Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Sovézki kommún- istaflokkurinn bannaður Ifyrradag samþykkti æðsta ráð Sovétríkjanna með meirihluta greiddra atkvæða að banna starfsemi kommúnista- flokksins um óákveðinn tíma. Áður hafði Jeltsín, forseti Rúss- lands, gefíð út tilskipun um bann við starfsemi kommún- istaflokksins í rússneska lýð- veldinu. Þótt bannið við starf- semi flokksins sé um óákveðinn tíma er þetta sögulegur við- burður. Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna hefur haft gífurleg áhrif á örlög fólks og þjóða á þessari öld. I öllum meginatrið- um eru þau áhrif neikvæð og jafnvel glæpsamleg. Undir for- ystu kommúnistaflokks Sov- étríkjanna hefur þjóðum sovézku lýðveldanna verið hald- ið í heljargreipum kúgunar, fá- tæktar og ófrelsis meginhluta þessarar aldar. Undir forystu þessa flokks hafa tugir milljóna manna innan Sovétríkjanna verið drepnir. Undir forystu þessa flokks hefur nágranna- ríkjum Sovétríkjanna ekki ein- ungis verið haldið í áþján heldur hefur þessi sami flokkur hvað eftir annað beitt hervaldi sínu til þess að bæla niður uppreisn fólks í þessum löndum. Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna hefur jafnframt haldið uppi ótrúlega víðtækri áróðurs- og undirróðursstarfsemi um heim allan til þess að fá þjóðir heims, ekki sízt fátæku þjóðim- ar í þriðja heiminum svonefnda, til þess að ganga kommúnism- anum á hönd. Þar sem því hef- ur verið við komið hefur her- valdi verið beitt til þess að fylgja áróðursstarfseminni eft- ir. Sumir segja, að það gangi þvert á lýðræðishugmyndir nú- verandi stjórnenda Sovétríkj- anna að banna starfsemi kommúnistaflokksins þar. Hann eigi að fá að starfa eins og aðrir stjórnmálaflokkar sam- kvæmt lögmálum lýðræðisins. í slíku mati gefa menn sér þá forsendu, að Kommúnistaflokk- ur Sovétríkjanna sé stjórnmála- flokkur, sem starfi á sama grundvelli og aðrir stjórnmála- flokkar. Þetta er misskilningur. Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna á ekkert skylt við stjóm- málaflokka af því tagi, sem starfa í lýðræðisþjóðfélögum Vesturlanda. Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna er meira I ætt við skipulögð samtök lögbrjóta, sem beita öllum tiltækum ráð- um, áróðri, hervaldi, manndráp- um, innilokun á geðveikrahæl- um o.s.frv. til þess að ná markmiðum sínum. Með banni við starfsemi hans er því ekki verið að banna starfsemi venju- legs stjórnmálaflokks, heldur uppræta samtök lögbijóta, sem augljóslega hafa verið eitt af mörgum krabbameinum í sov- ézku þjóðlífi. Andstæðingar Leníns innan flokks og utan urðu undir í átökunum við hann fyrr á öld- inni en nú má vera, að málstað- ur þeirra sé loks að sigra. Það hefur tekið þjóðir Sovétríkjanna langan tíma að hrista af.sér ok kommúnistaflokksins og ar- fleifð Leníns. Kynslóð eftir kyn- slóð í þessu víðfeðma landi hef- ur orðið að bera þungar byrðar þeirrar arfleifðar. Nú er komið að þáttaskilum. Tími uppgjörsins er að ganga í garð í Sovétríkjunum sjálfum, uppgjörsins við kommúnism- ann. Það hreinsunarstarf, sem nú stendur yfír í Sovétríkjunum getur haft jákvæð áhrif um all- an heim á næstu árum og ára- tugum, ef vel tekst til. Komm- únistaflokki Leníns, Stalíns og félaga þeirra verður hins vegar skipað á bekk með nazistaflokki Hitlers, þar sem þessi flokkur og forystumenn hans hafa allt- af átt heima. Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna hafði um skeið viðtæk áhrif hér á landi. Þau áhrif náðu til starfsemi stjórnmála- hreyfingar, sem gengið hefur undir þremur nöfnum á 60 ár- um. Þar er átt við Kommún- istaflokk íslands, Sameiningar- flokk alþýðu - Sósíalistaflokk- inn og loks Alþýðubandalagið. Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna hafði um skeið víðtæk áhrif í menningarlífi íslenzku þjóðarinnar, þar sem listamenn, sem voru þóknanlegir kommún- istum voru með skipulegum hætti hafnir til vegs en aðrir listamenn, sem bjuggu við van- þóknun hins sovézka valds voru rægðir með jafn skipulögðum hætti. Kommúnistaflokkur Sov- étríkjanna hafði líka um skeið víðtæk áhrif í íslenzkri verka- lýðshreyfingu, sem á tímabili var notuð af þessum sömu öfl- um til þess að skapa óróa og vandamál í íslenzku þjóðlífi. Nú er kominn tími til að fletta ofan af þeirri starfsemi........... Mikilvægt að fylgja hu g- myndum tónskáldanna um flutning verka þeirra - segir Andreas Schmidt, sem heldur ljóðatón- leika í íslensku óperunni í dag og á morgun ÞÝSKI ljóða- og óperusöngvarinn Andreas Schmidt heldur tónleika í dag og á morgun í Islensku óperunni við undirleik hollenska píanóleik- arans Rudolfs Jansens, þar sem fluttir verða ljóðasöngvar eftir Ro- bert Schumann. Andreas kemur hingað til lands frá Suður-Frakk- landi þar sem hann hefur undanfarið sungið hlutverk greifans í Brúð- kaupi Fígarós eftir Mozart. Héðan heldur hann til Berlínar þar sem hann mun syngja Don Giovanni í Þýsku óperunni í Berlín. Tónleikarnir í dag og á morgun eru haldnir í samvinnu við Styrktarfélag íslensku óperunnar og hefjast báða dagana kl. 17. Andreas Schmidt kom hingað til lands í fyrsta sinn árið 1982 er hann stóð við upphaf söngferils síns og hélt tónleika með Módettukór Hall- grímskirkju. Hann dvelur um þessar mundir á heimili vinafólks síns, þeirra Harðar Áskelssonar og Ingu Rósar Ingólfsdóttur, ásamt eig- inkonu og dóttur. „Ég kynntist Herði í Háskólanum í Diisseldorf þar sem við vorum báðir við nám í kirkjutónl- ist til að byija með en ég sneri mér síðan alfarið að söngnum," sagði Andreas í samtali við Morgunblaðið. „Eftir að Hörður kom til íslands heimsótti ég hann svo ég hef komið hingað síðan með reglulegu milli- bili,“ sagði Andreas. Hann segist koma til íslands af tveimur ástæð- um, annars vegar til að heimsækja vini sína og hins vegar til að halda tónleika. „Eg nýt þess að geta bland- að þessu saman þegar ég kem hing- að og undanfama daga hef ég m.a. verið að veiða í Kjarrá og Laxá í Kjós. Nú tekur hins vegar alvaran við.