Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 19»! 25 7----------- Eru þeir að fá 'ann ^^^^^ t -. —í>< ^ 4._ ¦*s**~. a TÉ LJ^ ? ,w ____1 fc. "¦"¦¦¦jsga p* Gott í Haffjarðará Það hefur verið ágæt veiði í einu hreinu fluguveiðiá landsins, Haffjarðará, að sögn Sverris Þorsteinssonar sem var meðal veiðimanna í næst síðasta veiði- hollinu, eru komnir yfir 700 lax- ar á land og talsvert af laxi að finna víða um ána. Veiðifélagi Sverris, Guðmundur Guðmunds- son í Landsbankanum, veiddi 17 punda hæng á Þingeying straumflugu nr. 2 í svokölluðum Þrengslum sem eru efst í ánni. Er það annar tveggja stærstu laxanna úr ánni í sumar. Sverrir sagði laxinn hafa verið það leg- inn að reikna mætti með að fisk- urinn hefði verið um eða rétt yfir 20 pund er hann var nýgeng- inn úr sjó. Hér og þar... Rúmlega 400 laxar eru komnir á land úr Leirvogsá sem er allg- ott, en þar eins og víðar á Suð- vesturhorninu bíða menn þó í ofvæni eftir því hvað mikið af þeim afla reynist vera eldis- og hafbeitarfiskur. Sumir segja minna um þann fisk nú en síð- ustu sumur og vonandi er það rétt. Aðrir segja síst minna nú en áður. Lokatölur úr Þverá eru 1988 laxar og efsta sætið er stað- reynd. Þrír 20 punda fiskar voru stærstir, en annars var óvenju- lega lítið af slíkum stórlöxum í afla sumars, bæði í Borgarfirði og víðar. í mörgum ám var 20 punda múrinn ekki rofinn. Laxá í Kjós skreið yfir 1.600 laxa með góðum endaspretti, en tvo síðustu veiðidaganna veidd- ust þar 72 laxar og lokatölur urðu 1.604 laxar. Það tryggir Laxá annað sætið annað árið í röð, Hún var efst 1988 og 1989, en mátti víkja úr toppsætinu í fyrra fyrir Rangánum sem svo óvænt skutust í efsta sætið. I Laxá stendur nú yfir aukaveiði- tími sem er útgerð í sjóbirting. Talsverður lax er hins vegar á silungasvæðinu sem nær frá sjó að Káranesfljóti, þannig að sil- ungsveiðimennirnir fá trúlega góðan bónus í aflanum næstu daga. Morgunblaðið/SÞ Guðmundur Guðmundsson með 17 punda hænginn úr Þrengsl- unum í Haffjarðará. Ágæt veiði hefur verið á Ið- unni að undanförnu, misgóð frá degi til dags eins og gengur, en í heild ágæt. Stórir fiskar hafa verið í aflanum, en færri en áður eins og víðar í sumar. Við höfum frétt af 16 laxa degi og 12 laxa degi, en algengt er 5 til 10 laxar á land á degi hverjum. Erfitt er þó að fá staðfestar tölur frá Iðu. Við höfum óstaðfesta tölu en þó líkast til allnákvæma úr Alftá á Mýrum, þar muni komnir milli 250 og 270 laxar á land sém er ágæt útkoma miðað við hve illa langvarandi þurrkar leika hana. Undarlegur veiðistaður er í Álftá í sumar, „Hólkurinn". Þar hefur mikill lax safnast í rörið undir nýja þjoðveginum sem lagður hefur verið talsvert fyrir ofan bæinn Brúarland, en. þar var hrörleg brú yfir ána. Rennur Álftá um rörrö og laxinn sækir í skuggann. í Morgunblaðinu fyrir skömmu var greint frá sams konar veiðistað í Móru á Barða- strönd. „Hólkurinn" í Álftá hefur verið einn besti veiðistaðurinn í sumar. ' Kristín Gunnlaugs- dóttir sýnir í Nýhöfn KRISTÍN Guðrún Gunnlaugs- dóttir opnar málverkasýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, laugardaginn 14. september kl. 14.00. Kristín er fædd á Akureyri 1963. Hún tók þátt í námskeiðum á vegum Myndlistarskólans á Ak- ureyri frá 12 ára aldri og hóf þar hefðbundið myndlistarnám vetur- inn 1983-84, að því loknu var hún við nám í Myndlista- og handíða- skóla íslands 1984-87. Kristín hafði vetursetu í Róm 1987-88 og nam helgimyndamál- un (íkonagerð) og hefur hún stundað hana samhliða málverk- inu síðan. Árið 1988 innritaðist Kristín í Ríkisakademíið í Flórens og leggur þar stund á freskumál- unv Á sumrin dvelur Kristín í heimabæ sínum Akureyri og mál- ar. _ Á sýningunni í Nýhöfn verða tólf olíumálverk, máluð á árunum 1988-91. Sinfóníuhljómsveitin tekur þátt í M-hátíð á Suðurlandi Eitt af verkum Kristínar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18, um helgar frá kl. 14-18, lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 2. október. DAGANA 12.