Morgunblaðið - 25.08.1991, Blaðsíða 12
búið að deyfa kostnaðarvitund ein-
staklinganna," segir Halldór Blönd-
al landbúnaðar- og samgönguráð-
herra. Hann staðfesti að niður-
skurðarmarkmið landbúnaðarráðu-
neytisins næmu 1.850 milljónum
en þar af er stefnt á sparnað vegna
búvörusamnings upp á 1.100 millj.,
þótt Halldór segi nauðsynlegt að
staðið verði við samninginn við
bændur.
Ólga í Alþýðuflokknum
Þingmenn Alþýðuflokks eru
komnir mun lengra í umræðu um
niðurskurðinn en þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, sem ætla að ræða til-
lögurnar næstkomandi þriðjudag.
Kratar hafa þegar haldið fjóra þing-
flokksfundi um málið og gert ráð-
herrum skýra grein fyrir afstöðu
sinni til einstakra tillagna.
„Það ólgar víða í Alþýðuflokkn-
um út um land vegna umræna um
sjúkrahúsgjöldin og það eru engar
líkur til þess að þær tillögur fari í
gegn. Ef sjálfstæðismenn telja enn
að skólagjöld séu í sparnaðarpakk-
anum geta þau ekki hljóðað upp á
stórar upphæðir,“ segir ónefndur
þingmaður Alþýðuflokksins.
„Þegar talað er um 15-20 millj-
arða sparnað er það tíföld sú upp-
hæð sem kostar að reka alla æðstu
stjóm ríkisins. Við sópum ekki 20
milljörðum undir teppið, við eigum
ekki nógu stórt teppi til þess,“ seg-
ir Sighvatur Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra, sem ver gjaldtökuhug-
myndirnar.
Óbreyttir þingmenn Sjálfstæðis-
flokks eru sumir hverjir óánægðir
með að hafa ekki enn fengið niður-
skurðartillögurnar sjálfar til skoð-
unar. „Við höfum aðeins rætt and-
ann í tillögunum almennt," segir
viðmælandi úr þingflokknum. Eini
þingflokksfundurinn sem fram hef-
ur farið um fjáriagagerðina stóð
yrir í nær sjö klukkustundir um
seinustu helgi. Fyrmefndur við-
mælandiv sagði að hugmyndir um
þjónustugjöld mæltust misvel fyrir.
„Persónulega er ég fráhverfur slíku
og tel þær ekki fela í sér neitt ann-
að en skattahækkanir,“ sagði hann.
Pálmi Jónsson segist hins vegar
telja miklar líkur á að þessi stór-
felldu sparnaðaráformn verði að
veruleika, enda sé nauðsynlegt að
ná fram verulegum sparnaði hjá
ríkissjóði. „Það hafa engar ákvarð-
anir verið teknar og eftir er að fara
miklu nákvæmara yfir þetta áður
en teknar verða ákvarðanir um
stefnumarkandi atriði,“ sagði hann.
Pálmi sagði að sumar tillögur
ráðuneytanna væm ekki raunhæfar
og stönguðust jafnvel á. Um þjón-
ustugjöldin sagði Pálmi: „Það hefur
lengi tíðkast að stofnanir hafi sér-
tekjur og þjónustugjaldtöku þekkj-
um við líka. Þetta er nokkuð ann-
ars eðlis en skattheimta þó það sé
auðvitað ekkert ákjósanlegt að
ganga langt á þessari braut,“ sagði,
hann.
FRIÐRIK SOPHUSSON, FJflRMÁLARÁÐHERRA:
íhugar aö breikka
skattstofna og fœkka
undanþágum
HEILBRIGÐISKERFIÐ og vel-
ferðarkerfið hefur verið að
þenjast út á stjarnfræðilegum
hraða. Sérfræðingar hér og
erlendis telja að ástæðan liggi
í að kjósendur hafi ekki þær
upplýsingar sem þeir þurfa til
að taka afstöðu til kostnaðarins
við að halda úti þessu kerfi.
