Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUNI 1991 21 41OE ÐÁ Krabbameinsfélags íslands; 40 ára afmælis minnst í TILEFNI 40 ára afmælis Krabbameinsfélags Islands kom stjórn félagsins saman til há- tíðarfundar á fimmtudag í húsi Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg, en þar var félagið Ólympíuleikarnir í eðlisfræði: Islending- artaka þátt í átt- unda sinn 5 ISLENSK ungmenni ásamt 2 fararstjórum leggja laugar- daginn 29. júní til að keppa í 22. Olympíuleikunum í eðlis- fræði sem í þetta sinn eru haldnir í Havana á Kúbu. Keppnislið var valið með for- keppni í __ öllum framhalds- skólum á Islandi í febrúar og útslitakeppni 12 hinna efstu í Háskólanum í mars. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði fara fram árlega og eru ein- staklingskeppni ungmenna, 19 ára og yngri, sem ekki hafa hafið nám í háskóla. Að þessu sinni er búist við 5 manna keppnisliðum frá 35 löndum og glíma þeir við verkefni úr fræði- legri og verklegri eðlisfræði. Leikarnir standa yfir í eina viku en eiginlegir keppnisdagar eru 2 með hvíldardegi á milli. Islensku þátttakendurnir eru Halldór Narfi Stefánsson, Magnús Stefánsson, Halldór Ólafsson og Guðrún Sævars- dóttir, öll frá Menntaskólanum í Reykjavík og Rimar Pétursson frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Þau hafa nú um fjögurra vikna skeið verið þjálfuð í lausn- um verkefna undir stjórn farar- stjóranna Hans Kr. Guðmunds- sonar og Þorsteins Vilhjálms- sonar eðlisfræðinga. Auk þeirra hafa margir eðlisfræðingar tek- ið þátt í undirbúningi fararinn- ar. Menntamálaráðuneytið greiðir meirihluta fararkostnað- ar en Seðlabankinn og Fjárfest- ingafélagið hafa styrkt þátttak- endur myndarlega svo og Casio-umboðið sem gefið hefur keppendum reiknivélar sem uppfylla skilyrði keppninnar. Glit og Thoi-valdsen-félagið hafa gefið minjagripi svo íslensku keppendurnir geti skipst á gjöfum við hina erlendu jafnaldra sína. Menntamála- ráðuneyti Kúbu sér um fram-’ kvæmd leikanna i Havana og greiðir allan dvalarkostnað á keppnisstað. IAN W00SN AM Á HEIÐURINN AF ÞVÍ AÐ ÞESSI BOLTI VARÐ stofnað 27. júní 1951. Formaður félagsins, Almar Grímsson, rifj- aði upp aðdraganda að stofnun Krabbameinsfélags íslands og ræddi um þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfseminni. Sem dæmi nefndi hann að árið 1954 var einn starfsmaður ráðinn í hlutastarf, en nú væru þeir nálægt einu hundraði. Að hátíðarfundinum loknum voru stjórnarmenn, ásamt nokkrum gestum, viðstaddir athöfn á Loka- stíg 16, þar sem Krabbameinsfélag- ið ásamt Rauða krossi íslands hefur keypt tvær íbúðir til afnota fyrir krabbameinssjúklinga af lands- byggðinni, og aðstandendur þeirra, meðan á sjúkdómsmeðferð stendur. íbúðirnar hafa verið afhentar Ríkisspítölum til rekstrar. (Fréttatilkynning) Frá hátíðarfundinum. Ný sýning í Sjóminjasafni SKIPSTJÓRNAR- FRÆÐSLA á íslandi, Stýri- mannaskólinn í Reykjavík 100 ára, er heiti á nýrri sýn- ingu í Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Að sýningunni standa Sjó- minjasafn Islands og Stýri- mannaskólinn í Reykjavík. Gerð hennar önnuðust Agúst Georgsson og Einar Arnalds, en ráðgjöf við uppsetningu veitti Páll V. Bjarnason arki- tekt. Sýningin verður opnuð al- menningi laugardaginn 29. júlí kl. 15.00. Formleg opnun verð- ur kl. 13.00. A VaTNID STAÐAEIGENDUR 1 ■ BATAR OO „CANOAR - WURKENNDIR - LÉTTIR 0G MEÐFÆRILEGIR - GETA EKKIS0KKIÐ - FYRIR FJÖLSKYLDUNA 0G/EÐA VEIÐIMANNINN I EVR0PU ****mm? & Bátagprðin Samtak hf Skútahrauni 11 - 220 Hafnarfirði - Símar 651670 651850 - Fax

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.