Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 Störf og staða ungs íslenskukennara eftir Ólaf Oddsson Innan skamms hefja skólarnir starfsemi sína. Nemendur koma úr sumarvinnu sinni eða leyfi, og kennslan hefst. Menn eru alloft að fjalla á opinberum vettvangi um íslenskukennslu, en stundum virðist svo sem sumir þeirra þekki fremur lítið þau störf, sem þeir eru þó að ræða um. Það er ætlunin að fjalla um þessi efni hér. Verður gerð nokkur grein fyrir störfum og stöðu ungs íslenskukennara, sem væri að hefja störf í framhaldsskóla einum hér á landi. — Sá sem þetta ritar hefur alllengi verið íslenskukennari við framhaldsskóia og auk þess hefur hann setið ailmarga fundi, þar sem saman hafa komið deildar- stjórar í íslensku í flestum fram- haldsskólum hér á landi. Hann telur sig því hafa nokkra yfirsýn í þessum efnum. Skólamir eru um sumt ólík- ir, en annað er þeim sameiginlegt. Rétt er að taka hér fram, að menntamálaráðuneytið gefur út námskrá í einstökum greinum, og er hún meginviðmiðun framhalds- skólanna við skipulagningu náms og kennslu. Innan þeirra marka hafa skólamir þó nokkurí sjálf- stæði, t.a.m. hafa deildarstjórar í einstökum greinum m.a. umsjón með kennsluáætlunum, kennslu, vali á námsefni, námsmati og sam- vinnu kennara. (Sbr. reglugerð um framhaldsskóla, 5. og 26. gr.) Málfræði og setningafræði íslenskukennarinn ungi kennir ýmislegt í almennri málfræði og setningafræði til þess að skerpa tök á máli og auka skilning á því. Hann kennir helstu reglur í stafsetningu, og hann þarf að fara yfír margar æfingar frá hverjum nemanda, en það er afar tímafrekt verk. Hann á einnig að kenna og æfa reglur um greinarmerki. Þá fjallar kennarinn um hljóð- fræði, hljóðkerfísfræði, forsendur stafsetningar, uppruna íslensks máls, sögu þess og þróun, tökuorð og nýyrðasmíð. Hann tekur fyrir erlend máláhrif og málrækt. Þá fjallar hann um merkingarbreyting- ar, myndhverf orðtök (líkingar), uppruna þeirra og merkingu. Kennarinn þjálfar nemendur í framsögn, munnlegri tjáningu og erindaflutningi og reynir að láta þekkingu í hljóðfræði auðvelda nemendum að temja sér skýran og áheyrilegan málflutning og lagfæra hnökra, er kunna að hindra eðlilega framsögn. Mikilvægt er, að hver nemandi fái tilsögn og verkefni við sitt hæfí. Bókmenntir og saga þeirra Kennarinn fjallar um Eddu- kvæði, uppruna þeirra og einkenni, margs konar gildi og mikil áhrif þeirra á skáld og listamenn á síðari öldum. Hann fer yfir ýmis goða: kvæði og hetjukvæði og reynir að vekja áhuga nemenda á þeim. Kennarinn fjallar um ýmis önnur mikilvæg efni í íslenskri bókmennt- asögu fyrri alda. Viðfangsefni eru þar m.a. dróttkvæði, kveðskapur Egils einkum Sonatorrek, fræði Ara Þorgilssonar, Snorra-Edda, sagna- ritunin, upphaf hennar og einkenni. Áhersla er lögð á konungasögur, sérstaklega Heimskringlu, safnritið Sturlungu, en einkum þó á íslend- ingasögur. Kennarinn les með nemendum nokkrar íslendingasögur. Hann á að skýra þessar sögur og vekja áhuga nemenda á þessari mikil- vægu grein, en íslendingasögur geta höfðað sterkt til margra ung- menna. — Nemendur fjalla um efni sagnanna og einkenni í erindum og ritgerðum. Þeir fá leiðbeiningar um meðferð máls í ræðu og riti, og þeir fá einnig þjálfun í því að greina að aðalatriði og aukaatriði. Þá er einnig