Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Stokkseyrarkirkj a Fallegt á Eyrarbakka og Stokkseyri Fyrir stuttu heimsótti ég EjTar- bakka og Stokkseyri, gekk um fjör- ur, skoðaði kauptúnin, talaði við heimafólk og átti tvo indæla daga í friðsældinni. Vissulega mega íbú- arnir vera stoltir af snyrtimennsk- unni sem hvarvetna sést, falleg hús, hreinar götur o.s.frv. Það sem mér fannst þó einna eftirtektarverð- ast voru kirkjugarðamir, vel hirtir og óvenjulega mikið um blóm á leið- um. Ég var svo heppin að verið var að gera við orgelið í Stokkseyrar- kirkju þegar ég var stödd í kirkju- garðinum þar svo ég fékk að reka nef inn um gátt, — látlaus og falleg kirkja þeirra Stokkseyringa. Eyrar- bakkakirkja var læst og því miður er það víða svo með kirkjur lands- ins. Ég legg einfaldlega til að kirkj- ur landsbyggðarinnar verði hafðar opnar frá kl. 13.00-18.00 alla sunnudaga yfír sumartímann til þess að ferðalangar fái tækifæri til þess að skoða þær að innan. Eitt sá ég þó miður fallegt á Eyrarbakka og það var minnis- merkið um Ragnar í Smára eftir Siguijón Ólafsson. Minnisvarðinn stendur í gróðurreit fyrir austan þorpið. Til þess að komast að honum þarf að fara yfír tvær girðingarpríl- ur sem varla eru færar ungu fólki hvað þá gömlu vegna þess hve brattar þær eru. Minnismerkið, „Krían“, er illa farið og liggja hlut- ar úr því á jörðinni við hlið þess. Ég skora á Eyrbekkinga að gera þarna bragarbót. Fyrir framan kirkjuna á Stokks- eyri er mjög fallegt minnismerki um drukknaða sjómenn en mér fannst miður að nafn listamannsins sást hvergi. Takk fyrir góðar móttökur. Sesselja Guðmundsdóttir Dýr sjoppa á Blönduósi Á dögunum var ég á ferð norðan- lands og hafði viðdvöl á Biönduósi. Ég gisti á hótelinu og snæddi þar góðan kvöldverð fyrir hóflegt verð og voru móttökur hinar alúðleg- ustu. Þá er ég hélt af stað ákváðum við hjónin að sleppa morgunverðin- um en komum við í BP-sjoppunni þess í stað og fengum okkur kaffí- sopa. Konan fékk sér 2 sneiðar af ristuðu franskbrauði, fékk með því ostsneiðar og eitt smjör 10 g. Við greiðslu kom í ljós að ofangreindur skammtur kostaði 310 krónur. Mér hefði verið nær að borða morgun- verð á hótelinu. Er ég nefndi þetta í kunningja- hópi kom í ljós að fleiri höfðu brennt sig á Blönduósi. Stúlka sagði frá því að hún hefði komið við í Krútt- bakaríinu og fengið sér kakóbolla og vöfflu með rjóma_ sem hefði kostað 400 krónur. Ég segi nú bara. Það vill til að það eru víða greiðasölustaðir norðanlands og ég ræð hvar ég ái. Arnór --------------- Um leiðir 8 og 9 Ranghermt er í lesendabréfí und- irrituðu af Hólmfríði í Morgunblað- inu 20. þ.m. að vagnar á leiðum 8 og 9 aki aldrei oftar en á 30 mín. fresti. Hið rétta er að þeir aka á 20 mín. fresti frá kl. 7-19 mánudaga- föstudaga og mun svo verða áfram. Það er aðeins á laugardögum, sunnudögum og á kvöldin, sem ekið er á 30 mín. fresti. Allar nánari upplýsingar er að finna í leiðabók SVR. (Frá SVR) Hvað gengur Þorsteini til? Svo virðist sem Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjómarandstöðu. Nægir þar að vísa til ýmissa ummæla hana þar sem hann leggur lykkju á leið sína til að ögra samstarfsflokknum. Engu líkara er en Þorsteinn vilji sprengja stjórnina. Það kveður síðan við alveg nýjan tón um helgina þeg- ar Þorsteinn veitir stjómarandstöðu- blaðinu Tímanum opnuviðtal við sig sem birt er með svofelldri fyrirsögn: „Ásættanlegt að Rolf, Hekla eða Eimskip kaupi allan kvóta?