Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 ——1----- f ■ ;■}—' i ) r i t < í ■•■■H—r— , ■ h ;f: 9 NÝJA BÍLAHÖLLIN BMW 316 '88, 68.000 km, rauður, topp- lúga, 4 hausp., litað gler. V. 1.050 þ. Skipti. Honda Accord km., hvítur. V. 1.190 þ. Skipti. 51.000 Toyota Corolla Liftback GTI ’88, svartur, topplúga, 69.000 km. V. 1.050 þ. Skipti. Pontiac Fiero '84, 66.000 mílur, svartur, sóllúga. V. 580 þ. Skipti. sjálfsk., rafm. í öllu. V. 760 þ. Skipti. Nissan Patrol diesel turbo ’90, 21.000 km., grænn, álfelgur. Skipti. MMC Galant EXE 2000 ’87, 51.000 km., hvítur, ABS, rafm. í öllu, álfelgur. V. 850 þ. Skipti. VOGAR Sveitasæla og rómantík! Með ys og þys stórborgarinnar innan seilingar. Vogar eru miðsvæðis milli Hafnarfjarðar (20 mín. akstur) og Keflavíkur (10 mín. akstur). Tilsölu: Tvær íbúðir ásamt bílskúrum í fallegu parhúsi. Hvor íbúð er 96 fm, þ.e. 3-4 herb. (sólstofa) auk 30 fm bílskúrs. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan, að innan frágengið holræsi og vélslípuð gólfplata. Afhending fljótlega. Verð kr. 4.950.000,- Einnig tvær íbúðir í parhúsa-þyrpingu með bílskúrsrétti. Hvor íbúð er 76 fm, 3 herbergi (sólstofa). Húsinu verður skilað fullbúnu að utan, að innan frágengið holræsi og vélslípuð gólfplata. Afhending fljótlega. Verð aðeins kr. 3.100.000,- Vogaverk hf.9 s. 92-46747 eftir ki. 20. Tvískipt vald Breska dagblaðið The Daily Telegraph gerir að umtalsefni valda- baráttu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs forseta Sovétríkjanna og kemst að þeirri niðurstöðu að hvor um sig hafi eiginleika til að bera sem geti nýst Sovétríkjunum vel á umbrotatímum og þótt sagan sýni að tvíveldi af þessu tagi fái ekki staðist til lengdar þá sé það gagnlegt eins og á standi. Hliðstæða í Rómaveldi f leiðara The Daily Telegraph 29. ágúst síðastliðiim segir: „Þrátt fyrir þá hótun Gorbatsj- ovs - sem hljómar kumi- uglega - að hami muni segja af sér liðist Sov- étríkin í sundur, virðist hann nú vinna náið með Jeltsín að því að skapa einhvers konar evr-asískt samveldi úr rústunum. Hinu þvingaða samstarfi þessara tveggja manna svipar til þess sem gerð- ist í rómverska keisara- veldinu, þegar það bar oft við að tveir keisarar kepptu um hollustu hers- veitanna. Tviskipt vald gengur ekki upp þegar til lengri tima er litið, en ef horft er til komandi mánaða virðist það besti kosturinn til að forðast hættulegan óstöðugleika. Þar sameinast vinsælt til- skipanavald Jeltsíns, sem lilaut yfirburðakosningu til embættis forseta Rúss- lands, og seigla Gorb- atsjovs, sem getur gegnt hlutverki heiðarlegs mál- amiðlara i samskiptum lýðveldanna. Ekki er enn Jjóst að hvaða marki Jeltsin keppir, en of snemmt er að afskrifa hann sem liávaðasamt karlrembusvm með for- ystuhæfileika og smekk fyrir vodka. Valdaránið í síðustu viku var alvar- leg tilraun alræðissinna til að koma aftur á ógn- arsijórn í Sovétríkjunum. Jeltsín breytti rétt þegar hann þvingaði Gorbatsj- ov til að leggja niöur starfsemi kommúnista- flokksins, sem er í raun hinn pólitíski meiður lög- regluríkisins, en ekki stjómmálaflokkur í vest- rænum skilningi. Vest- rænir aðilar hafa veitt því athygli, og hafa skilj- anlega af þvi áhyggjur, að Jeltsin hefur öðlast vald umfram það sem stjómarskráin veitir hon- um með þvi að hafa sov- ésku ríkisstjórnina í vas- anum og koma sínum mönnum að í þeim fjór- um ráðuneytum sem skipta sköpum fyrir efna- hagslífið, og eimiig í