“ Andreas hefur á undanförn- um árum sungið í óperuhúsum víða um heim, m.a. í þýsku óperunni í Berlín, Ríkisóperunni í Hamborg, Ríkisópemnni í Munchen, Ríkisóper- unni í Vín, Covent Garden í London og Metropolitan ópemnni í New York. Nokkrir hljómdiskar með ljóð- asöng hans em komnir út og fleiri eru væntanlegir, m.a. Vetrarferðin, Malarastúlkan fagra og Svanasöng- ur eftir Schubert, Die schöne Mage- lone eftir Brahms og ljóðasöngvar eftir Schumann. Hann segir að söng- ferill sinn hafi hafist við upphaf níunda áratugarins. „Ég var heppinn, hitti rétta fólkið á réttum tíma og vann nokkrar keppnir sem kom mér í samband við þekkt tónskáld," sagði Andreas. Á næstu þremur ámm mun hann halda einsöngvaratónleika í Bandaríkjun- um, Japan og Evrópu auk þess sem hann mun taka þátt í ópemflutningi víða um heim. Andreas segist telja að það verði að vera efst í huga hvers tónlistar- manns fyrir hvem hann flytur tón- listina. „Ég legg mig fram við að syngja fyrir áheyrendur en ekki fyr- ir sjálfan mig,“ sagði Andreas. „Auk þess finnst mér mikilvægt að fylgja alltaf reglum og hugmyndum tón- skáldsins um flutning verksins í stað þess að skapa mínar eigin. Mér fínnst rangt að gera það sem mjög algengt er að heyra, þegar tónlistar- maðurinn skapar sér sérstöðu með því að búa til eigin reglur um flutn- ing tónlistarinnar. Það virðist gilda nú til dags að vera á einhvern hátt öðruvísi. Ég kýs hins vegar gamla viðhorfið, þar sem borin er virðing fyrir því hvemig tónskáldið sjálft vildi að verkinu væri komið á fram- færi,“ sagði Andreas. Meðleikari Andreasar á tónleikun- um í íslensku ópemnni er hollenski píanóleikarinn Rudolf Jansen en þeir hafa starfað saman um nokkurt skeið. „Það er ómetanlegt fyrir söngvara og píanóleikara að geta starfað saman án þess að þurfa að ræða um hvernig flytja eigi hvert RAX Andreas Schmidt ljóða- og óper- usöngvari sem heldur tónleika í Islensku óperunni í dag og á morgun. einstakt atriði í verkunum. Þetta tekst okkur Rudolf. Hann nýtur góðs af píanókunnáttu minni og ég nýt góðs af því hve vanur hann er að starfa með söngvurum," sagði Andreas. Andreas mun flytja tvær efnis- skrár á tónleikunum í íslensku óper- unni. Efnisskrá fyrri tónleikanna samanstendur af ljóðum Schumanns við texta fjögurra skálda, þeirra W.v.d. Neun (op.89), N. Lenau (óp.9), H.C. Andersen (óp.40) og J. Kerner (óp.35). Síðara kvöldið til- einkar hann sönglögum sem Schum- ann samdi við kvæði eftir Heinrich Heine en þar em m.a. ljóðaflokkarn- ir Liederkreis óp. 24 og Diechterlie- ber óp. 48. Framtíð Reykjanesskóla ræðst eftir helgi: Menntamálaráðherra bíð- ur upplýsinga um umsóknir Rekstrarkostnaður á hvern nemanda í Reykjanesi er fjórfalt meiri en að meðaltali annarstaðar á Vestfjörðum HÉRÁÐSSKÓLINN á Reykjanesi við ísafjarðardjúp er nú í sviðsljós- inu sökum deilna sem risið hafa með menntamálaráðherra og heima- mönnum um hvort loka skuli skólanum eða ekki. Lokaákvörðunar ráðherra um málið er að vænta strax eftir helgi en hún verður að liggja fyrir sem fyrst svo þeim nemendum sem sótt hafa um vist við skólann gefist kostur á öðrum ráðstöfunum um nám fari svo að skól- inn verði lagður niður í núverandi mynd. Menntamálaráðherra hefur þegar tekið ákvörðun um að loka skólanum en jafnframt sagt að hann muni endurskoða þá ákvörðun ef fleiri en 30 nemendur sækja um vist á Reykjanesi. Ráðherra bíður nú eftir upplýsingum um um- sóknir nemenda og fær þær væntanlega um helgina. I framhaldi af því ræðst svo nánasta framtíð skólans. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að starfsmenn menntamála- ráðuneytisins séu lítt hrifnir af því að forráðamenn skólans skuli hafa auglýst eftir nemendum eftir að þeim var ljóst að sennilega yrði skólinn lagður niður. Telja þeir að með þessu hafi verið ætlunin að hafa áhrif á ákvarðanatöku ráðherra. Mál þetta kom til skoðunar í menntamálaráðuneytinu snemma í sumar og drög að ákvörðun Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra lágu fyrir í júlí. Á þeim tíma var ljóst að aðeins 24 nemendur höfðu sótt um vist í skólanum og þar af höfðu fjórar umsóknir verið dregnar til baka. Ennfremur lá fyrir að rekstrar- kostnaður við hvern nemanda á Reykjanesi var um fjórfalt hærri en þessi kostnaður er á nemanda annar- staðar á Vestfjörðum. Meðalkostnað- ur á nemanda á Vestflörðum er um 125.000 krónur á ári en tæplega 500.000 krónur á nemanda í Reykja- nesi. Ólafur G. Einarsson segir að ekki hafi þótt réttlætanlegt að halda óbreyttum rekstri skólans áfram við þessar aðstæður. Fundur með þingmönnum Ráðherra boðaði svo fund með þingmönnum kjördæmisins 1. ágúst til að ræða málið. Á þann fund kom- ust ekki Ólafur Þ. Þórðarson og Matthías Bjamason og segir Matt- hías raunar að hann telji að ekki hafi verið reynt að ná sambandi við sig. A.m.k. var fundurinn boðaður með mjög skömmum fyrirvara, eða aðeins nokkrum klukkustundum. Á þessum fundi fór ráðherra yfir stöð- una eins og hún leit út frá bæjardyr- um ráðuneytisins og sagði þá skoðun sína að hann teldi ekki réttlætanlegt að halda skólastarfi áfram í óbreyttri mynd. Hans hugmynd var, og er, að þeir nemendur sem heima eiga í héraðinu fengju áfram kennslu í grunnskólanum á staðnum og þeir þrír nemar sem sótt höfðu um í 10. bekk færu annað. Sú hugmynd kom fram að leggja skólastarfið niður í eitt ár en halda svo áfram 1992. Ráðherra kvaðst ekki geta gefið yfir- lýsingu um slíkt. „Það fór ekkert á milli mála að þingmönnunum var annt um að skólastarf héldi áfram á þessum stað enda slíkt mikilvægt fyrir byggðina þama,“ segir Ólafur G. Einarsson. „Én menntamálaráðu- neytið er ekki byggðastofnun og það er ekki réttlætanlegt að halda skóla- starfi gangandi nema ijöldi nemenda gefi ástæðu til.“ Þann 15. ágúst fór fulltrúi ráðu- neytisins vestur til fundar við skóla- nefnd og skólastjóra til að gera þeim grein fyrir stöðu málsins og 21. ágúst var síðan sent bréf-vestur sem greindi frá ákvörðun ráðherra um framtíð skólans. Eínhugur um áframhald skólastarfs Matthías Bjamason einn þing- manna Vestfirðinga segir að það ríki alger einhugur meðal þingmanna og heimamanna um að skólastarfi beri að halda áfram á Reykjanesi. Þetta hafi komið glöggt fram á fundi þess- ara aðila á Suðureyri nú í vikunni. „Persónulega er-ég mjög andsnúinn þeirri hugmynd að leggja skólann niður í núverandi mynd og ég hef lýst eindregnum vilja mínum að skól- inn haldi áfram,“ segir Matthías. En það kemur jafnframt fram í máli hans að hann sé þeirrar skoðunar að huga megi að öðrum notum fyrir Reykjanesskólann en nú er. Og Ein- ar K. Guðfinnsson annar þingmaður er á sama máli. „Á fundinum á Suð- ureyri lýsti ég þeirri skoðun minni að starfsemin á Reykjanesi yrði tek- in til endurskoðunar en skólastarf héldi áfram á meðan sú vinna færi fram,“ segir Einar. „í þessu sam- bandi má nefna að á staðnum er rekið Eddu-hótel yfír sumartímann með góðum árangri og slíkt er mikil- Deilur vegna þings Sambands nngra sjálfstæðismanna: Smölun fer fram í öllum raun- hæfum stjómmálasamtökum vægt fyrir ferðaþjónustuna í flórðungnum." Einar segir einnig að ýmislegt annað hafí komið til umræðu eins og ýmis heilsurækt- arstarfsemi, en þama er jarðhiti. Jafnvel að slík starfsemi yrði rek- in í samvinnu við launþegasamtök. Matthías Bjamason telur að starfsmenn menntamálaráðuneytis- ins hafi gefið ráðherra rangar upp- lýsingar um fjölda umsókna í skólann í sumar og segist standa við þau orð sín. Ólafur G. Einarsson segir á móti að þetta fái ekki staðist og vís- ar þessum ásökunum á bug. En Matthías er einnig þungorður í garð ráðherra fyrir meðferð málsins í heild. „Ég tel að ekki hafi verið reynt að ná í mig fyrir fundinn I. ágúst og það var fyrst fyrir tveimur dögum að ég sá hjá öðmm þau plögg sem lögð vom fram þar,“ segir Matthías. „Það er með ólíkindum að ráðherra Sjálfstæðisflokksins láti sína þjóna vinna með slíkum hætti.“ Nemendum fækkar stöðugt Ágúst Gíslason formaður skóla- nefndar Héraðsskólans í Reykjanesi segir að helstu rökin fyrir því að skólastarfi beri að halda áfram á þessum stað séu einkum sú að skól- inn sé inni á fjárlögum og þarna sé um eina menningarsetrið í héraðinu að ræða sem gegni þýðingarmiklu hlutverki fyrir byggðina. í máli Ágústar kemur fram að nú liggi fyrir rúmlega 30 umsóknir um vist í skólanum og það sé svipað og verið hefði á sama tíma á undanförn- um árum. En hann viðurkennir jafn- framt að nemendum hafi stöðugt farið fækkandi við skólann og að heimamönnum hafi fækkað á fjórum árum úr því að vera um helmingur nemenda niður í tæplega þriðjung nú. - segir Davíð Stefánsson formaður en vísar því á bug að nokkur fulltrúi hafi verið með ólöglegt kjörbréf NOKKRIR fulltrúar á 31. þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), er haldið var á Isafirði fyrir skömmu, hafa deilt harkalega á formann og framkvæmdasljóra sambandsins að undanförnu og sagt að vegna ýmissa lagabrota og vafaatriða séu samþykktir þingsins í reynd ómerkar og sama sé að segja um kjör í trúnaðarstöður. Þeir telja m.a. að allmarg- ir fulltrúar hafi ekki átt seturétt að lögum en svo fór á síðasta degi þingsins að ákveðið var að stöðva sljórnarkjör í miðjum klíðum og byija aftur eftir að samkomulag hafði náðst um að nokkrir fulltrúar fengju ekki að neyta kosningaréttar þar eð vafi léki á um gildi kjörbréfa þeirra. Morgunblaðið ræddi við Davíð Stefánsson, formann SUS, og spurði hvers vegna ekki hefði verið gert út um þessi mál áður en gengið var til (fyrri) stjórnarkosninganna þar sem þá höfðu þegar borist kvartanir. „Málið er að þegar við vorum að ljúka þingi, sem flestir hljóta að vera sammála um að mikil eining hafi ríkt á, þingi með góðu málefnastarfi, þá kom að stjórnarkjöri. Það var ekki kjörinn formaður, sjálfkjörið var í það embætti. Þegar kemur að stjórn- arkjörinu er borin fram athugasemd við nokkra fulltrúa. Samkvæmt lögum SUS eða ákvörðun fráfarandi stjómar áttu um 380 manns seturétt á þing- inu. 260 höfðu að mig minnir tilkynnt að þeir myndu koma. Er kom að stjórnarkjörinu höfðu 213 fengið kjör- bréf í hendur. Áður en stjómarkjörinu lauk komu fram athugasemdir við lögmæti nokkurra fulltrúa. Þá var farin sú leið, til að allir yrðu nú sátt- ir, að formenn aðildarfélaganna, sem eru 34, voru kallaðir á fund. Þar var farið í saumana á hverju einasta kjör- bréfi, sem gefið hafði verið út á þing- inu, nöfnin voru lesin upphátt svo að hægt væri að gera athugasemdir. Þannig mætti leiða í ljós öll hugsanleg ágreiningsefni og gerðar vom athuga- semdir við gildi kjörbréfa 10-12 full- trúa úr alls fjórum félögum. Ekki reyndist hægt að ganga úr skugga um lögmæti viðkomandi kjörbréfa á staðnum, m.a. vegna þess að tveir formenn voru ekki á þinginu. Valin var sú lausn að biðja þá fulltrúa sem ágreiningurinn snerist um að kjósa ekki í von um að sátt næðist í mál- inu. Þeir samþykktu þetta og hafin var stjómarkosning á ný. Ég vil taka það skýrt fram að engin kjörbréf vom ógilt á þinginu, þótt öðm hafi verið haldið fram í sumum fjölmiðlum. Það hefur verið sagt að einn full- trúi Dalamanna hafi verið eiginkona félaga úr Reykjavík. Félögin á hverj- um stað ráða því hveija þau velja fyrir sína hönd á þing SUS og engin lög bönnuðu að fulltrúi hafi lögheim- ili utan félagssvæðisins. Með nýjum lögum reynum við að vísu að þrengja þennan möguleika til að síður komi upp ágreiningur. Þess má geta að sömu lög um lögheimili gilda varðandi fulltrúa á landsfund Sjálfstæðis- flokksins.“ Fórnfýsi eða maðkur í mysunni? — Er það ekki fremur ótrúlegt að þessir 10-12 fulltrúar hafi sætt sig við það, þegjandi og hljóðalaust, að þeir fórnuðu atkvæðisrétti sínum á altari sáttanna eftir að hafa lagt á sig langt ferðalag og greitt þinggjald? Höfðu þeir ekki alveg hreinan skjöld? „Það gekk ekki átakalaust fyrir sig. En þeir sættust á þetta og þeir gerðu ekki athugasemdir við þessa lausn á þinginu sjálfu." — Er það rétt að sumir þeirra fé- laga, er hafa verið á þinginu sam- kvæmt gögnum þess, kannist nú ekki við að hafa yfirgefið sína heimabyggð þingdagana? Því er líka haldið fram að tveir félagar hafi gripið fram fyrir hendumar á starfsmönnum fram- kvæmdastjómar og dreift kjörbréfum til nokkurra fulltrúa sem komu á sunnudeginum, síðasta degi þingsins. Annar félaginn hafi meira segja beðið úti á flugvelli eftir leiguvél sem kom á síðustu stundu með um 15 félaga, rétt áður en stjórnarkjör hófst. Eru þetta eðlileg vinnubrögð? „Það em nú alls konar ásakanir á kreiki en ég kannast ekki við þetta. Ég veit ekki til þess að áður hafi ver- ið farið jafnvandlega ofan í kjörská á SUS-þingi eins og gert var á fundi formannanna. Síðar var hvert nafn anna íjögurra sem koma við sögu og þeir hafa sent frá sér yfirlýsingu um málið. Áðurnefndir fulltrúar hafa ekki reynst ólögmætir. Ég hef ekki heyrt að gerðar hafí verið neinar athuga- semdir við aðra fulltrúa. Það er því ljóst að þingið var fullkomlega lög- legt. Það er þó stjórn SUS sem úr- skurðar þegar deilt er um túlkun laga en hafi menn aðrar athugasemdir geta þeir auðvitað leitað til miðstjórn- ar Sjálfstæðisflokksins. Stjórn SUS mun koma saman eftir viku og þar verða þessi mál tekin fyrir. Sjálfur ætla ég að taka það upp í miðstjóm flokksins.“ - Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Frá þingi SUS á ísafirði. Davíð Stefánsson í ræðustól en við borðið eru Davíð Oddsson forsætisráðherra, er ávarpaði þingið, og ísól Fan- ney Omarsdóttir, formaður Fylkis, félags ungra sjálfstæðismanna á Isafirði. lesið upp og viðkomandi fulltrúi kom sjálfur til að sækja kjörbréf sitt í allra augsýn hjá formanni kjörnefndar. Hafi eitthvað komið upp af því tagi sem þú nefnir get ég ekki séð hvern- ig við hefðum átt að sjá við því. Það tíðkast ekki hjá okkur að biðja alla um persónuskilríki við afhendingu kjörbréfs nema einhver fari beinlínis fram á að það sé gert, ef einhveijar grunsemdir vakna. Enginn fór fram á það núna. Ég veit ekki betur en dreifing kjörbréfa hafi farið fram með eðlilegum hætti, en það hefur gerst í gegnum tíðina að einstaklingar greiði stundum þinggjöldin fyrir hóp af full- trúum.“ — Varð einhver misbrestur á því að fulltrúar greiddu þinggjald? „Það er alveg klárt að svo var ekki, allt fór fram með löglegum hætti. En í hita leiksins voru sumir orðnir nokk- uð æstir og gérðu athugasémd, vildu að sjóðurinn yrði kannaður til að ganga úr skugga um þetta. Fyrst í stað neitaði ég þessu, fannst þetta ekki koma málinu við, en þegar ég áttaði mig á hversu alvarlegar þessar ásakanir gætu orðið, ef þessu máli yrði ekki lokið á þinginu, lét ég að lokum tvo þeirra félaga sem farið höfðu fram á þetta, vera viðstadda þegar talið var í kassanum. Að sjálf- sögðu var allt með eðlilegum hætti. Það staðfesti Kjartan Magnússon, sem var annar þessara fulltrúa. Ég vil ekki að heiðarlegt fólk sem starfar fyrir sambandið liggi undir grun um eitthvert misferli, það kemur ekki til greina." Allar samþykktir löglegar — En ef það kemur í ljós að ein- hver fulltrúi hafi ekki verið með gilt kjörbréf, hvað gerist þá? Eru allar samþykktir, sem hann hefur greitt atkvæði um, ógildar? „Við erum búin að kanna lögmæti þessara 10-12 fulltrúa sem deilan snerist um og ræða við formenn félag- Teppi Davíðs — Er það rétt að þú hafí verið tek- inn inn á teppið hjá -Davíð Oddssyni vegna þessa máls og komið út eins og sneyptur hvolpur? „Það er bara af og frá, alveg út í hött, þetta er hrein og klár lygi! Sann- leikurinn er sá að ég hef ekki átt fund með Davíð í nokkrar vikur og það getur forsætisráðherra vænt- anlega staðfest sjálfur. Þetta er bara dæmi um þann ótrúlega rógburð sem hér fær að vaða uppi. Ég hef rætt þetta við ritstjóra Pressunnar, þar sem þessu var haldið fram, og spurt hann hvað blaðamönnum Pressunnar gangi eiginlega til með svona framferði. Þar ( varð lítið um svör, en ég á von á að Pressan birti afsökunarbeiðni. Það er ekkert nýtt að átök séu í þessari hreyfingu milli manna. Tvær fylkingar hafa tekist á í nokkur ár í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Þær náðu sam- komulagi að þessu sinni um að þær styddu samanlagt sjö einstaklinga úr báðum fylkingum til að skipa þau níu sæti í stjórn SUS sem ætluð eru Reykjavík. Þetta samkomulag hélt og fyrir vikið er stjórnin sterkari en ella. Þess vegna hélt ég að menn myndu leggja sig fram um að sýna ein- drægni að þingi afstöðnu. Varðandi smölun, þá er því slegið upp í sumum fjölmiðlum að þarna sé um að ræða afar merkilegt mál. Auðvitað er smöl- un í svona samtökum, hún fer fram í öllum stjómmálasamtökum sem taka sig alvarlega. Ég spyr nú bara, eru menn búnir að gleyma aðalfundum