Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUNI 1991 Svíþjóð: Islensk stúlka yngsti konsertmeistarinn Morgunblaðið/KGA Finndís Kristinsdóttir fiðluleikari og nýráðinn konsertmeistari í Gavle í Svíþjóð. Finndís Kristinsdóttir er ung- ur, íslenskur fiðluleikari sem búið hefur í Svíþjóð frá barns- aldri og getið sér góðan orðst- ír. Hún er aðeins 22 ára gömul en tekur í haust við starfi kon- sertmeistara Sinfóníuhljóm- sveitarinnar i Gavle. Ráðning Finndísar hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð þar sem hún er ekki aðeins yngsti konsert- meistari landsins heldur er hún einnig fyrsta konan sem gegnir því starfi í þeim sex sinfóniu- hljómsveitum sem starfandi eru í Svíþjóð. Finndis er stödd hér á landi þessa dagana og heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns næstkomandi þriðjudagskvöld ásamt Vilhelmínu Ólafsdóttur píanóleikara. Finndís er fædd og uppalin til 10 ára aldurs á Akranesi og hóf þar fiðlunám sex ára gömul. „Það kom móður minni reyndar talsvert á óvart þegar ég tilkynnti henni að ég vildi læra á fiðlu. Ég hafði nefnilega ekki þolað fiðluleik sem bam og fór hreinlega oft að skæla þegar ég heyrði leikið á fiðlu,“ segir Finndís. Hún stundaði síðan nám við Tónlistarskóla Akraness og segist nú ekki hafa verið neitt afburða dugleg við að æfa sig fyrstu árin. „Ég held að mér hafi aldrei dottið í hug á þeim árum að ég ætti eftir að verða fiðluleik- ari að atvinnu," segir hún bros- andi. „Mamma studdi mig reyndar leynt og Ijóst í gegnum fiðlunám- ið, sérstaklega fyrstu árin eftir að við fluttum tvær til Svíþjóðar en þá var ég orðin ansi leið á fíðlu- leiknum og sá ekki mikinn tilgang með þessu. Það var reyndar ekki fyrr en ég var orðin 15 ára og bauðst að fara á námskeið hjá fíðl- uleikaranum Lars Jöneteg í Váxjö, að ég uppgötvaði hvað fiðluleikur getur verið skemmtilegur. Þarna kynntist ég í fyrsta skipti krökkum á mínum aldri sem höfðu gaman af fíðluléik og vildu helst ekki gera neitt annað.“ Finndís brosir að þessari minn- ingu og segir að félagsskapurinn og viðhorf vinanna á unglingsár- unum sé geysilega mikilvægt. „Það er erfitt að halda sínu striki ef félögunum finnst asnalegt að maður sé að fara í spilatíma og tónlistin leiðinleg. En þama í Vax- jö voru krakkar sem vissu ekkert skemmtilegra en spila dúetta og kvartetta langt fram á nótt og þarna kynntist ég einnig Ingvari Jónassyni víóluleikara sem ég fór síðan í tíma til. Lars Jöneteg bauð mér einnig að sækja tíma til sín og mamma hvatti mig til að þiggja það, þó það þýddi að hún yrði að keyra mig einu sinni í viku allan veturinn milli Váxjö og Nybro, þar sem við bjuggum.“ Finndís er greinilega mjög fegin að hafa náð í gegnum þetta erfíða tímabil á unglingsárunum án þess að leggja fiðluleikinn á hilluna og hún segir eina ástæðuna vera tíð kennaraskipti á þeim árum. „Ég skipti nánast um kennara árlega. í Tónlistarskólann á Akranesi komu nýir kennarar á hveiju hausti og síðan skipti ég um kenn- ara oftar en einu sinni fyrstu árin eftir að við fluttum til Svíþjóðar. Þetta er mjög slæmt því hver kennari hefur sína tækni og manni finnst maður nánast alltaf vera að byrja upp á nýtt og komast ekkert áfram.