Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUJMBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 Skákþing Islands í Garðabæ: Helgi heldur naumri forystu ____________Skák_________________ Bragi Kristjánsson Sjöunda umferð á Skákþingi Islands, sem teflt er í Garða- skóla, Garðabæ, var sú líflegasta til þessa. Barátta geisaði á hverju borði og úrsiit sumra skákanna komu á óvart. Úrslit 7. umferðar: Jón L. — Helgi Ól. >/2—'/2,36 leikir Karl — Héðinn Vi—V2,49 leikir Jóhann — Halldór Grétar 0—1,36 leikir Snorri — Helgi Áss 0—1,45 leikir Sigurður Daði — Róbert V1—V1,65 leikir Þröstur —Margeir biðskák Skák efstu manna, Jóns L. Árna- sonar og Helga Ólafssonar, varð snemma geysiflókin. Báðir keppend- ur tefldu grimmt til vinnings, en niðurstaðan varð samt friðsamleg. Jóhann Hjartarson náði engu frum- kvæði í byijun gegn Halldóri Grét- ari Einarssyni, en tókst þó að snúa skákinni sér í hag. Jóhann notaði mikinn tíma, og svo fór að lokum, að hann var sleginn skákbiindu í heiftarlegu tímahraki og féll loks á tíma eftir 36 leiki með tapaða stöðu. Karl komst ekkert áieiðis gegn ör- uggri taflmennsku Héðins og lauk skákinni með jafntefli. Snorri lék Skák Margeir Pétursson SIGURÐUR Daði Sigfússon keppti nýlega á hinu árlega OHRA móti í Sas van Gent Belgíu fyrir unglinga 20 ára og yngri og náði þar mjög góðum ár- angri. Þrátt fyrir að Sigurður væri í hópi stigalægri keppenda á mótinu varð hann í öðru sæti með 6 vinninga af níu möguleg- um. Tvítugur Sovétmaður, Vlad- imir Belikov sigraði örugglega með sjö vinninga. Kom það ekki á óvart þar sem hann var lang- stigahæstur keppendanna tíu, sem komu frá níu löndum. Sigurður tapaði aðeins einni skák, í fyrstu umferð, en hann lét það ekkert á sig fá. Mikilvægasta vinn- ing sinn fékk hann í næstsíðustu umferðinni er hann lagði enska keppandann að velli og tók af hon- um annað sætið. í síðustu umferð gerði hann síðan stutt jafntefli við sigurvegarann með svörtu. Þessi ágæti árangur Sigurðar bendir í þá átt að hann eigi senn möguleika á að ná áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Úrslit á mótinu urðu sem hér segir: 1. Vladimir Belikov, Sovétr. 7 v. 2. Sigurður Daði Sigfússon 6 v. af sér skiptamun og átti sér ekki viðreisnar von eftir það. Róbert náði mun betri stöðu gegn Sigurði Daða og virtist vinningurinn aðeins vera spurning um tíma. Sá síðar- nefndi varðist af mikilli seiglu og þar kom, að Róbert varð of öruggur með sig, fórnaði peði að óþörfu, en átti ekki meira en jafntefli eftir það. Þröstur kom vel undirbúinn í glí- muna við drekann ógurlega, sem Margeir beitti. Upp kom endatafl, þar sem Þörstur átti peð yfír, en framhaldið var ekki einfalt. Þegar skákin fór í bið átti Þröstur enn peði meira, en peðin orðin svo fá, að jafnteflismöguleikar Margeirs verða teljast miklir. Staðan eftir 7. umferð er þessi: 1. Helgi Ólafsson, 5'/2 v. 2. Jón L. Árnason, 5 v. 2.