Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 39
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 39 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 891282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 1\0 ’L Sérstaða Krists Gagnleg og málefnaleg viðbrögð hafa átt sér stað við grein minni um kristna trú og nýaldarstefnuna sem birtist 21. ágúst. Vil ég þakkastjóm Nýaldarsamtakanna og sérstaklega Rafni Geirdal fyrir fróðlega og mál- efnalega grein. Með bréfi þessu legg ég áherslu á kristindóminn en þarf einnig að leiðrétta misskilning hjá stjórn Nýaldarsinnai Fyrst vil ég þó segja það, að fólk má trúa hveiju sem er mín vegna en það á ekki að kalla sig kristið ef það lítur á Krist eingöngu sem enn af spámönnunum eins og nýaldarmenn gera. Ætli menn að Biblían fari með rangt mál og að kristindómurinn hafi runnið skeið sitt á enda og vik- ið fyrir nýrri hugmyndafræði nýald- arsinna, þá er erfitt að rökræða um orð Drottins og hjálpræði hans. Fagnaðarerindið sem Guð gaf okk- ur í Jesú Kristi, sem byggjum heim- inn eftir syndafallið, á nú á hinum síðustu dögum að víkja fyrir Babýl- onískum trúarbrögðum, þökk sé ný- aldarsinnum. En þetta er tímanna tákn og nú aldrei sem fyrr ber kristn-' um mönnum að halda vöku sinni. Nýaldarsinnar tala mikið um kær- leikann og umburðarlyndið. Það gera kristnir menn líka. En umburðarlyndi í trúmálum er sama og yfirlýst henti- stefna. Fólk trúir m.ö.o. því sem hentar því best. En það er ekki að vera kristinn. Ekki heldur þó fólk sé umburðariynt. Til að frelsast úr þessum heimi, frá rangsnúinni öld til nýrrar aldar þarf fólk að játast Kristi, sem er hinn nýi sáttmáli milli Guðs og mann- kynsins. Sú er hin mikla sérstaða Krists. Enginn annar vegur liggur til Guðs. Og þó að einhveijir hafi aldrei heyrt fagnaðarboðskapinn, verða þeir ekki sendir í eilífan eld, eins og nýaldarsamtökin rangfæra upp á kristindóminn. Hvaða faðir myndi hegna óvita með þeim hætti, ef hægt er að tala um hegningu til handa óvitum og sakleysingjum. Vonandi felst þessi túlkun kristin- dómsins ekki í þeirri yfirlýsingu ný- aldarsamtakanna, að vilja „skoða guðshugmyndina í nýju og fersku ljósi, sem höfðar til þess“. Ég vil ráðleggja fólki, að lesa Nýja testamentið. Þannig fær fólk að þekkja kenningu Krists og halda vöku sinni fyrir austurlenskum heið- indómi, sem matreiddur er af nýald- arsinnum fyrir nútímafólk á Vesturl- öndum. Fólk er nefnilega ákaflega illa að sér í kristnum fræðum. Ef til vill er það ástæðan fyrir því hversu auðveldlega hinar ýmsu stefnur, sem hafa útþynntan kristindóm að grund- TtÓM ÞIJ, DROITINN JESÚS Á NÝRRIÖLD Uii*yrS3ylí.'"l lurrtnkwr mi Imr þcir bnuð. vln °t <MtOA. narhnfundur irlur nýakUr- na frt Cuíi o* fmUnra mnmu. I Krtuu. Þrtln rt mnjt. NJnld- Ik 1 Þni knmriffnlrfl. nfl Irit l hrfur l'.uJ nð Murfjðai o» N mmm velli, eiga greiðan aðgang að þjóð- inni. í hinu forna Rómarríki þekktist það að tilbiðja og dýrka marga guði, svo menn voru umburðarlyndir gagn- vart ólíkri trú manna. Eitthvað sem nýaldarsinnar hrósa sér af í dag. En kristnir menn höfðu eins og í dag aðeins einn guð, föður Drottins Jesú Krists. Umburðarlyndið í trúmálum var þeim synd í þeim skilningi að þeir voru hollir hinum eina sanna Guði (JHVH) og vildu fara í einu og öllu eftir boðum