Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 196. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eystrasaltsríkin: „Svarthúfur“ vilja fara til Vesturlanda Vilnius. The Daily Telegraph. HERMENN sovéska innanríkisráðuneytisins í Litháen, „svarthúfurn- ar“ svokölluðu, hafa óskað eftir pólitísku hæli á Vesturlöndum. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur átt í leynilegum viðræðum við Anatolijs Gorbunevs, forseta Lettlands, og almennt er talið í Riga að þeir hafi rætt um hvernig tryggja megi réttindi Rússa í sjálfstæðu Lettlandi. Alls eru hermenn innanríkis- ráðuneytisins um 150 og þeir segj- ast óttast ofsóknir umbótasinna í Rússlandi og sjálfstæðissinna í Lit- háen. Um hundrað þeirra voru enn í höfuðstöðvum sínum í Vilnius í gær og óyíst er hvað verður um þá. Litháíska lögreglan hyggst handtaka þá fari þeir úr búðum sínum. Stjórnin í Vilnius vill að þeir hermenn, sem grunaðir eru um glæpi, verði leiddir fyrir rétt. Hún segir að hermennirnir séu ábyrgir fyrir ýmsum manndrápum, hafi meðal annars myrt sjö tollverði við landamæri lýðveldisins í síðasta mánuði. „Svarthúfurnar" heyrðu áður undir litháísk stjórnvöld en voru færðar undir stjórn sovéska inn- anríkisráðuneytisins í fyrra. Talið hefur verið að þær hafi hlýtt fyrir- mælum harðlínukommúnista í lýð- veldinu, sem vildu að þær héldu litháískum sjálfstæðissinnum í skeijum. Mikil leynd hvílir yfir viðræðum Borísar Jeltsíns og Anatolijs Gor- bunevs í Riga. Embættismenn þeirra vildu ekkert tjá sig um við- ræðurnar en rússneska útvarpið sagði að þeir væru að ræða sam- skipti lýðveldanna og landamæri þeirra. Rússar eru 33% íbúa Lett- lands og margir þeirra óttast að þeir missi borgararéttindi sín. Því er talið að helsta umræðuefni for- setanna sé hvernig tryggja megi réttindi þeirra. Reuter Litháar biðja fyrir sjálfstæði föðurlands síns við þinghúsið í Vilnius í gær. Litháen varð fyrst til að lýsa yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og átta önnur lýðveldi hafa farið að dæmi þess. Reuter Heimsmeti fagnað Bandaríski íþróttamaðurinn Mike Powell setti í gær nýtt heimsmet í langstökki á heims- meistaramótinu í fijálsíþrótt- um, sem fram fer í Tókíó. Hann stökk 8,95 metra og bætti þannig heimsmet sem Bob Beamon setti á ólympíu- leikunum í Mexíkó 1968 og var 8,90 metrar. A myndinni myndar Powell (t.h.) sigur- merki með fingrunum en samlandi hans, Carl Lewis, er til vinstri. Sjá fréttir á bls. 43. Sovétríkin: Tvö stærstu lýðveldin vilja nýjan sambandssáttmála Azerbajdzhan lýsir yfir sjálfstæði Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR tveggja stærstu lýðvelda Sovétríkjanna, Rúss- lands og Kazakhstans, lýstu því yfir í gær að þeir myndu beita sér fyrir því að gerður yrði nýr sambandssáttmáli Sov- étríkjanna. Azerbajdzhan lýsti yfir sjálfstæði í gær og varð þar með níunda sovétlýðveldið sem það hefur gert. Leiðtogar Rússlands og Kazakh- stans gáfu út sameiginlega yfíriýs- ingu þar sem þeir buðu öllum lýð- veldunum fímmtán, sem hafa til- heyrt Sovétríkjunum, til viðræðna um samvinnu sem þau gætu öll sætt sig við og yrði þeim öllum hagkvæm. Míkhafl Gorbatsjov Sovétforseti ræddi við leiðtoga allra lýðveldanna nema. eins, að sögn talsmanns hans, sem sagði ennfremur að í viðræðum þeirra hefði komið fram vilji til að koma í veg fyrir að Sovétríkin liðuðust í sundur. Þá komu sérfræðingar frá öllum lýðveldunum saman til fundar, þar sem þeir ræddu hvem- ig tryggja mætti efnahagssam- vinnu þeirra þótt ekki yrði af pólit- ískri sameiningu. Gorbatsjov hafði áður sagt að hann myndi segja af sér tækist honum ekki að halda Sovétríkjun- um saman. Hann varð fyrir nokkru áfalli í gær er þrír þekktir