Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 17 legu sjálfstæði okkar í hættu. Kjami ákvæðanna um fjórfrelsið er sá að komið skuli á: 1. fijálsum og óhindruðum iðn- vöruviðskiptum (landbúnaðar- og sjávarafurðir undanskildar); 2. frjálsum viðskiptum í þjón- ustugreinum, þ. á m. bankastarf- semi, flutningum og samgöngum, fjarskiptum, ferðaþjónustu, verð- bréfa- og hlutabréfaviðskiptum, verktakastarfsemi, jafnvel útvarps- og sjónvarpsrekstri o.fl.; 3. frjálsum fjármagnsflutningum og fjárfestingum í hverskonar at- vinnurekstri, fyrirtækjum, fasteign- um, landi o.fl.; 4. fijálsum flutningi mannafla, þ.e. fijáls atvinnu- og búseturéttindi til þess að skapa einn vinnumarkað. Ef við skuldbindum okkur með aðildarsamningi að EES til þess að veita útlendingum sama rétt og Is- lendingum til að stunda alla þá starf- semi og njóta allra þeirra réttinda á íslandi, sem í fjórfrelsinu felst, mundi eðlilega þrengjast að íslensk- um atvinnurekstri og þjónustu að því marki sem viðskiptahlutdeild útlendinga næmi. Þessi hlutdeild yrði hreint tap íslenskra aðila. Auk þess ættu erlendu firmun auðvelt með að kaupa upp sérhvert gróða- vænlegt íslenskt firma til þess t.d. að komast bakdyramegin eða með leppafyrirkomulagi inn í íslenska fiskveiðilögsögu, fiskvinnslu, útgerð, orkuvinnslu og -sölu svo fátt eitt sé nefnt. Yrði slíkt vandræðaástand auðveldara í að komast en úr að losna aftur. Með þróun í átt til stór- aukinnar þátttöku útlendinga og fjölþjóðafyrirtækja Evrópu í íslensku atvinnu-, efnahags-, kaupsýslu- og framkvæmdalífi færðist smátt og smátt efnahagslegt sjálfstæði okkar yfir í hendur útlendinga, en rýrnandi efnahagslegu sjálfstæði fylgir rýrn- andi stjómarfarslegt sjálfstæði. Fjórfrelsiskosturinn gengur því þvert á stærstu hagsmuni íslands. Þó er ótalið reikningsdæmið um meiriháttar útgjöld ríkisins af aðild að EES án merkjanlegra tekna. Má þar m.a. nefna um 700 milljóna króna framlag, sem krafíst er af okkur í Þróunarsjóð Evrópu, stór- aukinn aðildarkostnað að EFTA, hlutdeild okkar í rekstrarkostnaði framkvæmdastjómar og dómstóls EES, kostnað við þátttöku í starfí um 90 sérfræðinefnda EB, meiri- háttar ferða- og fundakostnað og stóraukinn kostnað við rekstur stjórnarskrifstofa í Reylq'avík vegna skriffínnsku og skýrslugerða til EB og EES. Væri ekki ráð, að Alþingi fengi Ríkisendurskoðun til að skoða þessa þætti málsins og stilla upp í formi tekna og gjalda í eins konar aðildar- kostnaðarreikningi? 4. Efnahagssvæði Evrópu skammtímaráðstöfun Hinu má heldur ekki gleyma að samingarnir um Efnahagssvæði Evrópu eru samningar um bráða- birgðaástand, eins konar tímabundið fordyri að aðild að Evrópusamfélag- KAPELLAN St. Jósefsspítala Hafnarf.: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 20.30. Ath. breyttan messutíma. Kór kirkjunnar syng- ur. Organisti Einar Örn Einars- son. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavfk: Messa kl. 16. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Bræðratungu kl. 14 og messa í Skálholtskirkju kl. 17. Guðrún Óskarsdóttir og Kolbeinn Björnsson leika á sembal og flautu við athöfnina í Skálholts- kirkju. Organisti Örn Falkner. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11 og á Höfða kl. 14. Fyrirbæna- guðsþjónusta fimmtudaginn kl. 18.30. Síðustu messur fyrir sum- arleyfi kirkjustarfsfólks. Sr. Björn Jónsson. inu, sem ætlað er að leysist upp við endanlega aðild ríkjanna í EB. Færð hafa verið rök að því, að aðild að EES feli í sér sem svarar um 60% aðild að Evrópusamfélaginu. Sem dæmi um þessi viðhorf má nefna, að leiðarahöfundur hagfræðitíma- ritsins „Economist" heldur því fram 24. mai sl. að yfirstandandi samn- ingar EFTA og EB séu „tilraun til að fá annars flokks aðild EFTA-ríkj- anna að EB í stað gildandi fríversl- unarsamninga". í sama blaði er sam- ingsstaðan metin og því haldið fram, að Efnahagssvæði Evrópu verði að- eins „viðkomustaður á leiðinni inn í Evrópusamfélagið, ekki sjálfstæður valkostur, sem lífslíkur eigi“. Hvergi nema á íslandi er farið dult með þetta grundvallaratriði. Um þetta má lesa í blöðum og tímaritum út um alla Evrópu, en ekki hér. Til undirstrikunar á þessum raunveru- leika hafa sum EFTA-ríki þegar sótt um aðild að EB eða lýst yfír, að þau muni gera það, en önnur útiloka ekki aðildarumsókn á næstu árum. Náist samkomulag um EES má telja líklegt að innan fárra ára yrðu ísland og Sviss einu aðilar þess. Til hvers þá allt þetta brambolt og allur þessi kostnaður vegna samn- ingaþófsins? 