Morgunblaðið - 12.09.1991, Page 4

Morgunblaðið - 12.09.1991, Page 4
«i jpsHanaa .si s:iOA(rjTMMn CHeiAiavrjdíiom MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 Helgi Jónsson flugkennari: Hyggst kæra flugmála- sljóra fyrir atvinnuróg HELGI Jónsson, eigandi Flugskóla Helga Jónssonar, ætlar að kæra Pétur Einarsson flugmálastjóra fyrir atvinnuróg vegna þeirra um- mæla sem höfð voru eftir honum í Morgunblaðinu í gær, að atvinnu- flugnám hér á landi væri ekki í því horfi sem það þyrfti að vera, og aðeins tveir aðilar kæmu til greina ef atvinnuflugkennsla yrði falin einum flugskóla, en það væru Flugtak hf. og Vesturflug hf. flugmálastjóra í þessu máli er væg- ast sagt vafasamur og embættinu til skammar,“ sagði Helgi. Morgunblaðið/Björn Blöndal Húnaröst RE 550 kemur með Ragnar GK 550 á síðunni til Keflavíkur. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Helgi Jónsson að ummæli flugmálastjóra væru veruiega móðgandi. Flugskóli Helga Jóns- sonar hefði starfað í 27 ár, og væri langelsti flugskóli landsins. A þessum tíma hefði hann útskrifað mikinn fjölda íslenskra flugmanna, sem starfandi væru um allan heim við góðan orðstír, en þar á meðal væri til dæmis meirihluti íslenskra flugstjóra hjá Cargolux. Flugskóli Helga Jónssonar hefði annast verk- lega og bóklega kennslu atvinnu- flugmanna þar til Flugmálastjóm hefði breytt fyrirkomulagi kennsl- unnar, og fært bóklega námið til VEÐUR Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík, en flugskólinn hefði áfram annast verklega þátt kennslunnar. „Flugskóli Helga Jónssonar er fyllilega í stakk búinn til að annast bæði verklega og bóklega kennslu til atvinnuflugprófs, en í skólanum eru sérútbúnar kennslustofur, fjór- ar sérstakar kennsluflugvélar og við hann starfa sex flugkennarar. Yfirkennari skólans hefur starfað í tuttugu ár, og hefur sennilega fleiri flugtíma að baki en allir starfandi flugkennarar hinna skólanna til samans, en auk þess er hann skip- aður prófdómari hjá Flugmála- stjórn. Framkoma og málflutningur Orsök lekans að Ragnari GK; Stútur fyrir hitaskynjara losnaði o g sjór flæddi inn Keflavík. SJÓPRÓF vegna lekans og björg- unar Ragnars GK 233 frá Sand- gerði fóru fram hjá bæjarfóget- anura í Keflavík í gær. Þar kom fram að orsök lekans var að stút- VEÐURHORFURIDAG, 12. SEPTEMBER YFIRLIT: Milli Jan Mayen og Grænlands er 1.010 mb lægð á hreyfingu austur en fyrir suðaustan land er minnkandi 1025 mb háþrýstisvæði. Langt suðvestur í hafi er víöáttumikið lægðarsvæði, sem þokast norð- austur og síðar austur. SPÁ: Norðlæg gola norðanlands en austlæg sunnanlands. Skýjað og hætt við lítilsháttar súld við norðurströndina, einkum framan af degi. Léttskýjað vestanlands en skýjað suðaustanlands. Heldur bætir í vind sunnanlands er líður á daginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg norðaust- læg átt. Vætusamt á Norðaustur- og Austurlandi og hiti þar 3-6 stig, en að mestu þurrt og hití á bilinu 4-10 stig í öðrum landshlut- um. Víða léttskýjað um landið vestanvert. Svarsími Veðurstofu íslands — Vefturfregnir: 990600. x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * r * r Slydda * * * * * * * Snjókoma * # * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V H = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OD Mistur —J- Skafrenningur jy Þrumuveður w, / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veöur Akureyri 9 skýjað Reykjavik 10 skýjað Bergen 12 hálfskýjað Helsinki 12 skúrir Kaupmannahöfn 16 hálfskýjað Narssarssuaq 16 rigning Nuuk 5 hálfskýjað Osló 17 skýjað Stokkhólmur 13 skýjað Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 24 þoka f grennd Amsterdam 14 súld Barcelona 29 místur Berlín 18 skýjað Chicago 20 skýjað Feneyjar 25 skýjað Frankfurt 19 þokumóða Glasgow 14 léttskýjað Hamborg 16 skýjað London 19 mistur Los Angeles 16 heiðsklrt Lúxemborg 19 skýjað Madríd vantar Malaga vantar Matiorca vantar Montreal 11 hálfskýjað NewYork 24 léttskýjað Orlando 24 léttskýjað Parí8 23 skýjað Madeira 25 léttskýjað Róm 28 léttskýjað V(n 22 léttskýjað Washington 24 skýjað Winnipeg 12 skýjað ur fyrir hitaskyiyara, tengdan sjóhitamæli, hafði losnað og sjór flætt inn í bátinn með þeim af- leiðingum að hann var nærri sokkinn. Ragnar sem er 9,9 tonna plastbátur var gerður út á línu og var hann á landstími