Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚIÍ 1991 Viðræðum um evrópskt efnahag'ssvæði frestað: íslendingar voru tilbúnir að bjóða aðlögnnartíma á markaðaðgang EB skorti pólitískan vilja til samninga, segir Jón Baldvin Hannibalsson íslendingar voru tilbúnir til þess, ásamt öðrum EFTA-þjóðum, að bjóða Evrópubandalaginu aðlögunartíma aðlögunartíma á fram- kvæmd samkomulags um markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir, ef það samkomulag hefði nást á mánudagskvöld. Utanríkisráðherra segir að ekkert hafi reynt á þetta tilboð, vegna þess að fulltrúar ein- stakra EB-ríkja hafi ekki viljað fallast á markaðsaðgang fyrir ein- hveijar tiltekar tegundir af fiski. Þá höfðu utanríkisráðherrar EFTA ákveða að halda símafund á mánudagskvöldið um álitamál sem kynnu að koma upp á lokastigum samninganna við Evrópubandalag- ið. Ekki varð af þeim fundi, vegna þess að samningamir komust ekki á það stig, áður en utanríkisráð- herrar Evrópubandalagsins, sem sátu á fundi á mánudagskvöldið, ákváðu að fresta samningaviðræð- unum um sameiginlegt evrópkst efnahagssvæði þessara bandalaga fram í september. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði við Morgun- blaðið í gær, að upp úr samninga- viðræðunum hafi slitnað fyrst og fremst vegna þess að nægur póli- tískur áhugi hafi ekki verið fyrir hendi innan Evrópubandalagsins. „Það segir sína sögu um áhuga EB á samningunum, að flestir af ut- anríkisráðherrum EB voru famir af fundinum þegar raunverulega reyndi á alvarlega ákvarðanatöku um kvöldið. í þeirra stað vom að- stoðarmenn með takmarkað umboð, sem gátu ekki tekið pólitíska ákvörðun," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að einstakar þjóðir innan Evrópubandalagsins hafi staðið í vegi fyrir samkomulagi um tollfijálsan aðgang fyrir sjávaraf- urðir á mörkuðum EB. Þar <hafi fyrst og fremst verið um að ræða Breta og íra, en sérstökum von- brigðum valdi staðfestar fregnir um að Frakkar hafí einnig slegist í 'nilfisk STERKA RYKSUGAN Öflugur mótor með dæmalausa endingu. 10 lítra poki og fróbær ryksíun. Afbragðs fylgihlutir. NILFISK er vönduð og tæknilega ósvikin - gerð til ao endast. VERÐ AÐEINS fró kr. 19.420 (stgr). iFOnix ^HÁrtN^^ÍMI(9T^442^l þann hóp, þrátt fyrir velviljaðar yfirlýsingar Frakklandsforseta í garð íslendinga undanfarið. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort þetta sýndi að íslendingar gætu ekki treyst orðum þjóðarleið- toga annara ríkja, sagði hann að reynslan sýndi okkur, að ekki væri hægt að treysta hinum stóm yfír- lýsingum pólitískra leiðtoga Evr- ópubandlagsins um framtíðarsýn þeirra og hlut evrópska efnahags- svæðisins í pólitískum framtíðar- arkítektúr Evrópu. „Þeir hafa allir fullvissað okkur, forsætis- og utanríkisráðherra EFTA-ríkjanna, að ekki skorti pólit- ískan vilja, að þeir meti þessa samn- inga mjög mikilvæga og þeir muni tryggja það, að þeir muni ekki stranda á einhveijum smámunum. Það hefur bmgðist. Það er undarleg og óvenjuleg lífs- reynsla að upplifa það, að það fer algerlega eftir því við hvern er tal- að í Evrópubandalaginu hvað sagt er. Ef talað er við pólitísku for- ustuna fullvissar hún mann um sterkan pólitískan samstarfsvilja. Ef talað er við samningamann