viðfangsefni kennar- ans unga ýmislegt í bókmennta- fræði, m.a. einkenni bundins máls og ljóða. Kennarinn á að fjalla um margvíslegt mynd- og líkingamál, svo og stílbrögð ýmiss konar, sem skýra þaf með dæmum. Kennarinn fjallar allítarlega um skáldsögur og smásögur, þ.e. marg- víslegar tegundir þeirra og bygg- ingu og ólík vinnubrögð einstakra höfunda. Kennarinn les með nem- endum sínum ýmsar ólíkar smásög- ur frá síðari tímum, og hann tekur til umræðu verk eftir frægt skáld. Nemendur fjalla um verkið í erind- um og ritgerðum, þ.e. efni þess og ýmis listræn einkenni. í bókmenntasögu á kennarinn að taka fyrir einkenni og áhrif er- lendra stefna í bókmenntum frá miðöldum til samtímans. Hann á að skýra bókmenntaverk, sem tengjast þessum stefnum. Þá á kennarinn að ljalla um ís- lenskar þjóðsögur, einkenni þeirra og margvislegt gildi, m.a. listrænt, þjóðfræðilegt og mállegt gildi, svo og að þær eru oft uppistaða í verk- um skálda og listamanna. — Kenn- arinn fjallar um leikrit, einkenni þeirra og þróun í íslenskri menning- arsögu, og hann les með nemendum frægt leikrit. Þeir kynnast því og í flutningi mikilhæfra leikara. Ritgerðir og tilsögn í meðferð máls Kennarinn á að fjalla rækilega um ritgerðir og samningu ólíkra tegunda þeirra, en það er mikið og erfitt verk að fara yfír þær. Mat á þeim er afar viðkvæmt og Vanda- samt í framkvæmd. Kennarinn veit- ir og í ritgerðakennslunni margvís- lega tilsögn í meðferð íslensks máls. Hér er nauðsynlegt að huga að því, að nemendur eru mjög ólíkir og þarf því að huga sérstaklega að hveijum þeirra. Nemendum eru kynntar ýmsar orðabækur og hjálp- argögn, er að gagni mega koma. Nemendur velja sér nýútkomið, frumsamið, íslenskt skáldverk og fjalla um það í sérstakri bókmennt- aritgerð í samráði við kennarann. Hann leiðbeinir um samningu slíkra ritgerða, meðferð heimilda og fræð- ilega framsetningu. Markmið ritgerða, erinda og ann- arrar umfjöllunar nemenda er það að auka hæfni þeirra á þessu sviði, skerpa tök á máli og gera yfirleitt mál þeirra í ræðu og riti markviss- ara, skipulegra og áhrifameira. Ýmislegt fleira Ekki er víst, að kennarinn taki fyrir öll fyrrgreind svið, og fer það eftir skiptingu kennslu í einstökum bekkjum eða áföngum. En hann verður að vera reiðubúinn að kenna flest af því, sem hér hefur verið nefnt, og sitthvað fleira. Kennarinn ungi verður að semja og fara yfir allmargar skriflegar æfingar, því að hann þarf að fylgjast með hveij- um nemanda. Hann þarf og að taka þátt í ýmsum fundum og námskeið- um, sem geta verið býsna tímafrek. Hann á fundi með nemendum og foreldrum þeirra. Þá á kennarinn að vera nemendum hjálplegur við blaðaútgáfu, ræðukeppni, bók- menntakynningu o.fl. Hann þarf og á prófatímum að taka þátt í próf- samningu, sitja yfir í prófum og meta verkefnin. Þá á hann í lokin að semja ásamt samtfennurum skýrslu um liðinn vetur og taka þátt í skipulagningu hins næsta. Um stöðu kennarans Fyrrgreind störf hins unga kenn- ara eru að minni hyggju afar mikil- væg, en því miður hefur mjög skort á skilning á því í samfélaginu. Sum- ir menn hafa talað á tyllidögum á liðnum árum um mikilvægi móður- máls og móðurmálskennslu, en það Ólafur Oddsson „Tal sumra manna á hátíðarstundum um mikilvæg’i íslensku og íslenskukennslu er því miður heldur léttvægt í raun, sé miðað við mat á störfum hins unga kennara. Staða ungra háskólamenntaðra kennara hefur í seinni tíð verið með þeim hætti, að hún hefur fælt frá ýmsa mikil- hæfa og vel menntaða menn.