Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.08.1991, Blaðsíða 43
eei TSUOA J8 H" MORGUNBLAÐIÐ J3Í )HOM IÞROTTIR LAUGARDAGUR 31. AGUST 1991 43 FRJALSIÞROTTIR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ Stórkostleg langstökks- keppni skyggði á annað á sögulegum degi íTókýó Heimsmet Bobs Beamons frá 1968 — metið sem standa átti að eilrfu — féll er Mike Powell stökk 8,95 m Krabbe náði geysigóðu viðbragði, var á undan út úr beygjunni og hélt sínu striki. Ottey náði hins vegar ekki þeim endaspretti sem er vön og varð aftur að láta hún FRÁBÆR langstökkskeppni gærdagsins hlýtur að vera hápunktur heimsmeistaramótsins íTókýótil þessa. Loksinsféll elsta heims- metið sem enn stóð — hið ótrúlega met Bandaríkjamannsins Bobs Beamons, sem stökk 8,90 m á ólympíuleikunum í Mexíkó fyrir 23 árum, 1968. Oft var talað um það sem metið sem aldrei yrði slegið, íþað minnsta ekki fyrr en á næstu öld, en Bandaríkja- maðurinn Mike Powell skaust upp á stjörnuhimininn með því að stökkva 8,95 m í gær. Og landi hans Carl Lewis, sem ekki hafði tapað langstökkskeppni í heilan áratug og sigrað 63 sinnum í röð, varð að játa sig sigraðan þrátt fyrir f rábæra f rammistöðu. Hann stökk einum sentímetra lengra en gamla metið rétt áður en Powell náði risastökki sínu, en meðvindur var þá örlítið of mikill þannig að stökk Lewis hefði ekki verið dæmt sem gilt heimsmet. Keppni gærdagsins var söguleg; Bandaríkjamaðurinn Dan O’Brien hjó nærri heimsmetinu í tugþraut og Katrin Krabbe frá Þýskalandi náði gullverðlaunum á kostnað Merlen Ottey í annað sinn á mótinu. En langstökkskeppnin skyggði þó vitaskuld á allt annað. Hún var stórkostleg og æsispenn- andi. Aldrei hafa tveir langstökkv- arar náð jafn frábærum árangri á sama mótinu. En vindur setti nokk- uð strik í reikninginn. Yar til dæm- is aðeins of mikill, 2,3 m á sek, er Lewis stökk 8,91. Hins vegar hafði lægt er Powell bætti heimsmetið — þá var vindurinn aðeins 0,3 m á sek. Lewis, sem sló heimsmetið í 100 m hlaupi aðeins fimm dögum áður, hafði verið talinn líklegastur til að slá heimsmet Beamons — Powell, sem hlaut silfurverðlaun í greininni á ólympíuleikunum í Seoul, hefur verið í skugga landa síns allt frá því ferill hans hófst. Lewis gerði sér lítið fyrir og náði íjórum lengstu stökkum sínum frá upphafi í gær — þar á meðal eitt lengra en gamla heimsmetið, en þá var meðvindur örlítið of mikill sem fyrr segir. En þrátt fyrir það var stökkið það lengsta sem nokkum tíma hefur sést, en ekki lengi. Þetta lengsta stökk Lewis kom í 4. um- ferð en Powell svaraði með heims- metinu í 5. umferð. „Aðstæður voru fullkomnar; stórmót og atrennubrautin fullkom- in,“ sagði Powell. „Það má segja að allt hafi verið eins og best var á kosið. Ég hef alltaf haft það á tilfínningunni að ég gæti gert það sem þyrfti til að slá heimsmetið.“ Eftir risastökk Powells gerði Lewis allt sem hann gat til að bæta metið. Og hann var nærri því; stökk 8,87 m í fímmtu tilraun og síðan 8,84 m í þeirri sjöttu. Og í fimmta stökkinu var m.a.s. mótvindur 1,2 m á sek. En í fyrsta skipti þegar þessi mikli meistari náði sínu besta varð hann að sætta sig við að tapa. Og var ákaflega vonsvikinn. „Þetta er sennilega besta stökksería allra tíma,“ sagði hann [um eigin frammistöðu]. „En Mike náði einu góðu stökki. Hann var betur búinn undir þetta mót og það gerði gæfu muninn.“ En þrátt fyrir heimsmet sagðist Powell ekki hafa-verið viss um sig- ur fyrr en eftir síðasta stökk Lew- is. „Ég hélt alltaf að hann gæti gert betur. Ég hafði á tilfinning- unni, innst inni, að hann gæti stokk- ið níu metra.“ Enn sigrar Krabbe En þegar vindinn lægði fór að rigna, um það leyti sem úrslit í 200 m hlaupi kvenna hófust. Þar voru m.a. þýska stúlkan Katrin Krabbe og Merlen Ottey frá Jamaíka, og það var eins og um endursýningu á 100 m hlaupinu væri að ræða. sér lynda að lenda í þriðja sæti — bandaríska stúlkan Gwen Torrence varð aftur í öðru sæti. Krabbe hljóp á 22,09 sek., Torr- ence á 22,16 og Ottey á 22,21. „Ég ætlaði að reyna að hlaupa fyrri 100 metrana eins hratt og ég mögulega gæti...