Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Hrúturinn fær fréttir sem hann hefur beðið eftir. Ferðaáætlun hans breytist. Hann hefur mesta ánægju af að vinna heima við núna. Naut ■%120. apríl - 20. maí) Peningasending sem nautið hefur lengi átt von á kemur loksins núna. Það ætti að taka þátt í hópstarfi. Eitthvað verð- ur til að sljóvga athygli þess í bili. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Tvíburanum finnst hann nær því að vera hann sjálfur en hann hefur lengi verið. Nú fara hjólin að snúast hjá honum í vinnunni. Fjárhagurinn vænk- ast smám saman. Krabbi (21. júní - 22. júlf) H0B Krabbanum hefur gengið brös- ótt að ná saman upplýsingum sem hann þarf á að halda til að geta leyst ákveðið verkefni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Dyr sem voru ljóninu lokaðar opnast nú skyndilega. Það ætti að reyna að vera sveigjanlegt þegar það fær gagnlegt ráð hjá samverkamanni. ^Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjan ætti að reyna að fá yfirsýn yfir heildarmyndina til að láta smáatriðin ekki kaffæra sig. Hún tekur þátt í félagslegu starfi. (23. sept. - 22. október) Einbeiting vogarinnar er afleit um tíma í dag og það setur dagskipan hennar úr skorðum. Þó að hún verði aðeins á eftir með það sem hún þarf að gera á hún vísa hylli samstarfs- manna sinna. Sporðdreki .(23. okt. - 21. nóvember) 9Hj0 Sporðdrekinn kann að fá óvæntan gest í heimsókn núna. Hann ætti að gæta þess að týna ekki verðmætum hlut í dag. Útgjöld sem hann gerði ekki ráð fyrir geta failið á hann. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) <50 Einhver sem hefur reynt að smokra sér undan ábyrgð vill nú ólmur vinna með bogmann- inum. Þó að hann sé sjálfur eirðarlaus um þessar mundir fínnur hann frið þegar hann er með Qölskyldunni. -^Steingeit (22. des. - 19. janúar) Maki steingeitarinnar reynist henni betri en enginn núna. Ekkert mark er takandi á orð- rómi sem henni berst til eyma. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þó að vatnsberinn verði að standa skil á hvers kyns af- borgunum núna er honum létt- ur leikurinn að auka tekjur sínar á móti. Kiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskinum er mikið í mun að koma einhveiju I verk, en það kunna að vera mörg ljón í veg- inum. Hann ætti að snúa sér að iðkun eftirlætisíþrótta sinna. ftj'órnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Yngsti spilarinn á heims- meistaramótinu í Yokohama í haust verður Bandaríkjamaður- inn Jeff Ferro, en hann er aðeins 23 ára gamall. Félagi hans, Alex Ometein, er einnig ungur að árum, 27 ára. Þeir spila í ann- arri af tveimur sveitum sem Bandaríkjamenn tefla fram á mótinu. Sveitarfélagar þeirra em Fred Stewart, Steve Winst- en, Bart Bramley og Mark Feld- man. Allt þekktir spilarar í Bankdan'kjunum, en hafa þó ekki áður látið að sér kveða á alþjóðavettvangi. Stíll Ferros og Omsteins er í góðu samræmi við aldur þeirra, eins og eftirfarandi spil ber með sér: Norður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ 652 ♦ G1087 ♦ D976 + KD Norður ♦ KG87 V- ♦ KG82 +109752 Austur ♦ D4 V 932 ♦ Á10543 *G86 Suður ♦ Á1093 VÁKD654 ♦ - ♦ Á43 Vestur Norður Austur Suður — Pass Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 6 spaðar Pass 7 spaðar Pass Pass Pass Útspil: spaðatvistur. Hækkun Ferros í sjö er í frek- ara lagi, en makker hans gat svo sem átt virkari spil. Blindur átti fyrsta slaginn á trompáttu og Ferro spilaði strax litlum tígli frá KG. Austur rauk upp með ásinn og Ferro trompaði. Stakk svo hjarta í borðinu, henti laufi niður í tígulkóng og trompaði tígul með ás. Spilaði loks spaða upp á kónginn, felldi drottning- una, tók spaðagosann og fleygði laufi heima. Afganginn fékk hann á laufás og fríhjörtu. Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í San Fernando í sumar kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Vasquez (2.460), Chile og stórmeistarans Granda Zuniga (2.550), Perú, sem hafði svart og átti leik. 26. -Bxf4! 27. Re5 (Hvítur verður mát eftir 27. Bxf3 - Dxf3+!) 27. - Bxe3 28. Hxe3 - Hxe5! 29. dxc5 - Ddl+ 30. Hel - Bg2+ og hvítur gafst upp. Á mótinu tefldu þrír stórmeistarar og nokkrir alþjóðameistarar. Granda Zuniga sigraði með 7 'h v. af 9 mögulegum, næstir komu þeir Franco, Paraguay og Sonntag, Þýskalandi með 7 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.