Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 • • 100 ára vígsluafmæli Olfusárbrúar: Fjölbreytt dagskrá á Selfossi í næstu viku -Forseti Islands verður heiðursgestur Selfossi. ÞESS verður minnst á Selfossi dagana 1.-8. september að lið- in eru 100 ár frá vígslu Olfusárbrúar. Bygging brúarinnar markaði tímamót í sögu samgangna á Isiandi og leiddi af sér þéttbýlismyndun á Selfossi og það hlutverk sem Selfoss gegnir í dag. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður heið- ursgestur á Selfossi 8. september, á afmælisdaginn, en auk hennar verða samgönguráðherra, menntamálaráðherra og fulltrúar vinabæja Selfoss sérstakir gestir þennan dag. Fjöl- margir aðilar taka þátt í afmælisdagskránni en með henni er minnst upphafs þéttbýlismyndunar á Selfossi. Afmælisdagskráin hefst með opnun sögusýningar í Tryggva- skála 1. september klukkan 14.00 þar sem sýnd er byggingarsaga brúarinnar, verkfæri sem notuð voru við byggingu hennar. Einnig eru á sýningunni munir sem voru í eigu Tryggva Gunnarssonar. Hildur Hákonardóttir setti upp sýninguna og er víða leitað fanga í hana. Sýningin verður opin af- mælisvikuna. Skátar opna á sunnudag kl. 16.00 skátaleikvöll við Sigtún fyr- ir unga sem gamla og þangað kemur Brúðubíllinn í heimsókn með dagskrá fýrir yngsta fólkið. Á sunnudag verður einnig frumsýnd kvikmynd um Selfoss sem Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið að undanfarin misseri. Myndin eru um 40 mínútna löng og segir. frá þróun bæjarfélagsins fram til dagsins í dag. Myndin verður sýnd í sal Sandvíkurskóla öðru hverju í afmælisvikunni. Morgunblaðið/SigJónsson Verðandi skátaforingjar, Daði Hrafn Sveinbjarnarson og Stefán Freyr Stefánsson, vinna við að útbúa skátaleikvöllinn. Samið um sölu 1.000 tonna af ærkjöti sem fer til Mexíkó: Bandarískt jfyrirtæki vill kaupa 8501 af gömlu kj öti Landbúnaðarráðuneytið hefur tekið tilboði frá bandarisku matvæla- fyrirtæki, Rupari Food, sem lýst hefur sig reiðubúið til að kaupa allt neysluhæft ærkjöt er til fellur í sláturtíð nú í haust vegna fyrirhug- aðs niðurskurðar á fjárstofninum. Um er að ræða um það bil 40 þús- und ær, en það samsyarar um 1.000 tonnum af kjöti, og mun bandar- íska fyrirtækið flytja það áfram til sölu á veitingastöðum í Mexíkó. Þá hefur Rupari Food lýst sig reiðubúið til að kaupa eins árs gamalt lambakjöt, og að sögn Halldórs Blöndals landbúnaðarráðherra er nú verið að kanna möguleika á því. Samkvæmt nýja búvörusamningn- um kaupir ríkissjóður allt að 55 þús- und ær í haust til að ná því mark- miði að laga sauðfjárframleiðslu haustsins 1992 að þörfum innan- landsmarkaðar. Samkvæmt samn- ingnum mega afurðir af þeim ekki koma á innlendan markað, en talið Suðureyri: Sendi sjálfri sér maríúana frá S-Afríku ÚTLENSK kona sem starf- ar við fiskvinnslu á Suður- eyri var handtekin við póst- húsið á staðnum á fimmtu- dag þegar hún vitjaði bögg- uls sem innihélt 40 grömm af maríúana. Konan hafði sent sjálfri sér fíkniefnin frá Suður-Afríku. Tollverðir á tollpóststofu í Reykjavík fundu fíkniefnin í böggli sem senda átti á nafn viðtakanda á pósthúsið á Suð- ureyri. Fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík ákvað að höfðu samráði við lögregluna á ísafirði að senda pakkann áfram á áfangastað. Lögreglan á ísafirði beið þess á