Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
Morgunblaðið/HB
Mikil rekistefna, margir veiðimenn og enn fleiri veiðistangir. En
enginn lax í sjónmáli. Þetta gæti talist táknræn mynd fyrir flest-
ar laxveiðiárnar enn sem komið er á þessu sumri.
Enn gengur hvorki né rekur
í flestum ám landsins þótt alltaf
komi skot og skot hér og þar.
Allur þorri manna fær lítið eða
ekkert enn sem komið er. Við
skulum líta á nokkra staði.
Slakt í Asunum
Fyrir nokkru voru aðeins rúmir 40
laxar komnir á land úr Laxá á
Ásum sem er lítil veiði á nærfellt
heilum mánuði í „bestu laxveiðiá
í heimi“. Bót í máli að flestir þess-
ara laxa hafa verið stórir boltar.
Margir hafa komið fisklausir úr
ánni og fyrir skömmu voru til
dæmis útlendingar í ánni sem
höfðu báðar stangirnar í tvo daga,
en fengu engan fisk. Þá hefur það
litla sem gengið liefur af laxi lítið
dreift sér, hann veiðist helst á
neðra svæðinu, aðallega í Dulsun-
um.
Byrjar bærilega í Selá
„Þetta var í góðu lagi í Selánni,
veiðin byrjaði í morgun og þeir
fengu 8 laxa fyrir hádegi á fjórar
stangir. Þengill bróðir minn og
félagar hans fengu þessa fiska og
þeir sáu dálítið af fiski í ánni.
Laxamir voru 8 til 12 pund og
veiddust aðallega í Fosshylnum og
við sundlaugina," sagði Vífill
Oddsson í samtali við Morgunblað-
ið í gærdag. Þær fregnir hafa bor-
ist frá nágrannaánni Hofsá, að
enginn lax hafi veiðst þar fyrsta
daginn og veiðimenn hafi engan
lax séð. Báðar árnar eru í svoköll-
uðu „venjulegu sumarvatni“ eins
og veiðimenn kalla það, sem er
góðu lagi, en samt vatnslítið miðað
við árstíma.
Gengur hægt í Langá
Það gengur hægt í Langá, aðeins
um 30 laxar komnir á land af
neðsta svæðinu fyrir nokkru og
örfáir fiskar af mið- og efra svæð-
inu. Lax hefur sést í ánni fyrir
ofan Sveðjufoss, þannig að einhver
reytingur er kominn vel fram í
dal. Ekki þjáist Langá af vatns-
ieysi, vatnsmiðiunin í Langavatni
hefur séð til þess að enn er áinvel
„veiðanleg" ef þannig mætti að
orði komast. Ef það rignir ekki
senn, mun hins vegar ganga á
vatnsbirgðir uppistöðunnar eins og
aðrar vatnsbirgðir og mun þá síga
vatnið í Langá eins og víðar.
Hér ogþar...
Lítið veiðist í Laxá í Leirársveit
sem er vatnslítil á og háð úrkomu.
Fyrir skömmu var vaskur hópur
veiðimanna sem fékk aðeins 4 laxa
á sjö stangir á tveimur dögum og
lýsir það ástandinu prýðilega. Ein
af bestu veiðisögum sumars til
þessa gerðist þar fyrir skömmu.
Skal hún skráð hér og nú:
Tveir kappar voru saman um
stöng og var annar að renna maðki
í hyl nokkurn. Lax tók og hófst
snörp viðureign, því laxinn var stór
og ætlaði ekki að gefa sig. Er
hann var tekinn að lýjast, gerði
hann strákunum þá skráveifu að
snara línunni fyrir stein og slíta!
Sáu veiðimenn síðan hvar laxinn
lét sakka úr hylnum og eitthvað
niður með á. Svona eiginlega án
þess að hugsa út í það, fylgdu
mennirnir laxinum eftir uppi á
bakkanum og reyndu að fylgjast
með því hvað hann tæki til bragðs.
Barst þessi för talsvert niður með
á og kom þar loks að áin breikk-
aði talsvert og grynntist eftir því.
Rétt fyrir ofan útvíkkunina misstu
mennirnir sjónar á laxinum og
öslaði annar þeirra því út á grunnu
brotin og skimaði ákaft. Þarna
stóð hann nokkur andartök, en sá
síðan allt í einu hvar glitti í sporð
sem þokaðist smám saman nær
honum. Þarna var laxinn kominn
og veiðimaðurinn áttaði sig allt í
einu á því að hann hélt að háf
þeirra félaga. Það var því ekkert
annað að gera í stöðunni en að
láta laxinn sakka inn í háfinn. Svo
var öllu dótinu sveiflað upp úr
ánni og félagarnir tveir héldu glað-
ir í bragði til veiðihúss með 12
punda hrygnu. Svo rækilega hafði
laxinn gleypt maðkinn, að neðsta
sakkan nam við tungu fisksins.
GALLERÍ
SIGURÞÓRS JAKOBSSONAR
VÍÐIMEL 61 - SÍMI 91 -25212
OPB DAGLEGA 13“-18“
UM ALLAN HEIM
Maxfli golfboltinn fæsf á öllum golfvöllurr
landsins og hjá sportvöruverslunum.
—~ _______ _____ Einkaumboð
>t ' gggj Austurbakki sf.
plo Maxfli
HxH QO FOR THE MAX
ImiP-l HR mmmmmmmmmmmmmmmmmm^mm
jjp
■■
■:
epol
FAXAFENI 7
108 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-687733
á listrœnum húsgögnum
Opiö laugardag 10—17 og sunnudag 14—17
15% afmœlisafsláttur
Á sýningunni veröur mxi. margverölaunaður sófi eftir
NÖNNU DITZEL.