Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 29.06.1991, Síða 26
+ 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 ,MORGUNBiAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 199A, 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Átökin í Slóveníu Bræður munu beijast og að bonum verðast. Þessi fornu vísdómsorð Völuspár rifjast upp við tíðindin um hernaðarátökin i Slóveníu. Allt bendir til, að þarna geti orðið mikið blóðbað nema öfl utan Júgóslavíu geti borið klæði á vopnin. Það verður erfitt og flókið verk, því frá fornu fari er margt sem aðskilur lýðveldin sex sem mynda sam- bandsríkið — jafnt í menningu, trúarbrögðum og sögu. Sambandsríkið Júgóslavía var myndað árið 1918 í lok fyrri heimsstyrjaldar, en aldrei var fundin lausn á fornri þjóðernis- legri úlfúð, sem aðskildi þjóðir eða þjóðarbrot þessa nýja ríkis. Þar bárust menn á banaspjót sem fyrr og það var ekki fyrr en undir kúgunarstjórn komm- únista, undir forystu Títós, sem tókst að koma á nokkrum friði milli þjóðarbrotanna. Það lýsir úlfúðinni bezt, að á dögum heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar landsmenn börðust gegn innrásarheijum nazista, létust fleiri í innbyrðis átökum þjóðar- brotanna, einkum Serba óg Kró- ata, en í bardögum við þá. Um ein milljón beið bana í þessum þjóðaslag, en alls féllu 1,7 millj- ónir manna á dögum heimsstyij- aldarinnar. Júgóslavíu var í nær hálfa öld haldið saman með kúg- unarkerfi kommúnismans og það var ekki fyrr en eftir lát Títós árið 1980 að losna tók um tökin. Innan Júgóslavíu hafa and- stæðurnar verið mestar milli Serba og Króata. Þeir tala svip- uð tungumál, en trúarbrögð og menning er önnur. Króatar eru rómversk-kaþólskir og nota lat- ínuletur. Serbar tilheyra grísk- kaþólsku rétttrúnaðarkirkjunni og nota kyrillískt letur. Klofn- ingur hins forna Rómarríkis í austur- og vesturhlutann hefur alla tíð einkennt sambúð Serba og Króata. Serbar hafa litið á sig sem útvörð austursins, um fjórar aldir undir Tyrkjum, en Króatar líta á sig sem útvörð vestursins og voru í átta aldir undir væng Austurríska keis- aradæmisins. Fjandskapurinn er því forn og sagan blóðug. Serbar hafa ráðið mestu um stjórn Júgóslavíu og Kommún- istaflokksins. Þegan losna tók um áhrif kommúnista sáu hin lýðveldin tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi — komast undan stjórn kommúnista og Serba. Enda hefur þróunin orðið sú, að í Króatíu og Slóveníu hefur kommúnistaflokkurinn misst völdin og þar er ijölflokka- kerfi. Siglt er hraðbyri til fijáls markaðsbúskapar. í Serbíu eru kommúnistar við völd, þótt þeir hafi skipt um nafn og kalli sig sósíalista. í sambandsstjórn Júgóslavíu í Belgrad hafa gaml- ir kommúnistar töglin og hagld- irnar og harðlínumenn stjórna hernum. Margir óttast að hann muni taka völdin í landinu öllu. Bæði Króatar og Slóvenar hafa samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslu að stofna sjálf- stæð lýðveldi. Þeir vilja fá að ráða sínum málum sjálfir, en hafa ekki stefnt að upplausn sambandsríkisins næstu árin a,m.k. Þeir vilja hins vegar breyta Júgóslavíu í ríkjasam- band sjálfstæðra lýðvelda. Þetta má marka af orðum fjármála- ráðherra Slóveníu, Dusans Sas- oks, sem sagði, að Slóvenar vilji fá löggjafarvaldið í sínar hend- ur, en raunverulegt sjálfstæði verði að koma