-15. september leggur Sinfóníuhljómsveitin land undir fót og heldur tón- leika á fjórum stöðum á Suður- landi. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við M-hátíð á Suður- landi og verða í samvinnu við heimamenn á hverjum stað. Tónleikarnir verða sem hér seg- ir: Á Kirkjubæjarklaustri fimmtu- daginn 12. september kl. 21.00, Laugalandi í Holtum föstudaginn 13. september kl. 21.00, Þorláks- höfn laugardaginn 14. september kl. 14.30 og í Vestmannaeyjum sunnudaginn 15. september kl. 16.00. Einleikari verður Jónas Ingi- mundarson qg hljómsveitarstjóri Guðmundur Oli Gunnarsson. Á efnisskránni verða forleikur að Brúðkaupi Fígarós og Konsert rondó fyrir píanó og hljómsveit eftir Mozart, Fantasía um ung- versk þjóðlög eftir Franz Liszt og Sinfónía nr. 4 í A-dúr (ítalska sin- fónían) eftir Mendelssohn. Auk þess verða flutt kórverk, þar sem kórar á hverjum stað taka þátt í flutningnum með hljómsveitinni. Á Laugarlandi í Holtum verða flutt Ave Verum Corpus eftir Mozart, Fangakórinn eftir Verdi og Suðurland eftir Einar Sigurðs- son við texta Heimis Steinssonar. í Þorlákshöfn verða flutt Árnes- þing eftir Sigurð Ágústsson og Suðurland eftir Einar Sigurðsson og í Vestmannaeyjum verður flutt Gloría úr Pákumessunni eftir Hándel. Jónas Ingimundarson er Islend- ingum löngu kunnur fyrir píanó- leik sinn og þá ekki síst sem með- Jónas Ingimundarson leikari með flestum okkar bestu söngvurum. Guðmundur Óli Gunnarsson stundar nám í hljómsveitarstjórn hjá Jorma Panula í Sibeliusar-aka- demíunni í Helsinki. Hann stjórn- aði um þriggja ára skeið hljóm- Guðmundur Óli Gunnarsson sveit áhugafólks í Utrecht í Holl- andi og hefur stjórnað Kamm- ersveit Reykjavíkur, Caput-sveit- inni og er ennfremur einn af stjórnendum íslensku hljómsveit- arinnar. ('Ur fréttatilkynningu) Prestvígsla í Dómkirkjunni BISKUP Islands, herra Olafur Skúlason, mun næstkomandi sunnudag vígja tvo guðfræði- kandídata til prestsþjónustu í kirkjunni. Magnús Erlingsson, sem starfar hefur sem fræðslufull- trúi á Biskupsstofu, verður vígður til þjónustu í ísafjarðarprestakalli ír Vestfjarðaprófastsdæmi. Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur, verð- ur vígð til að þjóna sem aðstoðar- prestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Vígsluvottar verða séra Bernharð- ur Guðmundsson fræðslustjóri^ sem lýsa mun vígslu, séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkjuprestur, sem annast mun altarisþjónustu, séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Laugarnesprestakalli og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og séra Jón Ragnarsson deildarstjóri í fræðsludeild kirkjunnar. Við athöfnina syngur Dómkórinn undir stjórn Marteins Hunger Frið- rikssonar organista. Prestvígslan hefst í Dómkirkjunni kl. 10.30. HJOLAKAUP ARSINS HAUSTTILBOÐ MUDDY FOX Á HEILDSÖLUVERÐI Frestaðu ekki hjólakaupunum lengur. 91 órgerðin af MUDDY FOX hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma. Ný aðferð við stellbygginguna gefur MUDDY FOX aukinn styrk og óvenju góða aksturseiginleika. Þú hjólar ón vandræða á MUDDY FOX i vinnuna eða skólann allan ársins hring. Verodæmi: Adventwe Shimano 200 GS Verð33:«8,- nú 27.765,- Courier fftega Stímano400LX Verð43;/4,- nú 33.826,- Mikið úrval reiðhjála og fylgihluta. Varahluta- og viÍgerSarþjónusta. Okeypis upphersía og stiH'mgar á gírum og bremsum. GAP VISA" E RAÐGREIÐSLUR Opið laugardag hákl.lOtilló. G.A. Pétursson hf Nútíðinni, Faxafeni 14, sími 68 55 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.