Þetta eru heilögu kýrnar þar
sem þeir sem njóta velferðar-
innar mega ekki vita hvað vel-
ferðin kostar þá. Það er af-
dankaður kreppuhugsunar-
háttur sem byggist á gömlum
hugmyndum. Þetta hefur því
betur breyst og þeir sem hafa
áhuga á að fela kostnaðinn í
dag eru stéttir, sem ná mestum
fjármunum í eigin vasa út úr
þessu kerfi,“ segir Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra
aðspurður um þjónustugjald-
töku í fyrirhuguðum aðgerðum
ríkisfjármálanna. Friðrik Sophusson.
ðherra segir að allar ná-
lægar þjóðir hafi verið að
fást við þetta vandamál á
undanförnum árum og nú sé kom-
ið að okkur. „Við erum að tala
um að neytandinn taki þátt í
kostnaðinum og gerum sterkan
greinarmun á því og skattheimtu,
þar sem allir leggja til peninga
burtséð frá því hvort þeir njóta
þjónustunnar eða ekki. Það er
aðeins val á milli tveggja kosta;
annars vegar að finna nýja pen-
inga hjá þeim sem njóta þjón-
ustunnar eða leggja hana einfald-
lega niður en það bitnar mest á
þeim sem verst eru settir,“ segir
hann.
„Við viljum líka að atvinnu-
greinamar taki í auknum mæli
þátt í kostnaði við þjónustu sem
ríkið leggur þeim tii. Við ætlumst
til dæmis til að útgerðarmennimir
borgi kostnað við veiðieftirlit og
rannsóknir eins og þær sem Haf-
rannsóknastofnun stendur að. Hið
sama á við um iðnaðinn, orkubú-
skapinn og landbúnaðin. Þetta er
nauðsynlegt til að aðgerðimar
komi sem jafnast niður á öllum.
Það er ekki búið að taka ákvarð-
anir um neitt ennþá en ég er án-
ægður með viðbrögð við tillög-
unum í Sjálfstæðisflokkunum og
Alþýðuflokknum líka þótt ég átti
mig á að sumar hugmyndirnar eru
vandmeðfamari en aðrar. Þing-
menn Alþýðuflokksins era til
dæmis ekki allir hrifnir af innrit-
unargjaldi á sjúkrahúsum en ég
tel það ekki fuilreynt," segir hann.
„Við erum bundnir að því að
hækka ekki skattana en nú er
verið að skoða hvort æskilegt sé
að breyta sköttunum. Jöfnunar-
gjaldið fellur niður um næstu ára-
mót og þá mætti til dæmis hugsa
sér að breikka skattstofnana til
að afla tekna á móti og draga úr
víðtækum undanþágum í virðis-
aukaskattskerfinu og tekjuskatts-
kerfinu. Engar ákvarðanir hafa
þó verið teknar.“
Aðspurður um verðlagsforsend-
ur fjárlaganna segir Friðrik:
„Samdrátturinn í fiskveiðum gerir
það að verkum að kaupmáttur
rýmar á árinu. Almennar launa-
hækkanir leiða því aðeins til meiri
verðbólgu og þess vegna má búast
við, að við leggjum upp með að
verkalýðshreyfingin og opinberir
starfsmenn hafi þann skilning að
engar hækkanir verði á heildar-
launum. Verði um innbyrðis launa-
breytingar að ræða þurfa því sum-
ir að taka á sig lækkun ef aðrir
fá launahækkanir," sagði hann.
Tillögurnar
Erfitt er að festa hendur á ein-
stökum sparnaðartillögum. Mikil
leynd hvílir yfir niðurskurðaráform-
um auk þess sem ekki virðist ljóst
hvaða tillögur er verið að tala um
af alvöru að verði hrundið í fram-
kvæmd nú en auk þeirr'a eru svo
hefðbundnar hagræðingar- og að-
haldsaðgerðir, sem duga þó skammt
í öllu niðurskurðardæminu.
Fjármálaráðherra segir reyndar
að þótt allar hugmyndir séu á borð-
inu sé ljóst, að sumar þurfi að skoða
betur og komi ekki til framkvæmda
nú. Því sé verið að leita nýrra sparn-
aðarleiða í þeirra stað.