pósthúsinu á Suðureyri að pakkinn yrði sóttur og var stúlkan handtekin þar. Hún gekkst við því að eiga fíkniefn- in og hafa póstlagt pakkann. Málið er að fullu upplýst og stúlkan laus úr haldi. Það verð- ur síðan sent til ríkissaksókn- ara og þaðan fer það væntan- lega til fíkniefnadómstólsins. er að afurðir af um 40 þúsund ám að minnsta kosti verði neysluhæfar. Framkvæmdanefnd búvörusamninga leitaði upphaflega tilboða í ærkjötið, og leiddi það til samningsgerðarinnar við Rupari Food. „Ég er mjög ánægður með að þessir samningar um sölu ærkjötsins úr landi hafa tekist í stað þess að urða það, sem var hinn valkosturinn og örþrifaráð. Með þessum hætti nýtast okkur gærumar til skinnaiðn- aðar, en það er jafnvel möguleiki á að þessir erlendu aðilar vilji einnig festa kaup á hausum og innmat. Með þessum samningi höfum við náð sam- bandi við mjög stóran aðila í Banda- ríkjunum, sem hafði milligöngu varð- andi sölu kjötsins til Mexíkó, og ég Samningurinn sem gerður hefur verið gildir til nóvember og gerir ráð fyrir að Iðntæknistofnun hafi umsjón með að skilgreina þær um- vona að hann geti nýst okkur síðar meir,“ sagði Halldór Blöndal í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að nú væri í athugun hvort hægt væri að selja úr landi þær birgðir af dilkakjöti sem nú eru fyrir hendi. Það væru um 850 tonn, og myndi það marka tímamót ef ein- ungis yrði nýtt kjöt á markaðnum eftir sláturtíð. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna sölu ærkjötsins til Mexíkó er áætlaður minni en kostnaður við að urða kjötið. Á næsta ári er reiknað með um 1.700 tonna útflutningi lambakjöts til að ná birgðamarkmiði- búvörusamningsins, og er nú stefnt að því að flytja nýtt kjöt eingöngu á 'bestu hefðbundnu markaðina, en selja eins árs gamla kjötið fyrir milli- göngu Rupari Food. Engin ákvörðun þar að lútandi hefur þó verið tekin, en ef til þess kæmi þyrfti að flýta greiðslu útflutningsbóta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins virðist það vera hagkvæmari kostur fyrir ríkissjóð að selja kjötið með þessum hætti, og jafnvel gæti hagnaður orð- ið af sölunni. hverfísrannsóknir sem framkvæma þarf áður en bygging álversins hefst, leita tilboða í þær mælingar sem þarf að gera og gera svo tillög- Umboðsmaður bandaríska fyrir- tækisins Rupari Food hér á landi er Erlendur Á. Garðarsson. Til að ganga frá samningi um kaup á ær- kjötinu kom forstjóri fyrirtækisins, Robert Mintz, hingað til lands, og einnig José Buendia, kjötinnflytjandi í Mexíkó, en hann er einn stærsti veitingahúsaeigandi þar í landi. Önnur úrslit urðu þau að Róbert Harðarson vann Snorra G. Bergs- son og Héðinn Steingrímsson vann Sigurð Daða Sigfússon. Jafntefli gerðu þeir Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson og Jón L. Ámason og Karl Þorsteins. Staða efstu manna í landsliðs- ur um hvaða tilboðum skuli tekið. Páll segir að 4-5 menn á vegum stofnunarinnar muni annast þetta verkefni. „Þessi verksamningur er aðeins fyrsti hluti heildarverkefnisins og við eigum möguleika á áframhald- andi vinnu sem verkefnisstjórar í því,“ segir Páll. „Það sem nú liggur fyrir er að kynna dæmið fyrir þeim íslensku aðilum sem geta tekið að sér þessar mælingar og uppfylla hæfniskröfur til þeirra verka.