson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðiðfyrirsjúkum.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld-
bænir og fyrirbænir eru í kirkj-
unni á miðvikudögum kl. 18.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Messa kl.
Guðspjall dagsins:
Lúk 5.:
Jesús kennir af skipi.
11. Sr. Sigurður Haukur Guðjóns-
son kveður söfnuðinn. Kór Lang-
holtskirkju frumflytur „Messe
Basse“ eftir Cabriel Fauré í út-
setningu Anders Örwall. Ólöf
Kolbrún Harðardóttiróperusöng-
kona og Lárus Sveinsson tromp-
etleikari flytja verk eftir Hándel.
Kórstjóri og organisti er Jón Stef-
ánsson. Ritningarlestra flytja
sóknarnefndarmennirnir Ragn-
heiður Finnsdóttir og Ólafur Orn
Arnarson. Altarisganga. Að
messu lokinni verður í boði safn-
aðarins sameinast að léttri
máltíð í safnaðarheimilinu. Allir
kirkjugestir hjartanlega velkomn-
ir.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson.
Heitt á könnunni eftir guðsþjón-
ustuna. Fimmtudag: Kyrrðar-
stund kl. 12. Orgelleikur, altaris-
ganga, fyrirbænir.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Jón Pálsson guðfræðinemi
prédikar. Athugið, að kirkjubíllinn
fer um sóknina hálftíma fyrir
guðsþjónustuna. Sr. Frank M.
Halldórsson. Miðvikudag: Bæna-
messa kl. 18.20. Sr. Frank M.
Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Organisti Gyða
Halldórsdóttir. Prestur sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir.
FRIKIRKJAN í Reykjavík: Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Miðvikudag
3. júlí kl. 7.30 morgunandakt.
Orgelleikari Violeta Smid. Kirkjan
er opin í hádeginu virka daga.
Cecil Haraldsson.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Jón Mýr-
dal. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin
guðsþjónusta verður í Breið-
holtskirkju vegna sumarleyfis
sóknarprests, en vísað er á guðs-
þjónustu í Seljakirkju kl. 20.30.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Sigurðui
Guðmundsson.
FELLA- og Hólakirkja: Sunnu-
dag: Kvöldguðsþjónusta kl
20.30. Prestursr. Hreinn Hjartar-
son. Mánudag: Fyrirbænir í kirki-
unni kl. 18. Fimmtudag: Helgi-
stund í Gerðubergi kl. 10 í um-
sjón Ragnhildar Hjaltadóttur.
HJALLAPRESTAKALL: Sameig-
inleg guðsþjónusta Kárnes- og
Hjallasókna kl. 11 í Kópavogs-
kirkju. Sóknarnefndin.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Guðmundur
Gilsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
20.30. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson. Molasopi að lokinni
guðsþjónustu. Sóknarprestur.
KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág-
messa kl. 8.30, stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Ensk messa kl. 20
í júní og júlí. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18, nema á laugar-
dögum, kl. 14. Ensk messa laug-
ardag kl. 20.
MARÍUKIRKJA Breiðholti:
Messa kl. 11. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18 nema fimmtudag
kl. 19.30 og laugarþag kl. 14.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10, lesin
á þýsku.