Heimdallar? Síðustu þijú árin hefur verið smalað 400-600 manns á aðal- fundi félagsins og svo er því haldið fram að átök á borð við þessi hafi aldrei komið upp áður! Á fundum Heimdallar eru engin kjörbréf athug- uð, því er nú verr og miður. Ég minn- ist þess að hafa sem fundarstjóri rek- ið af Heimdallarfundi mann sem situr^l í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur fyr- ir Nýjan vettvang. Mér finnst það á hinn bóginn ekki sæmandi að hlaupa með öll svona mál í fjölmiðla, það dregur úr trúverðugleika sambands- ins. Þetta eru vinnubrögð sem hafa næstum því gengið af stjórnmála- hreyfingum dauðum, til að mynda Alþýðubandalaginu, þótt þar komi fleira til. Menn eiga ekki að bera á torg sérhveija naflaskoðun á smáat- riðum og persónulegan metnað sinn. Við verðum að sýna þann aga að af- greiða málin í eigin röðum en ekki í fjölmiðlum. Málefnastarf SUS hefur skilað sér vel inn í fjölmiðla en því miður skyggja þessar deilur á þann árangur." ^ (Viðtal: Kristján Jónsson) Yfirlýsing formanna fjög- urra aðildarfélaga SUS Á 31. þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sem haldið var á ísafirði dagana 16. - 18. ágúst sl., var gerð athugasemd við kjörbréf nokkurra þingfulltrúa frá þeim flórum félögum sem undirritaðir eru í forsvari fyrir. Ekki komu fram athugasemdir við þingfulltrúa ann- arra aðildarfélaga SUS, 30 að tölu. Ekki var hægt að staðfesta kjör- bréf þeirra aðila sem gerð var at- hugasemd við með skjótum hætti. Orsakir þess voru: í fyrsta lagi að tveir okkar, Siguijón Birgisson og Ólafur Halldórsson, höfðu ekki tök á að sitja þingið. í öðru lagi að fjar- staddur varaformaður eins félags- ins hafði skilað inn fulltrúalista í forföllum formanns, Ólafs Þórs Leifssonar. í þriðja lagi var ekki hægt að fá úrskurðað með skjótum hætti um lögmæti fulltrúa fjórða félagsins þar sem upp kom ágrein- ingur milli formanns, Baldurs Þór- hallssonar, og varaformanns um þann lista er formaður hafði skilað inn til SUS með lögmætum hætti. Til að tefja ekki störf þingsins voru þessir þingfulltrúar sem gerð var athugasemd við og við undirrit- aðir staðfestum hér með að voru réttkjörnir þingfulltrúar okkar fé- laga, beðnir að taka ekki þátt í stjórnarkjöri. Urðu þeir vinsamleg- ast við þeirri bón svo ljúka mætti þinghaldi á eðlilegum tíma. Þannig afsöluðu þessir réttkjömu þingfull- trúar sér kosningarétti sínum til að viðhalda sátt á þinginu. Engar athugasemdir voru gerðar við þessi málalok á þinginu sjálfu. Við hörmum að þessi ófyrirséði misskilningur hafí verið gerður að fjölmiðlamáli og álit ungs sjálf- stæðisfólks þannig verið skaðað. Þessar rangfærslur og mis- skilning um lögmæti þingfull- trúa okkar félaga viljum við hér með leiðrétta með því að ítreka enn og aftur að þessir þingfull- trúar voru lögmætir fulltrúar okkar félaga í samræmi við þá- gildandi lög Sambands ungra sjálfstæðismanna. Með von um að þessi leiðrétt- ing lciði málið til lykta. Ólafur Þór Leifsson, formað- ur Óðins FUS Seyðisfirði. Sigurjón Birgisson, formaður Eyverja FUS Vestmannaeyj- um. Ólafur Halldórsson, formaður FUS Dalasýslu. Baldur Þórhallsson, formaður Fjölnis FUS Rangárvallasýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.