í áföngum síðar. Viðbrögð sambandsstjórnar- innar við sjálfstæðisyfirlýsing- um Króata og Slóvena 25. júní sl. eru illskiljanleg. Það er aug- ljóst, að samningaleiðin hefur ekki verið fullreynd og beiting hervalds fráleit. Stjórnin í Belgrad telur sig hugsanlega geta skotið sér á bak við að Bandaríkin, Sovétríkin, Evrópu- bandalagsríkin og flest önnur Evrópuríki hafa ekki viljað við- urkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu. Það er eðlilegt, að menn vilji ekki sjá Júgóslavíu leyoast upp í blóðugri borgarastyijöld. Það er engin leið að sjá fyrir afleið- ingarnar, t.d. í Austur-Evrópu, þar sem blóðug átök þjóðarbrota hafa ítrekað blossað upp síðustu misserin. Margir hafa litið til Samein- uðu þjóðanna sem hins rétta aðila til að stöðva vopnavið- skipti í deilurn ríkja í millum. Þær geta þó ekki beitt afli sínu í landi eins og Júgóslavíu, því stofnsáttmálinn leyfir ekki af- skipti af innanlandsátökum. Sameinuðu þjóðirnar geta þó að sjálfsögðu reynt að bera sáttar- orð á milli deiluaðila og það ber þeim að gera í Júgóslavíu. Lík- legast er þó að það verði stór- veldin og Evrópubandalagsríkin sem geta haft mest áhrif í þá átt að stöðva átökin 1 Slóveníu og reynt að hindra að Króatar grípi til vopna gegn Belgrad- stjórninni. Til þess þarf að beita viðskiptaþvingunum og öðrum tiltækum ráðum. En það á ekki að vera hlut- verk vestrænna ríkja að hjálpa kommúnistastjórn til að koma í veg fyrir fijálsan markaðsbú- skap. Ekki heldur að svipta þjóð- ir sjálfsákvörðunarrétti sínum. Vestrænar þjóðir eiga að beita mætti sínum til þess að fólk hafi fullan sjálfsákvörðunarrétt í eigin málum og miðia málum til að svo geti orðið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Willy Brandt skoðaði í gær styttuna af Berlínarbirninum, tákni höfuðborgar Þýskalands, á horni Skothúsvegar og Sóleyjargötu gegnt Hljóm- skálanum. Brandt var borgarstjóri Berlínar 1957-1966. Honum á vinstri hönd eru Þorvarður Alfonsson, formaður Germaníu, og eiginkona hans, Almút Alfonsson. Brandt á hægri hönd er Gottfried Pagenstert, sendiherra Þýskalands á íslandi. Opna verður Evrópubanda- lagið fyrir ríki Austur-Evrópu WILLY Brandt sagði í samtali við islenska blaðamenn í gær að hann teldi ekki rétt að segja við þau ríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), sem hefðu hug á að gerast aðilar að Evrópubandalaginu (EB), að þau yrðu að bíða þangað til fram yfir aldamót. Þá sagði hann það vera sina skoðun að eftir 10-12 ár ætti að veita þremur fyrrum austantjaldsríkjum, Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungveija- landi, aðgang að bandalaginu. Síðan yrði að finna hagstæða leið fyr- ir önnur ríki til að tengjast EB. Morgunblaðið/KGA Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi störf núverandi ríkissljórnar harð- lega á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur á Hótel Lind í gær. Fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur: Afskiptaleysi ríkis- ins nánast dauðadóm- ur yfir atvinnulífinu - segir Steingrímur Hermannsson STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur á Hótel Lind, að sú stefna núverandi ríkisstjórnar, að skipta sér ekki af atvinnurekstri í landinu, væri nánast dauðadómur yfir atvinnulífinu. Rikinu bæri skylda til að draga úr sveiflum í efnahagslífinu og búa til grunn, sem einstaklingar gætu byggt á. Steingrímur lýsti því meðal annars yfir, að hann teldi að stöðvun vinnslu hjá Alafossi yrði til meira tjóns fyrir þjóðfélagið en ef fyrirtækinu yrði Veitt meiri aðstoð og jafnframt lýsti hann sig and- vígan hugmyndum núverandi ríkisstjórnar um einkavæðingu ríkis- banka. Fundurinn á Hótel Lind var haldinn undir yfirskriftinni „Er verið að leggja íslenskt atvinnulif í rúst?