hans og bönnum. Umburðariyndið var þá eins og nú tilslökun á siðferði, sem leiddi mikla óáran yfir þá sem brutu boð og bönn Guðs. Fólk á nefnilega erfitt með að skilja að orð Guðs eru því til leiðbein- ingar og víki það frá því villist það og lendir utan vegar í ógöngum. Sá maður, sem treystir Guði og trúir á hjálpræði hans í Jesú Kristi, að Jesú sé lykillinn til dýrðarríkis Guðs, hann er kristinn og gengur innan skamms inn til nýrrar aldar, til nýrrar jarðar og nýs himins. Einar Ingvi Magnússon Er Guðsríki í nýrri markaðssókn? Rafn Geirdal skrifar ágseta grein í Velvakanda 24. ágúst sl. um Nýöld- ina sem svar til Einars Ingva Magn- ússonar og vil ég taka undir orð Rafns. Er Guðsríki í nýrri markaðssókn? spyr ég og held að svo sé. Nýöldin byggist fyrst og fremst á gæða- stjórnun hjá manninum sjálfum, og ekki veitir af. Að hreinsa og sópa út kreddum, kreppum og karma til að auka manngildi sitt. Fáum líður vel að bjóða gestum inn á heimili sitt þar sem allt er skítugt og í óreiðu. Svipað er með manninn sjálfan. Hann þarf að hreinsa sitt eigið musteri til að geta boðið gestum inn, opnað síð- an glugga og dyr upp á gátt þannig að kærieikann má finna langt að. Þannig held ég að skilja megi orð Krists þegar hann sagði að Guðsríki væri innra með okkur. Þar finnum við kærleikann, ekki í orðum og gjörðum, heldur í huga, tilfínningum, hjarta, já reyndar með öllum líkam- anum. Þegar við fínnum kærleikann á þennan hátt geislar hann út á við og smitar frá sér og mætir alltum- lykjandi kærleikanum sem við kölium Guð. En til þess þurfum við gæða- stjórnun hjá sjálfum okkur. „í húsi föður míns eru margar vistarverur." Þannig mælti Kristur. Hver trú er réttmæt fyrir hvern og einn á hveijum tíma, en allt mann- kynið mun endanlega fara í gegnum Kristsljósið í þessu lífi eða öðrum, e.t.v. meðvitað eða ómeðvitað. Það er markmið Nýaldarinnar sgm er rétt í burðarliðunum. Margar bækur eru nú skrifaðar í anda hennar og er það hið ágætasta mál. Hver og einn sem leitar finnur þar eitthvað við sitt hæfi í þroskaleit sinni. Jafn- vel eróbikk og aðrar nútíma leikfimi- æfíngar eru liður í Nýöldinni því við- komandi fínnur fyrir vellíðan og það er markmiðið. Að opna glufu fyrir kærleikann. Um leið og glufan er komin verður ekki aftur snúið. E.t.v. þá eða með auknum þroska mun við- komandi skilja boðskap Nýja testa- mentisins, en erfíðara dulspekirit er vart til í bundnu máli og ekki hvers manns að skilja það. Ég tel líka að fleiri múrar séu að falla utan Berlínarmúrinn. Múrar dulspekinnar eru að falla og hún er gerð einfaldari. Ungt fólk og börn skynja aðra tíðni æ meira heldur en eldri kynslóðin, sem er svo jarðbund- in að fætur hennar eru nánast undir torfi. Getur verið að kynslóðabilið hafi fært sig á aðra tíðni? Að í stað musmunandi skoðana á popplögum og síðu hári er komin mismunandi túlkun á Guði og Kristsljósinu á milli eldri og yngri kynslóðanna? Er ekki Guðsríki í nýrri markaðssókn? Auð- vitað slæðist svartagaldurskukl og heiðni með en það er ekkert nýtt, og er það önnur saga. Bænin leiðir slíkt meðvitað og ómeðvitað frá viðkoandi. Miero-Perestroika í dásvefni lífsins hefur einfaldleikinn glatast • í spennitreyju skyldunnar, verði Guðs vilji en ekki minn. Sigfríð Þórisdóttir l Jakinn erbrennheiturj" i * Ast er... TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate ... að skrífa honum bréf daglega. Jæja heiðursmaður. Að hverju viltu snúa þér næst? Listflug sýnist ekki vera þitt svið. Víkveiji skrifar Allharkalegar innheimtuaðgerðir tímaritsins Þjóðlífs á hendur þeim, sem hafa ekki greitt áskrift að blaðinu, vekja nokkra furðu. Yfír- leitt hjóta þetta að vera fremur lág- ar upphæðir, því að áskriftargjöld eru ekki ýkja há að slíkum blöðum. Því hlýtur innheimtukostnaður að vera mjög stórt hlutfall af skuldinni og ekki bætir það ímynd blaðs, þeg- ar til lögfræðiaðgerða er gripið vegna vangoldinna áskriftar- greiðslna. Víkveiji lenti í þessu fyrir nokkru. Hann hafði ekki fengið neina til- kynningu frá Þjóðlífi um að van- greidd væri áskrift að blaðinu. Þá kom allt í einu gíróseðill í pósti frá einhveijum lögfræðingum og var upphæðin mun hærri en áskriftin sjálf eins og gefur að skilja. Lög- fræðingurinn þurfti sitt fyrir ómak- ið. Víkveiji hringdi á skrifstofu Þjóð- lífs, sagði upp áskriftinni og bað um að sendur yrði nýr gíróseðill með áskriftinni einni saman, hana skyldi hann greiða, en engan innheimtu- kostnað. Þetta gekk eftir, en í þessu tilfelli skal tekið fram, að ekki hafði borizt rukkun fyrir áskriftinni með eðlilegum hætti, ekkert heyrðist frá blaðinu, fyrr en lögfræðingurinn lét í sér heyra. Þetta rifjaðist upp fyrir Víkveija er hann las í DV í gær að roskinn maður hafí misst bíl sinn vegna van- goldinnar áskriftar að Þjóðlífí og að bíllinn hafi verið sóttur og numinn á brott frá honum að nóttu til. í til- felli mannsins, sem getið var í frétt- inni í gær, hafði hinn roskni maður þó þegar greitt áskriftina. Eru þetta ekki aðeins of harðar aðgerðir? XXX Víkveiji var staddur í Finnlandi í upphafi vikunnar. Þar gefst tækifæri til þess að sjá sovézka sjón- varpið, enda Tallin-stöð þess í næsta nágrenni og sést mjög vel í suðurhér- uðum landsins. Bein útsending frá Æðsta ráðinu var mjög mikill hluti dagskrárinnar og undraði það Vík- veija hve þingmenn voru oft dólgs- legir, t.d. er Míkhaíl Gorbatsjov ávarpaði þingið. Þeir gengu að hljóð- nemum úti í sal og kölluðu fram í fyrir forsetanum og mátti fundar- stjóri hafa sig allan við til þess að þagga niður í mönnum. Þessar út- HÖGNI HREKKVÍ SI sendingar voru svo einnig endur- varpaðar á CNN og þar þýtt hvert einasta sagt orð á þessum fundum. Það var í senn skemmtilegt og lærdómsríkt að fylgjast með þessum útsendingum, svo og útsendingum sænskra og finnskra stöðva. Þetta var í þann mund er utanríkisráðherr- ar baltnesku landanna voru staddir á íslandi til þess að undirrita samn- ing um diplómatísk samskipti land- anna. Það vakti athygli Víkveija að fremur lítið var fjallað um þetta í þessum Ijósvakafjölmiðlum, aðeins minnst á að ísland hefði viðurkennt baltnesku löndin og þá í upptalningu með fjölda annarra þjóða. Hins veg- ar, þegar þessir sömu ráðherrar komu til Kaupmannahafnar og framkvæmdu sama gerning og þeir höfðu gert á íslandi, voru myndir og viðtöl vegna atburðarins, rétt eins og um fyrstu viðurkenningu á balt- nesku löndunum hefði verið að ræða. Það virðist svo sem ísland sé naum- ast til í þessum erlendu fjölmiðlum, a.m.k. virðast menn ekki hrökkva upp af standinum, gerist eitthvað á íslandi. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.