Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 17 Heimilistæki hf Tæknideild. Sætúni 8 SIMI 69 15 00 i i SaMHí/tífUHC LYKTARLAUS GÆÐA- HVÍTLAUKUR BIO-SELEN UMB. SIMI: 76610 Þórhallur Jósepsson. Samgöngnráðuneyti: Þórhallur Jós- epsson ráðinn deildarstjóri ÞÓRHALLUR Jósepsson blaða- maður hefur verið ráðinn deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu. Hann mun sinna sérverkefnum fyrir Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra. Hann tekur til starfa 1. september næstkomandi. Þórhallur er 38 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá MA árið 1974 og stundaði kennslu fyrir og eftir nám við KHÍ á árunum 1975-1984. Hann starfaði hjá Olíufélaginu Skelj- ungi frá 1984-1988 er hann réðist til Morgunblaðsins sem blaðamaður. Þórhallur Jósepsson er kvæntur Herdísi Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn. FJÖLSKYLDUBILL A FINU VERÐI Lada Samara er ódýr og sparneytinn 5 manna fjölskyldubíll sem hentar vel bæði innanbæjar og í ferðalagið. Hann er léttur í stýri og þýður í akstri. Farangursrýmið má stækka til muna ef aftursæti er velt fram. Lada Samara er framhjóladrifinn og er fáanlegur bæði með 1300 crrf og 1500 cm3 vél. Hægt er að velja um 3 eða 5 dyra bíl. H LADA SAMARA BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 fíeykjavík Símar 6812 00 & 312 36 ALLICIN- AUÐUGUR - segir Olafur Ragnar Grímsson Utanríkismálanefnd Alþingis hélt í gærmorgun fund, þar sem fjallað var um þá stöðu sem komin er upp eftir að samningaviðræðum EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði var frestað fram á haustið, í fyrra- kvöld. Morgunblaðið ræddi við Eyjólf Konráð Jónsson, formann utanrík- ismálanefndar Alþingis, Ólaf Ragnar Grímsson, Steingrím Hermanns- son og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem sæti eiga í nefndinni og innti þau eftir áliti þeirra á stöðunni. EB ekkert hnikað stefnu sinni í átt til hagsmuna Islands Ólafur Ragnar Grímsson sagðist telja það ljóst að viðræðum um EES væri lokið, að minnsta kosti hvað Island snerti, þar sem Evrópubanda- lagið hefði á þessum tveggja ára samningaferli ekki hnikað stefnu sinni neitt í átt að hagsmunum ís- lands. „Það er tími til kominn að menn hætti að blekkjast. Þessu er lokið og allt tal um framhald í sept- ember er kurteisishjal diplomata um dulargervi veruleikans," sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er allavega búið hvað ísland snertir því það er niðurstaðan af u.þ.b. tveggja ára ferli að Evrópu- bandaiagið hefur ekki hreyft sig um millimetra í átt að hagsmunum ís- lands. EB var með nákvæmlega sömu stefnu í gærkvöldi og það var árið 1988 og reyndar líka 1976. Það er mjög mikilvægt að þeir sem gæta hagsmuna íslands átti sig á þessum veruleika sem þýðir að mínum dómi tvennt. Annars vegar að þessar við- ræður um EES eru búnar hvað ís- land snertir. Hins vegar sýnir þessi tveggja ára samningaferill að ísland getur ekki átt neina samieið innan Evrópubandalagsins með þeim ríkj- um sem þar eru. Þess vegna ættu menn að sameinast ura að loka allri umræðu um inngöngu íslands í Evr- ópubandalagið því það er orðið hreint og klárt að landbúnaðarstefna þess sem fískveiðistefnan er hluti af geng- ur svo þvert á grundvallarhagsmuni íslensku þjóðarinnar að þar er ekkert svigrúm. Mér finnst líka að stjórn- völd verði að hafa manndóm til að horfast í augu við það að sú samn- ingaaðferð sem Jón Baldvin tók upp í málinu fyrir rúmu ári hefur engu skilað fyrir ísland," sagði Ólafur Ragnar. „Það er einnig ljóst að það er ekki bara Noregur sem hefur verið niður- lægður í þessu máli heldur hafa ís- lensk stjórnvöld einnig verið niður- lægð með einstökum hætti. Davíð Oddsson sagði eftir Luxembúrgar- fundinn að það væri stærsti sigur íslendinga. Nú hefur komið í ljós að það er eitthvað mesta öfugmæli sem hér hefur sést,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Islendingar fá með þessu frest til að átta sig á stöðu mála Eyjólfur Konráð Jónsson sagðist ekki harma það sérstaklega að sam- komulag yrði ekki gert í bráð þar sem íslendingar fengju með því frest til að átta sig á stöðu mála. „Ég tel að það sé mjög gott fyrir okkur að fá tíma til að hugsa okkar ráð. