Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 31

Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 31
ICP.I í/r.'l MS. íJ-JOAaíIAD’JAi QISAJaWjOHOJC MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 Hornstrandir heilla Víkurnar þrjár, Hælavík, Hlöðuvík og Kjaransvík, tekið af Hælavíkurbjargi. Ferðahópur FÍ fyrir utan Búðir í Hlöðuvík, Skálar - Kambur í bak- sýn. eftir Guðmund Hallvarðsson í sumar býður Ferðafélag íslands upp á ýmsá freistandi möguleika í Hornstrandaferðum. Þar kennir margra grasa, s.s. styttri og lengri ferðir, hreinar bakpokaferðir þar sem gengið er með alian útbúnað frá einum stað til annars og síðan sk. húsferðir þar sem dvalið er í húsum og skipt um bækistöð í miðri ferð, en að öðru leyti alltaf gengið út frá bækistöðinni. Sem dæmi um slíkar ferðir má nefna, Hornvík- Hlöðuvík 3.-12. júlí. Hlöðuvík- Hornvík 10.-19. júlí ojg Hlöðuvík- Hesteyri 8.-16. ágúst. I öllum þess- um ferðum er dvalið í fyrri bæki- stöð (húsi) í 3-4 daga og gengið þá yfir í seinni bækistöð með far- angur (ekki mat) og dvalið í aðra 3-4 daga. Út frá þessum bækistöðv- um eru svo farnar reglulegar dags- ferðir. Afnot af húsum í fyrrasumar gerði Ferðafélagið samkomulag við eigendur Frímannshúss á Horni og eigendur að Búðum í Hlöðuvík um leigu á húsunum fyrir tilteknar ferðir Ferðafélagsins og nú í sumar bæt- ist við skólinn á Hesteyri. Þessa nýja aðstaða sem þarna hefur feng- ist skapar auðvitað algerlega ný skilyrði í ferðastarfsemi Ferðafé- lagsins í friðlandi Hornstranda. Ef þessi aðstaða verður til frambúðar geta skapast forsendur fyrir öflugri sókn í ferðastarfsemi á þessum slóðum, en því miður hefur þar verið um nokkra lægð að ræða á síðustu árum. Sumarið í fyrra var þar að vísu ánægjuleg undantekn- ing. En eins og allir vita sem á annað borð hafa ferðast um þessar slóðir, þá er veðrið afgerandi atriði hvort menn sæki á þessi mið eða ekki. Fyrirkomulag ferðanna í þessari grein mun ég leitast við að útskýra hvað felst í þessari nýj- ung, þ.e. húsferðunum. í sumar förum við þijár slíkar ferðir eins og áður segir. Fyrsta ferðin 3.-12. júlí er Homvík-Hlöðuvík. Fyrsti dagurinn fer í það að koma sér til ísaijarðar, en á öðrum degi er siglt til Hornvíkur. Áður en siglt er til Hornvíkur verða farþegar að hafa gengið þannig frá nesti sínu, að helmingurinn fari í land í Hlöðuvík og hinn helmingurinn í Hornvík, því maturinn er fluttur í upphafi ferðar á báða staðina. Miðað við reynsluna frá síðasta sumri má reikna með að reynt verði að hafa matinn að hluta til sameiginlegan, s.s. kvöldverð, kaffi, mjólk, græn- meti, hreinlætisvörur o.s.frv., en í fyrra gaf slík skipan mála afar góða raun og þótti mjög hagnýt. Til undirbúnings ferðunum mun fararstjóri halda sértaka undirbún- ingsfundi með hveijum hóp fyrir _____________Brids________________ Amór Ragnarsson Sumarbrids 25. júní 28 pör mættu til leiks og spilaður var Mitchell-tvímenningur með 10 umferðum og 3 spilum á milli para. Úrslit urðu á þann veg: N-S Guðmundur Auðunsson - Bjöm Amarson 305 Guðjón Jónsson - Guðlaugur Sveinsson 303 Gísli Steingrímsson - Sigurður Steingrimsson 296 Sigrún Pétursdóttir - Gunnþómnn Erlingsd. 