-3. Karl Þorsteins, 5 v. 4. Jóhann Hjartarson, 4V2 v. 5. Margeir Péturss., 4 v. + biðsk. 6. Þröstur Þórhallss., 3‘/2 v.+ biðsk. 7. Helgi Áss Grétarsson, 31/2 v. 8. -9. Halldór G. Einarsson, 2Vi v. 8.-9. Róbert Harðarson, 2V2 v. 10. Héðinn Steingrímsson, 2 v. 11, —12. Snorri G. Bergsson, U/2 v. 3. AIi Mortazavi, Englandi 5'/2 v. 4-5. Gaston Dörenberg, Belgiu og Pontus Sjödahl, Svíþjóð 5 v. 6. Daniele Petrone, Ítalíu 4 v. 7. Branimir Jukic, Júgóslavíu 3V2 v. 8-10. Nicolas Eliet, Belgíu, Pascal Vandewoort, Hollandi og Dirk Wegener, Þýzkalandi 3 v. Sigurvegarinn varð í öðru sæti á úrtökumóti í Sovétríkjunum, þar sem keppt var um þátttökuréttinn á heimsmeistaramóti unglinga, sem hefst í Póllandi síðar í þessum mán- uði. Þjálfari hans er stórmeistarinn Kaidanov. Belikov hefur stigatöluna 2.415, en til samanburðar má geta þess að Sigurður er með 2.270 stig, sem hækka þó nokkuð eftir Belgíu- mótið. Sigurður Daði teflir yfirleitt frem- ur traust en í skákinni sem hér fer á eftir bregður hann á leik og tekur hressilega á móti drekaafbrigði and- stæðingsins: Hvítt: Sigurður Daði'Sigfússon Svart: Petrone, Italiu Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - g6 6. Be3 - Bg7 7. f3 - Rc6 8. Dd2 - 0-0 9. Bc4 - Bd7 10. 0-0-0 - Hc8 11. Bb3 - Re5 12. h4 - Rc4 Síðustu 15 árin eða svo hefur sú leikaðferð notið ineiri vin- sælda að reyna að seinka kóngs- 11.—12. Sigurður D. Sigfússon, 1V2 v. Við skulum sjá æsispennandi tímahraksskák Jóhanns og Halldórs Grétars. Það er óvenjulegt að sjá Jóhann, sem er þekktur fyrir góða taflmennsku í tímahraki, missa þannig tökin á skákinni. Hvítt: Jóhann Hjartarson. Svart: Halldór Grétar Einarsson. Frönsk vörn. I. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. e5 - c5, 4. c3 — Re7 Algengast er að leika 4. — Rc6, 5. Rf3 — Db6 o.s.frv. 5. Rf3 - Rbc6, 6. Ra3 - Rf5 Venjulega er leikið hér 6. — cxd4, 7. cxd4 - Rf5, 8. Rc2 - Db6, 9. Bd3 - Bb4+, 10. Kfl - Be7, 11. H4 o.s.frv. 7. Rc2 - Be7, 8. Bd3 - g5I? Hraustlega leikið. Leikurinn er þekktur í sumum stöðum byijunar- innar, en sá, sem þetta skrifar, hef- ur ekki séð hann í þessari stöðu. Hugmyndin er að grafa undan valdi riddarans á d4-reitnum. 9. dxc5 - g4, 10. Rfd4 - Rxe5, II. Bb5+ - Hvítur getur einnig í þessum leik eða næstu leikjum drepið á f5, sem hefði leitt til betra tafls fyrir hann. 11. - Bd7, 12. Bxd7+ - Dxd7, sókn hvíts með 12. — h5, en gegn því hafa á undanfömum ámm fundist margar nýjar og hættu- legar leiðir. ítalinn dustar því rykið af gamla afbrigðinu og það hafa reyndar sumir stórmeistar- ar lika gert upp á siðkastið. 