Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 35
icci asaM3T93g '.sj jiJOAauTvnn giQA.ia/uoflo.M *« MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 35 Hjúkrun og hjúkrunarheimili eftir Signhildi Sigurðardóttur Það vantar hjúkrunarheimili fyrir lasburða gamalt fólk. Þau vantar núna strax. Fjöldi ósjálfbjarga, gamals fólks gr í heimahúsum, í þjónustuíbúð- um eða á bráðadeildum sjúkra- húsa. Þessu fólki þarf að hjálpa og gera því kleift að njóta heimil- islífs og halda virðingu sinni. Gam- alt fólk þarf mismikla aðstoð í daglegu lífi. Sumir eru haldnir kvillum sem fylgja ellinni og verða ekki læknaðir á bráðadeildum sjúkrahúsa. Á bráðadeildum sjúkrahúsa dvelur margt gamalt fólk vikum jafnvel mánuðum saman, þótt umhverfi og starfsemi þessara stofnana henti þeim ekki. Þeir sem ílengjast, t.d. á handlæknisdeild, hafa upphaflega lagst inn til að fara í uppskurð. Þetta eru t.d. gamlir menn sem þjást vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Nokk- uð er um fólk með kviðverki og ógleði vegna gallsteina. Aðrir með verki og hægðavandamál vegna ristilbólgna. Enn aðrir hafa dottið og hlotið beinbrot. Eftir rannsóknir á almennu heilsufari fer fólkið í skurðaðgerð til að fá bót meina sinna. Að að- gerðum loknum taka hjúkrunar- fræðingar við sjúklingum og sinna þeim og vaka yfir allan sólarhring- inn. Læknar sjúklingsins, hjúkr- unarfræðingar og annað starfsfólk sjúkrahússins, s.s. sjúkraliðar og sjúkraþjálfar, leggjast á eitt til að batinn verði skjótur og góður. Þegar gamla fólkið hefur náð heilsu á ný eftir aðgerð er sjaldan einfalt að útskrifa það af sjúkra- húsi. Hér koma nokkur dæmi, hvers vegna svo er. Sumir treysta sér ekki heim á ný, ef lífíð var þeim erfitt fyrir. Ættingjar treysta sér ekki lengur að sjá um sína nánustu vegna tímaleysis og hversu erfitt það er. Sumir eru marga mánuði að ná upp fyrri styrk. Aðrir ná sér aldrei fullkom- lega aftur og þurfa því góða hjálp. Þess vegna ílengjast sjúklingar á bráðasjúkrahúsum og tefja fyrir þeim sem bíða eftir að komast í aðgerðir. Þetta er ömurlegt ástand fyrir alla aðila. Við þurfum fleiri hjúkrunar- heimili með heimilisbrag og öfluga heimahjúkrun og heimilishjálp fyr- ir þá, sem kjósa að vera á heimil- um sínum eða ættingja sinna. Það þarf að fjölga stöðugildum í þess- ari þjónustu og í framhaldi af því laða að fleira starfsfólk. Hjúkrunarfræðingaskortur Heyrst hefur að skortur á hjúkr- unarfræðingum valdi því að erfitt sé að reka sjúkrahús úti á landi. Hér í Reykjavík er svipað ástand. Það hefur þurft að fækka sjúkling- um á sjúkrahúsum í lengri eða skemmri tíma vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Rúm standa „Töluvért af menntuð- um hjúkrunarfræðing- um vinnur ekki við sitt fag. Þessa hjúkrunar- fræðinga þarf að laða til hjúkrunarstarfa með öllum tiltækum ráð- um." . auð í tugatali, jafnvel nokkrar stofur á sumum deildum. Sumir telja að með styttra hjúkrunarná- mi myndi fjölga svo í hjúkrunar- stéttinni að ofangreint vandamál yrði úr sögunni. Ég hef heyrt talað um að hjúkr- unarnámið sé of langt og erfitt, og fjöldi áhugasamra og hjarta- hlýrra stúlkna treysti sér þar af leiðandi ekki í námið. Það er mið- ur. Svo sannarlega er hlýtt hjarta nauðsynlegt þeim er vilja hjúkra sjúkum. En það er jafn nauðsyn- legt að vera vel menntaður í fag- inu. Að hjúkra er mjög krefjandi og ábyrgðarmikið starf. Hjúkrunarfræðingar á hand- læknisdeild annast sjúklinga eftir ýmiskonar aðgerðir. Hver ein- staklingur fær hjúkrun, sem er sniðin að þörfum hans. Allt miðar að sem bestri líðan sjúklings og skjótum bata. Fyrir aðgerð fræðir hjúkrunarfræðingur sjúkling um tilgang og eðli rannsókna, og reyn- ir að lægja kvíða. Eftir aðgerð fylgist hjúkrunarfræðingur grannt með andlegu og h'kamlegu ástandi sjúklings. Þeir verða að hlusta vel á sagða og ósagða hluti og vera nálægir til að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra styrk og bjartsýni. Hjúkrunarfræðingur vinnur að því að fyrirbyggja hugsanlega fylgikvilla svæfingar og aðgerðar, s.s. lungnabólgu, sýkingu í skurð- sári, blóðtappa o.s.frv. Hjúkmnar- fræðingur reynir að fyrirbyggja og meðhöndla verki og ógleði. Lyfjagjafir til sjúklinga, hvort sem er í æð, í vöðva eða um munn, er nákvæmnisverk. Margir sjúklingar, sem koma til aðgerðar, eru haldnir langvinnum sjúkdómum, s.s. sykursýki, hjarta- sjúkdómum eða asthma. Þessum sjúkdómum þarf að sinna á meðan fólk er að ná sér eftir aðgerðir. Þetta gerir hjúkrunina flóknari en ella. Ég hef hér lítillega minnst á störf hjúkrunarfræðinga á hand- læknisdeild. En hjúkrun greinist í mörg sérhæfð svið. Ég tek sem dæmi: barnahjúkrun, heilsugæslu- hjúkrun, lyflæknishjúkrun, geð- hjúkrun, gjörgæsluhjúkrun, svæf- ingarhjúkrun, skurðhjúkrun, rönt- genhjúkrun, öldrunarhjúkrun og krabbameinshjúkrun. Margt er sameiginlegt með störfum okkar en annað ólíkt. Sjúklingar og aðstandendur þeirra gera miklar kröfur til færni Signhildur Sigurðardóttir og þekkingar heilbrigðisstétta. Það er vel. Mistök mega ekki eiga sér stað inni á sjúkrahúsum. Þau geta orðið afdrifarík. Lausnin á 'hjúkrunarfræðinga- skortinum er ekki sú að gera minni kröfur um menntun. Það þarf að fínna aðrar leiðir til að laða fólk í hjúkrunarnám. Töluvert af menntuðum hjúkrunarfræðingum^ vinnur ekki við sitt fag. Þessa hjúkrunarfræðinga þarf að laða til hjúkrunarstarfa með öllum til- tækum ráðum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakotsspítala. YSINGAR TILSÖLU | Til sölu tæki til harðf isks- eða hausaframleiðslu Til sölu er frystir (Barkar-einingar) m/pressu, þurrkklefi (tæki), þurrkgrindur ca 500 stk. ásamt hjólapöllum, tveir valsarar, vigt m/strikamerkingu, tvær vacum-vélar, kúttari fyrir bttafisk, ásamt fleiru. Upplýsingar í síma 98-12947 (Gísli). Vélsmíðatæki til sölu Eftirtaldir munir í eigut>rotabús Vélsmiðjunn- ar Stálvers hf. eru boðnir til sölu. Laugardaginn 14. september frá kl. 12-16 gefst mönnum kostur á að skoða tækin og gera tilboð í húsnæði Stálvers hf., Eirhöfða 16: 1. Rennibekkur teg; Frisell (gamall). Vinnslugeta er 60 cm þvermál og 200 cm lengd. 2. 3. Fræsari teg; Wanderer/Munchen, 1958. Plötuklippur teg; Siemens/Schucker. (gamlar). Vinnslugeta er 200 cm breidd- ir, 10 mm þykktir í járni og 6 mm í stáli. Standborvél teg; IRUQ 35 mm ASA, 1961. Gataplan, heimasmíðað. Þyngd; 3.476 kg., stærð 13x136x136 cm. Bandsög teg; RIDGID m/hálsi. Hjólsög teg; Brown Master. Hjakksög K-Rex-ing. Hjólsög (gömul). Plötuvals. Vinnslugeta 150 cm x 4 mm. Plötupressa teg; Götereds (gömul), þyngd 12 tonn. Vinnslugeta er 300 cm breidd og 6 mm þykkt. „Lokkur", pressa fyrir girðingarstaura. Rafsuðuvél teg; Hobart. Ástand: Gömul og með ónýtan spenni. 14. Tikksuða teg; Norweld. (Tic 180). Mats- verð: 15.000 kr. 15. Rafsuða teg; Unitor (AGA) (gömul). Stærð; 350 amp. 4. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 16 17 18 Standborvél, 1942. Suðubekkur, 6 metrar. Gastæki teg; AGA. 2 stk. brennarar og 1 stk. hitari. Plastmaskurðarvél, teg; Plastma arc. Rafsuðuspennar, 3 stk. (gamlir). 21. Tengibox, samanstendur af 2 þriggjafasa tengjum og 4 venjulegum. Loftpressa teg; Einhell 11 bar, 270 lítr./mín. Vökvapressa, heimasmíðuð. Vinnuborð úr járni 170 cm x 250 cm, ásamt 8 skápum. Blikkklippur á standi. Rafsuða teg; Unitor 500 amp. (gömul). Smergill, heimatilbúin með tveimur skífum. Snittvél teg; RIDGID 535. 