Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.06.1991, Qupperneq 40
iMOR(jt?|^BLAÐIÐ ilyVpGARDAGUR. 29i JUNl 1991 t Ástkær sonur minn og bróðir okkar, BJÖRN SVEINBJÖRNSSON, Kópavogsbraut 22, sem lést 20. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 1. júlí kl. 13.30. Elín Helgadóttir, Ómar Sveinbjörnsson, Helga Björg Sveinbjörnsdóttir, Þórkatla Sveinbjörnsdóttir. t Elskuleg dóttir okkar, INGA DAGMAR JABLONSKI, andaðist í Svíþjóð 18. júní sl. Útförin fer fram í Bandaríkjunum 1. júlí nk. Vilborg Gunnarsdóttir, Thomas E. Jablonski. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN SÍMONARSON, Austurkoti, Vatnsleysuströnd, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 27. júní. Útförin auglýst síðar. Alfreð Steinar Rafnsson, Hörður Rafnsson, Simon Rafnsson, Bryndís Rafnsdóttir, Guðmunur Rafnsson, Erla Helgadóttir, Valberg Helgason, Karólína Ingvarsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Edda Friðþjófsdóttir, Sigurður Kristinsson, Hrafnhildur Einarsdóttir, Birkir Jónsson, Ríta Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðursystir mín og fóstra, ÁSDÍS BÖÐVARSDÓTTIR frá Seyðisfirði, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Nína Lárusdóttir. Jóhann Ingi Sigur- geirsson — Kveðjuorð Fæddur 11. október 1989 Dáinn 21. júní 1991 Það er með djúpri sorg og sökn- uði sem við sitjum hér og skrifum þessi kveðjuorð um hann litla frænda okkar, Jóhann Inga. Okkur hlotnaðist að fá að fylgj- ast með þessum yndislega dreng allt frá fyrsta degi lífs hans og sjá hann vaxa og dafna. Frá fyrstu tíð var hann svo blíður og kátur. Bros- ið hans var alveg sérstakt og hreif það alla með sér. Þar sem Jóhann Ingi var jafn- aldra dóttur okkar, fylgdumst við náið með vexti hans og þroska. Veitti það okkur margar ánægju- stundir að ræða saman um bömin okkar og sjá hversu álíka þeim fór fram. Þessi elskulegi drengur gaf okkur svo mikið og langar okkur að þakka allar samverustundirnar. Við biðjum þann sem öllu ræður að styrkja foreldra hans, bræður og aðstandendur í þeirra miklu sorg. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (H.P.) Blessuð sé minning Jóhanns Inga. Hrafnkell, Björg og Margrét Lilja Við stóðum sem lömuð, þegar við fengum þá harmafregn að hann Jóhann Ingi hefði lent í slysi og dáið. Við horfðum hvert á annað og sögðum: „Kannski er þetta ekki satt, kannski tókst að bjarga hon- um.“ Þannig eru viðbrögð okkar þegar börn deyja af slysförum, við neitum að trúa því, við neitum að viðurkenna að einhver tilgangur hljóti að vera með svona hræðileg- um atburði, þegar litlum dreng er miskunnarlaust svift úr faðmi for- eldra sinna og bræðra. En um síðir verðum við að trúa að allir hlutir hafi tilgang og Jó- hanni litla sé ætlað annað og meira hlutverk á öðrum stað. Með þessum orðum kveðjum við vin okkar og frænda og þökkum Minning Svava Björnsdóttir Fædd 19. október 1897 Dáin 17. júní 1991 Mig langar til að minnast vin- kónu minnar Svövu Björnsdóttur er andaðist á Landspítalanum 17. júní sl. Það sem kom fyrst í huga mér er ég heyrði andlát Svövu var hve hún hafði ævinlega fagnað öllum hátíðis- og tyllidögum svo sem af- mælum og því væri við hæfi að hún gengi inn í fögnum himnaríkis á þjóðhátíðardaginn, laus við þjáning- ar og þrautir. Svava var fædd og uppaiin í Reykjavík, dóttir Björns Jónssonar skósmiðs og Ingibjargar Þorvaldsdóttur konu hans er bjuggu á Hverfisgötunni. Móðir hennar lést er hún var 8 ára og var hún þá tekin til fósturs af Júlíönu Guðmundsdóttur og manni hennar Jóni Baldvinssyni, alþingismanni, og ólst hún þar upp til fullorðinsára. Starfsvettvangur Svövu urðu versiunarstörf, lengst af í Edinborg- arversluninni er alkunn var á þeirri tíð. Svava giftist Einari Einarssyni, foreldrar hans voru Sigrún Bald- vinsdóttir og Einar Þorsteinsson, skipstjóri. + GUÐMUNDUR JÓNSSON, Syðra-Velli, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00. Vandamenn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN BJÖRNSSON yfirvélstjóri, Tómasarhaga 46, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 1. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Guðrún Egilsdóttir, Kristín Ágústa Björnsdóttir, Viðar Friðriksson, Estiva Birna Björnsdóttir, Baldur Harðarson og barnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSDÍSAR HELGU HÖSKULDSDÓTTUR, Breiðási 10, Garðabæ. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélgsins. Erlingur Magnússon, Guðbjörg Þórðardóttir, Jóhanna Erlingsdóttir, Reynir Kristinsson, Ragnar Erlingsson, Höskuldur Erlingsson, Guðbjörg Erlingsdóttir, Marinó Pálmason, Ellen Erlingsdóttir, Róbert Ragnarsson, Maria Erlingsdóttir og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, fósturföður og afa, BALDVINS JÚLÍUSSONAR, Fossheiði 28, Selfossi. Margrét Ólafsdóttir, Júlíus H. Baldvinsson, Jóna G. Ásgeirsdóttir, Ólöf og Ingi Guðjónsbörn, Ásgeir Ólafsson, og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, KRISTÍNAR AÐALSTEINSDÓTTUR frá Lyngholti. Jóhanna B. Austfjörð, Aðalsteinn Björnsson, Kristbjörn Björnsson, Steingrímur Björnsson, barnabörn og Heiðar Austfjörð, Jóhanna Árnadóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Gunnur Gunnarsdóttir, barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Gerðum í Garði, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Guðmundur Ingimundarson, Rósa Einarsdóttir, Einar Þór Guðmundsson, Ingimundur Kristinn Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir. Systkinin frá Gerðum í Garði, Guðrún Guðmundsdóttir, Haukur Guðmundsson, Hjördís Guðmundsdóttir. honum samfylgdina, sem var so allt of stutt. Fari hann í friði. Hvert ðrstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér. Var sólskinsstund og gæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H.K.L.) Elsku Guðný, Geiri og synir, megi ykkur auðnast styrkur og trú í sorginni. Bestu kveðjur. Sólmundur, Madda og börnin, Kambahrauni 23. Svava og Einar bjuggu lengst af á Mánagötu 9 í Reykjavík, þar reistu þau sér fagurt heimili sem gott var að koma á. Ég kynntist Svövu vel því þegar maðurinn minn, Kristján Jón Ein- arsson, lést 1946, kom bróðir hans Einar norður til Húsavíkur og tók við rekstri síldarsöltunarstöðvar er hann hafði rekið hér og stóð fyrir þeim rekstri í 9 ár eða þar til síldin hvarf af miðunum og rekstrinum var hætt. Þau hjónin komu á hveiju sumri og dvöldu hér á heimili mínu. Við Einar áttum ætíð góða samvinnu. Eftir það átti ég alltaf samastað á heimili þeirra er ég þurfti að dvelja í borginni lengri eða skemmri tíma, og fyrir það vil ég þakka. Svava var lágvaxin, grönn, og fínleg kona er ætíð klæddist mjög vönduðum og smekklegum fötum. Hún hafði yndi af öllu sem fagurt var í kringum sig, enda heimili þeirra vel búið fögrum listmunum hverskonar. Hún var sannkallaður fagurkeri. Þau Einar og Svava eignuðust ekki börn en frændum og vinum var vel tekið og dvöldust á heimili þeirra er með þurfti. Sonur minn Elías átti samastað hjá þeim er hann var í skóla í Reykjavík. Einnig voru börn mín frá seinna hjónabandi ætíð velkom- in. Svava var greind kona og skemmtileg, og höfum við á langri leið átt margar ánægjustundir sam- an ásamt manni hennar, sem á seinni árum hefur annast hana af alúð og kærleika er aldur og krank- leiki sóttu að. Við hjónin sendum honum okkar innilegustu samúðarkveðju og blessunaróskir um ókomin ár. Blessuð sé minning Svövu. Þórunn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.