við samningaborðið hefur hann ekki umboð til neinna samninga og er algerlega ósveigjanlegur. Þú talar við fulltrúa einstakra aðildarríkja og þeir þekkja ekki haus né sporð á þessum samningum en em þarna eingöngu til að gæta þrengstu sér- hagsmuna einhveija aðila í sínu heimalandi. Við þetta virðist enginn fá ráðið. Ég ætla ekki fomstumönn- um Evrópubandalagsins, að hafa viljandi teygt okkur öll á asnaeyrun- um; þeir geta aðeins ekki betur,“ sagði Jón Baldvin. Hann benti á, að hægt væri að bera þetta saman við Bandaríkin og samningagerð við þau. „íslend- ingar hljóta að bera vitni um það, að samskipti okkar við Bandaríkin em til fyrirmyndar um samskipti sjálfstæðrar smáþjóðar við stór- veldi. Þar hafa oft komið upp erfíð samningamál en þau hafa alltaf verið leyst, vegna þess að því hefur mátt treysta að bandarísk stjóm- völd hafa bæði vilja og getu til þess að standa við orð sín,“ sagði utanríkisráðherra. Ekki á dagskrá að óska eftir tvíhliða viðræðum Norðmenn hafa dregið sjávarút- vegstilboð sitt í samningaviðræðun- um til baka, eftir að upp úr slitnaði á mánudagskvöldið, en það var aðalgrundvöllur samningaviðræðn- anna_ um sjávarútveginn. Tilboð, sem íslendingar settu fram, stendur hins vegar enn. Jón Baldvin sagði, að næstu daga muni íslensk stjóm- völd endurmeta ástandið, ráðgast við önnur EFTA-ríki og skoða stöð- una í ljósi pólitískra afleiðinga málalokanna. Utanríkisráðherra sagði að menn myndu meðal annars ræða, hvaða annara kosta væri völ en samning- anna með EFTA við Evrópubanda- lagið. Til skamms tíma væri þar fátt um fína drætti. „Það er ekki á dagskrá af minni hálfu að fara að óska eftir tvíhliða samningaviðræð- um við EB, fyrr en slitnað hefur endanlega upp úr núverandi samn- ingum. Og ég er ekki bjartsýnn á að okkur vegni betur í slíkum samn- ignaviðræðum, vegna þess að þá myndum við semja beint við sjávar- útvegsdeild bandalagsins, og hún hefur ekkert annað samningsumboð en að heimta veiðiheimildir fyrir tollfríðindi," sagði Jón Baldvin. Hann bætti við, að hefði enga trú á því, að nokkur stjórnmálaflokk- ur á íslandi myndi bregðast við þessum tíðindum, eða ef endanlega slitnaði upp úr samningnunum, með því að lýsa því yfír að engra annara kosta væri völ en að ganga í EB. Möguleiki að forusta EB sjái sig um hönd Þegar Jón Baldvin var spurður, hvort það væri ekki útilokað að ná samningum í haust, fyrst upp úr slitnaði á mánudag, sagði hann að sá möguleiki væri fyrir hendi, að pólitísk forusta Evrópubandalags- ins sjái sig um hönd, líti á þetta sem mistök og leggi sig fram við að standa við orð sín að tryggja pólitísk samkomulag, vegna þess að hún meti þann kost lakari að fá inn á borð til sín aðildarumsóknir flestra EFTA-landanna. „Önnur ástæða getur einnig ver- ið fyrir hendi. Menn tala um áfall einstakra stjómmálamanna í EFTA. En þetta er álitshnekkir fyr- ir Evrópubandalagið, sérstaklega DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segist hafa miklar efa- semdir um að hægt verði að ná samningum með EFTA-ríkjunum við Evrópubandalagið í haust, eftir að utanríkisráðherrar EB ákváðu að fresta samnignavið- ræðunum á mánudagskvöld. Davíð segir þó að rétt sé að bíða með umræðu um beinar viðræð- ur við EB þar