Morgunblaðið - 29.06.1991, Side 51
:GRI ívm . or, írja^oUAjWlTQHfll flWAoHMUDÍIOM
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991
51
KNATTSPYRNA
GOLF / EM
Guðmundur til Ekeren?
Hefur þegar gefið Stuttgart í Þýskalandi afsvar og vill leika í Belgíu
GUÐMUNDUR Benediktsson,
knattspyrnumaður í Þór á
Akureyri, gengur sennilega
frá þriggja ára atvinnumanna-
samning við belgíska 1. deild-
ar félagið Ekeren um helgina.
Stuttgart í Þýskalandi hafði
einnig áhuga á viðræðum við
Guðmund, en hann gaf félag-
inu afsvar ífyrrakvöld.
Guðmundur, sem verður 17
ára í september, æfði hjá
báðum félögunum sl haust.
Stuttgart vildi fá hann til að vera
með í uppbyggingu nýs liðs, en
Ekeren hefur hug á að láta hann
spila með aðalliði félagsins um
leið og hann hefur náð sér eftir
að hafa slitið krossband í hné í
síðasta mánuði.
Samningar við Ekeren hafa
ekki verið undirritaðir, en Guð-
mundur sagði að ákveðið hefði
verið að reyna að ganga frá þessu
fyrir mánaðarmót. „Ég er spennt-
ari fyrir Belgíu vegna þess að þá
fer ég strax að spila — ef ég tek
þessa ákvijrðun er ekki eftir neinu
að bíða.“ Hann sagðist samt í
fyrsta lagi geta gert ráð fyrir að
leika á ný um áramót.
Guðmundur sagði við Morgun-
biaðið í gær að hann hefði talað
við Stuttgart og greint frá ákvörð-
uninni, seni hefði ekki verið vel
tekið. „Ég sagði að ég færi ekki
til Þýskalands að svo stöddu og
þeir sögðu að ég væri að gera
vitleysu rétt eins og Ekeren segir
að ég geri rétt með því að koma
til Belgíu."
Guðmundur Benediktsson
Hanna Katrín
Fríóríksen
skrífar
KRá
toppinn
KR-stúlkur eru efstar í 1. deild
eftir 2:0 sigur á Þrótti frá
Neskaupstað í gærkvöldi. Fyrri
hálfleikur var markalaus þrátt fyrir
nokkur ágæt mark-
tækifæri á báða
bóga. KR-stúlkur
voru reyndar meira
með boltann, en
Þróttur nær því að ná forystunni
þegar Inga Bima Hákonardóttir
skaut í stöng af stuttu færi. Þá
voru um tíu mínútur liðnar af leikn-
um. Áður hafði Helena Ólafsdóttir
fengið tvö góð færi hinum megin á
vellinum eftir góðan undirbúning
Guðrúnar Jónu Kristjánsdóttur.
Anna G. Steinsen kom KR yfir
með fallegu skallamarki snemma í
síðari hálfleik. Guðrún Jóna átti þá
langa sendingu þvert yfir völlinn,
beint á kollinn á Önnu sem var
öryggið uppmálað.
Síðari hálfleikur var ekki eins
fjörugur og vel spilaður og sá fyrri
og mikið var um miðjuþóf. Bæði lið
áttu þó sín færi, en herslumuninn
vantaði. Guðrún Jóna Kristjánsdótt-
ir kórónaði síðan frábæran leik með
því að gera annað mark KR nokkr-
um mínútum fyrir leikslok. Anna
Steinsen sendi upp í vinstra hornið
þar sem Guðrún Jóna afgreiddi
boltann með snúningi í hornið fjær,
framhjá Þórveigu sem var komin
út úr markinu.
Barátfta
Keflvíkingar máttu sætta sig við
skiptan hlut þegar þeir mættu
nágrönnum sínum frá Grindavík í
Keflavík í gærkvöldi. Hvort lið skor-
uði tvö mörk og ein-
Björn kenndist leikurinn
Blöndal af mikilli baráttu.
skrífarfrá Nokkur harka sást
og fengu þrír gest-
anna að berja gula spjaldið augum.
