Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 20
 20 leei T8U3/. .is jnroA<mAOiJÁJ a!QAj.8vnjof» ' MOKGUNBLADIÐ LATJGAHDÁGUR 8T. 'ÁGÚST" I55T Forsprakkar valdaránsins handteknir: Lúkjanov á yfir höfði sér dauðadóm vegna landráða Moskvu. Reuter. Reuter Barátta gegn fíkniefnum Liðsmenn fíkniefnalögreglu Kólumbíu eyðileggja valmúaakur í fjallend- inu sunnarlega í landinu, 2.500 metrum yfir sjávarmáli. Fikníefnalög- reglan hefur á undanförnum 30 dögum eyðilagt 928 hektara af ökrum og 84 kílógrömm af valmúafijókornum. Mikið mannfall er átök hefjast á ný í Króatíu Bel^rad. Reuter, The Daily Telegraph. SKÝRT var frá því í gær að mikið mannfall hefði orðið í Króatíu slavneska hersins á króatísk þorp er bardagar brutust þar út að nýju eftir stutt hlé á meðan Evrópu- sunnan við höfuðborg lýðveldisins, riki reyndu að binda enda á blóðsúthellingarnar í lýðveldinu. Zagreb. FYRRUM forseti sovéska þings- ins, Anatólíj Lúkjanov, var hand- Yfirlýsing Norðurlandaráðs: Æskja sam- vinnu við Eystrasalts- ríkjaráðið Norðurlandaráð mun boða til ráðstefnu landa við Eystrasalt til að ræða samvinnu á ýmsum svið- um, segir í fréttatilkynningu frá forsætisnefnd ráðsins. Akvörð- unin var tekin á fundi forsætis- nefndarinnar í Karlstad á mið- vikudag. Varðandi samstarf við Eystra- saltsríkin ákvað nefndin að senda ráðherranefnd Norðurlandaráðs bréf og benda á þörfma fyrir víðtæk- ari og raunhæfa samvinnu við Eist- land, Lettland og Litháen. Einnig er hvatt til þess að hugað verði að þeim samvinnuáætlunum sem fyrir hendi eru gagnvart þessum löndum og þörfinni fyrir lánsfé til fjárfest- inga. Að auki er bent á nauðsyn þess að gerð verði langtímaáætlun um samstarfið. Forsætisnefndin mun ræða frek- ara samstarf við lýðveldin þrjú er hún hittir fulltrúa Eystrasaltsríkja- ráðsins í Kaupmannahöfn 26. sept- ember. Aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði er ekki á dagskrá. Forsætisnefndin mun leggja áherslu á víðtækt samstarf milli Norður- landaráðs og Eystrasaltsríkjaráðs- ins þar sem samskipti þinga land- anna gegni mikilvægu hlutverki. tekinn á fimmtudag, grunaður um að hafa staðið að baki valda- ráninu i Sovétríkjunum í siðustu viku. Hann á yfir höfði sér ákærðu vegna landráða, og verði hann fundinn sekur gæti svo far- ið að hann verði dæmdur til dauða. Tass-fréttastofan skýrði frá því í gær, og hafði eftir saksóknara Rússlands, Valentín Stepankov, sem stjórnar rannsókn á valdarán- inu, að Lúkjánov hefði verið hand- tekinn á fimmtudagskvöld, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Æðsta ráð Sovétríkjanna, sem er- löggjafarþing landsins, aflétti þing- helgi hans. Þá hafði sovéska sak- sóknaraembættið lýst því yfír að það hefði undir höndum nægar sannanir um þátt hans í valdaráninu til að geta handtekið hann. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur lýst því yfir að Lúkjanov hafi verið „aðalhugmyndasmiðurinn" að baki valdaráninu. Þessu hefur Lúkj- anov þráfaldlega neitað og sagst aldei myndu svíkj.a Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseta, en þeir hafa verið nánir vinir frá því að þeir voru í laganámi saman fyrir nærri 40 árum. Gorbatsjov virðist samt trúa svik- um á Ljúkanov, engu síður en á mennina átta sem skipuðu neyðar- nefndina og voru allir útnefndir af Gorbatsjov í embætti á sínum tíma. Hann sagði að samsekt Lúkjanovs hefði fengið sérstaklega mikið á sig. Sjö af þeim átta mönnum sem voru í neyðamefndinni hafa verið handteknir og eiga þeir yfir höfði sér svipaðar ákærur og Lúkjanov, og sömu refsingu verði þeir fundnir sekir. Hinn áttundi, Borís