KGB, vamar- og inn- anríkisráðuneytunum. Valdafíkn Rússa hefur m.a. leitt til þess að öim- ur lýðveldi hafa keppst um að skiljast frá Sov- étríkjunum. Ekki má samt gleyma þvi að Gorb- atsjov reyndi að koma kommúnistum sem ekki em umbótasinnaðir i þessar stöður eftir valda- ránið, og liann valdi harðlinumanninn og hershöfðingjann Mojs- ejev til að gegna embætti varnarmálaráðherra. Ef Jeltsín hefði ekki hagað sér jafn ótvírætt og raun bar vitni gæti hafa farið svo að gömlu stjómar- hættimir hefðu haldið velli.“ Flokknum af- neitað í leiðara The New York Times sem birtist í Intemational Herald Tribune 27. ágúst síðastl- iðinn segir um eftirköst valdaránsins í Sovétríkj- unum: „Heimurinn mun þurfa marga mánuði, ef ekki ár, til að gera sér að fullu grein fyrir þeim afleiðingum sem siðasta vika mmx hafa í för með sér, en þá gerðust þeir atburðir í Sovétrikjunum sem ekki eiga sér sinn líka siðan bolsévikar hrifsuðu til sín völdin í byltingunni 1917. En i allri ringulreiðimii stóð þó afneitun Gorbatsjovs á kommúnistaflokknum á laugardag upp úr. Fáir atburðir hafa gefið jafn fögur fyrirheit um að fjölflokkalýðræði komist á. Með því að segja af sér embætti aðalritara kommúnistaflokksins og mælast til að miðstjóra flokksins verði leyst upp, staðfesti Gorbatsjov þann dóm sem almennt hefur verið kveðinn upp yfir sjö áratuga harð- sljóra kommúnista- flokksins. Daginn áður hafði hami af hollustu borið í bætifláka fyrir flokkinn; en þegar rússn- eska þingið gerði að hon- um hróp lét hami af lífstíðartrúnaði á einni nóttu. Þessi sinnaskipti gera honum e.Lv. kleift að lialda velli sem tákn- rænn leiðtogi ríkisins í gjörbreyttu sambands- ríki.“ Síðar í sama leiðara segir: „Hei-styrkur vest- rænna ríkja á ekki heið- urimi af hruni kommún- ismans, þó svo að ára- langt óhvikult starf NATO hafi átt stóran hlut að máli. Uppreisnar- vefurhm var heldur ekki spunninn í höfuðstöðvum CIA. Það sem steypti kommúnistaflokknum og Lenínbyltingunni var að að almetuiingur dró í efa hugmyndaarfleifðina og nýjum gildum, einkum vestrænum, óx Asmegin. Þetta, ásamt væntingum um að markaðsbúskapur mmú leiða til batnandi lífskjara, var það sem blés sovéskum mótmæ- lendum hug i bijóst til að standa andspænis skriðdrekum í Moskvu.“ Hvíta húsið í stað Kreml? í forystugrein þýska dagblaðsms Frankfurter Allgemeine Zeitung er fjallað um sjálfstæðisyf- irlýsingu Úkraínu og við- brögð leiðtoga Rússlands við henni: „I „Hvíta hús- inu“ hjá Jeltsín bragðust meim við yfirlýsingu stjóravalda í Kiev með því að hóta endurskoðun landamæra og það sýnir hversu rökstuddur gran- ur annarra lýðvelda er um að Rússland gæti þrátt fyrir lýðræðislegan þroska siim keppt að því að taka við hlutverki hinna hnignandi Sov- étríkja. Jafnvel svo sann- færður lýðræðisshmi sem Sobtsjak, borgarstjóri Leníngrad, hótar skyndi- lega að krefjast þess að Rússland fái Krímskaga „aftur“. Kazakhstan má ehmig óttast um landamæri sin en telur líkt og Úkraína að ekki sé til neins að halda fast í Sovétsam- bandið. Þar við bætist að komi Hvíta húsið rússn- eska í stað sovéska Kremls myndi Jeltsín sjálfur magna upp fjend- ur hman Rússlands þvi innan landamæra þess era hvorki meira né minna en sextán full- valda lýðveldi og enn fleiri þjóðarbrot sem hafa fengið sig fuUsödd af forræðhiu frá Moskvu.“ UTSALA i ® HERRASKOR KVIASKÓR Utsalan byrjar í dag í Borgarkringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.