umbóta- sinnar neituðu að þiggja sæti í öryggisráði ríkisins, sem hann hafði boðið þeim. Þeir eru Gavrííl Popov, borgarstjóri Moskvu, Alex- ander Jakovlev, fyrirverandi ráð- Pólska stjórnin segir af sér Varsjá. Reuter. JAN Krzyzstof, forsætisráðherra Póllands, tilkynnti óvænt á þingi landsins í gær að stjórn Samstöðu segði af sér en hún hafði verið við völd í átta mánuði. Forsætisráðherrann sagði í stuttri ræðu að stjórnin nyti ekki lengur nægjanlegs stuðnings í neðri deild þingsins, þar sem kommúnistar og bandamenn þeirra eru í meirihiuta. Þingmenn úr röðum kommúnista höfðu lagt til að stjórnin segði af sér og Krzyzstof gaf til kynna að það hefði verið komið sem fyllti mælinn. Tillagan var lögð fram á fimmtu- dag eftir að stjómin hafði boðað endurskoðun á fjárlögunum og niður- skurð á opinberum útgjöldum vegna samdráttar í efnahagslífinu sem hef- ur minnkað tekjur ríkisins. Flestir þingmannanna brugðust ókvæða við hugmyndum stjórnarinnar og ólík- legt var talið að þær næðu fram að ganga. Kommúnistamir höfðu lagt til að stjórnin starfaði fram yfir fyrstu al- fijálsu kosningarnar í landinu, sem verða í október, en forsætisráðherr- ann sagði að slíkt kæmi ekki til greina. „Ég fellst ekki á að verða leiksoppur fáránlegrar fléttu og í raun valdalaus í nokkra mánuði þar sem slíkt leiðir aðeins til glundroða,“ sagði hann. gjafi forsetans, og Edúard Shevardnadze, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna. Fréttasjónvarpið Sky skýrði frá því í gærkvöldi að John Major, forsætisráðherra Bretlands, hygð- ist fara til Moskvu í dag til við- ræðna við Gorbatsjov og Borís Jeltsín, forseta Rúrssalnds. Þing Azerbajdzhans samþykkti einróma eftirfarandi ályktun: „Með tilliti til þess að á árunum 1918- 1920 hlaut Aze.rbajdzhan alþjóða- viðurkenningu sem fullvalda ríki, og samkvæmt stjórnarskrá lýð- veldisins og lögum um fullveldi lýðvelda, lýsum við því hér með yfir að ríkið er aftur orðið sjálf- stætt.“ Þingið hvatti jafnframt til þess að styrkja skyldi vináttuböndin við lýðveldi Sovétríkjanna og fól þing- nefndum að vinna að því að semja lög sem styddu sjálfstæðisyfirlýs- inguna. Fréttastofan Assa-Irada skýrði frá því að þingið hefði einnig af- létt neyðarástandslögum sem sovésk yfirvöld settu í janúar 1990 í höfuðborginni Bakú, eftir að skriðdrekar brutu á bak aftur almennt uppþot þar. A.m.k. 150 manns létust og atvikið varð til þess að kynda undir þjóðernis- hyggju í lýðveldinu. Sjálfstæðisyfirlýsingin tók þeg- ar gildi. Þingið ætlar síðar að íjalla um hvort koma eigi þjóðvarðliða- sveitum á fót og hvort viðurkenna eigi sjálfstæði lýðvelda sem hafa gefið út samskonar yfirlýsingar. Azerbajdzhan hefur verið talið til þeirra lýðvelda sem eru hvað hollust undir Kremlarstjómina. Sjá fréttir á bls. 20-21. Barentshaf: Verða veið- ar auknar á næsta ári? Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ODDRUN Petersen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, segir að þorskstofninn í Barents- hafi stækkað svo mikið vegna strangra veiðitakmarkana á síðustu árum að búist sé við að hægt verði að auka veið- arnar þegar á næsta ári. Ráðherrann hefur verið í heimsókn í Færeyjum undan- farna daga og skýrði færeysku landstjórninni frá þessu. Norska stjórnin hyggst efna til viðræðna við Færeyinga um veiðikvóta í Barentshafi 1. desember. Bæði Færeyingar og Græn- lendingar hafa mikla þörf fyrir veiðikvóta utan eigin fiskimiða. Grænlenskir togarar hafa veitt utan landhelgi Noregs í Barents- hafi undanfarna mánuði og hef- ur það valdið óánægju í Noregi. Norðmenn segja að Grænlend- ingar séu að veiða fisk af norsk- um stofni. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.