Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIR FIMMTUDAGL'R 12. SEPTEMBER 1991 55 HANDKNATTLEIKUR Islandsmótið í hættu? Aðildarfélög HSÍ greiða engin þátttökugjöld vegna keppni á vegum HSÍ, þar sem þau telja að hagnaður af Lottói eigi að standa straum af kostnaði vegna móta, en nú hefur stjórn HSÍ, að sögn Jóns Hjaltalíns, formanns HSÍ, óskað eftir að þau hlaupi undir bagga með sambandinu svo hægt verði að ráða starfsmann til að sjá um mótamál. Stjórnin hefur bent á tvær leið- ir í þessu sambandi. Önnur er sú að stjórnin og félögin vinniað því sameiginlega að fá sérstakan styrktaraðila vegiía íslandsmóts- ins, sem myndi borga laun starfs- mannsins, en annar kostur er að félögin, sem eiga lið í 1., 2. og 3. deild karla greiði ákveðið gjald á mánuði til að standa straum af kostnaðinum. í því sambandi hef- ur verið rætt um að félög í 1. deild borgi 9.000 krónur á mán- uði, 2. deildar félög greiði 4.500 krónur og félög í 3. deild 2.000 krónur á mánuði. Skipun en ekki ósk Formenn félaganna eru ekki á eitt sáttir með framgang mála, en þeir, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu að ekkert íslands- mót færi fram nema stárfsmaður yrði ráðinn í fullt starf og HSÍ hefði kastað boltanum til þeirra. íslandsmótið ætti að hefjast eftir þrjár vikur og þar sem skammur tími væri til stefnu yrðu félögin að leggja sit af mörkum. Bjarni Ákason, formaður hand- knattleiksdeildar Vals, sagði að HSÍ væri að varpa eigin vanda yfir á félögin og stillti þeim upp við vegg. „Annað hvort borgið þið eða það verður ekkert íslands- mót. Þetta er ekki ósk heldur skipun, senrkemur á versta tíma. Það er sjálfsagt að biðja um stuðn- ing, en það hefði þá átt að gera það fyrr í sumar, en ekki koma með skipun á síðustu stundu. Ég lít á þetta sem fjárkúgun, sem við verðum að ganga að, en verði samþykkt að borga ákveðið gjald verður séð til þess að peningarnir .fari þangað, sem þeir eiga að fara en ekki í hítina hjá HSI." i i í I 4 4 HMáíslandi 1995: IHF óskar eftir stað-, festingu HSÍ ALÞJÓÐA handknattleikssam- bandið (IHF) sendi Handknatt- leikssambandi íslands símbréf í síðustu viku, þar sem óskað var eftir staðf estingu á að keppnin árið 1995 geti farið fram á íslandi. HSÍ svaraði beiðninni í gær og sagði að ekkert væri að óttast og bauð f ulltrúum IHF að koma til landsins við fyrsta hentuga tækifæri til að ræða nánar framkvæmd keppninnar. Fyrirspurn IHF er í þrennu lagi. I fyrsta lagi er spurt um stað- festingu á byggingu sérstakrar URSLIT Knattspyrna Evrópukeppni landsliða 2. RIÐILL: Bern, Sviss: Sviss - Skotland.....................................2:2 Stephane Chapuisat (30.), Heinz Hermann (39.) - Gordon Durie (47.), Ally McCoist (83.). 48.000 Staðan: Swiss.........................7 4 2 1 19: 6 10 Skotland....................6 3 3 0 10: 6 9 Búlgaría....................6 2 2 2 10: 7 6 Rúmenía....................5 2 1 2 10: 6 5 SanMarónó...............6 0 0 6 1:25 0 4. RIÐILL: Landskrona, Svíþjóð: Færeyjar - N-frland..............................0:5 - Kevin Wilson (7.), Colin Clarke 3 (12., 50., 67.), Alan McDonald (15.). 1.623 Staðan: Júgóslavía.................6 5 0 1 20: 4 10 Danmörk...................5 3 11 9: 6 7 N-írland....................6 13 2 8: 8 5 Austurríki..................5 113 5: 7 3 Færeyjar...................6 1 1 4 3:20 3 5. RIÐILL: Luxemborg: Luxemborg - Belgfa..............................0:2 - Enzo Scifo (23.), Marc Degryse (48.) 