“ Setningin er síðan skýrt nánar þar sem Þorsteinn kallar ofangreind fyrirtæki og einstaklinga til dæmis um hvað gæti gerst ef veiðileyfi væm boðin til sölu á fijálsum mark- aði. Þessir aðilar gætu sem sagt keypt kvótann. Nú er ekki tækifæri til að ræða efnislega um fískveiði- stjómun, en það sem mér blöskraði var að sjá með hvaða hætti Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði um góða sjálfstæðismenn og stuðnings- aðila flokksins til margra ára. Mein- ingin var alveg skýr, lægra var ekki komist en að þessir aðilar kæmu við sögu í útgerð. Það hefur ekki verið venja að for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins beittu málflutningi sem einkenndist af undirmálum og síst verður því trúað á fyrrum formann flokksins að honum gangi illt til. En hjá því verður ekki komist eftir ítrekaðar uppákomur að spyija hvað Þorsteini Pálssyni gangi til. Ætlar hann að ná sér eftir formannsslaginn eða ekki? Ég fullyrði að hvorki Þorsteini né öðrum muni líðast það af sjálf- stæðisfólki að eyðileggja núverandi ríkisstjórn af annarlegum hvötum. Kristján Friðriksson íbúð óskast Barnlaust par óskar eftir 2-3ja herbergja íbúð. Skilvísar greiðslur og góð umgengni. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 72059 eftir kl. 17.30. ERT Þl) VIÐBUINN AÐ VEITA FYRSTU HJÁLP í UMFERÐARSLYSI? SKYNDIHJÁLPAR- OG ÖRYGGISDAGAR: ► Þriöjudagur 30. júlí ► miövikudagur 31. júlí ► fímmtudagur 1. dgúst Kl. 10-18. í BÍLANAUSTI, Borgartúni 32, Reykjavík r Rauöi kross íslands kynnir SKYNDIHJÁLP og dreifir bæklingi. Landssamband hjdlparsveita skdta kynnir og selur nauðsynleg SjÚKRAGÖGN í bifreiðar. Bílanaust hf. kynnir ýmiss ÖRYGGÍSTÆKI fyrir bifreiðar. Rétt viðbrögð á slysstað geta skipt sköpum, því er nauðsynlegt að allir kynni sér hvernig bregðast skal við í slíkum tilfellum. Umferðaslys gera ekki boð á undan sér. Hafið œtíð athyglina við aksturinn — VERIÐ VIÐBÚIN Rauði kross íslands LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA Höfuðstöðvar EB í Brussel Island ráði ferðinni Að undanförnu hef ég orðið var við talsverða hræðslu hjá almenningi út af EES-viðræðunum. Þetta er afar skiljanlegt. Margir íslendingar óttast miðstýringu frá Brussel og hugsanlega takmörkun á sjálfstæði íslands. Um það er mjög glöggt dæmi í Evrópu í dag um hvernig miðstýring getur haft í för með sér uggvænlega þróun og þar á ég við ríkjasambandið Suður-Slava. íslensk stjórnvöld og íslenskir ráð- amenn í dag verða að heyja sterka þjóðernisbaráttu í samskiptum sín- um við hinar evrópsku þjóðir. Ég mæli alveg hiklaust með því að ís- land ráði ferðinni í þeim viðræðum sem nú eru hafnar. íslenska þjóðin fylgist nú grannt með þróun þessara mála og vitund og vitneskja hennar vex með degi hveijum. Vilhjálmur Alfreðsson VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 RAFKNÚNAR DÆLUR 0,5 til 3,0 hp. Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neyslu- vatnsdælur með jöfnunarkút, djúpvatnsdælur og fleiri l útfærslur. Úrvalsvara á ótrúlega lágu verði. f)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.