Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST1991 11 Teiknimyndahátíð Myndlist Bragi Asgeirsson Um síðustu helgi var opnuð sýning á teiknimyndum í hinum svonefnda Sverrissal Hafnarborg- ar í Hafnarfírði, og jafnframt voru sýndar nokkrar hreyfímyndir í Bæjarbíói. Er hér um að ræða samvinnu Norðurlanda annarsvegar og Eist- lands, Lettlands og Litháen hins- vegar, og er framkvæmdin liður í árlegu þingi þessara þjóða. Á árum áður var mikill sam- gangur á milli Norðurlanda og Eystrasaltslandanna þriggja, og þá einnig á listasviði, og er vel að menn bregðist svona skjótt við og taki þráðinn upp aftur, nú er löndin þtjú beijast fyrir frelsi sínu. Teiknimyndin er ríkur þáttur í daglegu lífi nútímamannsins og verður æ meira áberandi með hveiju ári sem líður. Fyrir hið fyrsta þá er um mjög mannlegan tjámiðil að ræða og svo má nota teiknimyndina í svo mörgum til- gangi í daglegu lífí. Hver einasti maður kannast við ótal teiknimyndafígúrur og flestir eiga sér uppáhald og skiptir þá ekki máli á hvaða aldri viðkom- andi er, því að teiknimyndir eru fyrir alla aldursflokka. Að vísu voru lengi gerðar teikn- imyndir er höfðuðu helst til barna og unglinga, því að þær voru vel fallnar til þess að túlka ævintýri og hetjurómantík, en seinna komu fram teiknimyndir er höfða til allra aldurshópa. Það er hin græskulausa kímni Tungumál, hugsun, atferli Hollenski myndlistarmaðurinn Douwe Jan Bakker er mörgum íslendingnum vel kunnur. Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum og ferðast um landið, haldið sýningar í sölum SÚM og Nýlistasafnsins, auk þess að taka þátt í ýmsum hérlendum framkvæmdum á nýlistasviði. Hann hefur verið félagi SÚM- manna allt frá árinu 1970, eða í 21 ár og heimili hans í Haarlem hefur verið opið íslenskum tónlist- armönnum svo að ætla mætti að sú vinátta teljist nú fullveðja! Af athyglisverðum sýningum hans hér heima er mér langsam- legast minnisstæðust sýningin „Ornefnaskúlptúrar í íslensku landslagi" (A Vocabulary Sculp- ture in the Icelandic Landscape), en það verk hefði menntamálaráð átt að festa kaup á, eins og ég raunar benti þá á og hef ekki breytt um skoðun. En einnig skal minnst á ljós- myndaröð af gömlum íslenskum sveitabæjum og landslagi, sem m.a. var birt í hollenska arkitekt- úrtímaritinu Forum. Það er slíkar grunnrannsóknir, sem frekar öðru geta orðið til að vekja áhuga ungmenna á ís- lenskri tungu og mikilvægi fomr- ar formhefðar í byggingarlist, sem svo aftur tengdist landslag- inu og ö!lu sem íslenskt er. Eftir þessu taka útlendir jafn- vel betur en við sjálfír og láta hrífast af, á meðan við með þenn- an mikla arf á milli handanna og stórbrotna náttúru hlaupum á eft- ir erlendum tískufyrirbærum í húsagerðarlist. Hollendingar hafa sína ríku arfleifð í byggingarlist, sem með öllum sínum margbreytileika og krúsídúllum bæta upp hið flata landslag. Holland væri með sanni skrýtið og létti söguþráður, sem svo miklu máli skiptir við gerð teiknimynd- anna og stundum meginmáli, því ekki eru allar teiknimyndir ýkja mikil listaverk í sjálfu sér. Ein- hæfnin kannski jafn mikil og hug- myndaauðgi textans er fijó. í Sverrissal gefst mönnum fram að næstu helgi kostur á að fylgjst með gerð teiknimynda og jafn- framt eru sýndar teiknimyndir á veggjunum. Held ég að þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt er gert hér á landi og ætti það að gera framkvæmdina æði forvitnilega, en um leið er vikutími alltof skammur fyrir slíka kynningu. Er inn í salinn er komið blasa við til hægji ísmeygilegar þurm- álsteikningar Piriit Parn. Það eru skemmtilega útfærðar myndir, með öðrum áherslum en annað á veggjunum og hafa um leið sér- stöðu um listræn vinnubrögð. Em nær myndlist en sígildri teikni- myndagerð. land, ef þar hefðu einungis verið byggðir eins konar skókassar í stíl við hinar beinu línur sjóndeild- arhringsins! Þeir þurftu á fjölbreytni að halda til að bæta upp einhæfnina, en við þurfum hins vegar að gæta okkar á því að skemma ekki hinn stórbrotna sjónhring sem hvar- vetna blasir við. Sýning Douwe Jan Bakker í efri sölum Nýlistasafnsins um þessar mundir er allt annars eðlis en fyrri sýningar hans, og skarar ekki íslenskt svið svo séð verði. Hann nefnir sýninguna „Glós- ur, frummyndir, teiknibrot" (not- es, prototypes, fragmentary drawings) og er hætta á að hún komi mörgum