9.000 Staðan: Wales..............................4 3 1 0 6:2 7 Belgía.............................5 2 1 2 7:5 5 Þýskaland.......................3 2 0 1 4:3 4 Luxemborg.....................4 0 0 4 2:9 0 6. RIÐILL: Oporto, Portúgal: Portúgal - Finnland..............................1:° Brito (22.). 30.000 Staðan: Holland........................6 4 1 1 14: 2 9 Portúgal......................6 4 1 1 10: 3 9 Finnland......................6 1 3 2 4: 5 5 Grikkland....................3 2 0 1 7: 4 4 Malta...........................7 0 1 6 1:22 1 Vináttulandsleikir: Eindhoven, Hollandi: HoUand - Pólland..................................M Gyro, Ungverjalandi: Ungverjaland - írland...........................1:2 Kalman Kovacs (50.) - David Kelly (51.), Kevin Sheedy (70.). 4.000 Cardifí, Wales: Wales - Brasilía......................................^" Dean Saunders (58.). 20.000 _ Weiribley, London: , England - Þýskaland.............................0:1 - Karlheinz Riedle (45.). 59.493 íþróttahallar vegna keppninnar. í annan stað vill IHF fá staðfest hvort HSÍ geti haldið keppni með 24 lið- um í stað 16 eins og verið hefur og í þriðja lagi er óskað eftir upplýsing- um varðandi fjárhagslegu hliðina. ón Hjaltalín Magnússon, formað- ur HSÍ, sagði við Morgunblaðið að fyrirspurnin væri eðhleg, því IHF vildi fylgjast með áætlunum og framkvæmdum. í svari sínu hefði hann m.a. greint frá því að bæjar- stjórinn í Kópavogi hefði staðfest að bygging íþróttahallarinnar hæf- ist'í byrjun næsta árs. Hann hefði einnig bent á að HSÍ hefði alltaf verið fylgjandi 24 liða keppni, ekki síst vegna þess að með slíku fyrir- komulagi væru tekjumöguleikar meiri. Jón Hjaltalín sagði að 24 liða keppni þyrfti ekki að kosta meira en 16 liða keppni ef fyrirkomulagið væri eins og í HM í knattspyrnu, en þetta þyrfti að ræða nánar við IHF eins og fjölmörg önnur atriði varðandi keppnina og því hefði hann boðið fulltrúum IHF hingað til skrafs og ráðagerða. Formaðurinn sagði ennfremur að áætlanir HSÍ varðandi keppnina miðuðust við það að framkvæmdin skilaði 60 milijónum króna í hagn- að. Til að áætlanir stæðust væri mikilvægt að hefjast þegar handa og vegna fyrirspyrnar IHF hefði hann óskað eftir fundi með fulltrú- um Kópavogs og menntamálaráðu- neytisins. Allt í hnút? HSI biður ríkis- stjómina um lán - upp á 20 millj. kr Handknattleikssamband íslands ætlar á næstu dögum að óska eftir 20 milljón króna láni úr ríkis- sjóði, sem sambandið hyggst greiða á fimm árum. „Við þurfum þessa peninga til að komast út úr lausaskuldum," sagði Jón Hjaltalín, formaður HSÍ. „Þá fyrst getum við farið að vinna af fullum krafti við að undirbúa landsliðið sem best fyrir B-keppn-^ ina, sem verður í Austurríki í mars á næsta ári, 'en þar er markmiðið að vera í einu af fjórum efstu sæt- unum, sem tryggir farseðilinn á Heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð árið 1993." Jón sagði að menntamálaráð- herra hefði skoðað allar leiðir til að veita HSÍ fyrirgreiðslu, en þetta væri ekki forgangsverkefni. „Við bíðum eftir formlegum fundi um málið og vonandi verður af honum í næstu viku." Formaðurinn sagði að fjárhags- staðan