Púgó, fyrrum innanríkisráðherra, svipti sig lífi þegar valdaránið hafði mis- heppnast. Lúkjanov var afar hliðhollur stefnu Gorbatsjovs til að byija með, en þegar fram liðu stundir gerðist hann hallari undir harðlínuöflin. Hann stjómaði þingfundum með harðri hendi, sem gerði það að verk- um að hann átti fáa fylgismenn og vini í þinginu. Lúkjanov var eitt sinn yfirmaður Gorbatsjovs í ungliðahreyfingu flokksins. Gorbatsjov studdi hann með ráðum og dáð þegar hann var valinn forseti þingsins 1990, en áður hafði Lúkjanov verið varafor- seti Sovétríkjanna. Hann fæddist árið 1930 í Smolensk, suðvestur af Moskvu. Hann gegndi lengst af störfum fyrir flokkinn og var lítt þekktur á meðal almennings í Sov- étríkjunum. Eftir að valdaránið var yfírstaðið var haft eftir Lúkjanov að hann hefði aðeins sofíð í eina og hálfa klukkustund meðan á því stóð. „Þegar dagarnir þrír voru liðnir var ég útkeyrður, gjörsamlega búinn að vera,“ sagði hann. Serbneskir þjóðemissinnar skýrðu frá því að þeir hefðu drepið 25 króatíska þjóðvarðliða í bænum Topusko, í námunda við landamæri Króatíu að Serbíu, að sögn júgó- slavnesku fréttastofunnar Tanjug. Þetta fékkst þó ekki staðfest. Kró- atíska sjónvarpið sagði að þjóðvarð- liðar lýðveldisins hefðu hmndið ár- ásum Serba á Topusko og fleiri bæi. Útvarpsstöð í Króatíu skýrði einnig frá því að tvær konur hefðu beðið bana í skriðdreka- og sprengjuvörpuárás Serba og júgó- Meira en 300 manns hafa beðið bana í bardögum í Króatíu frá því lýðveldið lýsti yfír sjálfstæði frá Júgóslavíu 25. júní. Stjórnvöld á Ítalíu búast við að allt að 50.000 Króatar flýi til landsins á næstunni vegna bardaganna. Ekkí eigin skoðun heldur tilvísanir til stjórnarskrár - segir ígor Krasavín um samtal sitt við Jón Baldvin á fyrsta degi valdaránsins ÍGOR Krasavín, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, kveðst aðeins hafa sagt að mennirnir, sem reyndu að ræna völdum í Moskvu í siðustu viku, hefðu skýlt sér bak við það að þeir færu að lögum þegar hann ræddi við íslensk stjórnvöld mánudaginn 19. ágúst. í Morgunblaðinu 20. ágúst hafði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra eftir Krasavín að hann hefði sagt að valdaránið væri inn- anríkismál og neyðarnefndin hefði farið að sovéskum lögum. Krasa- vín sagði að hann hefði ekki haft miklar upplýsingar í höndum þeg- ar hann var boðaður á fund Jóns Baldvins að morgni mánudagsins og aðeins sagt að þeir, sem reyndu að ná völdum, kvæðust styðjast við ákvæði stjórnarskrárinnar. í stjórnarskránni kveður á um að varaforseti skuli taka við völdum verði forseti óhæfur til þess vegna heilsubrests eða af öðrum sökum. Þess má geta að valdaræningjamir sögðu í upphafi að Gorbatsjov væri veikur og sett yrði á fót neyðar- nefnd til að stjóma Sovétríkjunum í sex mánuði vegna þess að innan- landsmál væru í ólestri. Eins og áður sagði boðaði Jón Baldvin Krasavín á sinn fund að morgni mánudags í síðustu viku: „Þetta er mikilvægt mál og ég man orð mín,“ sagði Krasavín í viðtali við Morgunblaðið í gær. „í fyrsta lagi voru mér afhentar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og utanríkisráð- herrans. um atburðina í Moskvu og ég lofaði að koma þeim á fram- færi. í öðm lagi lýsti ég yfir því að hér væri um sovéskt innanríkis- mál að ræða og bætti því við að samkvæmt að samkvæmt mínum upplýsingum vitnuðu mennirnir, sem ætluðu að komast til valda, í stjórnarskránna," sagði sendiherr- ann. „Þeir sögðu að gerðir þeirra væm grundvallaðar á stjómarskránni. Það skal tekið fram að þetta var fyrir hádegi á mánudag og við höfð- um afar takmarkaðar upplýsingar til að byggja á. Satt að segja höfð- um við aðeins fréttastofuna APN til að styðjast við.