5. Lokaorð Að lokum skal á það bent, að allt tal um að gera viskiptasamning með ákvæðum um veiðiheimildir gegn fríverslun með fisk er hjal um ómöguleika, m.a. vegna aðildar okk- ar að bestu kjarasamningum á veg- um GATT. Kæmi til slíkra ákvæða í viðskiptasamningi gætu um 100 aðildarríki GATT krafíst sömu kjara af okkur í viðskiptasamningi. Skipti á veiðiheimildum gegn veiðiheimildum EB-ríkja á vannýtt- um stofnum er einnig óraunhæf hugmynd, bæði vegna þess að þegar neti eða trolli er kastað í sjó eru fiski- tegundimar ekki valdar í það, svo og vegna þess, að það er ríkjandi viðhorf í sjávarútvegi EB að falsa allar aflatölur. Ljóst ætti að vera af öllu því, sem nú hefur verið sagt, að hagsmunum íslands væri best borgið með því, að við hættum þegar í stað þátttöku í samningum um Evrópskt efna- hagssvæði en snerum okkur mark- visst að því að tryggja okkur sem víðtækasta fríverslun í hnattrænu fremur en svæðisbundnu samhengi. Þetta gerðum við best á grundvelli gildandi utanríkisviðskipta okkar, sem lýst var hér að framan. Mikilvægt er, að þess sé gætt, að við einangrumst ekki með 18 göml- um nýlenduveldum Evrópú sem frá stærri heimi liðlega 170 ríkja. Um leið og við hættum þátttöku í samn- ingaviðræðum um EES gerðum við rétt í að snúa okkur að tvíhliða við- ræðum við EB um bætur á gildandi fríverslunarsamningi. Jafnframt þurfum við að huga að fríverslunar- samningi við Ameríkuríkin, Japna, Austur-Evrópuríkin og umfram allt þurfum við að treysta efnahagssam- starf okkar við Grænland og Færeyj- ar og samvinnu við þau í markaðs-, milliríkja- og viðskiptamálum. Samhliða markvissri sókn til auk- innar fríverslunar með tvíhliða sam- ingum getum við hugað að marg- hliða fríverslunarsamningum í hnattrænu samhengi m.a. með því að endurvekja hugmyndir um stofn- un fríverslunarsamtaka á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem leitt gætu til þess, að ríki heims versluðu hvert við annað á hagkvæmnis- og fríverslunargrundvelli án allra við- skiptahindrana. Við slíkar aðstæður, sem þurfa ekki að vera langt undan, yrðu markaðsbandalög eins og EB og EES óþörf og úrelt nema til þess ■ að sinna pólitískum metnaðarmálum meginlandsríkja Evrópu. Höfundur er fyrrverandi sendiherra og höfundur bókarinnar Evrópumarkaðshyggjan: Hagsmunir og valkostir íslands. Gámastöðvar - mikilvægur hlekkur í breyttri umgengni við úrgang Gámastöðvar eru á þessum stöðum: Mosfellsbær og Kjalarnes: Viö hesthúsabyggöina í Mosfellsbæ. Tilbúin í júnílok. Noröausturhverfi Reykjavíkur og Árbær: Viö Sævarhöfða. Seltjarnarnes og Vesturbær: Viö Ánanaust. Hafnarfjöröur, Garöabær og Bessastaða- hreppur: Miöhrauni 20, Hafnarfirði. Grafarvogur: Viö Gylfaflöt. Tilbúin í lok júlí. Bráöabirgöastöö viö gamla Gufunesbæinn veröur í notkun til júlíloka. Austurbær, Fossvogur: Viö Sléttuveg, vestan Borgarspítala. Opin en ekki fullbúin. Kópavogur: Viö Dalveg viö áhaldahús. Opin til bráðabirgða þar til ný stöö tekur viö í júlí. Það er áríðandi að allir íbúar höfuð- borgarsvæðisins taki virkan þátt í flokkun úrgangs og noti gámastöðvar til þess að losa sig við málma, grjót, timbur, spilliefni, garðaúrgang og pappír. Stöðvarnar eru einungis ætlaðar fyrir smærri farma og eru opnar alla daga kl. 10.00 - 22.00. Þjónusta þeirra er ókeypis. Ath. Þeir sem koma með umhverfis- spillandi efni snúi sér til gæslumanns. Sýnum ábyrgö okkar á umhverfinu í verki - flokkum úrganginn og notum gámastöövarnar. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs, Gufunesi, Sími 676677, Bréfasími 676690. Efnamóttaka sími 676977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.