Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 32
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 -rr-f--- FRELSIÐ Jag’g’er vill kyija rokkið fyrir Jeltsin Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Atburðirnir í Sovétríkjunum höfðu mikil áhrif á margan áhugamanninn sem fylgdist með hinum heimssögulegu hræringum þar eystra. Einn sem fylgdist grannt með var rokkarinn gamalk- unni Mick Jagger. Er rússneska þinghúsið var umsetið hóf telefax- vél Boris Jeltsins skyndilega að tifa. Var það handritað fax frá Jagger þar sem hann stappaði stálinu í Jeltsin og rússnesku al- þýðunum sem bjóst til að veija þingið hvað sem það kostaði. „Við stöndum með ykkur, vinir“, stóð meðal annar sí sendingu Jaggers. Fyrir nokkrum dögum, er hrinan var liðin hjá að mestu, fór faxið aftur í ganga. Enn kom inn frétta- tilkynning frá JAgger. Að þessu sinni stóð stutt og laggott: „Herra Jeltsin! 'Nefndu daginn í október og við í Rolling Stones munum koma og leika ykkur að kostn- aðarlausu á Rauða Torg- inu“. Það hefur ekki enn spurst hvort að þessu tilboði hafi verið sinnt, en það kæmi svo sem engum á óvart í ljósi þess hvers lags atburðir hafa þegar gengið eftir. Mick Jagger... H.K. innréttingar Dugguvogi 23, sími 35609 Myndsendir 679909 Eldhúsinnréttingar, fataskápar og baðinnréttingar. Sérsmíðað og staðl- að. Leitið tilboða. Innanhussarkitekt til aðstoðar. Opiðfrákl.9-18, laugardaga kl. 10-15. T-Töföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! JttetguttMiiítífr FRÆGÐ Gæti orðið milli á fyrirlestrum Flestir sem sáu kvikmyndina „Dansar við úlfa“ muna eftir indjána einum vígalegum sem öskraði svo hrikalega framan í Kevin Costner, að það leið yfir þann síðarnefnda. Það var leikar- inn Rodney Grant sem lék hinn hvergismeyka bardagamann. Rod- ney er lítt eða óblandaður indjáni af Omaha-kynþætti og hann hefur ekki látið frægðina stíga sér til höfuðs. Rodney er sagður vera eins og kría á setini. Hann geti sjaldan setið kyrr til lengdar. Haft er eft- ir eiginkonu hans að ef hann á tveggja vikna frí, sé i mesta lagi hægt að fá hann til að slaka á í svona viku og þá ekki með öðrum hætti en fyrirskipunum og for- tölum! Rodney hefur nefnilega mikið fyrir stafni. Hann er 32 ára og hefur lengi verið að feta sig eftir leiklistarbrautinni. Tækifærin á því sviði eru takmörkuð fyrir indjána. Hann hefur að auki lifað tímanna tvenna og er á sífelldum þönum, á mótorhjóli sínu ef mÖgu- leiki er á, til allra horna Bandaríkj- anna til fyrirlestrahalds. Um hvað heldur hann fyrirlestra? Jú, um sögu og framtíð indjána í Banda- ríkjunum, einnig um hættuna sem fylgir því að neyta áfengis í óhófi á meðgöngu. Hann kann sögur að segja af því og ekki fallegar. Rodney segir þetta vera sitt hlut- verk, hann sé stoltur af því að vera indjáni, stoltur af sínu síða hrafnsvarta hári. „Ég gerði mér fyrst grein fyrir því er ég var í háskólanum í Nebraska og það flaug inn i kollinn á mér, hvað ég væri eiginlega að rembast með allt þetta hár. Það var bara glápt á mig eins og hvert annað viðund- ur. Eg ákvað því að vera eins og hinir og klippa mig stutt. Um leið og ég steig úr hárskerastólnum var mér ljóst að þetta hafði verið eitt af mínum verstu glappaskot- um í lífinu og ég taldi daganna, mínúturnar sem það tók lubbann að vaxa aftur,“ segir Rodney Grant. Hann segir einnig, að eftir að hann varð þekktur fyrir leik sinn í „Dansar við úlfa“ hafi hann fengið svo margar beiðnir um fyr- irlestrahald að hann réði ekki við eitt eða neitt. Þegar hann færi svo að neita hinum og þessum vegna tímaskorts, brygði svo við að menn færa að bjóða betur. „Ég gæti eiginlega lagt leiklistina á hilluna og einbeitt mér að fyrirlestranum. Þeir era famir að bjóða svo hátt í mig, að eftir árið þyrfti ég ekki að vinna annað handtak í lífinu,!“ segir Rodney... Rodney Grant... brother brother brothei brother. merkivélin brother fe(p®iafil©(P (ii)Cr*cn) <LOo O Qr’ býður snyrtilega og varanlega lausn á merkingarvandamáli þínu Hún er hentug hvort sem þú starfar á skrifstofu, teiknistofu, lager eða sjúkrahúsi, í skóla, verslun eða banka. Mikið litaúrval á prentborðum. Fimm stafagerðir, lárétt og lóðrétt prentun, níu minni, spegilprent o.fl. o.fl. Komdu og kynntu þér þetta undratæki eða hringdu og fáðu upplýsingar. Einkasala á íslandi. Söluumboð: I ífil J É Raflagnadeild KEA, Akureyri. Nýbýlavegi 28. Sími 44443 & 44666. Fax 44102. Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.