Heimamenn fengu óskabyrjun,
þegar þeir náðu forystunni með
marki úr vítaspyrnu á fyrstu mínútu
leiksins. Kjartani Einarssyni var
brugðið innan vítateigs og dómar-
inn benti umsvifalaust á vítapunkt-
inn þrátt fyrir áköf mótmæli
Grindvíkinga. Marko Tanasic skor-
aði örugglega. Aðeins fimm mínút-
um síðar komust Keflvíkingar svo
í 2:0 með marki Gests Gylfasonar
sem afgreiddi laglega stungusend-
ingu frá Kjartani Einaresyni í mark
gestanna. Hjálmar Hallgrímsson
náði að minnka muninn með glæsi-
legu marki beint úr aukaspyrnu af
um 30 m. færi á 24. mínútu og
jöfnunarmarkið kom svo á 60.
mínútu þegar rangstöðugildra
heimamanna brást. Einar Daníels-
son komst einn innfyrir og jafnaði
metin. Undir lokin munaði minnstu
að Grindvíkingar bættu við þriðja
markinu, en þversláin bjargaði
Keflvíkingum.
Maður leiksins:
Jakob Már Jónharðsson, ÍBK.
Morgunblaðið/Bjarni
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sækir, en Karítas Jónsdóttir, er til varnar.
Tryggvi
með þrennu
ÆT
IR vann auðveldan sigur á Hauk-
um í Hafnarfirði í gær, 1:4. ÍR-
ingar komst í 3:0 eftir 17 mínútur
og nánast var um einstefnu að
ræða hjá þeim allan
leikinn. Haukar léku
langt undir getu,
náðu aldrei að ógna
marki ÍR að neinu
gagni fyrr en í lokin er ÍR-ingar
Voru farnir að gefa eftir. Tryggvi
Gunnarsson gerði þrennu og átti
einnig stóran þátt í fjórða markinu
sem Kjataran Kjartansson gerði.
Eina mark Hauka gerði Kristján
Þór Kristjánsson.
Haukar nældu sér í þrjú gul
spjöld og ÍR tvö.
Maður leiksins:
Tryggvi Gunnarsson, ÍR.
Agúst
Ásgeirsson
skrífar
Skagamenn óstöðvandi
Skagamenn sigruðu Fylki öðru
sinni í vikunni, unnu 2:0 í 2.
deild í gærkvöldi og tryggðu enn
örugga forystu sína í deildinni.
^■^^■g Heimamenn hófu
Sigþór leikinn af miklum
Eiríksson krafti og skoruðu
skrífarfrá þegar á 3. mín. Þá
Akranes, Alexander
Högnason laglega sendingu á Karl
Þórðarson, sem skaut þrumuskoti
að marki, en markvörður Fylkis
varði. Hann hélt samt ekki knettin-
um og Þórður Guðjónsson kom aðv-
ífandi og þrumaði í netið af stuttu
færi.
ÍA sótti stíft eftir þetta og eftir
að hafa misnotað nokkur góð mark-
tækifæri bætti liðið öðru marki við.
Akveðnir
Þórsarar
Þórsarar unnu sannfærandi 3:1
sigur á Selfyssingum. Leikurinn
var mjög daufur framan af og ekkert
markvert gerðist fyrr en á 30. mínútu.
^■■■■1 Halldór Áskelsson
Reynir nýtti sér þá mistök
Eiriksson öftustu varnar, náði
skrífarfrá boltanum af mark-
Akureyrí vcrði og renndi knett-
inum í autt markið. Sex mínútum siðar
bætti Bjarni Sveinbjörnsson öðru
marki við fyrir Þór með góðu skoti
af stuttu færi.