“ Krasavín sagði að það hefði ekki verið ætlun sín að styðja valdaránið á fundinum með Jóni Baldvin. „Ég vil leggja áherslu á að þær upplýs- ingar, sem ég greindi utanríkisráð- herranum frá, vom tilvísanir til stjómarskrárinnar, en ekki mín skoðun," sagði Krasavín. Reuter-fréttastofan greindi frá því að Alexander Besmjertnykh, þáverandi utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, hefði fyrirskipað öllum sovéskum sendihermm erlendis að styðja valdaránið í skeytum, sem send vom aðfaranótt mánudags. Krasavín kveðst aldrei hafa fengið slík boð. í upphafi hafí hann orðið að styðjast við aðrar upplýsingar þar sem engar var að hafa frá ut- anríkisráðuneytinu, „en næstu daga fegnum við upplýsingar". Krasavín kvaðst vilja ítreka það að lýðræðisöfiin hefðu farið með sigur af hólmi. „Sú afstaða kom fram í Morgunblaðinu 22. ágúst. Daginn eftir veitti ég tveimur sjón- varpsstöðvum viðtal eftir fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra þar sem ég áréttaði fordæmingu mína á því, sem gerðist, og sagði að þau öfl, sem höfðu betur, myndu áfram gegna lykilhlutverki í Sov- étríkjunum, Gorbatsjov myndi fylgja sömu utanríkisstefnu og áður og gmndvallarafstaða okkar yrði sú sama, að vinna áfram í anda lýðræðis." Valdaránið dæmt til að mistakast Krasavín var spurður hvort hann hefði fordæmt valdaránið ef það hefði tekist. „Það var ljóst frá upp- hafi að tilræðið var dæmt til að mistakast. þetta var aðeins spum- ing um tíma. Það var okkar skoðun frá fyrstu dögum. Lýðræðisöflin hafa eflst svo á ámm perestrojku að andstæðingar valdaránsins hlutu að hafa betur.“ Greint hefur verið frá því í frétt- um að Sovétmenn hyggist kveðja heim 30 sendiherra sinna erlendis. Þetta mun eiga við um þá sendi- herra, sem lýstu yfír stuðningi við valdaránið í upphafi. Sovésku sendi- herramir í Bonn, London, París, Stokkhólmi og Varsjá eru sagðir hafa verið vilhallir valdaræningjun- um og greindi breska útvarpið BBC frá því á miðvikudag að Leoníd Zamjatín, sendiherra í London, færi til Sovétríkjanna í lok þessarar viku. Krasavín kvaðst ekkert vita um málið utan hvað hann hefði lesið í Morgunblaðinu og sjálfur hefði hann ekki fengið boð um að fara til Moskvu. Vadím Bakatín, hinn nýi yfír- maður sovésku öryggislögreglunn- ar KGB, lýsti yfír því á fimmtudag að hann hygðist gerbreyta öllu fyr- irkomulagi stofnunarinnar. Jafn- framt er þess að vænta að stokkað verði upp í utanríkisþjónustunni. KGB ekki með sendiráð að gera Krasavín var spurður hvort þess- ar breytingar myndu hafa áhrif á ígor Krasavín, sendiherra Sov- étríkjanna á Islandi. starfsemi sovéska sendiráðsins á íslandi: „Það er ekki gott að segja hvaða breytinga er að vænta, en þetta eru miklar breytingar, sem eiga eftir að hafa áhrif á störf og starfsemi sendiherra hér sem ann- ars staðar," sagði Krasavín og kvaðst hyggja að einhver lýðræðis- leg endumýjun myndi eiga sér stað í utanríkisþjónustunni. Hann svar- aði ekki spurningunni um KGB fyrr en í annarri atrennu: „KGB hefur ekkert með sendiráðið hér að gera. Það verða breytingar á KGB um öll Sovétríkin, sem verða mikilvæg- ar fyrir okkar þjóðfélag, en eins og ég sagði áðan eru engin tengsl milli starfsemi KGB og sendiráðsins í Reykjavík,“ sagði Krasavín. Krasavín kvaðst vera þeirrar hyggju að atburðirnir í Sovétríkjun- um í síðustu viku myndu efla lýð- ræðisöfl og hraða umbótum og vitn- aði í ræðu Gorbatsjovs fyrir Æðsta ráðinu máli sínu til stuðnings. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.