“ er afstaðan í raun sem máli skiptir. Kjör ungra vel menntaðra kenn- ara hafa því miður verið léleg og lítt til þess fallin að laða hæfíleika- menn að þessum störfum. Aðbúnað- ur, kennsluskylda og aðstaða öll her'hefur einnig verið töluvert ólík því sem er annars staðar á Norður- löndum. Sums staðar erlendis tíðk- ast það, að móðurmálskennarar fá sérstakan kennsluafslátt til þess að geta sinnt hveijum nemenda betur, en það hefur ekki verið svo hér. Þá hafa heldur undarlegir „siðir“ sumra valdsmanna á liðnum misser- um (ef siði skal kalla) gert störf í skólunum erfiðari viðfangs. Hér er ekki einungis átt við þá háttsemi að una ekki dómsúrskurði og ómerkja eigin orð, heldur einnig þá tilhneigingu sumra manna að stilla kennurum upp sem andstæðingum alþýðu. Þetta eru heldur ómerkileg- ir hættir, sem leiða ekki til farsæld- ar. Nær væri að reyna að auka samstöðu þjóðarinnar. Ef hinn ungi íslenskufræðingur hefði verið ráðinn til kennslu í fyrra- vor, hefðu afar lág mánaðarlaun hans fyrir fulla kennslu átt að hækka fljótlega um tæp þrjú þús- und krónur samkvæmt ráðher- raundirskrift og dómsúrskuði. En þeir hlutir hafa stundum reynst marklausir hér á landi á liðnum misserum. Tal sumra manna á há- tíðarstundum um mikilvægi ís- lensku og íslenskukennslu er því miður heldur léttvægt í raun, sé miðað við mat á störfum hins unga kennara. — Staða ungra háskóla- menntaðra kennara hefur í seinni tíð verið með þeim hætti, að hún hefur fælt frá ýmsa mikilhæfa og vel menntaða menn. Þá hefur og staða þeirra, sem eldri eru og gegna umsjónarstörfum með móðurmálskennslu í Ijölmenn- um skólum, verið þannig, að sú umsjón virðist harla lítils virði og litlu máli skipta. Ef þetta væri umsjón með veraldlegum hlutum eða peningum gegndi hér líklega allt öðru máli. Er íslenskukennslan mikilvæg? Ég hef áður í blaðagrein lagt áherslu á mikilvægi þess, að ung- menni fái vandaða kennslu vel menntaðra kennara, í móðurmálinu og öðrum mikilvægum greinum. Þetta er afar þýðingarmikið. Nem- andi, sem hefur lært mikið af góð- um íslenskukennara, stendur miklu betur að vígi en sá sem hefur ekki notið þessarar kennslu. Ungur mað- ur, sem hefur náð góðum tökum á íslensku máli, töluðu og rituðu og numið ýmis meginatriði í íslenskri bókmennta- og menningarsögu, er hér allveg á vegi staddur. Ef hann hyggur t.a.m. á nám í Háskóla ís- lands, getur kunnátta á þessu sviði haft úrslitaþýðingu í sumum grein- um, eftir því sem kennararnir hafa sagt. Hið sama á við ummargvíslegt annað nám og ýmis önnur störf í samfélaginu. Þar má sem dæmi nefna blaðamennsku og Ijölmiðla- vinnu, auglýsingaþjónustu, störf í prentsmiðjum og útgáfufyrirtækj- um og margvísleg störf, þar sem menn þurfa að semja ýmsar skýrsl- ur og greinargerðir. Hagnýtt gildi vandaðrar móðurmálskennslu ætti því að vera augljóst. Auk þess má hér nefna menning- arlegt gildi kennslunnar, en hún getur aukið mjög mannþekkingu nemenda og menningarlegann þroska. Menn eru stundum að ræða um gildi íslenskrar tungu og menn- ingar fyrir íslenska þjóðarvitund, þ.e. vitundina um það, sem samein- ar þessa þjóð. Um það