Morgunblaðið - 12.09.1991, Page 25

Morgunblaðið - 12.09.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 25 Eru þeir að fá 'ann ■? a Gott í Haffjarðará Það hefur verið ágæt veiði í einu hreinu fluguveiðiá landsins, Haffjarðará, að sögn Sverris Þorsteinssonar sem var meðal veiðimanna í næst síðasta veiði- hollinu, eru komnir yfir 700 lax- ar á land og talsvert af laxi að finna víða um ána. Veiðifélagi Sverris, Guðmundur Guðmunds- son í Landsbankanum, veiddi 17 punda hæng á Þingeying straumflugu nr. 2 í svokölluðum Þrengslum sem eru efst i ánni. Er það annar tveggja stærstu laxanna úr ánni í sumar. Sverrir sagði laxinn hafa verið það leg- inn að reikna mætti með að fisk- urinn hefði verið um eða rétt yfir 20 pund er hann var nýgeng- inn úr sjó. Hér og þar... Rúmlega 400 laxar eru komnir á land úr Leirvogsá sem er allg- ott, en þar eins og víðar á Suð- vesturhorninu bíða menn þó í ofvæni eftir því hvað mikið af þeim afla reynist vera eldis- og hafbeitarfiskur. Sumir segja minna um þann fisk nú en síð- ustu sumur og vonandi er það rétt. Aðrir segja síst minna nú en áður. Lokatölur úr Þverá eru 1988 laxar og efsta sætið er stað- reynd. Þrír 20 punda fiskar voru stærstir, en annars var óvenju- lega lítið af slikum stórlöxum í afla sumars, bæði í Borgarfirði og víðar. í mörgum ám var 20 punda múrinn ekki rofinn. Laxá í Kjós skreið yfir 1.600 laxa með góðum endaspretti, en tvo síðustu veiðidaganna veidd- ust þar 72 laxar og lokatölur urðu 1.604 laxar. Það tryggir Laxá annað sætið annað árið í röð, Hún var efst 1988 og 1989, en mátti víkja úr toppsætinu í fyrra fyrir Rangánum sem svo óvænt skutust í efsta sætið. í Laxá stendur nú yfir aukaveiði- tími sem er útgerð í sjóbirting. Talsverður lax er hins vegar á silungasvæðinu sem nær frá sjó að Káranesfljóti, þannig að sil- ungsveiðimennirnir fá trúlega góðan bónus í aflanum næstu daga. Morgunblaðið/SÞ Guðmundur Guðmundsson með 17 punda hænginn úr Þrengsl- unum í Haffjarðará. