Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 Gísli Vilhjálmur Gunnarsson — Minning Fæddur 21. desember 1925 Dáinn 27. ágúst 1991 Vor og sólskin. Ég hafði fengið mig fluttan út Reykjarfjörð á báti og verið sagt til vegar upp á Hrúta- skarð. Er yfir það kom mætti Vil- hjálmur mér með hesta, hlýr og glaður. Þetta fylgdi honum alltaf, hlýjan og glaðværðin. Þarna var ég á leið heim til hans að Tungu í Fáskrúðsfírði. Þá opinberuðum við trúlofun okkar, ég og Ragnhildur systir hans. Alls voru þau systkin fímm, börn hjónanna Önnu Vil- hjálmsdóttur og Gunnars Pálssonar, sem lengi bjuggu í Tungu. Þann 15. september 1951 kvænt- ist hann Steinunni Sigurbjörgu Úlf- arsdóttur frá Vattamesi. Þau stofn- uðu nýbýli að Tungu sem þau nefndu Tunguholt. Þar reistu þau sér svo myndarlegt íbúðarhús að þau höfðu þar heimavistarskóla á tímabili. Svo var einnig gjört all- mörg ár eftir að þau fluttu burt. Sinn skammt fengu þau af blíðu og stríðu. Misstu elsta soninn á fermingaraldri af slysförum og áður höfðu þau misst nýfædda dóttur. Eftir lát sonarins treystust þau ekki til að eiga lengur heima í Tunguholti, en brugðu á það ráð að flytja til Selfoss. Það var árið 1966. Þar keyptu þau hús, sem nú er orðið mikið breytt frá því sem það var þá. Kom sér líka betur að þurfa ekki að kaupa hvert viðvik, með þetta stórt heimili og þeirra miklu gestrisni. Enda bæði samhent um að skapa gott og fallegt heim- ili. Konan hög og hagsýn, svo af ber. Ekki skorti Vilhjálm vinnu, enda vinnubrögðin þannig, að hann var allstaðar eftirsóttur. Hann vildi leysa hvers manns vanda. Því kynntust margir, og ekki síst á síð- ustu vinnustöðum hans, en þeir voru Kaupfélag Árnesinga og Mjólkurbú Flóamanna. Á síðasta ári gerði vart við sig sá sjúkdómur, sem lagði hann að vélli. Þeirri baráttu ætla ég ekki að lýsa, en aðdáunarvert er, hvem- ig fjölskyldan hefur staðið saman sem einn maður að styðja hann og hvert annað þetta tímabil. Börnin sem eftir lifa eru Úlfar, rafvirkjameistari, vinniir hjá Lands- virkjun. Kona hans er Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir. Sigdór, verk- stjóri hjá Steypustöð Suðurlands. Kona hans er Guðbjörg Jóhanns- dóttir. Konráð Sigþór, tæknifræð- ingur, vinnur hjá Bykó. Kona hans er Margrét Guðmundsdóttir. Ragn- ar Svanur, tölvunarfræðingur, vinn- ur hjá Skýrr og Gunnhildur Anna, + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og tangamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Stóruþúfu, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 2. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á líknarstofnanir. Hannes A. Hjartarson, Einar B. Hjartarson, Þorsteinn Hjartarson, Sigriður Þ. Hjartardóttir, Þórey Hjartardóttir, Jón Hjartarson, Áslaug Hjartardóttir, Þorgerður Bergsdóttir, Oddbjörg Ingimarsdóttir, Sigfríður Geirdal, Guðmundur Þorsteinsson, Brimrún Vilbergsdóttir, Bjarni Ó. Árnason, Gunnar B.Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDUR REYNIR SIGURÐSSON, Húnabraut 18, Blönduósi, lést 29. ágúst. Kristín Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær systir mín, móðursystir okkar og frænka, GUÐLAUG ERLA SIGURÐARDÓTTIR, Stórholti 24, vistmanneskja á Skálatúni, Mosfellssveit, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 2. september kl. 13.30. Sigriður Sigurðardóttir, Sigþór Jóhannsson, Steinunn Sigurðardóttir, Súsanna Erla Oddsdóttir, Anita Fríða Oddsdóttir, Karl Björnsson, Sigríður Gréta Oddsdóttir, Auðunn Valdimarsson og frændsystkini. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR ELENTÍNUSSON, Baugholti 15, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardaginn 31. ágúst, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Ingveldur Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Sverrisson, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Sverrir Sverrisson, Auður Óskarsdóttir, Etentínus Sverrisson, Helga Sigrún Harðardóttir, Sævar Sverrisson, Gréta Grétarsdóttir og barnabörn. sjúkraþjálfari, vinnur á Grensás- deild Borgarspítalans. Barnabörnin eru fímm og ekki er þeirra missir minnstur. Nú er hann allur en eftir lifír minningin um prúðmennið hlýja og glaðværa, sem mætíi mér uppi und- ir Hrútaskarði forðum. Gunnar Sigurðsson Vilhjálmur mágur minn og vinur okkar lést á Landspítalanum þann 27. ágúst sl. eftir erfíða sjúkdóms- legu. Vilhjálmur var fæddur í Tungu, Fáskrúðsfirði, sonur hjónanna Önnu Vilhjálmsdóttur og Gunnars Pálssonar hreppstjóra sem þar bjuggu. Þar ólst hann upp á traustu og myndarlegu heimili í hópi glað- værra systkina þar sem samheldni ríkti og söngur hljómaði í stofunni á kvöldin að loknu dagsverki. Vilhjálmur stundaði nám við Búnaðarskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðing- ur. Árið 1951 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Steinunni Úlf- arsdóttur frá Vattarnesi og hófu þau búskap á hluta af jörðinni í Tungu það sama ár. Þau voru sam- hent í að rækta og stækka bú sitt °g byggðu þar myndarlegt íbúðar- hús sem þau nefndu Tunguholt. Þeim hjónum varð sjö barna auð- ið. Elstur var Gunnár, fæddur 1952, lést af slysförum 1966. Úlfar, fædd- ur 1953, kvæntur Guðbjörgu Dóru Sverrisdóttur og eiga þau tvær dætur. Dóttir sem lést í fæðingu 1958. Sigdór, fæddur 1961, kvænt- ur Guðbjörgu Jóhannsdóttur, þau eiga þijá syni, Konráð Sigþór, fæddur 1962, sambýliskona hans er Margrét Guðmundsdóttir. Ragn- ar Svanur, fæddur 1965, og Gunn- hildur Anna, fædd 1967. Allt mynd- arlegt og traust fólk. Vilhjálmur og Steinunn hafa not- ið trausts sinna samferðamanna og meðal annars tóku þau að sér skóla- hald sveitarinnar meðan þau bjuggu í Tunguholti. Þar nutu bömin fræðslu og föðurlegrar umhyggju Vilhjálms en Steinunn annaðist bömin f heimavistinni samhliða fræðslustarfmu. Þetta var mikið stáíf en viljinn til þess að láta gott af sér leiða var þeirra leiðarljós þá eins og ætíð síð- ar. Á þessum árum varð Vilhjálmur fyrir því slysi að missa annað augað en þrátt fyrir þá erfíðleika sem því fylgdu lét hann ekkert aftra sér frá því að sinna sínum daglegu störfum. Gunnar sonur þeirra lést af slys- förum árið 1966. Hann var einstak- lega efnilegur ungur maður bæði við nám í skóla og við störf á heimil- inu. Þetta var þeim báðum þungbær reynsla en Vilhjálmur var þá eins og alltaf hinn trausti og sterki heim- ilisfaðir sem gat miðlað öðrum af sínum mannkærleika. Þetta sama haust flutti fjölskyld- an að Selfossi og hefur búið þar síðan. Þau hjónin byggðu sér fallegt heimili á Víðivöllum 12. Þar var okkur alltaf tekið opnum örmum. Húsbóndinn hafði mikla ánægju af að ræða við gesti sína um hvað eina sem efst var á baugi hveiju sinni. Ekki þurfti að gera boð á undan sér, móttökurnar voru alltaf þær sömu. Sömu hlýju og góðvildar naut tengdafaðir Vilhjálms þegar hann dvaldi á heimili þeirra á sínum efri árum. Minning: Ágúst Guðlaugsson frá Lækjarhvammi Fæddur 14. ágúst 1903 Dáinn 26. ágúst 1991 Með stáli plógsins reist þú þína rún. Þú ræktaðir þitt land, þín föðurtún. Til verka þinna viljans máttur knúði þá vinarhönd, sem ungum gróðri hlúði. Frá ystunöf að efstu hlíðarbrún bjóst óðal hjartans grænu sumarskrúði. Er vetur kom og biés um bæjarhól, þá beið þin undir þaki hvíld og skjól. Þar sást þú móður miðla góðum bömum, er moldin hlúði sínum jurtakjömum, og garður ykkar gerðist höfuðból, sem gróðri vafið skein mót sól og stjömum. (Davíð Stefánsson) í dag verður jarðsettur frá Kross- kirkju í Austur-Landeyjum afí okk- ar Ágúst Guðlaugsson frá Lækjar- hvammi. Ágúst var fæddur á Búðarhóli í Austur-Landeyjum þann 14. ágúst 1903 þar sem foreldar hans Guð- laugur Sigurðsson og Ingveldur Guðmundsson bjuggu. Var hann yngstur fimm systkina en þijú þeirra dóu í æsku, tvö með fárra daga millibili úr skæðum bamaveik- isfaraldri. Elst þeirra systkina var Sigurbjörg sem giftist ung og bjó um tveggja ára skeið á Búðarhóli en fluttist síðan til Stokkseyrar. Sigurbjörg lést árið 1974. Fluttist fjölskyldan að Álftarhóli 1911 og síðan að Norðurhjáleigu árið 1912. Ásamt bömum þeirra Ingveldar og Guðlaugs ólst upp hjá þeim Sigurður Brynjólfsson sonur Brynjólfs og Margrétar í Vatnshjá- leigu og kom hann að Norðurhjá- leigu er hann var á fyrsta ári. í Norðurhjáleigu bjó Ágúst hjá for- eldrum sínum en tók þar við búi árið 1934 ásamt konu sinni Stein- unni Guðmundu Ólafsdóttur frá Kirkjulandi en þau gengu í hjóna- band þann 12. maí árið 1932. Þau Ágúst og Guðmunda eignuð- ust þijú börn. Þau eru: Ingibjörg, f. 25. febrúar 1933, búsett í Reykja- vík. Ingvi Guðlaugur, f. 29. ágúst 1934, búsettur á Hvolsvelli. Gréta Ólafía, f. 14. febrúar 1936, búsett í Reykjavík. Árið 1953 breyttu Ágúst og Guð- munda nafni jarðarinnar og nefndu hana Lækjarhvamm. Bjuggu þau að Lækjarhvammi allt til ársins 1967 er þau brugðu búi og fluttust að Kambsvegi 19 í Reykjavík. Ætíð hefur verið gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, bæði í Lækjarhvammi og í Reykjavík. Vom þau afar þakk- Iát þeim gömlu sveitungum sínum sem og öðrum er sýnt hafa þeim tryggð og ræktarsemi með heim- sóknum eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Þrátt fyrir að Ágúst hafi ætíð sinnt búi sínu af ósérhlífni og elju- semi vom smíðar honum ætíð mjög hugleiknar og nutu margir góðs af handbragði hans. Eftir komuna til Reykjavíkur gat hann í auknum mæli snúið sér að þessu hugðarefni sínu og starfaði hann við það á meðan kraftar entust. Við systkinin vomm bæði svo heppin að í okkar fyrstu heimsókn- um eftir að við komum í heiminn lá leiðin heim til ömmu og afa í Reykjavík. Þá og ætíð síðan stóðu dyrnar hjá þeim okkur opnar og var ávallt tilhlökkunarefni að koma Samband okkar við Vilhjálm og fjölskyldu hans hefur alltaf verið mjög náið, bæði vegna fjölskyldu- tengsla en ekki síst vegna hans miklu mannkosta, þar sem vinátta og traust var í fyrirrúmi. Þær ferðir voru ófáar sem Vil- hjálmur lagði á sig með fjölskyldu sinni í Garðabæinn þegar við vorum að búa okkur nýtt heimili í Ásbúð 77. Þar kom fram hans mikli dugnað- ur og ósérhlífni til þess að hjálpa okkur og aðstoða sem færst höfðum meira í fang en framkvæmanlegt var á þeim stutta tíma sem var til stefnu. Fyrir rúmu ári kenndi Vilhjálmur sér þess meins sem nú hefur lagt að velli góðan dreng. Þessi tími var honum erfíður, oft sýndist sem öll von væri úti. Þá sem fýrr kom fram hans mikli styrkur, aldrei heyrðist æðruorð. Hann var tilbúinn að taka upp létt- ara tal þegar heilsan leyfði og útlit var fyrir að honum tækist að sigra hinn erfíða sjúkdóm. Við sem þetta skrifum viljum þakka fyrir hans vináttu og traust á liðnum árum og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hans sem vissu- lega á um sárt að binda. Kjartan og Margrét. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Með þessum orðum kveð ég tengdaföður minn að sinni. Ég veit að þó hann sé horfinn sjónum okk- ar þá mun hann áfram fylgjast með okkur og taka þátt í gleði okkar og sorgum. Margrét þangað og jafnan hápunktur hverr- ar Reykjavíkurferðar. Þó að afí flytti til Reykjavíkur var hugur hans jafnan heima í sveit- inni er við komum í heimsókn og var hann vanur að spyrja frétta að austan sem við reyndum að svara eftir bestu getu. Oftar en ekki kom það þó á daginn að hann vissi meira en við um atburði líðandi stundar í sveitinni þrátt fyrir að við hefðum að líkindum átt að hafa betri að- stöðu til að fylgjast með en hann. Ef komið var við hjá afa og ömmu á Kambsveginum þegar við vorum á leiðinni austur bað hann ætíð fyrir hlýjar kveðjur heim og kvað okkur heppin að vera nú á leiðinni austur í sveitir. Að lokum viljum við þakka afa fyrir þær stundir sem við áttum með honum og vonum að honum líði vel í nýjum heimkynnum. Megi góður Guð blessa ömmu okkar þar sem hún sér nú á eftir tryggum lífsförunaut. Aðalsteinn Ingvason, Elfa Margrét Ingvadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.