til ljóst verði hvort samningar EFTA og EB takist eða ekki. „Það er ekki hægt að neita því að þetti niðurstaða veldur miklum vonbrigðum. Þótt ekki séu allar dyr endanlega lokaðar þá hefur maður miklar efasemdir um að það takist að opna þær á nýjan leik,“ sagði Davíð Oddsson við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður álits á málalokum í samningaviðræðun- um á mánudagskvöld. Aðspurður neitaði Davíð því að þessar málalyktir væru áfall fyrir ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir það vera von- brigði að ekki náðust samningar milli EFTA og Evrópubandalags- ins á mánudagskvöldið. íslend- ingar muni þó áfram stefna að ná fram markmiðum sínum í þeim samningum. „Ég hafði vænst þess að það gæti náðst samkomulag á þeim grundvelli sem við þóttumst hafa lagt á Lúxemborgarfundinum (sam- eiginlegum ráðherrafundi EFTA og EB í júní). Mér þykir þetta sýna, að ákvarðanataka innan Evrópu- bandalagsins er með nokkuð sér- stökum hætti og það fer ekki á milli mála að þeir hafaiómað-mjög þegar skoðað er í samhengi hvemig EB hefur mistekist í hveiju stórmál- inu á fætur öðm. Það var álits- hnekkir þegar þeir klúðmðu GATT-samkomulaginu. Það er álitshnekkir fyrir pólitíska fomstu bandalagsins þegar í ljós kemur að þeir annað hvort geta ekki eða vilja ekki staðið við pólitískar yfírlýsing- ar um að samkomulag um evrópskt efnahagssvæði sé mikilvægur þátt- ur í framtíðarsýn þeirra um nýjan pólitískan arkítektúr í Evrópu, og þeir láta þessa samninga stranda á hreinum smámunum, sem mælast ekki á neina peningaleega kvarða í EB. En sérstaklega held ég að for- ustumenn EB verði að líta í eigin barm, vegna Mið- og Austur-Evr- ópu. Sannleikurinn var sá, að það var ekki mikill áhugi á þessum EES-samningum sem slíkum innan EB, sérstaklega ekki meðal almenn- ings. En það var litið á samning- ana, og þetta fyrirkomulag sam- starfs við EFTA, sem fyrirmynd sem gæti síðar nýst bandalaginu til að byggja upp samskiptakerfi við aðra hluta Evrópu. Ég er ekki í vafa um, að forustumenn A-Evr- ópuríkja á borð við Havel og Va- lesa, meti það svo, að getuleysi EB að ná samningum við ríkin í EFTA, íslensku ríkis- stjómina. „ís- lenskir stjómmál- amenn höfðu í höndunum yfir- lýsingu formanns ráðherraráðs Evrópubanda- lagsins á sínum tíma um niður- stöðu [Lúxem- borgarfundarins]. Hins vegar gat Evrópubandalagið ekki staðið við það sem þar var sagt, vegna þess hve þjóðirnar em sundurlyndar. í rauninni finnst mér þetta frekar sýna fram á veikleika í yfírstjórn bandalagsinins. Ef það er svo, að talsmenn bandalagsins geti ekki farið út fyrir tiltekið umboð, og ef þeir geri sé það markleysa ein, þá er afskaplega óhöndugt að vera í samningaviðræðum við þá. Það er eins gott fá þennan ramma og fylla út í hann sjálfír," sagði Davíð. miklu fyrir lítið með því að fresta þessari samn- ingsgerð," sagði Þorsteinn Páls- son við Morgun- blaðið í gær. Þegar Þor- steinn var spurð- ur hvort hann teldi raunhæft að ætla að af samn- ingunum geti orðið í haust fyrst þeir náðust ekki nú, svaraði hann að varlegt væri að hafa uppi um það spádóma. Augljóst væri að uppi væru innbyrðis erfiðleikar í bandalaginu og það yrði að koma á daginn hvað úr því yrði. „Við sem eru náskyld