“ Námsferill Finndísar tók síðan stór stökk eftir kynnin við Lars Jöneteg. Hún stundaði nám hjá honum um þriggja vetra skeið en tók síðan inntökupróf í Tónlistar- háskólann í Stokkhólmi 17 ára gömul eftir að hafa sótt einkatíma hjá Harald Thedeen. „Ég sótti um einleikaradeildina og hóf nám hjá Leo Berlin sem verið hefur kon- sertmeistari Fílharmóníuhljóm- sveitar Stokkhólms í 26 ár. Ég var hjá honum í þijá vetur en í fyrrahaust fór ég til Vínarborgar og var í vetur hjá kennara sem heitir Bijan Kahadem-Missagh. Það var afskaplega gaman og ég æfði mig stíft. Við vorum tvær vinkonur frá Stokkhólmi sem fór- um saman og hvöttum hvor aðra til æfínga allt upp í sjö tíma á dag.“ Konsertmeistari í Vaxjö Finndís segir að hluti af náminu við Tónlistarháskólann í Stokk- hólmi sé spilamennska með sin- fóníuhljómsveitum Svíþjóðar viku og viku í senn. „Ég fór til Gavle og líkaði afskaplega vel. Þegar ég kom þangað voru uppi ráðagerðir um að stækka hljómsveitina og þeir voru að leita að öðrum kon- sertmeistara sem gæti unnið á móti þeim sem fyrir er. Án þess að ég vissi voru þeir að skoða mig og færðu mig til í hljómsveitinni hvað eftir annað, líklega til þess að kanna hvernig ég spjaraði mig. Endirinn varð sá að mér var boðin staða konsertmeistara, fyrst eitt ár til reynslu og ég þáði það auð- vitað. Ég er auðvitað mjög ung og hef litla reynslu og það á eftir að koma í ljós hvort þetta á við mig. Ég þarf að leggja mig ennþá meira fram af tveimur ástæðum, önnur er sú að ég er svo ung og hin er auðvitað sú að ég er kona og það er engin önnur kona 1. konsertmeistari í Svíþjóð. Það eru því mörg augu sem fylgjast með mér.“ Og augu manna frá íslandi munu vafalaust beinast að Finnd- ísi og ferli hennar, nú þegar ljóst er að við eigum íslending sem er að gera garðinn frægan í nágrann- alandinu. En lítur Finndís á sig sem Islending? Hún talar a.m.k. lýtalausa íslensku þrátt fyrir langa dvöl erlendis. „Þetta er góð spurning. Og svarið er að ég veit það ekki. Ég er búin að vera lengi í Svíþjóð en öll fjölskyldan mín er hérna nema viö mamma. Mér hefur samt alltaf fundist að ég væri að koma heim þegar ég _hef komið í heimsókn til Islands. Ég gæti vel hugsað mér að koma hingað og vinna einhvern tíma, þó ekki væri nema til þess að fá svolítinn raunveruleika í hugmyndir mínar um þetta land. Það eru alltaf einsog jólin þegar ég kem, heimboð og endurfundir, svo tilfínningin fyrir íslandi er dálítið óraunveruleg." Tónleikarnir á þriðjudagskvöld Tónleikar Finndísar í Listasafni Sigurjóns eru debut-tónleikar í tvennum skilningi, hún er ekki aðeins að spila í fyrsta sinn á ís- landi heldur eru þetta einnig henn- ar fyrstu heilu tónleikar þar sem hún ber hitann og þungann. „Ég hef auðvitað spilað á tónleikum í skólanum og tekið þátt í tónleikum með hljómsveitum o.þ.h. en þetta eru fyrstu tónleikarnir þar sem ég kem fram ein með undirleik- ara.“ Efnisskráin er ijölbreytt, Sc- herzo eftir J. Brahms, Sónata eft- ir Debussy, Sónata nr. 7. í c-moll eftir Beethoven og Introduction og Rondo Capriccioso eftir Saint- Saens. „Ég hef leikið þessi verk áður en það er mislangt síðan, Beethoven-sónötuna lék ég síðast fyrir nokkrum vikum en hitt er lengra síðan.“ Ekki er að efa að margir hugsa sér gott til glóðarinnar að hlýða á Finndísi og kynnast nýjum og efni- legum fiðluleikara af yngri kyn- slóðinni. Finndís hefur þegar sýnt að þrátt fyrir ungan aldur býr í henni ákveðni og alvara og því er vafalaust óhætt að spá henni góðu gengi á listabrautinni. hs Prestastefnu lokið: Þjóðkirkjan veiti skýra leiðsögn í álitamálum Sauðárkróki. PRESTASTEFNU Islands, sem haldin var að Hólum í Hjaltadal, lauk á fimmtudag. Að sögn gesta á Prestastefnunni tókst hún í alla staði ágætlega og vænta menn góðs árangurs af störfum þeim sem þar voru unnin. Þátt- taka í