Þórsarar hófu síðari hálfleik af
miklum krafti og áttu þrjú góð mark-
tækifæri á fyrstu fimm mínútum hálf-
leiksins en tókst ekki að koma knettin-
um í netið. Á 82. mínútu fengu heima-
menn vítaspyrnu er Árna Þór Árna-
syni var brugðið innan teigs og Júlíus
Tiyggvason skoraði úr spyrnunni.
Þórsarar voru vart hættir að fagna
markinu þegar þeir máttu hirða knött-
inn úr eigin neti eftir fallegan skalla
Sævars Birgissonar.
Maður leiksins:
Bjarni Sveinbjömsson, Þór.
Það var ekki ósvipað því fyrra. Þá
átti Haraldur Ingólfsson fast skot
á markið af um 35 m færi, mark-
vörðurinn hálfvarði, en nú var það
Alexander Högnason, sem var
mættur á réttan stað og skaut upp
í þaknetið.
í síðari hálfleik snerist dæmið
algjörlega við. Skagamenn voru
heillum horfnir og Fylkismenn
gengu á lagið. Þrátt fyrir góða
sóknartilburði tókst þeim samt aldr-
ei að ógna marki Skagamanna
vegna góðs leiks Luca Kostics í
vörninni fyrr en á 78. mín. Þá átti
Guðmundur Baldursson góðan
skalla af stuttu færi, en Kristján
Finnbogason varði glæsilega.
Maður leiksins:
Luca Kostic, ÍA.
Öruggft hjá Þrótti
Þróttur vann öruggan sigur á botn-
liði Tindarstóls 3:0 og geta gest-
irnir þakkað markverði sínum, Stefáni
Stefánssyni, fyrir að mörkin urðu ekki
•■■■■■ fleiri. Tindarstóll lék
Frosti án Bandaríkjamann-
Eiðsson anna tveggja, sem eru
skrífar farnir heim, en hafði
i fullu tré við Þrótt
fyrstu 20 mínúturnar en síðan ekki
söguna meir. Þróttur náði fmmkvæð-
inu um miðjan hálfleikinn og þrátt
fyrir að liðið næði ekki að sýna sínar
bestu hliðar þá var fyrirstaðan lítil hjá
gestunum sem aldrei náðu upp spili á
miðjunni. Fyrsta markið kom á lok
amínútu fyrri hálfleiks. Goran Micic,
var felldur innan teigs og Sigurður
Hallvarðsson skoraði úr spyrnunni
Síðari hálfleikur fór fram á vallarhelm-
ingi Tindarstóls og Þróttarar fengu
urmul af marktækifæmm en nýttu
aðeins tvö þeirra. Theodór Jóhannsson
skoraði með viðstöðulausu skoti á 75.
mínútu eftir að gestunum hafði mis-
tekist að koma boltanum frá vítateign-
um og Micic skoraði það þriðja með
skoti fyrir utan vítateig.
Maður leiksins:
Goran Micic, Þrótti.
Island leikur
um 16. sætið'
Íslenska landsliðið í golfi leikur
um 16. sætið gegn Belgum í dag
á Evrópumóti landsliða áhuga-
manna í Madrid á Spáni. ísland
sigraði Finna 5:3 í höggleiknum í
gær og á sama tíma vann Belgía
lið Tékka, 6:1.
Holland, Ítalía, England og Skot-
land leika í undanúrslitum keppn-
innar í dag. Holland vann Spán 4:2
í gær, Ítalía vann Sviss með sömu
tölu, Skotland vann Frakka 5:2 og
England vann Austurríki 6:1.
2. DEILD
ÍA-Fylkir..........................2:0
Þóiður Guðjónsson (3.), Alexander Högna-
son (22.). _
Iiaukar-ÍR.........................1:4
Krislján Þór Kristjánsson (86.) - Tryggvi
Gunnarsson 3 (9., 14., 75.), Kjartan Kjart-
ansson (17.).
Þór-Selfoss........................3:1
Halldór Áskelsson (30.), Bjami Sveinbjöms-
son (36.), Július Tiyggvason (vsp. 82.) -
Sævar Birgisson (83.).
ÍBK - Grindavík....................2:2
Marro Tanasic vsp. (1.), Gestur Gylfason
(6.) - Hjálmar Hallgrímsson (24.), Einar
Daníelsson (64.).
Þróttur - Tindastóll...............3:0
Sigurður Hallvarðsson (vsp. 45.), Theódór
Jóhannsson (75.), Goran Micic (80.)
Fj. leikja U J T Mörk Stig
ÍA 6 6 0 O 20: 1 18
ÞRÓTTUR 6 4 1 1 10: 4 13
ÞÓR 6 4 1 1 12: 9 13
ÍR 6 3 1 2 12: 8 10
ÍBK 6 2 2 2 11: 8 8
GRINDAV. V 6 2 2 2 9: 7 8
SELFOSS 6 2 1 3 10: 10 7
FYLKIR 6 0 4 2 6: 9 4
HAUKAR 6 0 1 5 6: 23 1
TINDAST. 6 O 1 5 4: 21 1
3. DEILD
Magni-KS.........................3:1
Kristján Kristjánsson, Ólafur Þorbergsson,
Þorsteinn Friðriksson - Óðinn Rögnvalds-
son:
4. DEILD
Grótta - Hafnir..................9:2
Erling Aðalsteinsson 2, Sæbjöm Guð-
mundsson 2, Þröstur Bjarnason 2, Engil-
bert Friðfinnsson, Gísli Jónasson, Kristján
Pálsson - Hallgrímur Sigurðsson 2
SM-UMSEb.........................1:3
Sindri - Leiknir.................2:3
Kistján Baldursson og Gunnar Ingi Val-
geirsson -
1. DEILD KVENNA
KR - Þróttur N...................2:0
Anna Guðrún Steinsen (50.), Guðrún Jóna
Kristjánsdóttir (74.).
Fj. leikja U J T Mörk Stig
KR 6 5 0 1 19: 7 15
VALUR 5 4 1 0 20: 3 13
l'A 5 3 1 1 17: 3 10
UBK 5 3 1 1 9: 6 10
ÞRÓTTUR N. 5 1 0 4 6: 11 3
ÞÓR 4 1 0 3 3: 16 3
TÝR 4 0 1 3 2: 21 1
KA 4 0 0 4 4: 13 0
2. DEILD KVENNA
ÍBK - Reynir S.................4:0
Olga Færseth 2, Katrín Eiríksdóttir, Ingi-
björg Emilsdóttir.
Körfuknattleikur
EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA
Haldin á Italíu:
Undanúrslit:
Júgóslavía- Frakkland........97:76
Italía-Spánn.................93:90 '
■ Ítalía og Júgóslavía leika um Evrópu-
meistaratitilinn í dag. Frakkland og Spánn
um 3. sætið og Tékkóslóvakía og Grikkland
um 5. sætið.
Pétur Amþórs-
son frá í mánuð?
PÉTUR Arnþórsson lék ekki
með Fram gegn FH í vikunni
og verður ekki með gegn
Víkingi á morgun. Á mánudag
skýrist hvort hann þarf að
fara í uppskurð vegna
meiðsla í hné og ef svo fer
verður hann frá í a.m.k. mán-
uð.
Pétur Arnþórsson
þriðjudagskvöld.
æfingu á
„Ég tók
hliðarskref og allt í einu heyrðist
smellur í hnénu,“ sagði Pétur.
hann bætti við að speglun á mánu-
dag myndi leiða í ljós hvort upp-
skurður væri nauðsynlegur. „Éf
þarf að skera verð ég frá í fjórar
til fimm vikur, en svo er mér sagt
að maður sé viku að ná sér eftir
speglun, þannig að óvíst er hvort
ég get leikið með gegn KR á
fimmtudag, burtséð frá öðru.“