Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 42

Morgunblaðið - 29.06.1991, Page 42
 29Í JÍMí 'íáál STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hrúturinn verður að þola gagnrýni í dag, en hann er á réttri leið í starfinu. Það sem gerist í kvöld sannfærir hann um að svo sé og eyðir öllum efasemdum. r-Naut (20. apríl - 20. maí) (fjifi Það kemur upp óþarfa mis- skilningur fyrri hluta dagsins hjá nautinu. Rómantíkin setur sterkan svip á líf þess í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Tvíburinn vinnur að einhveiju heima fyrir í dag, annaðhvort á sjálfs sín vegum eða vinnu- staðar síns. Vel tekst til að blanda saman leik og starfi. Krabbi (21. júní - 22. júll) H86 Krabbinn hefur áhyggjur af -einhverju í vinnunni, en síðdeg- ið verður gleðilegt og róm- antískt. Börnin eru sérstaklega mikill gleðigjafi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið hefur megna andúð á fokdýrum skemmtunum núna, en það getur haft mikla ánægju af að bjóða ti! sín gest- um. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Meyjan hefur gott af tilbreyt- ingu í dag, hvort sem það er dagsferð um nágrennið og helgardvöl á fallegum stað. Til mikils er að vinna. Vog (23. sept. - 22. október) Vogin ætti að reyna að hætta að hugsa um vandamálin fyrri hluta dagsins. Hún getur lagt mikið af mörkum í dag til að höndla hamingjuna. Sporðdreki (23. okt. — 21. nóvember) Sporðdrekinn verður að rífa sig upp úr hugarvílinu og fara á fund vina sinna sér til upp- lyftingar. Hann ætti ekki að vera heima, heldur þiggja sér- hvert heimboð sem honum berst. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desembeij ^ ) í dag er ráðlegt fyrir bog- manninn að taka þátt í skap- andi störfum. Ef hann er áhyggjufullur út af einhverju, ætti hann að gera eitthvað í málinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin mundi hafa mikinn ‘ ávinning af samféiagi við ann- að fólk í dag. Hún ætti ekki að draga sig inn í skel sína. Henni er hollast að vera á far- alds fæti. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þó að vatnsberanum finnist að sér sverfa vegna skuldar sem hann þarf að standa skil á er fjöldamargt sem hann getur gert til að bæta fjárhagsstöðu sína. , Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£ Jafnvel þótt fiskurinn verði að fara einn í heimboð sem hann fær ætti hann að þiggja það með þökkum. Kvöldið verður rómantískt. Stj'órnuspána á aó lesa sem dœgraivöl. Spár af þessu tagi 'byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staöreynda. nmfHiiiimniii;;iii!HiiiMiiiinniimmiiiiin:iiiiin»TMirmiriiiiiiiiiiiiimriniiiiiiiinimiimiiii;iiiiiiirnf;nM;);iiiiiii » ■■■■'■ »■ ■ ■ 1 1 ............ DYRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK Ég elskaði þessa litlu sætu stelpu . . . Hún kallaði niig alltal „Bjarna Jæja, jamm ... eitthvað svoleiðis ... og nú er hún farin ... Kalla“ ... ég vildi gefa hvað sem er til að heyra það aftur ... voff BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ályktanir um skiptingu og legu spilanna eru af tvennum toga spunnar. Sumar byggjast á hreinni rökfræði, aðrar á því sem kalla mætti mannlega rök- fræði. Dæmi um hið fyrrnefnda: Ef spilari hefur sýnt 4 spaða, 4 hjörtu og 2 tígla, þá er hann með 3 lauf - nema það sé vit- laust gefið. Mannleg rökfræði snýst hins vegar um það að draga ályktanir af aðgerðum eða aðgerðarleysi andstæðinganna. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ ÁD5 ¥8 ♦ 107653 Vestur ♦ 9854 Austur ♦ 10 ♦ ÁÍ0964 IJIIII ♦ DG2 ' ♦ D1073 Suður ♦ K9742 ¥KG5 ♦ Á ♦ ÁK62 ♦ G863 V D732 ♦ K984 ♦ G Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil; spaðatía. Setjum okkur í spor sagnhafa, sem sér aðeins sín spil og blinds. Hann drepur á spaðaás og spilar hjarta á gosa. Af hverju á gosann frekar en kónginn? Ju, austur sér ekki spil suðurs og myndi hugsanlega stinga ásnum upp ef hann ætti hann. Vestur tekur slaginn á hjarta- ás og skiptir yfir í tíguldrottn- ingu. Eitthvað um það að segja? Ja, hvers vegna spilar vestur ekki trompi áfram, eins og vir- iðst blasa við? Gæti skýringin verið sú að hann eigi ekki fleiri tromp? Ef svo er, þá á hann lengd í öðrum litum og kannski fjórlit í laufi. Suður tekur næst laufás, hjartakóng og stingur hjarta. Spilar síðan laufi úr borðinu. Austur hendir tígli, enda græðir hann ekkert á að trompa. Loks spilar suður trompi á drottningu, stingjir tígul og spilar sig út á laufi. Og fær alltaf tvo slagi á K9 í spaða. Ekkert flókið, bara maður á mann. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Italski leikurinn býður upp á skemmtilegar sviptingar og var ásamt kóngsbragði vinsælasta byrjunin fyrr á öldum. Brögð hans eiga þó tæplega að ganga upp gegn bestu vöm. f þessari skák fær þó reyndur franskur alþjóða- meistari hrikalega útreið: Hvítt: Zelcic (2.415), Júgóslavíu, Svart: Villeneuve (2.340), Frakk- landi, I. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bc4 — Rf6, 4. d4 — exd4, 5. 0-0 — Rxe4, 6. Hel - d5, 7. Bxd5, (þessi og næsti leikur hvíts eru óneitanlega snotrir, en svarta staðan er samt sem áður í góðu lagi) 7. — Dxd5, 8. Rc3 — Da5, 9. Rxe4 - Be6, 10. Bd2 - Df5 (Hér virðist 10. — Dd5 eðlilegra) II. Bg5 - h6, 12. Bh4 - Bb4? 13. Rxd4! - Rxd4, 14. Dxd4 - Bxel, 15. Dxg7! - Kd7, 16. hxel (Vegna veikleika sinna á svörtu reitunum er svartur glatað- ur) 16. - b6, 17. Dc3 - c5, 18. Dd3+ - Kc6, 19. Dd6+ - Kb5, 20. c4h— Ka5, 21. He3 og svart- ur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.