19 20 22 23 24 25 26 27 28 Sveinn Andri Sveinsson, lögfr., bústjóri til bráðabirgða. SltlQ ouglýsingar KENNSLA Vélritunarkennsla Morgunnámskeið er að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040. FELAGSLIF KFUK , KFUM KFUM og KFUK J3ænastund í dag kl. 18.00 Holtavegi. Almenn samkoma verður kapellunni í Hlaðgerðarkoti kvöld kl. 20.30. Umsjón: Stefán Baldvinsson. Hiálpræóis- herinn Kirkjusiræti 2 Almenn samkoma kl. 20.30 Kapteinn Anne Merete Jakobsen talar. Hvítasunnukirkjan VölvufelliH Almenn samkoma verður í kvöld kl. 20.30. Rœðumaður: Garðar Ragnarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Vakningar- og kristniboðssamkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58 í kvöld kl. 20.30. Aðalræðumaður: Séra Helgi Hróbjartsson, kristniboði. Þú ert velkominn. Kristniboðssambandið, KFUM, KFUK. Skipholti 50b, 2.h. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir innilega velkomnir. ÚTIVIST GKOHNHI1 > REYIUAVÍK • SÍMI/SÍMSVAM14*04 Helgarferðir 13.-15. sept.: Hallgrímsvarða - Laugafell Hugað að Hallgrimsvörðu, sem stendur skammt frá Fjórðungs- ölduvatni á Sprengisandi, en Fjórðungsalda hefur verið talin miðpunktur Islands og var vörð- unni þvi valinn þessi staður. Varðan var reist til heiðurs Hall- grími Jónassyni, yfirkennara í Kennaraskólanum, sem var mik- ill ferðamaður og vinsæll farar- stjóri. Farið í laugina við Lauga- fell. Gist í Nýjadal. Allir þeir, sem viðstaddir voru vígslu vörðunnar 1982 eru hvattir til að koma með. Fararstjóri: Lovísa Christ- iansen. Hjölreiðaferð Höfð verður bækistöð í Land- mannalaugum og hjolað þaðan í Eldgjá og Hrafntinnusker. Skil- yrði að vera á sæmilegum fjalla- hjólum. Viðgerðarmaður verður með í för. Lagt af stað frá G.Á. Péturssyni, Faxafeni 14, áföstu- dagskvöld kl. 20. Spennandi ferð fyrir frískt fólk. Fararstjóri: Jón Gunnar Hilmarsson. Básar á Goðalandi Nú fara haustlitirnir að koma fram og ættu allir að upplifa þennan óviðjafnanlega stað á þessum fagra árstima. Farar- stjóri: Anna Soffía Óskarsdóttir. Fimmvörðuháls Gist í nýbyggðum skála Otivistar á Fimmvörðuhálsi, sem er allur hinn vandaðasti. Lagt af stað á laugardagsmorgun og gengið í rólegheitum upp á hálsinn. Á sunnudag verður ferðinni haldiö áfram og gengið niður í Bása. Tilvalin ferð fyrir þá, sem vilja hafa gott tóm til þess að skoða náttúru og landslag á þessari vinsælu gönguleið. Fararstjóri: Reynir Sigurðsson. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉWG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 S 11798 19533 Helgarferðir F.í. 13.-15. september 1. Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker - Krakatindsleið - Álftavatn Spennandi ferð um þekktar og litt þekktar slóöir. M.a. verða íshellarnir við Hrafntinnusker skoðaðir og fleiri forvitnilegir staðir. Ekið verður frá Reykjadöl- um vestan Laufafells til Álfta- .vatns. Gist í sæluhúsum F.i. í Laugum og við Álftavatn. Farar- stjóri: Leifur Þorsteinsson. 2. Landmannataugar - Hrafntinnusker Gist báðar nætur í Laugum. Ekið frá Dómadal hjá Sátubarni um Pokahrygg að Hrafntinnuskeri. Möguleiki að ganga til baka frá Hrafntinnuskeri til Landmanna- lauga (einn áfangi í „Laugavegs- göngu"), eða fara með rútunni. 3. Þórsmörk - Langidalur. i september er það kyrrðin og fegurðin sem mætir ferðamann- inuro í Þórsmörk. Komið með og njótið helgarinnar með Ferðafélaginu. Gist i Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir með fararstjóra um Mörkina. Uppl. og farm. á skrifst., Öldu- götu 3. Ferðirnar eru ódýrari fyrir félagsmenn - gangið í Ferða- félagið. Ferðafélag islands. <* M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.