292 A-V Ólína Kjartansdóttir - Ragnheiður Tómasd. 315 Cecil Haraldsson - Alfreð Kristjánsson 307 Gylfí Ólafsson—Siguijón Harðarson 300 PállBergsson-HjálmdrPálsson 299 Keppnisstjóri var Sveinn R. Eiríksson en næstu þriðjudagskvöld tekur Jón Baldursson við stjóminni. Sumarbrids byrjenda 11 pör mættu til leiks. Spilaður var sig. Sá fyrri verður þriðjudaginn 18. júní til undirbúnings ferðinni 3.-12. júlí og verður haldinn í húsi Ferðafélagsins á Öldugötu 3 og næsti fundur fyrir ferðina 10.-19. júlí verður svo haldinn þriðjudaginn 25. júní á sama stað. Báðir heij'ast þeir kl. 20.30. Fundur til undirbún- ings ferðarinnar Hlöðuvík-Hesteyri 8.-16. ágúst verður auglýstur síðar. Hornvík - helstu gönguleiðir Með bækistöðvunum tveim, Frímannshúsi á Horni og Búðum í Hlöðuvík, getum við nálgast þau svæði Homstranda sem ferðamönn- um hefur þótt hvað eftirsóknarverð- ust. Hornvíkin er stundum kölluð perla Homstranda og ekki af ástæðulausu. Fyrir utan formfeg- urð sína og lögun skartar Hornvík- in báðum björgunum, Hælavíkur- bjargi og Hornbjargi. Úr eldhús- glugganum í Frímannshúsi á Horni horfir maður beint í ægifagra hamraveggi Hælavíkurbjargs og víst eru fá eldhúsin sem geta státað af slíku útsýni. Því að í Hælavíkur- Mitchell-tvímenningur, og voru spilað- ar 5 umferðir með 5 spilum á milli para. Úrslit urðu eftirfarandi: N-S Bjöm Svavarsson - Eyþór Hauksson 113 Guðmundur Þóröars. - Guðný Hálfdánardóttir 105 Maria Jónsdóttir - Þorbjörg Bjamadóttir 101 A-V ÞórirMagnússon-ÓskarJónHelgason 117 Guðmundur Kr. Sigurðsson - Jóhannes Laxdal 102 Álfheiður Gísladóttir - Pálmi Gunnarsson 101 Hjördís Siguijónsdóttir - Maria Guðnadóttir 101 Vegna misskilnings hjá nokkrum pörum er ítrekað að spilamennska byijar kl. 19 á miðvikudagskvöldum í Sumarbrids. Sumarbrids sl. fimmtudag Góð þátttaka var í Sumarbrids sl. fimmtudag. 60 manns mættu til leiks. Spilað var í 2 riðlum. Úrslit urðu (efstu pör): A) Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 254 Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 240 bjarginu kemur saman í einni heild mikil fegurð og hrikaleiki. Frá Horni er um margar göngu- leiðir að ræða, en þar sem við höf- um aðeins þijá daga til ráðstöfunar verðum við að takmarka valið. Það er t.a.m. sjálfsagt á fyrsta degi að ganga yfir í Látravík og húsvitja hugsanlega hjá vitaverðinum á Hornbjargsvita. Frá Látravík má sjá Hornbjarg frá afar fögru sjónar- homi, sem þekkt er orðið af póst- kortum, s.s. Fjalir, fossinn Drífandi, Blakkabás, Kyrfi o.s.frv. Leiðin til Látravíkur er létt dagsganga. Við göngum út Innstadal og stefnum á sk. Almenningsskarð, en þar eru m.a. leifar af hliðstólpum sem áður mörkuðu hreppamörkin milli Sléttu- hrepps og Grunnavíkurhrepps. Rétt áður en komið er í Almennings- skarð leggjum við lykkju á leið okkar og komum við í Harðviðr- isgjá. Þar er tryggilega umbúinn vaður sem eggjamenn nota á vorin, en sem stundum gengur udir nafn- inu „túristakaðallinn“! Ef sól er á lofti og skyggni gott má helst eng- Guúrún Júliaunesdóttir - Jón Hersir Elíasson 235 DaóiBjömsson-GuðjónBragason 231 Dúa Ólafsdóttir - Ragnheiður Tómasdóttir 223 Guðrún Jörgensen - Sigrún