spánskt fyrir sjónir og geri skoðandanum erfítt um vik við að fylgja listamanninum. Einmitt þess vegna hefði þurft að fylgja sýningunni úr hlaði með nokkrum rituðum línum og út- Það er annars miklu hlaðið á veggina og dálítið erfítt að átta sig á stöðu mála, því að uppheng- ingin skapar óróleika og rugling. Sýningin hefði þannig þurft meira Douwe Jan Bakker skýra myndferlið, þá heimspeki og þann boðskap sem að baki ligg- ur. Þessi sýning er nefnilega mjög rými og mun betra skipulag auk þess sem að ritaður texti á fram- lagi hvers og eins hefði verið vel þeginn til glöggvunar. Það bætir upp, að út hefur ver- ið gefín kynningarskrá með dá- litlu sögulegu yfírliti yfir þróun þessarar samvinnu auk þess sem sagt er frá gerð teiknimynda. En það vantar kynningu á sýnendum, sem ætti að vera mál málanna hveiju sinni. Að sjálfsögðu má sjá margt smellið á veggjunum og vafalítið nær sýningin tilgangi sínum með hinni sérstöku kynningu á teikni- myndagerð, sem fram fer í saln- um. En ég var hér óheppinn, því að minna en ekkert var um hana á meðan ég stóð við. Óhætt er þó að mæla með inn- liti á sýninguna og kannski vekur hún áhuga einhvers, sem verður meistari framtíðarinnar. Þá er tilganginum náð . . . hugmyndafræðilegs eðlis og sýnir hlutverk tungumáls, hugsunar og atferlis. Er hér um að ræða ótal pappírssnifsi, sem listamaðurinn hefur teiknað á og ritað ýmsar athugasemdir með mjög smáu og illlæsilegu letri. Verkin eiga að forma ýmislegt, sem ekki er hægt að tjá með tungunni, því að þau ná lengra en orðaforði okkar. Fyrir hinn almenna sýningar- gest er þetta nokkuð flókið, en vera má að það rynni ljós upp fyrir honum, ef hann fengi ein- hvem stúðning af hnitmiðuðum útlistunurh á tilganginum. Við sem skrifum í íslensk dagblöð erum að sjálfsögðu fulltrúar hins almenna sýningargests og því er rétt að vekja athygli á þessu. Sérstaða okkar hér í fámenninu er sú, að svo til allt listlíf hér byggist á hinum almenna sýning- argesti, ólíkt því sem gerist í út- löndum. Hvað sem öðru líður, þá er fengur áð heimsóknum manna eins og Douwe Jan Bakker og þær eru mikilsverðar fyrir íslenskt list- líf. Klífa kletta í Bandaríkjunum FJÓRIR félagar í íslenska Alpaklúbbnum héldu þann 28. ágúst til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að kífa þar kletta. Flogið var með Flugleiðum til Baltimore, þaðan verður svo ekið yfir á vesturströnd- ina og helstu klettaklifursvæði sótt heim. Má þar nefna Smith Rocks í Oregon, Yosiinite og Joshua Tree í Kaliforníu. Ekki er hér ætlunin að klífa fjöll æfingar undanfarna mánuði til þess heldur lóðrétta og slútandi kletta- veggi. Þeir geta verið frá öyfáum metrum upp í nokkuð hundruð metra. Klifur á þessum löngu ieið- um getur tekið allt frá nokkrum klukkustundum og upp í tvo til þrjá daga, er þá sofið á miðjum veggn- um. Leiðangursmenn hafa stundað að ná sem bestum árangri í ferð- inni. Þeir eru allir reyndir kletta- klifrarar og hafa stundað klettaklif- ur undanfarin ár. Á þessum tíma hafa þeir farið í nokkrar ferðir til Evrópu í klettaklifur. Bandaríkja- ferðin mun taka þijá og hálfan mánuð. Kaffisala í Kaldárseli UM þessar mundir er sumar- starfi KFUM og KFUK í Hafnar- firði að ljúka en félögin hafa rekið sumarbúðir í Kaldárseli frá árinu 1925. í sumar hafa dvalið þar 300 börn í sex drengjaflokk- um og þremur stúlknaflokkum við margvísleg störf og leiki. Á undanförnum árum hefur mik- il uppbygging átt sér stað í Kaldár- seli og er aðstaða orðin góð. En margt er eftir ógert og má þar t.d. nefna innréttingu efri hæðar ný- byggingar og snyrtingu á um- hverfi. Þessar framkvæmdir eru fjárfrekar og þurfa félögin því að vera með_ýmsa fjáröflun. Nk. sunnudag, 1. september, verður samkoma og kaffísala í Kaldárseli tii styrktar starfínu. Samkoman hefst kl. 14.30 en þar talar Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Að samkomunni lokinni hefst svo kaffísalan og stendur til kl. 23.30. Félagar í KFUK og KFUM í Hafnarfirði vilja hvetja alla, unga sem aldna, til að koma í Kaldársel Myndir sem birtast í Morgunblaöinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eða birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aöalstrœti ó, sími 691150 101 Reykjavík nk. sunnudag og njóta veitinga og útivistar og styðja félögin í starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.