Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 22

Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 22
I 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1991 Frá Light Nights sýningum Ferðaleikhúsins. Ferðaleikhúsið 25 ára FERÐALEIKHÚSIÐ mun halda upp á 25 ára afmæli sunnudaginn 30. júní en það hefur í meira en tuttugu ár staðið fyrir sýningum á Light Nights. Ferðaleikhúsið er fjölskyldufyrirtæki rekið af hjónun- um Kristinu G. Magnús og Halldóri Snorrasyni ásamt syni þeirra Magnúsi S. Halldórssyni. í ár eru liðin 25 ár frá stofnun Ferðaleikhúsins og er þetta tuttug- asta og fyrsta sýningarár Light Nights. Að sögn Halldórs Snorra- sonar, eins af stofnendum og eig- endum Ferðaleikhúsins, verður venjuleg sýning á Light Nights sunnudaginn 30. júní að því undan- skyldu að í lok sýningar mun Kristín G. Magnús halda afmælisræðu og heiðra þá sem hafa sýnt Ferðaleik- húsinu góðvild og stuðing á þeim 25 árum sem það hefur starfað. Halldór sagði einnig að nokkrir boðsgestir kæmu á sýninguna þar á meðal forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Ennfremur sagði Halldór að í tilefni afmælisins yrðu veitingar veglegar í hléinu á sýning- unni. Ferðaleikhúsið hóf starfsemi sína fyrir 25 árum með sýningu á tveim- ur einþáttungum eftir Peter Shaffer og sýndu þá á 40 stöðum á jafn- mörgum dögum að sögn Halldórs. Síðan þá hefur leikhúsið sett um ýmis verk og sýnt t.d. á Edinborgar- hátíðinni í Skotlandi og í The Uni- com Theatre for Children en það er eitt þekktasta barnaleikhús Lon- don. Langh'fasta verkefni Ferðaleik- húsins er sýningar þess á Light Nights er hafa staðið í tuttugu og eitt ár og eru nú haldnar í Tjam- arbíó. Light Nights sýningarnar eru sérstaklega færðar upp til skemmt- unar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Meðal efnis em þjóð- sögur, gamlar gamansögur og atr- iði úr Egilssögu en sýningar eru nokkuð breytilegar frá ári til árs. í sumar verða sýningar Light Nights 4 kvöld í viku frá fimmtu- degi til sunnudags. Sýningar heíj- ast kl. 21.00 og standa til kl. 23.00. Síðasta sýning sumarsins verður sunnudaginn 1. september. Morgunblaðið/KGA » .1 •'—V THi w mu f } I '' m j 1 — ’iffl, WiM /< í 8 ’i iíii - i í 1 ■ i I I I j I 8 1 j | 1 » § |8 ! r Myndlistarsýning í Perlunni Sex íslenskir myndlistarmenn sýna verk á fyrstu myndlistarsýningunni er haldin er í Vetrargarði Perlunnar í sumar. Þessi sýning var opnuð um leið og Perlan var tekin formlega í notkun föstudaginn 21. júní sl. og stendur út ágúst. Vetrargarðurinn er á jarðhæð Perlunnar og hefur upp á mikið rými að bjóða. Gólfflöturinn er samtals 1.000 fermetrar og lofthæðin er 10 metrar. Verk flestra listamannanna er sýna í Vetrargarðinum í sumar eru stór í sniðum og nýta vel hið mikla rými sýningarsvæðisins. Listamenn- irnir er sýna eru Asa Ólafsdóttir, Hulda Hákon, Ingunn Benediktsdóttir, Jón Óskar, Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurður Örlygsson. Öll listaverkin eru til sölu. Aðstoðarforstjóri Skandia um kaupin á Reykviskri tryggingu; Höfum ekki í hyggju að umturna íslenska vá- tryggingamarkaðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gísli Örn Lárusson, forstjóri Reykvískrar tryggingar hf., og Leif Victori, aðstoðarforstjóri Skandia samsteypunnar, að lokinni und- irritun samnings um kaup Skandia á meirihluta hlutafjár í Reyk- vískri tryggingu. Iðgjaldavelta Skandia sam- steypunnar 350 milljarðar kr. á