stefnunni var góð og mörg mál tekin til umfjöllunar, en einnig var varið drjúgum tíma til umfjöllunar þeirra framsögu- erinda sem flutt voru. Á miðvikudag flutti Páll Skúlason prófessor erindi sem hann nefndi „Lífsskoðunarvandi samtímans og kristin kirkja" þar sem hann benti á að kirkjan hefði þijú meginhlut- verk, en það er menningarhlutverk, dulúðarhlutverk og rökræðuhlut- verk. Það fyrsta krefði um viðhald sögu og menningar en einnig félli undir þetta hlutverk sálusorgunar og hjálparstarfa. Annað hlutverkið beindist að því að koma hinum al- menna safnaðarmeðlimi í snertingu við guðdóminn, kynnast Jesú Kristi, og taldi Páll að kirkjunnar þjónar hefðu ef til vill verið of hæverskir í boðun þessa þáttar trúarlífsins, einn- ig að kristið fólk þyrfti að finna nýjar leiðir, eða endurvekja gamlar til þess að efla og rækta dulúðarhlut- verk kristindómsins. Hið þriðja hlut- verk væri svo rökræðuhlutverkið, sem beindist að því að kirkjan þyrfti að opnast meira fyrir allri umræðu um forsendur trúar og lífsskoðana í' samtímanum. Kirkjan þyrfti að kalla til fleira fólk, sem kæmi til hennar með hinar ólíkustu skoðanir og forsendur og þannig væri unnt að auka þá breidd sem grunnur safn- aðar starfs og kirkjulífs stendur á. Kirkjan á að vera griðastaður fyrir fólk til þess að leita friðar, hugsa og rökræða um trúmál. Sagðist Páll hafa fengið mikil við- brögð og almennt jákvæð við þessum skoðunum sínum á stefnunni, og taldi hann að prestar hinnar íslensku kirkju væru mjög samstiga í leit sinni að nýjum leiðum og því mætti á næstu árum vænta tíðinda frá kirkjunnar mönnum í þessum efnum. Að loknu erindi Páls Skúlasonar störfuðu umræðuhópar, en kl. 19.30 var aftansöngur í Sauðárkróks- kirkju, en að honum loknum sátu menn kvöldverðarboð Héraðsnefnd- ar í Félagsheimilinu Bifröst á Sauð- árkróki. Á fímmtudag voru á dagskrá al- mennar umræður um aðalefni prest- astefnunnar og var þar samþykkt Ályktun Prestastefnu 1991, en síðan önnur mál. Klukkan 17.00 fóru svo fram Synodusslit. Ályktun Prestastefnu 1991 „1. Almennur inngangur. Prestastefnan 1991 haldin að Hólum í Hjaltadal 25.-27. júni hefur fjallað um efnið: Kirkjan í samfélagi þjóðanna. Kirkja Jesú Krists er samfélag fólks sem er ekki bundið einstökum þjóðum, stéttum eða kyni. Við minn- umst orða Páls postula í Galatabréf- inu er hann útskýrir eðli hins kristna samfélags: „Hér er enginn gyðingur né grískur þræll né fijáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.“ Engu að síður er saga kristinnar kirkju í heiminum öðrum þræði saga sundurlyndis og óeiningar. Að baki liggja margar og flóknar ástæður, en oft hafa þó einkahagsmunir, þjóð- ernismetingur og valdastreita rofið anda samlyndis. Drottinn Jesú bað fyrir lærisvein- um sínum með þessum orðum: „Ég bið ekki einungis fyrir þessum, held- ur og fyrir þeim sem á mig trúa fyrir orð þeirra, að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir ert i mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi að þú hefur sent mig.“ Þessi orð Drottins úr Jóhannesar- guðspjalli hafa síðustu áratugina orðið einkunnarorð þeirrar viðleitni flestra kirkna heimsins, að leita eft- ir einingu og gagnkvæmri viður- kenningu. Á þessari öld hafa náðst merkir áfangar í átt til samlyndis og eining- ar, meðal annars með stofnun Al- kirkjuráðsins árið 1948. Þar hafa kristnir menn leitast við, með sam- ræðum og starfi að sameiginlegum viðfangsefnum, að verða eitt, — þó ekki eins, — þrátt fyrir ólíka sögu, hefðir og aðstæður. 