pólitískt og efna- hagslega, spái ekki góðu um getu þess til að leysa vanda þessra ríkja,“ sagði Jón Baldvin. Niðurstaðan sársaukafyllst fyrir Norðmenn Utanríkisráðherra sagðist telja, að sú niðurstaða, sem orðið hefði á mánudagskvöld, hefði verið sárs- aukafyllst og erfíðust fyrir Norð- menn. „Það er staðreynd að Gro Harlem Bruntland forsætisráðherra Noregs talaði við allflesta kollega sína inn- an EB fyrir helgina. Ég var í dag- legu sambandi við Thorvald Stolten- berg utanríkisráðherra Noregs og ég veit að hann talaði við mjög marga af sínum samstarfsaðilum. Norðmenn eru til fyrirmundar í al- þjóðlegu samstarfí og eiga víða hauk í homi. Auðvitað voru þau Stoltenberg og Bruntland fullvissuð um það, af þessum fomstumönnum, að þau þyrftu ekki að óttast nein slys. Þau vom einfaldlega að leita eftir staðfestingu á þeim fögra orð- um, sem sögð hafa verið við okkur í tvö ár. Þau orð stóðu ekki og það er ekki álitshnekkir fyrir Noreg heldur þá sem ekki stóðu við orð sín,“ sagði utanríkisráðherra. Hvað íslendinga varðaði, viður- kenndi Jón Baldvin að málalyktir hefðu orðið sér pólitísk vonbrigði, en ekki pólitískt áfall. „Þegar ég lít til baka get ég ekki séð hvemig við gátum haldið öðru vísi á þessu máli. Ef samningar hefðu tekist þá hefðum við náð samningsmarkmið- um okkar án þess að þurfa að leggja fram fómarkostnað, þ.e. einhliða veiðiheimildir. En þetta gekk ekki eftir, og þá er að taka því,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. í kjölfar þess að upp úr viðræðum slitnaði hafa heyrst raddir í öðmm EFTA-ríkjum að réttast væri að taka upp beina samninga við Evr- ópubandalagið. Davíð sagðist að- spurður ekki telja að slíkar raddir ættu rétt á sér hér fyrr en í ljós kæmi í haust hvort mögulegt yrði að ná samningum með EFTA-ríkj- unum. „Ég held að menn eigi ekki að hlaupa neitt til strax. Það er búið að leggja gríðarlega mikla vinnu í þennan samningsferil og við höfum sagt að rétt væri að fylgja honum til enda. En við höfum einn- ig sagt, og ég held að það sé eng- inn ágreiningur um það á milli flokkanna, að ef þetta gegngur ekki upp sé rétt að skoða aðra kosti. En ég tel að það eigi að bíða eftir þessum fundi í byijun september og sjá hvernig hljóðið er í mönnum þegar þeir koma brúnir og afslapp- aðir úr sumarfríinu," sagði Davíð Oddsson. hljótum hins vegar enn að stefna að því að ná okkar samningsmark- miðum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn lýsti því yfír á Alþingi í vor, að fullur markaðaðgangur fyrir sjávarafurðir væri forsenda samnings um evrópskt efnahags- svæði af hálfu EB en á það hefur EB ekki viljað fallast. Aðspurður sagðist Þorsteinn ekki vita hver hefði orðið niðurstaðan ef samnign- ar hefðu náðst í fyrrinótt. „Því mið- ur virðist ekki hafa verið nægur skilningur á því innan Evrópuband- alagsins að þetta væri forsenda af okkar hálfu. Við vitum hins vegar ekki hve langt þeir hefðu verið til- búnir að ganga á endapunktinum,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Rétt að bíðameð umræðu um beinar viðræður við EB Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Islendingar munu áfram reyna að ná fram markmiðum sínum Davíð Oddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.