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað í heiminum um þessar mundir og merkileg tíðindi að gerast, einkum þau nýjustu þar sem leiðtogar Rúss- lands og Litháens eru búnir að undir- rita samstarfssamning og ríkin búin að viðurkenna fullveldi hvors annars. Út af því máli og EB málunum verð- ur utann'kismálanefnd í kallfæri á næstunni, því allt tengist þetta beint og óbeint. Ég mun fylgjast með því sem ríkisstjórnin fær að vita og kem því áleiðis til nefndarmanna,“ sagði Eyjólfur Konráð Jonsson, í samtali við Morgunblaðið. Skoða ber möguleika á tvíhliða viðræðum við ÉB Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagð- ist telja að viðræðunum um Evrópskt efnahagssvæði væri í raun lokið. „Þar með er ég þó ekki að segja að það verði ekki reynt aftur í haust en ég held að fyrst ekki náðist sam- komulag í nótt eftir þennan mikla undirbúning og stöðugu viðræður þá sé ólíklegt að meiri möguleikar séu á að ná saman eftir sumarfrí í haust. Þetta segi ég ekki síst í ljósi þess að Norðmenn hafa dregið tilboð sitt til baka en þeir hafa í raun verið niðurlægðir í þessum viðræðum og munu örugglega ekki verða fúsir til að gefa eftir,“ sagði Ingibjörg Sól- rún, í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði það sitt mat að sú stefna síðustu ríkisstjórnar og þeirrar sem nú situr að taka þátt í viðræðum um Evrópskt efnahagssvæði hefði beðið skipbrot. „Ég vil minna á að við kvennalistakonur höfum alla tíð, frá því að þetta komst fyrst á dag- skrá, lagt áherslu á að íslendingar ættu að taka upp beinar tvíhliða við- ræður við Evrópubandalagið um að lagfæra þann fríverslunarsamning sem þeir hafa. Það eina sem er í stöðunni núna er að skoða þann möguleika aftur. Ríkisstjórnin, ut- anríkismálanefnd og fiokkarnir þurfa að skoða hvað þeir vilji að slíkur samningur feli í sér og kanna mögu- leikana á að ná honum. Víða hefur heyrst að nú muni aukast þrýstingur á ríkisstjómina að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Það væri að mínu mati fásinna," Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Stórt skarð höggvið í samstöðu EFTA-þj óðanna Steingrímur Hermannsson lýsti efasemdum um að samningar næð- ust í haust einkum vegna þess hve stórt skarð væri höggvið í samstöðu EFTA þjóðanna eftir að Evrópuband- alagið samþykkti að taka til meðferð- ar umsókn Austurríkis og Svíþjóðar um fulla aðild að bandalaginu. „Þetta eru viss vonbrigði. Ég hefði gjarnan viljað að samningar næðust eftir þeim línum sem lagðar voru fyrir rúmu ári en á hinn bóginn kemur þetta ekki á óvart því það hafa kom- ið í ljós miklir þverbrestir hjá Evrópu- bandalaginu upp á síðkastið. Strax í GATT-viðræðunum var ljóst að þeir eru miklir verndarsinnar og halda utan um sitt af meiri hörku en flestir aðrir,“ sagði Steingrímur, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist telja að Islendingar ættu nú að snúa sér að því að reyna að ná tvíhliða samningum við Évr- ópubandalagið. „Það kann að verða mjög erfítt því líklega lendum við í sömu andstöðunni þar frá þeim ríkj- um sem ekki vilja okkar varning toll- ftjálsan inn. Mér finnst hins vegar að það eigi að reyna þetta og leita eftir viðskiptasamningum og sam- starfi við þá á ýmsum sviðum t.d. með nýtingu okkar á orkulindum, við útflutning á vatni og þróun ferða- iðnaðar. Auk þess eigum við að ræða við aðrar þjóðir eins og Japani sem eru alls staðar á höttum eftir físki. Við verðum að taka þessum hlutum eins og þeir eru. Þetta eru staðreynd- ir og út af fyrir sig kvíði ég ekki miklu. Við verðum bara að hætta að betja höfðinu við steininn eins og við höfum gert og gefa upp allar bollaleggingar um aðild að Evrópu- bandalaginu. Það tefur einungis fyr- ir og spillir fyrir annarri skynsam- legri þróun hér. Við eigum ekkert . erindi þar inn,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Viðræðum um Evrópskt efnahagssvæði frestað: Ljóst að viðræðum um EES er lokið hvað Island snertir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.