Pétursdóttir 217 B) Guðmundur Eiriksson - Jón St. Gunnlaugsson 207 BemhardLinn-ÓliBjömGunnarsson 183 Guðmundur Baldursson - Guðbjörn Þórðarson 175 RúnarLámsson-ValdimarElíasson 174 HaukurHarðarson-VignirHauksson 162 Bikarkeppni Bridssambands Islands Til viðbótar áður birtum úrslitum, er kunnugt um úrslit í tveimur leikjum tii viðbótar. Sveit Sigurðar Stefánssonar, Reykjavík, sigraði sveit Runóifs Jóns- sonar, Selfossi, örugglega. Lokatölur urðu 86 stig gegn 38. Sveit Sigurðar Skúlasonar, Horna- firði, sigraði sveit Hjörleifs Jenssonar, Vestmannaeyjum, í nokkuð jöfnum leik. Úrslit urðu 118 stig gegn 89. Greinilega mikið fjör í þeim leik. Spil- að var í Eyjum. inn skorast undan því að rölta upp á Kálfatinda, en það er hæsti punkt- ur Hornbjargs, 534 metrar yfir sjávarmáli. Af Kálfatindum er gífurlega fagurt útsýni til allra átta. I góðu skyggni sést austur allar Hornstrandir þ.m.t. Geirólfsnúp, sem markar skilin milli Horn- stranda og Strandasýslu. Oft sést enn lengra, jafnvel norður á Skaga. Af Kálfatindum sjáum við Drang- jökul gnæfa yfír og tindar Horn- stranda í vesturátt blasa við svo langt sem augað eygir. A leiðinni niður af Kálfatindum er tilvalið að ganga niður í Miðdal, en þaðan sést dranginn Jörundur afar vel. Undir rótum Jörundar er Gífurlega fögur blómabrekka sem tilvalin er fyrir nesti, afslöppun og andlega íhugun af einhverri gerð. Hetjurnar geta svo gengið á Mið- fell til að bæta enn við afrekaskrá sína. Sem kvöldganga er svo tilval- ið að ganga á núpinn á Horn- bjargi, sem stundum hefur verið talinn nyrsti hluti íslands, og að- gæta sólarlagið. Frá Homi má svo einnig taka létta dagsgöngu vestur Hornvíkina með viðkomu. í Höfn í Hornvík, en gamla íbúðarhúsið í Höfn er nú skipbrotsmannaskýli. Á leiðinni til Hafnar í Hornvík' þarf að vaða Hafnarós og verður staða sjávar- falla að ráða því hvaða vað er val- ið, Sjávarvað, Standavað eða Kýr- vað, en það síðastnefnda dregur væntanlega nafn sitt af Kýrá og Kýrskarði, sem er nokkuð greiðfær leið til Látravíkur frá Höfn í Hornvík. Frá Höfn er svo tilvalið að stefna göngunni í Hvannadal, en Hvanna- dalur er dalverpi í enda Hælavíkur- bjargs, sem skilur að Hælavíkur- bjarg og Rekavíkurfjall. Á leiðinni í Hvannadal er gengið fyrir sk. Tröllakamb og þvert yfir Rekavík bak Höfn. Síðan er gengin gata hátt í bröttum hlíðum Rekavíkur- ljalls til að komast inn í Hvannadal og verða sum hjörtu sundum æði smágerð á þeirri göngu! Úr Hvannadal sjást hlutar bjargsins frá mögnuðu sjónarhorni eins og t.a.m. Festarskörðin. Úr Hvannadalnum ganga tveir berggangar í sjó fram, Langikambur og Fjöl og á milli þeirra Kyrfí. Gönguleiðir frá Búðum í Hlöðuvík Á leiðinni til Hlöðuvíkur frá Horni göngum við vestur Hornvík- ina eins og áður er lýst, fyrir Trölla- kamb, en göngum nú upp Rekavík bak Höfn og stefnum á sk. Atla- skarð. Í Atlaskarði er Atladys, sem hefð er fyrir að kasta í þremur stein- um. Sumir telja það ógæfumerki að gera það ekki. Síðan er gengin vörðuð leið í talsverðri hæð og stefnt á fjallið Skálarkamb. Á þess- ari vörðuðu leið erum við allan tímann yfir Hælavíkinni. Skálar- kambur er bratt fjall, en hinsvegar er gatan niður góð