“ Auk atvinnumála var þar rætt nokkuð um samninga uin evrópskt efnahagssvæði. Sagðist Stein- grímur fylgjandi því að Islendingar ættu aðild að slíkum samningum, en lagði mikla áherslu á að haldið yrði fast við fyrirvara, sem lúta að takmörkunum á fjárfestingu erlendra aðila hér á Iandi. Aðspurður um hveija hann teldi vera möguleika smáríkja á borð við Island í stóru bandalagi á borð við EB sem teldi nú á fjórða hundrað milljón íbúa og færi stækkandi, sagði Brandt að íslendingar gætu einir gert sér grein fyrir hvað helst sam- lýmdist íslenskum hagsmunum. Við hefðum hins vegar fyrir framan okk- ur skýr dæmi um að í ríkjahópi á borð við EB gætu fámenn ríki ekki bara varðveitt sjálfstæði sitt heldur einnig gegnt mikilvægu hlutverki. Þannig væri nú til dæmis að ljúka tímabili þar sem Lúxemborg hefði farið með forystuna innan ráðherrar- áðs EB. „Ég held að einnig í framtíð- inni geti smáríki gætt hagsmuna sinna innan EB,“ sagði Brandt. „En hvernig íslendingar vilja tengjast bandalaginu í framtíðinni geta ein- ungis íslendingar og ríkisstjórn ís- 'lands ákveðið. Við hin verðum síðan að skoða málið þegar tillögur liggja fyrir." Þá var Brandt spurður hvort að hann teldi að það yrði óhjákvæmilegt fyrir íslendinga og Norðmenn að sækja um aðild eftir að Austurríkis- menn og Svíar væru komnir inn í bandalagið. Brandt sagði það hafa komið nokkuð á óvart hversu fljótir Svíar hefðu verið að ákveða að sækja um aðild. Þeir hefðu uppgötvað rétt eins og Austurríkismenn að þeir kæmust ekki mjög langt með hlut- leysisstefnu sína. Þeir hefðu spurt sig: Hveijum eigum við eiginlega að vera hlutlausir gegn? Þeir teldu líka að ef hernaðarhlið Evrópustarfsins yrði færð yfir til Vestur-Evrópusambandsins, eins og reyndar hefði nýlega verið ákveðið af utanríkisráðherrunum, þá gætu þeir sætt sig við fulla aðild. Það sem Norðmenn settu helst fyrir sig væri fiskur og að hluta til einnig landbúnaðarmál. „Sumir nor- skir vinir mínir halda hins vegar enn þá að það að gerast aðili að EB þýði að páfinn taki yfir stjórnina í Róm. Sem auðvitað er misskilningur. Sum- Brandt sagðist í upphafi fyrirlestr- arins fagna því að fá aftur tækifæri til að heimsækja ísland. Oftar en einu sinni hefðu ferðir í átt til nýrra vídda hafist í Reykjavík. Leiðtogafundurinn 1986 hefði þannig tvímælalaust hjálpað til við að undirbúa jarðveginn fyrir hina sögulegu atburði í Varsjá, Berlín, Búdapest og Prag árið 1989. Nú hefði Varsjárbandalagið verið leyst upp og kommúnistar horfið frá völdum í flestum ríkjum Austur-Evr- ópu. Fagnaðarlætin frá 1989 væru hins vegar nánast alls staðar þögnuð. Það mikilvægasta sem eftir stæði væri að kalda stríðinu væri lokið. Menn stæðu hins vegar frammi lýrir hinum harða raunveruleika að Aust- ur-Evrópa stæði mjög aftarlega efna- hagslega. Ekki væri hægt á einni nóttu að breiða yfir marga áratugi af röngum fjárfestingum jafnvel þó að