“ í fréttatilkynningu frá Atlantsál Réðist með sleggju inn í fasteignasölu ÓÐUR maður réðst inn á fast- eignasölu í Skipholti í gær vopn- aður sleggju og braut og braml- aði þar innanstokksmuni. Hann vann töluverðar skemmdir á fasteignasölunni en engin meiðsl urðu á fólki. Maðurinn réðst til at- lögu um fjögurleytið, en starfsmenn þár gerðu lögreglu viðvart. Allt er á huldu um ástæður verknaðarins. Þegar maðurinn hafði gengið berserksgang innandyra sem lauk með því að hann braut skapt sleggj- unnar, yfírgaf hann staðinn. Fyrir utan fasteignasöluna beið hans maður í bifreið og komust þeir und- an í henni. Að sögn lögreglu reyndu starfs- mennirnir ekki að stöðva manninn enda virtist hann til alls líklegur. ------»-*-♦---- 15 áraflutti inn hass frá Kristjaníu FIMMTÁN ára piltur var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli síð- astliðinn miðvikudag og fundust 48,5 grömm af hassi í fórum hans. Hann hafði verið að koma frá Kaupmannahöfn og við yfir- heyrslur kvaðst hann hafa keypti efnið í Kristjaníu og ætlað það til eigin neyslu. Að sögn fíkni- efnadeildar lögreglunnar er mál- ið upplýst og pilturinn laus úr haldi. Þá gerði lögreglan lítilræði af hassi og amfetamíni upptækt í húsi í Reykjavík og voru þrír menn hand- teknir. Við húsleitina fann lögregl- an einnig brugg- og eimingartæki og 90 lítra lögun, ásamt efnum til frekari bruggunar. Að sögn lög- reglu verða ekki færðar sönnur á að um sölustarfsemi hafí verið að ræða. Einn mannanna viðurkenndi að eiga bruggverksmiðjuna. Menn- imir hafa allir verið leystir úr haldi. flokki er nú sú að Helgi Ólafsson er í efsta sæti með 6,5 vinninga. í 2.-4. sæti era þeir Margeir Péturs- son, Jón L. Ámason og Karl Þor- steins með 5,5 vinninga og í 5.-6. sæti eru Jóhann Hjartarson og Þröstur Þórhallsson með 4,5 vinn- inga. um þennan samning kemur fram að Iðntæknistofnun sé falið að lið- sinna umhverfísnefnd Atlantsáls við undirbúning viðræðna við umhverf- ismálaráðherra íslands um forat- huganir varðandi umhverfismál vegna fyrirhugaðra framkvæmda samsteypunnar. Þótt þessar fram- kvæmdir eigi eftir að hljóta sam- þykki Alþingis og stjóma fyrirtækj- anna þriggja sem mynda Atlantsál sé nauðsynlegt að ráðast í þessar athuganir strax svo hægt sé að mæta kröfum íslenskra stjómvalda innan ákjósanlegra tímatakmark- ana. Atlantsál gerir fyrsta samninginn við íslenska verktaka: Allt að 60 milljónír króna í umhverfisrannsóknirnar - Iðntæknistofnun hefur umsjón með undirbúningsrannsóknum ATLANTSÁL hefur nú gert fyrsta verksamninginn við íslenska verk- taka, það er Iðntæknistofnun Islands sem mun hafa umsjón með undirbúningsrannsóknum á sviði umhverfisverndar. Atlantsál ráð- gerir að veija allt að 60 milljónum króna eða einni milljón dollara til þessa verkefnis. Páll Kr. Pálsson forsljóri Iðntæknistofnunar seg- ir að samningurinn nú hljóði aðeins upp á brot af þessari upphæð en hann sé vongóður um að íslenskir verktakar fái fleiri verk á þessu sviði. Einnig sé þessi samningur vísbending um að af fram- kvæmdum verði við álver á Keilisnesi. Skákþing íslands: Margeir vann Jóhann MARGEIR Pétursson vann Jóhann Hjartarson í 8. umferð á Skák- þingi íslands sem tefld var í gærkvöldi. Helgi Ólafsson heldur enn forystu sinni eftir umferðina en hann vann Halldór G. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.