og liggur í krók- óttum stigum niður í svonefnda skál og þá er stutt eftir niður á Á slóóum Ferðafélags íslands jafnsléttu þ.e. niður Skálarbrekku framhjá Skálarbrekkufossi og þá erum við komin að Búðum í Hlöðuvík. Hlöðuvíkin er ein af fegurstu víkum sem Hornstrandir skarta hvað formfegurð og lögun varðar. Fjallahringvrmn er stórfenglegur. Vestast er það Kjalárnúpur, síðan Alfsfellið, sem er eitt tignarlegasta og formfegursia fjall Hornstranda, Hlöðuvíkurskarðið yfír í Veiðileýsu- fjörð, Jökladalirnir, Þórishornið, Skálarkambur og að sfðustu Hælavíkurbjarg. Undiriendi er nokkuð og víkin talsvert víðáttu- mikil. Á fáum stöðum Hornstranda sést miðnætursól jafn vel snemma sumars, en einmitt í Hlöðuvík. Frá Hlöðuvík er um marga val- kosti að ræða hvað gönguleiðir varðar. Ef veður er ákjósanlegl, þ.e. sól og skyggni gott, þá setjum við númer eitt í forgangsröðina að ganga yfir í Hælavík og skoða síðan Hælavíkurbjargið. Þetta er yfír- gripsmikil ganga og því ríður á að taka daginn snemma. Fyrsti farartálmninn er Skálar- kambur, sem á vetrum þótti illfær- asta fjallaleið á Hornströndum. Síðan liggur leiðin niður í Hælavík- ina, yfir Þönglá og að gömlu bæj- arrústunum. Ef gestsaugað er glöggt má koma auga á forláta eldavél frá fyrri tímum. Við bæj- arrústirnar er tilvalið að taka „aka- demískar“ 15 mínútur áður en hald- ið er upp á núp Hælavíkurbjargs. Þegar komið er upp á Hælavíkur- bjarg er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að virða fyrir sér fuglalífið, því að á fáum stöðum eru skilyrði til þess ákjósanlegri. Eins er sjálfsagt að gefa sér góðan tíma í röltið inn eftir bjarginu, því að mynd-„mótífin“ eru svo að segja við hvert fótmál. Þegar inn eftir bjarginu kemur og við förum að nálgast svonefndar axlir fer fremsti núpur Hombjargs að gægjast fram og er það afar skemmtilegt sjónar- horn. Ef haldið er áfram lengra inn eftir bjarginu koma Litluskörð, síðan Festarskörð og Festarskarða- tindur, sem er hæsti tindur inn á Hælavíkurbjargi, 530 metrar. Síðan komum við að Hvannadalshnjúk, sem markar enda Hælavíkurbjargs. Þaðan er hægt að komast niður í Hvannadal, sem áður hefur verið nefndur í þessari grein. Úr Hlöðuvíkinni er ógrynni af öðrum gönguleiðum, sem of langt mál yrði að tíunda hér. Þó vil ég geta nokkurra. Þægilega dags- ganga er að ganga vestur Hlöðuvík- ina, fyrir Álfsfellið til Kjaransvíkur og uppí Kjaransvíkurskarð, en þar liggur einmitt leiðin til Hesteyrar. Úr Kjaransvíkurskarði er fagurt og víðaáttumikið útsýni. Þar opnast fyrst fyrir okkur Hesteyrarfjörður- inn, sem er gífurlega formfagur, langur og mjór. Síðan má segja að ísafjarðardjúpið opnist fyrir manni eins og landakort. í góðu skyggni sér maður alveg vestur til Bolung- arvíkur. Fjallahringurinn í Hlöðuvíkinni er einnig afar freistandi göngu- svæði, sem gefur ýmsa möguleika. í kvöldsólinni er svo auðvitað sjálf- sagt að ganga fjöru út að Hæla- víkurófæru, kveikja varðeld, taka lagið og njóta þess að vera yfirleitt til. Og hugsanlega verður miðnæt- ursólin okkur hliðholl í þetta sinn. Höfundur er fararstjóri í Hornstrandaferðum Ferðafélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.