gífurlegt fjármagn væri fyrir hendi eins og dæmi Þýskalands sannaði. Hvað Þýskalánd varðaði sagðist Brandt vera viss um að í síðasta lagi á næsta ári myndu hinar miklu fjár- festingar í austurhlutanum leiða til þess að menn færu að sjá fyrstu tákn ir norskir vinir mínir halda líka að þeir yrðu skyldaðir til að innbyrða ákveðið magn af víni árlega gerist Norðmenn aðilar að EB. Auðvitað er það misskilningur líka. En í alvöru talað þá er líka ótti í mörgum Norð- mönnum vegna hinnar slæmu reynslu í heimsstyijöldinni síðari. Núna eru margir sem óttast að með sameiningu Þýskalands þá muni áhrif Þýskalands í Evrópubandalag- inu aukast og menn spyija sig hvaða tryggingar þeir hafi fyrir því að Þýskaland taki ekki enn einu sinni efnahagsbata. Taldi hann að í lok þessa áratugar myndi það bil sem nú væri milli austur- og vesturhluta landsins vera úr sögunni. Það sem þyrfti í fyrsta lagi að gera af hálfu EB væri að gefa út bindandi yfirlýsingu um að í kringum aldamót yrði Tékkóslóvakíu, Póllandi og Ungveijalandi boðin aðild að band- alaginu. Ríkjunum á Balkanskaga yrði hins vegar boðið að tengjast EB nánar. Svipað mætti hugsa sér varð- andi Eystrasaltsríkin en það ylti þeg- ar upp væri staðið á framtíðarstefnu Rússlands og þvl sem eftir kynni að verða af Sovétríkjunum. Ef sú stefna yrði í átt til vesturs myndi það flýta fyrir mörgu í Evrópu. Hann sagðist þó ekki vera að gefa í skyn að EB myndi dag einn teygja sig í átt til Úralfjalla eða jafnvel Síberíu þar sem * slíkt hefði ýmis vandkvæði í för með sér. Persónulega hefði hann t.d. efa- semdir um að Viadivostok væri evr- ópsk borg. í öðru lagi taldi hann að taka yrði Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE)_til skoðunar. í Suð- austur-Evrópu væri víða hætta á upp stefnu sem ekki samræmist hagsmunum samstarfsþjóðanna.“ Brandt sagði að hin sálfræðilega hlið málsins væri því gjörólík í Nor- egi og Svíþjóð. Hann sagði það vera skoðun sína að ekki yrði um neina sjálfvirkni að ræða ef Austurríkis- menn og Svíar gerðust aðilar. Með samningum væri hægt að leysa öll mál sem snertu efnahagshliðina. Hann hefði nýlega rætt þessi mál við Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, og þá sagt henni að ef hann væri forsætisráðherra borgarastyijöldum. Það væri mjög klaufaleg staða ef Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna myndi þurfa að hafa afskipti af svæðisbundnum deilum í Evrópu. Þess vegna yrðu ríkisstjórnir í Evrópu að sjá til þess, sem þátt í RÖSE-ferlinu, að þær gætu sameig- inlega tekið þátt I að miðla málum og koma í veg fyrir átök. Annað væri mjög vandræðalegt og myndi valda vonbrigðum hjá þjóðum í öðrum heimsálfum sem hefðu hug á að taka upp svipað samstarf sín á milli og Evrópuþjóðirnar hefðu gert innan EB og RÖSE. í þriðja lagi sagði Brandt að ekki mætti valda þróunarlöndum von- brigðum. Aðstoð við Austur-Evrópu mætti ekki verða á kostnað aðstoðar við þau. Eftir „Saddam-sjokkið“ ætti ekki að þurfa að vara frekar við hættunum af því að sökkva sér niður í evrópska naflaskoðun. Evrópa yrði að sætta sig við skyldur sínar jafnt svæðisbundnar sem um allan heim. í samræmi við það yrði að efla RÖSE- ferlið og endurlífga stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann minntist næst á hið sk. „Stokk- hólms-frumkvæði" sem var sett fram