þegar óhappið varð. Einn maður var um borð í Ragnari GK og var honum bjargað í nærstaddan bát. Húnaröst RE 550 kom skömmu siðar á vettvang og tókst áhöfn hennar að bjarga Ragnari til hafnar í Keflavík þar sem dælt var úr honum og hann síðan tekinn á þurrt. Skipstjórinn á Ragnari, Sigurður Trausti Þórðarson, sagði að þetta hefði verið hans fjórði róður með bátinn og hefði hann verið á land- leið frá svokölluðum Skeijakanti • þegar hann varð þess var að sjór var kominn í lúkar bátsins. Hann hafi þá þegar sett lensidælur í gang en orðið fljótlega Ijóst að þær höfðu ekki við lekanum. Þá sagðist Sig- urður Trausti hafa kallað til tveggja báta sem voru á siglingu rétt hjá en þeir ekki svarað. Hann hafi þá sent út neyðarkall og'fengið strax svar frá Reykjavíkurradíó. Fjöldi báta var á svæðinu og kom Borgar GK 76 fljótlega á vettvang og sagð- ist Sigurður Trausti hafa stokkið um borð í Borgar þurrum fótum. Hann hefði þá verið búinn að setja gúmmíbjörgunarbátinn á flot til öryggis. Skömmu síðar kom Húnaröst RE 550, sem er 366 tonna skip og var á togveiðum skammt frá, á vett- vang og var þá Ragnar GK orðin mjög siginn að framan. Tókst skip- veijum á Húnaröst og Sigurði Trausta að koma böndum á Ragnar og taka hann að síðunni. Einnig settu þeir dælu um borð sem náði að hamla gegn lekanum. Síðan hafí verið haldið til Keflavíkur með Ragnar GK á síðunni og Sigurður Trausti kom einnig um borð. Einnig kom Eiríkur Ragnarsson eigandi Ragnars GK fyrir dóminn. Hann sagði að Ragnar GK hefði verið smíðaður í Noregi árið 1989 og hefði hann fengið bátinn afhent- an um mánaðamótin nóvember og desember það sama ár. Frá þeim tíma hefði báturinn verið meira og minna frá veiðum vegna bilana og lagfæringa sem hefði orðið að gera og rekja mætti til að kastað hefði verið til höndunum í ýmsu í frá- gangi. í eitt skiptið hefði báturinn misst stýrið í innsiglingunni til Sandgerðis og þar hefði getað farið illa ef slæmt hefði verið í sjóinn. BB Forseti Islands í Kaup- mannahöfn tíl sunnudags FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands flaug til Danmerkur í gærmorgun. Hún sinnir þar embættisstörfum í dag og á morgun og einkaerindum á laugardag. Forsetinn kemur aftur til iandsins á sunnudag. Frú Vigdís stýrir í dag fundi í stjórnarnefnd Norræns umhverfís- árs. Þar gegnir hún formennsku og er þess að vænta að rætt verði á fundinum framhald á starfi nefnd- arinnar. Síðdegis á morgun verður frú Vigdís viðstödd tíundu afhendingu Bjartsýnisverðlauna Bröstes. Verð- launin hlýtur í ár Helgi Gíslason myndhöggvari og veitir þeim við- töku í Asbæk-galleríi. Þar verður við þetta tækifæri opnuð sýning á verkum hans og þriggja íslenskra listamanna annarra. Þeir eru Leifur Breiðfjörð, Gunnar Öm Gunnarsson og Kristján Davíðsson. Að lokinni athöfninni í Asbæk- galleríi mun forsetinn veita fimm Dönum riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og einum stór- riddarakross. Þau sem heiðruð verða eru pró- fessor Jonna Jensen sérfræðingur í íslenskum fræðum við Kaup- mannahafnarháskóla og Klaus Lin- degaard-Petersen lektor við sama skóla. Hann hefur rannsakað lífríki Mývatns. Jafnframt hljóta riddara- krossa þeir Niels Jensen ræðismað- ur í Hirtshals á Jótlandi, Harald Hansen vararæðismaður í Óðinsvé- um og Henning Ove Knudsen vara- ræðismaður í Randers. Thomas Fr. Duer fyrrverandi ræðismaður ís- lands í Árósum hlýtur stprriddara- kross. Sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, Ingvi S. Ingvarsson, efnir til fjölmennrar móttöku í bú- stað sínum eftir athöfnina á morg- un. Frú Vigdís sinnir einkaerindum í Kaupmannahöfn á laugardag og kemur aftur til íslands daginn eftir. Menntamála- ráðherra heimsækir Litháen ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra fer í dag til Lithá- ens í boði Darius Kuolys, mennta- málaráðherra Litháens. Heim- sóknin stendur til 15. september. Ólafur er fyrstur íslenskra ráða- manna til að heimsækja Eystra- saltslöndin eftir að tekið var upp stjórnmálasamband milli Islands og þeirra í síðasta mánuði. Mun Ólafur m.a. verða viðstaddur opnun alþjóð- legrar hátíðar strengjakvartetta í Vilníus, höfuðborg ríkisins. í för með ráðherra verður Kristinn Halls- son, deildarsérfræðingur í lista- og safnadeild menntamálaráðuneytis-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.