13. Bxc4 — Hxc4 14. h5 — Rxh5 15. g4 - Rf6 Grunnstaðan í gamla afbrigðinu. Eftir að Karpov vann auðveldan sig- ur á Korchnoi í einvígi þeirra árið 1974 féll það úr tízku. Karpov lék 16. Rde2, en síðan hafa fullnægj- andi varnir fundist gegn þeim leik. Hinn 25 ára gamli stórmeistari frá Leningrad, Alexander Khalifman er 13. 0-0 - Rh4, 14. Hel - Bf6, 15. Bf4 - Rhg6, 16. Bxe5 - Ekki gengur 16. Bg3? — h5 o.s.frv. 16. - Rxe5, 17. Dd2 - Rg6, 18. Dh6?! - Drottningin lendir á hrakhólum á h-línunni. Betra hefði verið að hefja strax aðgerðir á drottningararmi með 18. Rb4 o.s.frv. 18. - 0-0-0, 19. Dh5 - Hdb8, 20. g3 - Rf8, 21. f4 - Annað er ekki að gera við hótun- inni 21. — Hg5 o.s.frv. 21. - gxf3, 22. Dxf3 - Bd8 Þegar hér var komið áttu kepp- endur eftir 25 mínútur hvor til að ná 40 leikja markinu. 23. Rb4 - h5, 24. Khl - h4, 25. g4 - Rh7, 26. c6 - bxc6, 27. Rbxc6 - Rg5, 28. Dd3 - Db7 Ekki 28. - Bb6?, 29. Da6+ - Db7, 30. Re7+ og hvítur á vinnings- stöðu. 29. Rb5 - Kd7 Þvingað vegna hótananna 30. Rxa7+ og 30. Rd6+. 30. Re5+ - Ke7, 31. Rd4 - Re4, 32. Rdc6+ - Kf6 Eftir 32. — Ke8, 33, Hxe4! vinn- ur hvítur. 33. Dd4? - um þessar mundir sá eini í hópi 2600 stiga stórmeistara sem teflir gamla drekaafbrigðið. Skák hans við Nunn í Wijk aan Zee í janúar var mjög athyglisverð: 16. Rb3 — He8 17. Bh6 - Bh8 18. Bg5 - Dc8 19. Dh2 - Be6 20. Hd3 - h5 21. gxh5 — Rxh5 22. Dg2 — Bxc3 23. bxc3 — Hxc3 24. Hxc3 — Dxc3 25. Hxh5 — Bxb3! 26. axb3 — Dal+ 27. Kd2 - Hc8 28. Hh2 - Dd4+ 29. Kcl — Dal+ og jafntefli með þráskák. Nokkrum vikum seinna gerðist Khalifman svo fífldjarfur að beita afbrigðinu aftur, gegn sjálfum Nig- el Short, landa og félaga Nunn. Short er gamalreyndur drekabani og hafði auðvitað endurbót á reiðum höndum: 19. Hh4 — Hxc3 20. bxc3 - Be6 21. Hdhl - Bg7 22. e5! - dxe5 23. Bxf6 - Bxf6 24. Hxh7 - Dc4 25. Kbl - Df4 26. Dg2 - Bg7 27. Dh3 - f5 28. Rc5 - Bc8 29. gxf5 - Bxf5 30. Re6! - Bf6 31. Hg7+! - Bxg7 32. Dh7+ - Kf7 33. Rxg7 - Kf8 34. Dh8+ - Kf7 35. Dxe8+ — Kxg7 36. Dxe7+ — Kg8 37. Hdl og svartur gafst upp. Gamli drekinn virðist því eina ferðina enn í vondum málum, en einn nýr leikur getur auðvitað breytt öllu. Sigurður Daði velur gamlan og lúmskan leik sem stenst ekki ströng- ustu gæðakröfur. Jóhann missir af einfaldri vinn- ingsleið í tímahrakinu: 33. Hfln— Kg7, 34. Rxd8! (34. Hxf7+ - Dxf7, 35. Rxf7 - Rf2+ - 36. Kg2 - Rxd3) Hxd8, 37. Rxf7 o.s.frv. 33. - Bb6, 34. Rd7+ - Kg6, 35. Re7+? - Eftir 