fyrir tveimur mánuðum af hóp undir forystu forsætisráðherra Svíþjóðar og meðlima úr Brandt-, Palme-, Noregs myndi hann spyija sig hvort bæri að stefna á að setjast við það borð þar sem ákvarðanir væru tekn- ar. Á ákveðnum tímapunkti myndi maður spyija sig hvort maður væri einungis að sækjast eftir sæmilega sanngjörnum kjörum í viðskiptum sínum við Evrópu eða hvort maður vildi takaþátt í ákvarðanatöku. Þetta væru spurningar sem myndu koma upp, kannski ekki á næstu 2-3 árum en örugglega á næsta áratug. En telur Brandt að sameining ÞýskalandS geri það að verkum að fólk verði að búast við „breyttu" Þýskalandi? Hann ságði að auðvitáð verði menn að búast við því. Samein- að Þýskaland sé ekki eínungis stækk- að Vestur-Þýskaland. Hins vegar sé ekki um að ræða afturhvarf til fortíð- arinnar. Samningur sá sem gerður hefði verið við Pólland þýddi að ný landamæri hefðu verið viðurkennd. Á meðan á skiptingu Þýskalands stóð hefði Vestur-Þýskaland verið útvörð- ur hins vestræna heims í austri. I ljósi þess að ríki úr Austur-Evrópu myndu að öllum líkindum gerast aðilar að EB myndi hið stækkaða Þýskaland færast inn í miðju Evrópu. Brandt var að lokum spurður hvernig hann teldi að aðild Austur- Evrópuríkja ætti eftir að breyta EB. Hann benti til að byija með á þá hliðstæðu sem ætti sér nú stað í Norður-Ameríku. Þar væri að hefjast sameiningarferli sem fæli það í sér að Bandaríkin yrði miðja heildar með Kanada í norðri og Mexíkó í suðri. Þetta myndi breyta hiutum. Styrkja spænsku áhrifin í Ameríku og draga úr þeim engilsaxnesku. Fyrir Evrópu myndi frekari sameining þýða að gömul menningartengsl yrðu endur- lífguð, t.d. hin forna menningarbrú milli Varsjár og Parísar. Það væri gömul hefð fyrir menningarsamstarfi Frakka og Pólveija. Nú fengju Þjóð- veijar vonandi einnig að vera með. Til dæmis væri verið að setja á lag- girnar háskóla í Frankfurt an der Oder í samvinnu við Pólveija og væri verið að reyna að fá Frakka til að taka þátt í því samstarfi. „En hvernig mun þetta breyta Evrópu? Þetta mun bæta einhveiju við en ekki breyta því að Evrópa byggist á frelsi einstaklingsins og lýðræðisleg- um leikreglum,“ sagði Brandt. Hann sagði þessa stækkun EB verða tiltölulega auðvelda vegna þeirra mikla breytinga sem átt hefðu sér stað í þessum löndum. Þess vegna teldi hann að einbeita ætti sér að hinum fijálsu ríkjum Austur-Evrópu en bíða með hin fram á næstu öld. „Ég veit t.d. ekki hver verður útkom- an úr þeirri kreppu sem Rússland er nú í,“ sagði Brandt að lokum. Bi-undtland- og Nyere-nefndunum. Brandt sagði aðstandendur Stokk- hólms-frumkvæðisins telja það vera einföldun að skilgreina öryggi ein- vörðungu í hernaðarlegum skilningi. Víðari skilgreining öryggishugtaks- ins tengdist líka þrengri skilgreiningu sjálfstæðis-hugtaksins, þ.e. auknum vilja til að láta af hendi vald til stofn- ana á borð við Sameinuðu þjóðirnar eða svæðisbundinna stofnanna, s.s. EB. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þyrfti að fá aukin völd og aukna möguleika á að taka frum- kvæði. Hann hefði til dæmis í dag mjög takmarkaðan aðgang að mörg- um stofnunum. Ef vilji væri fyrir hendi væri hægt að bæta úr ýmsu við kjör nýs framkvæmdastjóra í lok þessa árs. Ætti hann þar fyrst og fremst við vilja af hálfu þeirra fimm ríkja sem ættu fast sæti í Óiyggisráð- inu. Brandt sagði að breytingar á stofnsáttmálanum og skipan Örygg- isráðsins ættu ekki að vera feimnis- mál. Taldi hann að í síðasta Iagi árið 1995, þegar 50 ár væru liðin frá stofnun SÞ, ætti að leggja endurbætt- an stofnsáttmála fyrir heimsráð- stefnu. Vonaðist hann til að Evróp- uríki yrðu þá betur í stakk búin en nú til að tala emni röddu. í upphafi máls síns sagði Stein- grímur, að þegar ný ríkisstjórn hefði tekið við völdum í vor hefði hann talið rétt að hún fengi frið fram á haustið til að vinna að stefnumótun. Ástandið í atvinnumálum væri hins vegar orðið svo alvarlegt að það væri óhjákvæmilegt að ræða það. Hann sagði að áður en lengra væri haldið í umræðum um þessi mál yrðu menn að átta sig á því, að útilokað væri að yfirfæra þau lögmál, sem giltu í iðnvæddum ríkj- um á Vesturlöndum yfir á hagkerfið hér á landi án þess að laga þau að aðstæðum í íslensku atvinnulífi, sem um margt væru sérstakar. Þjóðin byggði afkomu sína aðallega á einum atvinnuvegi, sjávarútvegi, og þar af leiðandi yrðu hér meiri sveiflur en í nágrannalöndunum. Ríkinu ber að draga úr sveiflum Hann sagði að þrátt fyrir að menn viðurkenndu mikilvægi einstaklings- framtaksins í nútímaþjóðfélagi bæri ríkinu skylda til að draga úr sveiflun- um í hagkerfinu. Þannig gæti ríkið skapað einstaklingunum aðstæður til að njóta sín. í þessum anda hafi síðasta ríkisstjórn unnið og það hafi tekist að miklu leyti þótt ekki hafi tekist að leysa vanda allra þeirra fyrirtækja, sem í yanda hefðu verið. „Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar tekið upp þá stefnu,“ sagði Steingrímur, „að ríkið eigi ekki að hafa nein afskipti af atvinnurekstri og það er nánast dauðadómur yfír atvinnulífínu miðað við núverandi aðstæður. Ég vil vara við þeirri stefnu, að ríkið geri ekki sitt til að draga úr sveiflum í efnahagslífinu og því, að ekki sé haldið áfram á þeirri braut sem síðasta ríkisstjórn markaði." Skuldbreyting undir miklu eftirliti Hann íjallaði um aðgerðir síðustu ríkisstjórnar og sagði að aldrei fyrr hefði skuldbreyting hjá fyrirtækjum verið framkvæmd undir eins ná- kvæmu eftirliti og sú, sem staðið hefði verið að á vegum Atvinnu- tryggingarsjóðs útflutningsgreina og Hlutafjársjóðs ■ Byggðastofnunar. Aðstoðin hefði alltaf verið miðuð við, að fyrirtækin gætu spjarað sig að skuldbreytingu lokinni. Hann benti á, að sú þróun, sem nú ætti sér stað með hagræðingu og sameiningu fýr- irtækja á Árborgasvæðinu hefði byrj- að með aðgerðum á vegum síðustu ríkisstjórnar. Sagðist hann styðja þessa þróun ef sýnt væri að hún leiddi til raunverulegrar hagræðing- ar. Hins vegar bæri hinu opinbera skylda til að finna ný atvinnutæki- færi fyrir þá sem misstu vinnuna vegna breytinga af þessum tagi. Steingrímur vék jafnframt að málefnum Álafoss hf. og sagði, að vel gæti verið að ekki hefði verið nóg að gert þegar rekstur fyrirtæk- isins var endurskipulagður með sam- einingu fyrirtækja og niðurfellingu skulda. Einnig hefðu vonir um aukin viðskipti á Vesturlöndum brugðist. Hann væri sannfærður um, að það yrði til meira tjóns fyrir þjóðarbúið að vinnsla á vegum fyrirtækisins stöðvaðist en ef veitt yrði meiri að- stoð af hálfu hins opinbera. Það væri auðvitað ekki markmiðið að opinberir sjóðir ættu atvinnufyrir- tæki, en þeir þjónuðu mikilvægu hlutverki til að styðja þau og