Forsætisráðuneytinu og æðstu
stjórn ríkisins er falið að spara rúm-
lega 100 milljónir. Menntamálaráð-
uneytinu er gert að ná niður um 2
milljörðum. I þeirri upphæð munu
felast m.a. niðurskurður á framlagi
til Lánasjóðs námsmanna úr 2,2
milljörðum í 2 milljarða, skv. heim-
ildum blaðsins og samræming á
ýmsum framlögum til lista og
menningar, auk fyrrnefndra hug-
mynda um skólagjöld.
Félagsmálaráðuneytinu er falið
að ná niður útgjöldum upp á um 3
milljarða. Stærsti hluti þess er nið-
urskurður á úthlutunum og spárn-
aður í rekstri Byggingarsjóðs verk-
amanna í kjölfar sérstakrar úttekt-
ar á sjóðnum. Landbúnaðarráðu-
neytinu er sem fyrr segir falið að
spara um 1.850 millj. og sjávar-
útvegsráðuneytinu um 800 millj.
Stærstu tillögur sjávarútvegsráð-
herra felast í að færa 500 millj. kr.
virði aflaheimilda Hagræðingar-
sjóðs til að statida undir kostnaði
Hafrannsóknastofnunar, sem er lið-
ur í áformum um að atvinnuvegirn-
ir greiði fyrir þá þjónustu sem hið
opinbera veitir þeim.
Dómsmálaráðuneytinu var falið
að skila tillögum upp á 700 millj.
og utanríkisráðuneytinu 200 millj.
Stærsti niðurskurðurinn á sér stað
í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt-
inu, sem er útgjaldafrekast. Hljóðar
sú upphæð upp á rúmlega 3,5 millj-
arða. Heilbrigðisráðherra hyggur
þar á margháttaðar aðgerðir og
hafa sumar hveijar þegar litið dags-
ins ljós, s.s. aukin hlutdeild sjúkl-
inga í lyfjakostnaði og áform um
sameiningu Landakotsspítala og
Borgarspítala, sem á að spara 400
millj. Þá er stefnt að þí að minnka
kostnað ríkisins í skólatannlækn-
ingum og af tannréttingum auk
hugmynda um gjaldtöku á heilsu-
gæslustöðvum og hjá ríkisspítölun-
um náist pólitískt samkomulag um
það.
Samgönguráðuneytinu er falið
að spara 1,5 milljarða. Þar koma
helst til samdráttur í ijárfestingu
við hafnarmannvirki og vegagerð.
Iðnaðarráðuneytinu er falið að
spara 246 millj. og umhverfisráðu-
neyti 100 millj.
BOX1464 121 REYKJAVÍK SÍMÍ: 91/27644
Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1800 íslendingum bæði heima og
erlendis á síðastliðnum tíu árum. Hjá okkur getur þú laeri Teikningu, Lita-
meðferð, Skrautskrift, Innanhússarkitektúr og Garðhúsagerð—fyrir full-
orðna - og Föndur og Teikningu fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð
send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leið-
réttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með þvi að senda nafn og
heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur
við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeiðanna stjórnar þú
sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um fram-
haldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhuga-
svið á auðveldan og skemmtilegan hátt. - Nýtt hjá okkur: Híbýlafræði.
I
ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT
HMÍ MÉR AD KOSTNAÐARLAUSU
NAFN_________________________________
HEIMILISF.___________________________
Myndir sem birtast í Morgunblaðinu,
teknar af Ijósmyndurum bíaðsins
fdst keyptar, hvort sem er
til einkanota eða birtingar.
UÓSMYNDADEILD
„SALA MYNDA"
Aðalstrœti 6, sími 691150
101 Reykjavík
Stœrðlr: 13 x 18 ci
Fækkun ríkisstarfsmanna
Þetta er aðeins brot af þeim til-
lögum sem ráðherrar liggja yfir
þessa dagana en þeim til viðbótar
má nefna að í undirbúningi eru
aðgerðir sem miða að því að fækka
ríkisstarfsmönnum og lækka ferða-
og risnukostnað ríkisins. Fjármála-
ráðherra staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að þessar aðgerðir
væru til skoðunar. „Við höfum ekki
enn tekið ákvarðanir sem leiða til
fækkunar starfsfólks. Það verður
fækkað á sumum sviðum en fjölgað
á öðrum. Ríkið verður að haga
starfsmannaijölda í takt við það
sem það er að gera á hveijum tíma.