2. Kirkjan í íslensku samfélagi. Samfélagsbreytingar undangeng- inna áratuga hafa gert það að verk- um, að íslenskt samfélag má nú kallast fölhyggjusamfélag, þar sem tekist er á um ólík lífsviðhorf. Af því leiðir, að margir telja kristna trú ekki jafn sjálfsagða og áður. í þessu birtist áskorun til þjóð- kirkjunnar, að hún veiti skýra leið- sögn í trúarefnum og siðferðilegum álitamálum og fínni Ieiðir fyrir þjón- ustu sína og boðun, en skili góðum árangri í ljölbreyttu nútímasamfé- lagi. Það er sístætt verkefni kirkjunnar að endurmeta trúararf kynslóðanna í nýjum aðstæðum. Leggja þarf aukna rækt við kristna dulúð og til- beiðslu. Margt bendir til, að ríkjandi heimsmynd tækni og framfara- hyggju sé að gliðna. Heimsflótti ýmiskonar, sem er í andstöðu við þá samfélagsábyrgð sem byggist á kristinni kenningu, er áhyggjuefni. Kirkjan þarf að bregðast við lífs- skoðunavanda samtímans með því að ítreka að hún er almenn og öllum opin. Kirkjulegt starf er í vexti og þörf er á fjölbreyttari starfsháttum sem mæta þörf fólks fyrir trúarsam- félag. Jafnframt þessu þarf að stunda markvissa trúfræðslu um undirstöðuatriði kristinnar trúar. 3. Samstarf kirkna á alþjóðavett- vangi. Samræður um trúfræðileg og kirkjufæðileg efni á undanfömum árum hafa leitt kirkjurnar í átt til gagnkvæmrar viðurkenningar á þjónustunni og sakramenntunum, samanber skýrslu Alkirkjuráðsins um skírn, máltíð Drottins og þjón- utu. Ágreiningur er um ýmis grund- vallaratriði. A tíð mikilla breytinga eru kirkjurnar kallaðar til aukinnar samvinnu til að kirkja Krists geti orðið lífgjafí í vegvilltum heimi. Skorað er á íslensk stjórnvöld að leggja til þróunarsamvinnu svipað hlutfall þjóðartekna og nágranna- þjóðir okkar, og standa þannig við samþykkt Alþingis. Margar þjóðir þriðja heimsins líða vegna ranglátrar efnahagsskipunar í heiminum og eru í fjötrum skulda- kreppu, sem hindrar nauðsynlegar framfarir og lífskjarabata. Bilið milli ríkra þjóða og fátækra eykst stöð- ugt. Á vegum Alkirkjuráðsins og fleiri alþjóðasamtaka kirkna hefur verið unnið að mannréttinda-, félags- og umhverfismálum. Víða í þriðja heim- inum er kirkjan einasta skjól hinna undirokuðu. í ljósi nýlegrar skoðanakönnunar um viðhorf íslendinga til þróunar- samvinnu er ljóst að hugafasbreyt- ingar er þörf meðal okkar. Könnun- in sýnir hróplegt vanþakklæti þjóðar sem býr við almenna velsæld. Brýnt er að auka fæðslu um hlut- skipti og menningu þjóða þriðja heimsins, ekki aðeins til að efla skilning og fúsleika til að miðla af nægtum, heldur einnig til að þiggja af manningarauði þeirra. Bent er á mikilvægi Hjálparstofnunar kirkj- unnar í því starfi. Stórkostlegar breytingar í átt til frelsis og sjálfsákvörðunarréttar hafa orðið í löndum Austur-Evrópu. Þar hafa kirkjumar víða átt stóran hlut að máli. Þær hafa sýnt merkan vitnisburð trúar með þolgæði sínu, andspænis áatuga ofsóknum í einni eða annarri mynd og harðræði af hálfu einræðisstjórna. Rödd kirkkna í Austur-Evrópu er ekki síður mikilvæg nú, þegar þjóð- imar reyna að fóta sig í nýfengnu frelsi og byggja upp réttlátt og mannúðlegt samfélag á eigin for- sendum. Kirkjumar í Austur-Evrópu hafa kallað eftir stuðningi og samfé- lagi kirkna í gjörvallri Evrópu í því mikla endurreisnarstarfi sem fram- undan er. í Ijósi mikill breytinga í Evrópu er full þörf á umræðu um hlut menn- ingar og trúar. Brýnt er að kirkjan sé ætíð virk í þessari umræðu, með áherslu á fagnaðarerindið." — BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.