búa til grunn, sem einstaklingar gætu síðan byggt á. Viljum framhald þjóðarsáttar Hann lýsti áhyggjum sínum af því að verðbólga færi nú vaxandi og sagði að þar hefði hækkun vaxta valdið mestu. í þessu sambandi yrði fróðlegt að sjá hvernig samningar á vinnumarkaði í haust gengju. „Við framsóknarmenn munum á engan hátt reyna að hindra, að það náist góðir samningar í haust þótt við séum nú í stjórnarandstöðu. Við munum á næstunni eiga viðræður við verkalýðshreyfinguna og kynna sjónarmið okkar, en það sem við vilj- urn er framhald þjóðarsáttar.“ Þá fjallaði Steingrímur um samn- inga um evrópskt efnahagssvæði og sagði hann Framsóknarflokkinn fylgjandi þeim með ákveðnum fyrir- vörum. Þeir iytu að því, að erlendir aðilar ættu ekki aðild að fiskveiðum, að fjárfestingar erlendra aðila hér á landi yrðu takmarkaðar, til dæmis varðandi kaup þeiiTa á íslensku landi, að íslendingar fengju lengri aðlögunartíma varðandi breytingar á peningamarkaði og að íslendingar gætu gripið í taumana varðandi inn- flutning vinnuafls. Sagðist Stein- grímur óttast, að þessir fyrirvarar væru að mestu horfnir út úr samn- ingsdrögunum. Ilann sagði einnig varðandi evrópska efnahagssvæðið, að það væri í lagi að samþykkja ein- hver minni háttar skipti á veiðiheim- ildum, en ekki kæmi til greina að skipta á veiðiheimildum og tollafríð- indum. Athuga þarf sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka Hann ræddi nokkuð hugmyndir um að breyta ríkisbönkunum í hluta- félög og selja þá einkaaðilum. Sagði hann að það að breyta bönkunum í hlutafélög skipti ekki miklu máli ef ríkið ætti allt hlutaféð en hins vegar væri ekki góð reynsla af því að selja einkaaðilum ríkisbanka. Við sölu Útvegsbankans hefði bankinn verið færður ákveðnum aðilum á allt of lágu verði og verkalýðshreyfingin hefði verið misnotuð til að réttlæta það. Það væru ekki margir aðilar í landinu sem hefðu styrk til þess að kaupa banka og ef farið væri út 1 sölu annars ríkisbanka nú væri hætta á að hann lenti í höndum sömu fjár- sterku aðila og Útvegsbankinn. í raun væri nauðsynlegt að setja ein- okunarlög hér til að koma í veg fyr- ir að fáir aðilar næðu yfirburðastöðu í atvinnulífinu. Sagði hann, að mikil- vægt væri að hafa í landinu sterkan íslenskan banka og athugandi væri, að sameina Landsbanka og Búnað- arbanka í því skyni. I máli Steingríms kom líka fram, að hann teldi að í samningum við Atlantsálfyrirtækin hefðu orðið viss mistök. Raforkuverðið væri tengt álverði á heimsmarkaði og gert ráð fyrir að álverðið færi hækkandi. Vonir um hækkandi álverð hefðu hins vegar brugðist og hann hfefði nú nýverið á ferð sinni erlendis hitt mann, kunnugan álmarkaðnum, sem spáð hefði því að verðið lækkaði enn, meðal annars vegna aukins framboðs á áli frá Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Nauðsynlegt væri í álsamningunum að tryggja, að álve- rið kaupi raforku hvort sem það noti hana eða ekki. Willy Brandt um framtíð Sameinuðu þjóðanna: Nýjan sáttmála í síðasta lagi 1995 FULLT var út úr dyrum er Willy Brandt hélt fyrirlestur á vegum Háskóla Islands í Háskólabíói síðdegis í gær. Brandt ræddi þar þær breytingar sem orðið hafa í Evrópu og heimsmálum almennt og hvern- ig hann teldi að Evrópuríki ættu að bregðast við hinum nýju aðstæðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.