væri erfið, en þannig hefði þetta verið í fjögur ár eða síðan ákvörðun var tekin um að halda Heimsmeistarakeppnina hér á lanuf" árið 1995. „Frammistaða tuttugu og eins árs liðsins á HM í Grikk- landi er árangur fimm ára undir- búnings og þetta lið verður uppi- staðan í landsliðinu 1995 ásamt yngri mönnunum, sem nú eru í landsliðinu. Það kostar óhemju mikla peninga að halda úti landslið- um í fremstu röð, en við höfum lit- ið á þetta sem fjárfestingu til fram- tíðar." KNATTSPYRNA / 1. DEILD Verður bikarinn afhentur í Garðinum eða Reykjavík ENN eitt árið ræðst það ekki fyrr en í síðustu umferð hvaða félag hampar ísiandsmeistar- atitlinum - Víkingur eða Fram. 1986 var tekið upp á því að leika alla leikina fsfðustu um- f erð á sama tíma, en þá börð- ust Framarar og Valsmenn um meistaratitilinn. Framarar unnu þá á betri markatölu. Spennan var mikil 1989, en þá áttu tvö félög mestan möguleika á að verða meistari; KA og FH. KA vann Keflavík, 2:0, í Keflavík á sama tíma og FH tapaði óvænt, 1:2, í Hafn- arfirði fyrir Fylkir Þár méð stóðu Iéik- menn KA uppi sem íslandsmeistarar. Fram og KR háðu sögulega baráttu í fyrra, en þá tryggðu Framarar sér meistaratitilinnm á betri markatölu, á elleftu stundu. Spennan er nú enn einu sinni að ná hámarki. Víkingar og Framarar berjast um meistaratitilinn og eru möguleikar Víkinga vænlegri, þar sem þeir eru með betri markatölu en Fram- arar. Víkingar leika gegn Víði í Graði og Framarar fá Eyjamenn í heimsókn. Ef bæði liðin vinna verða Framarar að skora þremur mörkum meira en Víkingar, til að meistaratitilinn verði þeirra, en annars fagna Víkingar í Garði. Það getur svo farið að Víkingur fái bikarinn þó svo að bæði bæði félög- in beri læri hlut, en það færi þó eftir því hvað liðin töþuðu með miklum mun. Sem sagt; Spennan er geysileg. Báðum leikjum f restað? Mótanefhd KSÍ hefur sent Víkingi, Víði, Fram og ÍBV skeyti þess efnis, að ef annar leikurinn frestast af ein- hvetjum ástæðum, verði hinum leikn- um einnig frestað. „Það hefur verið ákveðið að báðir leikirnir verða leiknir á sama tíma," sagði Snorri Finnlaugs- son, formaður mótanefndar. Þegar hann var spurður um hvort að móta- nefndin hafi farið fram á það við Eyja- menn að þeir komi til Reykjavíkur daginn fyrir leik, eða á föstudaginn, sagði hann: „Við höfum rætt það við Eyjamenn, en þeir tóku dræmt í það." Bikarinn með þyrlu? Hvar verður bikarinn staðsettur þegar léikirnir fara frahi,' er spurning 'sem hefur brunnið á vörum- margra. Allt bendir nú til að bikarinn verði geymd- ur um borð í þyrlu, sem væri tilbúin að fara með hann í Garðinn eða Laug- ardalinn. „Þessi hugmynd hefur verið rædd. Við sjáum í fljótu bragði að það verði besta lausnin. Úrslit ráðast kannski ekki fyrr en á lokasekúndun- um. Við verðum að vera við öllu böít^^ ir og það er fljótast að flytja bikarinn á milli staða með þyrlu. Akstursvega- lengdin á milli Reykjavíkur og Garðs er um sextíu kílómetrar. Það er hátt í klukkutíma akstur. Þyrla þarf ekki nema í mesta lagt tíu mínútur til að komast á milli staðanna," sagði Snorri. Væntanlega mun þyrlan hefja sig á loft með bikarinn stuttu áður en leikirnir verða flautaðir af, sveima um, "ðg"véra" ttlbuhT"áð "Cáka" "stéfriuha í Garðinn eða Laugardalinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.