35. Rce5+ - Kh7, 36. Rxb6 — axb6, 27. c4 stendur hvítur vel að vígi. 35. - Kh7, 36. Rf6+ - Kg7 og Jóhann fór yfir tímamörkin. Halldór sleppti fallegri vinningsleið í síðasta leik sínum: 36. — Rxf6, 37. Dxf6 - d4+, 38. Kgl - d3+, 39. Kfl - Dhl mát. í kvöld (laugardag) kl. 17—23 verður 9. umferð tefld í Garðaskóla í Garðabæ og þá tefla Jóhann — Helgi Áss, Þröstur — Róbert, Snor- ri — Héðinn, Sigurður Daði — Jón L., Karl — Helgi Ól., Halldór Grétar — Margeir. 16. Dh2?! - Hxc3! 17. bxc3 - Ða5 18. Rb3 - Dxa2? Auðvitað ekki 18. — Dxc3?? 19. Bd4 og 20. Bxf6 en svartur fellur' í aðra lúmskari gildru sem leyn- ist í stöðunni. Það hefur verið sýnt fram á að bezti leikur hans sé 18. - Da3+! 19. Kbl - Be6 og svartur hefur frábærar bætur fyrir skiptamuninn. 19. e5! - Da3+? Skárra var að leika strax 19. — Rh5 20. gxh5 — Bxe5, þótt hvíta staðan sé unnin með heilan hrók yfir eru einhveijir pyttir sem hann gæti fallið í. Þessi mistök gefa hvíti færi á sterkum millileik (21. Bcl!), sem breytir svörtu sókninni í storm í vatnsglasi. 20. Kbl - Rh5 21. Bcl! - Da4 22. gxh5 - Bxe5 23. f4 - Bf5 24. Rd4 - Bxd4 25. Hxd4 - Db3+ 26. Bb2 - Db6 27. hxg6 - Bxg6 28. f5! - Bxf5 29. Hg4+ - Kh8 30. Hh4 og svartur gafst upp Sigurður Daði í 2. sæti í Belgíu íslenskt verk hjá Gaudeamus HIN alþjóðlega tónlistar- hátíð Gaudeamus-stofnun- arinnar í Amsterdam fer fram þar í borg frá 2. til 8. september næstkom- andi. Stofnunin stendur fyrir slíkri hátíð árlega, en á hana eru valin til flutnings ný tónverk eftir ci'WniiiI ARMULA 7 ____SIMI 6 8 1 B 61 BLÁR BÚGÍ skemmtir „Draft happy hour“ daglega milli kl. 18-21 ung tónskáld hvaðanæva. Ur um þrjúhundi-uð inns- endum verkum eru fyrst val- in þau tólf sem keppa um sérstök verðlaun Gaudea- mus. Eitt íslenskt verk er meðal þeirra sem valin voru að þessu sinni, A verso fyrir píanó eftir Atla Ingólfsson. Það verður flutt af japanska píanóleikaranum Tomoko Mukayama á síðustu tónleik- um hátíðarinnar, hinn 8. september. Mukayama hlaut fyrstu verðlaun í keppni ungra einleikara sem Gaudeamus hélt fyrr á árinu. CASABLANCA REYKJAVÍK MOULIN R0UGE í KVÖLD Dúettinn ÓMAR leikur í kvöld GARÐATORGI 1, GARÐABÆ • SÍMI 657676 20 ára VITASTÍG 3 SIMI 623137 Laugard. 31. ágúst. Opið kl. 20-03 Blusdrottning Íslands HALLDÓR BRAGASON Gítarsniilingurinn GUÐMUNDUR PÉTURSSON Taktfasti trommarinn JÓHANN HJÖRLEIFSSON Framlínubassistinn RICHARD KORN & GESTIR „HAPPY HOUR" kl. 22-23 Þau fóru á kostum i gærkvöldi og gcstir Púlsins skemmtu sér konunglega - kvöldið í kvöid verður MMMEEEII- IRRRIIIHHHÁÁÁTTTAAARRR!!! króniskur blússtaður!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.