síðastliðnu ári Á HLUTHAFAFUNDI í Reyk- vískri tryggingu hf. sl. fimmtu- dag var skrifað undir kaup- samning við sænska trygginga- félagið Skandia, sem keypti meirihlutann í Reykvískri tryggingu með forkaupsrétti að öllu fyrirtækinu í framtíðinni. Með í kaupunum fylgja Reykvísk líftrygging hf. og Reykvísk Endurtrygging hf. Undirbúningur að þessari sam- einingu hefur staðið yfir í sex mánuði, að sögn Gísla Arnar Lárussonar, forstjóra, sem er jafnframt annar aðaleigandi fé- lagsins með 35% hlut. Skandia er stærsta vátryggingafélagið á Norðurlöndum og eitt af stærri vátryggingafélögum Evrópu með starfsemi viða um heim. I gær var tilkynning um kaup Skandia birt samtímis í Stokk- hólmi, Kaupmannahöfn, Osló og London. Heildariðgjaldavelta Reyk- vískrar tryggingar á síðasta ári var 154 milljónir kr. og hagnaður nam 6,6 milljónum. Iðgjaldavelta Skandia samsteypunnar nam hins vegar 350 milljörðum króna á síðasta ári eða sem svarar til rúm- lega þrefaldra fjárlaga íslenska ríkisins og til samanburðar má einnig geta að heildariðgjaldavelta íslenska tryggingamarkaðarins á síðasta ári var 11 milljarðar. Samtengd tryggingaþjónusta „Það er stefna Skandia að gera Norðurlöndin að sínum heima- markaði og þar sem Island er hluti af Norðurlöndunum höfum við áhuga á að tengja saman starfsem- ina í þessum löndum og sjáum fram á að geta boðið upp á góðar lausnir í vátryggingamálum í gegnum Reykíska tryggingu," sagði Leif Victorin, aðstoðarfor- stjóri Skandia samsteypunnar í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann áhugaverða þróun framundan á íslenskum trygginga- markaði og fyrirtækið myndi bjóða upp á ýmsar nýjungar I trygginga- málum. Reykvísk trygging og dótturfé- ■ lög þess verða framvegis rekin sem sjálfstæð fyrirtæki en í nánu sam- starfí við Skandia. Sagðist Leif Victorin sjá ýmsa kosti við sameig- inlegan rekstur og samnýtingu trygginga- og fjármálaþjónustu fyrirtækjanna sem Skandia sam- steypan rekur nú á öllum Norður- löndunum. Skandia hefur nýverið eignast tryggingafélögin Konglig Brand í Danmörku og Vesta í Noregi og hefur náið samstarf við Pohjola í Finnlandi. Nýir kostir við lífeyrissparnað Leif Victorin sagðist einnig sjá framundan áhugaverða möguleika á sviði lífeyris- og eftirlaunatrygg- inga en Skandia rekur m.a. eitt stærsta lífeyristryggingafyrirtæki á Spáni og á stórt fyrirtæki á því sviði í Englandi. „Ef löggjöf á ís- landi gefur okkur tækifæri til munum við einnig bjóða íslending- um góðar lausnir við lífeyrissparn- að. Island hefur átt við mikla verð- bólgu að stríða og fólk ekki séð sér hag í spamaði en nú virðist vera að komast á meiri stöðug- leiki. Er kominn tími til að efla sparnaðinn því það er ein mikil- vægasta forsenda þess að efna- hagslífið fái að vaxa. Það er óhjá- kvæmilegt að langtímaspamaður aukist á Islandi og við getum boð- ið upp á ýmsa möguleika til að koma á auknum sparnaði," sagði hann. Gísli Örn sagði að ísland væri eina landið í Vestur Evrópu þar sem spamaður í formi lífyeris- trygginga væri ekki frádráttarbær frá skatti. „Hugmyndin að nýjum lífeyristryggingasparnaði byggist á að veita einstaklingum kost á að velja á milli leiða til sparnaðar. Fyrirtæki hér á landi hafa senni- lega verið of smá, með tiltölulega litla eiginfjárstöðu, til að geta byggt upp líftryggingaspamað og þess vegna er mikilvægt fyrir okk- ur að koma á þessu samstarfi við Skandia til að útfæra hugmyndir okkar og koma nýjungum í fram- kvæmd.