“ sagði Krabbe, sem hljóp mjög vel. „Ég tók í höndina á Ottey fýrir hlaupið og fékk á tilfinninguna að hún væri strax að óska mér til hamingju," bætti þýska stúlkan við. Ottey, sem er 31 árs, er einn besti spretthlaupari allra tíma, en hefur engu að síður hvorki unnið gullverðlaun á ólympíuleikum né heimsmeistaramóti. Öruggur sigur O’Briens Bandaríkjamaðurinn Dan O’Bri- en sigraði í tugþrautinni einsog reiknað var með, en náði ekki að slá heimsmet Bretans Daleys Thompsons, þó hann væri ekki langt frá því. Með betri frammi- stöðu í síðustu greininni, 1.500 m hlaupi, hefði hann getað bætt met- ið, en brautin var hál vegna rigning- ar og O’Brien tók enga áhættu. Hljóp til vinnings í stigakeppninni en reyndi ekki við heimsmet. Hann fékk 35 stigum minna en Thompson er hann setti heimsmetið — 8.847 stig — á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, en náði þar með þriðja besta árangri sögunnar. Kanadabúinn Michael Smith varð annar með 8.549 stig og Christian Schenk, Þýskalandi, þriðji með 8.394. Liz McColgan vann fyrsta gull Breta á heimsmeistaramótinu með auðveldum og glæsilegum sigri í 10.000 m hlaupi kvenna í gær. Þá vann sovéska stúlkan Ljúdmfla Narozhflenko 100 m grindahlaupið. ■ Úrslit / 41 Þróun heimsmetsins Heimsmetið í langstökki hefur þróast lengd, nafn og þjóðemi og dagsetning: 7.61 7.69 7.76 7.89 7.93 7.98 8.13 8.21 8.24 8.28 8.31 8.34 8.35 8.90 8.95 segir á öldinni - Peter O’Connor (Bretlandi).....................5.8.1901 Edwin Gourdin (Bandaríkjunum)................23. 7.1921 Robert LeGendre (Bandaríkjunum)...............7. 7.1924 William DeHart Hubbard (Bandaríkjunum)........13.6.1925 Sylvio Cator (Haiti)..........................9. 9.1928 Chuhei Nambu(Japan)..........................27.10.1931 Jesse Owens (Bandaríkjunum)...................25.5.1935 Ralph Boston (Bandaríkjunum)..................12.8.1960 Boston.......................................27.5. Í961 Boston........................................16.7.1961 ígor Ter-Ovanesjan (Sovétríkjunum)...........10. 6.1962 Boston.......................................12. 9.1964 Boston........................................29.5.1965 Bob Beamon (Bandaríkjunum)...................18.10.1968 Mike Powell (Bandaríkjunum)................. 30. 8.1991 Reuter Mike Powell frá Bandaríkjunum í langstökkskeppni gærdagsins. Hann náði þeim frábæra árangri að slá met Bobs Beamons frá 1968. Pétur 18,51 „Kiúðraði þessu al- gjörlega," sagði hann eftir keppnina Pétur Guðmundsson náði ekki að tryggja sér rétt til að keppa í úrslitakeppninni í kúluvarpi. Pétur kastaði kúlunni 18,51 m, en til að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni urðu kúluvarpararnir að kasta 19,60 m. Pétur, sem varð fímmtándi af 21 keppenda, var langt frá íslandsmeti sínu, sem er 21,26 m, sem hann setti 10. nóvember í fyrra. Þeir sem köstuðu lengst í undankeppninni voru Werner Gunthör frá Sviss, 20,97 m, Norðmaðurinn Georg Andersen 20,41 m og Sergej Níkolajev, Sovetríkjunum, 20,16. „Ég klúðraði þessu algjör- lega. Fór alveg úr sambandi," sagði Pétur við Morgunblaðið í gær. „Það var sterkur mótvind- ur og hann fer alltaf í taugarnar á mér. En það það er engin af- sökun, ég verð bara að mæta betur undirbúinn til leiks,“ sagði Pétur, sem fór ekki í grafgötur með hve óánægður hann var: „Ég er ofsalega svekktur. Ég get ekki leynt því,“ sagði hann. Hann sagði árangur sinn á árinu hafa verið misjafnan, „en þetta er lélegasta mótið mitt og ég vil gleyma því sem fyrst.“ Fyrir mótið sagðist Pétur ætla sér á pall, en það brást heldur betur. „Ég lofaði auðvit- að aldrei neinu, en ég kom ekki hingað nema með því hugarfari að sækja verðlaun. Og eins og staðan var áður en keppni hófst var ég inni í þeirri grúppu sem átti möguleika á því.“ Getur ekki verið að þú\ hafír verið of bjartsýnn? „Það getur vel verið, en mað- ur lærir á þessu öllu saman. En ég var alltaf öruggur um að komast í úrslit. Mér datt ekki í hug að svona færi. Ég kastaði meter lengra án atrennu á æf- ingu fyrir mótið og get því meira. En ég þarf að keppa meira — ég keppti bara á einu stórmóti í ár fyrir HM, í Ziirich fyrir stuttu og varð þriðji.“ HANDKNATTLEIKUR Andreas Hansen til Fram Andreas Hansen, landsliðsmað- ur Færeyinga í handknattleik, hefur gengið til liðs við Fram og mun leika með Framliðinu í 1. deild í vetur. Hansen, sem er landsliðs- maður, er 25 ára línumaður. Hann lék með Kyndli og Valsmenn muna eflaust vel eftir honum, því að hann skoraði ellefu mörkv þegar Kyndill vann óvæntan sigur á Valsmönnum í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum að Hlíðarenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.