efni þarf lík- lega ekki að íjölyrða mikið. En augljóst má vera, af því sem áður hefur verið rakið, að störf ungra, vel menntaðra og áhugasamra ís- lenskukennara eru einnig að þessu leyti afar mikilvæg. Höfundur er íslenskufræðingur og kennnri. Um vangaveltur Braga Asgeirssonar eftir Birgittu Ósk Óskarsdóttur Svokölluð „gagnrýni“ Braga Ásgeirssonar í 192. tbl. Morgun- blaðsins um sýningu mína „Draumsýnir“ í Ásmundarsal er vangaveltur og aðdróttanir sem auðveldlega hefði mátt komast hjá, hefði Bragi gefið sér tíma til að ræða við mig á staðnum því ég sit sjálf yfir sýningunni. Veit ég ekki gjörla hvemig Bragi fer að því að gagnrýna yfir 20 verk á þeim 2 mínútum er hann staldr- aði við. T.d. nefnir hann mynd nr. 9 „Konu í stól“ en er af konu sitj- andi á glugga. Sjálf myndi ég ekki treysta mér að fjalla um sýn- ingu á verkum þar sem ég hefði eytt að meðaltali 5-6 sek. á hveija mynd. Bragi fer einnig með rangfærsl- ur. Hann segir m.a. að ég hafi lokið BA-námi, en ég lauk BFA (Bachelor of Fine Arts) sem krefst fleiri eininga og er 4 ára stíft nám, auk þess sem ég tók lista- sögu sem aukanámsgrein. Og BFA-gráða er alls ekki „ .. .að sjálfsögðu ... áfangi að MA- gráðu“. Sérstaklega í ljósmyndun skiptir atvinnureynsla alveg jafn- miklu máli og skólun. Mér þykir leitt hafi Bragi tekið persónulega nærri sér ummæli mín í menningarblaði Morgun- blaðsins laugardaginn 24. ágúst um að ljósmyndun sé líka list- grein. Þannig er nú mál með vexti að núorðið eiga nær allir eigin myndavélar af öllum stærðum og gerðum og taka ógrynni mynda sjálfír. Ljósmyndun er auk þess ekki nema 151 árs gömul og hefur mikið verið notuð til þess að skrá- setja staðreyndir og staðfesta raunveruleika. Því er hætt við að fólk líti á ljósmyndun öðrum aug- „Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að ég er leitandi listamaður enda væri erfitt að vera annað vilji maður þroskast og þróast.“ um en aðrar listgreinar. Fjölföld- unarleiki ljósmyndarinnar hefur einnig orðið henni til trafala sem listgrein og hún verið verðlögð samkvæmt því. Pratt Institute er rótgróinn list- askóli sem er byggður upp svipað og Myndlista- og handíðaskóli ís- lands. Allir taka sama grunninn (málun, teiknun, skúlptúr o.fl.) en velja sér svo deild. Á síðasta ári velur hver nemandi sér þema sem hann/hún síðan vinnur að einstakl- ingsbundið og sjálfstætt en sýnir kennurum og nemendum til að fá uppbyggjandi gagnrýni og fagleg- ar ráðleggingar á meðan á vinnslu stendur. Tilgangurinn með því að vinna með ákveðið þema er að fá heildarsvip yfír verkin, sem Bragi nefnir „ ... einhæft og mikið um endurtekningar". Ég geri mér auðvitað grein fyr- ir því að ég er leitandi listamaður enda væri erfitt að vera annað vilji maður þroskast og þróast. Það er alltaf mest spennandi að fást við þau verkefni sem eru í uppsigl- ingu. Picasso svaraði eitt sinn er hann var spurður að því hvaða verki sínu hann væri hrifnastur af. Picasso svaraði stutt og lagg- ott: „Því næsta.“ Stöðnun er dauðadómur listarinnar. Ég vil því biðja Braga Ásgeirs- son um að koma aftur á sýninguna mína (áður en henni lýkur), ræða Birgitta Ósk Óskarsdóttir við mig og líta á myndirnar án fyrirfram ákveðinna skoðana og fordóma. Iíöfundur cr Ijósmyndnri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.