“ sagði Gísli Örn. Leif Victorin sagði að Skandia hefði ekki í hyggju að umtuma íslenskum vátryggingamarkaði heldur muni það athafna sig með varfærni og skoða vandlega hvaða kosti það geti boðið upp á hér á landi. „Reykísk trygging hefur verið leiðandi í nýjungum í vátrygginga- málum á íslandi en við emm litlir og höfum því verið að leita að sterkum samstarfsaðila til að að- stoða okkur við að koma þeim í framkvæmd. Vandi margra trygg- ingafélaga hér hefur verið sá að þau starfa hvert í sínu horni í stað þess að eiga samstarf á ýmsum sviðum svo sem með sameiginleg- um tölvubanka," segir Gísli Örn. Bentu þeir á að fijálsari reglur um fjármagnsviðskipti á milli landa gerðu þetta mögulegt. Vildu þeir ekki gefa upp kaupverð Skandia á meirihluta hlutaíjár í Reykvískri tryggingu. Stjórn Reykvískrar tryggingar eftir sameininguna skipa Werner I. Rasmusson, stjómarformaður, Leif Victorin og Gísli Öm Láms- son. Geisladiskur með Sig- rúnu Eðvaldsdóttur Geisladiskur kom út í gær, föstudaginn 28. júní, sem inniheldur upptökur sem fram fóru í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og Víði- staðakirkju nú í vor. Það er Sigrún Eðvaldsdóttir sem ieikur á fíðlu við undirleik Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara. Sigrún Eðvaldsdottir er fædd í Reykjavík árið 1967 og hóf að læra á fiðlu aðeins fimm ára að aldri. Síðar hóf hún nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og útskrifaðist sem einleikari þaðan árið 1984, yngst allra sem það höfðu gert. Framhaldsnám stundaði Sigrún í Bandaríkjunum oglauk burtfarar- próíi frá hinum þekkta Curtis tón- listarskóla í Philadelphiu árið 1988 með BM gráðu í tónlist. Sigrún hefur margoft komið fram bæði hér á landi og eriendis við ýmis tækifæri og jafnan hlotið mikið lof fyrir. Sigrún Eðvaldsdottir hefur hlotið ýmis tónlistarverðlaun og viður- kenningar fyrir leik sinn þrátt fyrir Sigrún Eðvaldsdóttiiv jíiii stuttan en glæislegan feril. Árið 1987 hlaut hún 2. verðlaun í Leop- old Mozart keppninni í Augsburg í Þýskalandi og í framhaldi af því var henni boðið að halda tónleika í Munchen og Numberg. Árið 1988 vann Sigrún til 5. verðlauna í Carl Nielsen tónlistarkeppninni í Dan- mörku þar sem flutningur hennar á fiðlusóntötu Nielsens hlaut sérs- takt lof. Það var svo í desember 1990 sem Sigrún hlaut 3. verðlaun í hinni þekktu Síbelíusar tónlstar- keppni í Helsinki, en slíkum ár- angri hefur enginn íslendingur náð í jafn virtri keppni. Á geisladisknum Catabile sem nú kemur út eru 16 tónsmíðar eftir ýmsa höfunda á borð við Paganini, Sibelíus, Rachmaninoff, Kreisler, Chopin, Brahms svo einhverjur séu nefndir,- - (Fréttatilkynning) ■ SPYRNUKEPPNI Jeppa- klúbbs Reykjavíkur verður haldin sunnudaginn 30. júní stundvíslega kl. 14.00, rétt sunnan við Grinda- víkurafleggjara. Þetta verður fyrsta keppni ársins sem gefur stig í keppninni um Bikarmeistaratitil Jeppaklúbbs Reykjavíkur. Kepp- endur hafa undanfarið líst miklum áhuga á keppni sem þessari og má því búast við því að flestir hörðustu torfæruökumenn landsins mæti á staðinn með bíla sína sem hafa aldr- ei verið kraftmeiri en núna. Keppt verður í tveimur flokkum, flokki sérútbúinna bíla og flokki götubíla. Skilyrði er að bílar hafi drif á báð- um öxlum. Keppnisform skal vera útsláttur og vinnur sá sem er á undan yfir endalínu, án tillits til tíma. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.