Það er sjálfsagt að tala við fyrirliða
launþegahreyfingarinnar sem við
semjum við þegar sú ákvörðun ligg-
ur fyrir,“ sagði hann.
Enda þótt engar ákvarðanir hafi
verið teknar um útgjaldaniður-
skurðinn telja flestir viðmælendur
innan ríkisstjórnar og þingflokk-
anna að óformlegt samkomulag
hafi náðst um stærsta hluta tillagn-
anna. Af rúmlega 14 milljarða
sparnaðaráformum sé þegar búið
að ná niður 13 milljörðum. Þar af
eiga sértekjur stofnana að gefa af
sér á þriðja milljarð í sparnað. Eft-
ir er að fínpússa nokkrar tillögur
áður en ákvörðun verður tekin um
heildarpakkann.
Minnkandi tekjur
Ekkert er enn farið að ræða
tekjuhlið Ijárlaganna í ríkisstjórn
eða þingflokkum. Þó eru ýmsar
hugmyndir í fæðingu. Fyrirsjáan-
legt er að efnahagshorfur þrengja
að möguleikum stjórnvalda við fjár-
lagagerð, þjóðartekjur dragast
saman og minnkandi atvinna leiðir
af sér minni tekjur ríkissjóðs. Þá
eru yfirvofandi kjarasamningar og
útkoma þeirra ófyrirséð. Ríkis-
stjórnin gerir ekki ráð fyrir almenn-
um launahækkunum á næsta ári
umfram vísitöluhækkanir. Því eru
horfur á að gripið verði til þess að
fækka undanþágum frá skatti og
breikka skattstofna.
Skattahugmyndir
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er fyrst og fremst hugað
að því að afla aukinna tekna með
því að leggja virðisaukaskatt á
ýmsa þá vöru og þjónustu sem hing-
að til hefur verið undanþegin skatt-
heimtunni, s.s. fólksflutninga, bæk-
ur og blöð, afnotagjöld útvarps,
vinnu við íbúðarhúsnæði o.fl. Þessir
þættir eru taldir geta gefið af sér
5-6 milljarða tekjur ef þeir yrðu
skattlagðir að fullu. Þá er einnig
hugað að ýmsum afsláttarliðum í
■ tekjuskatti, s.s. sjómannaafslætti,
húsnæðis- og vaxtabótum og barna-
bótum en þessi útgjöld nema sam-
anlagt um 10 milljörðum kr. á yfir-
standandi ári.
Er þar helst horft til þess að
lækka sjómannaafsláttinn sem
nemur í dag um 1,5 milljörðum kr.
Áætlað er að verði hann lækkaður
nokkuð megi auka tekjur ríkissjóðs
um hálfan milljarð króna. Þá stend-
ur yfir athugun á möguleikum þess
að tekjutengja barnabætur í aukn-
um mæli og hækka tekjuviðmiðun
vegna vaxtabóta um l‘/2%.
Fjármagnstekjuskattur
tekinn upp?
í Viðeyjarsamkomulagi flokks-
formannanna er opnað fyrir þá leið
að taka upp skattlagningu fjár-
magnstekna. „Ég geri fastlega ráð
fyrir að Davíð og Jón muni standa
við að tekinn verði upp fjármagns-
tekjuskattur,“ segir Ossur Skarp-
héðinsson þingflokksformaður Al-
þýðuflokksins. Heilbrigðisráðherra
tekur undir að samið hafi verið um
fjármagnsskatt í stjórnarmyndun-
inni og segist ekki sjá réttlætingu
fyrir því að þeir sem hafi tekjur af
eignum borgi ekki skatt líkt og
gert er fyrir launatekjur. Aðrir fara
varlegar í tal um skatt á fjármagns-
tekjur og segja að hann muni verða
erficur í framkvæmd og muni hafa
neikvæð áhrif á sparnað. Er ekki
talið líklegt að slíkum skatti verði
komið á fyrir næsta fjárlagaár.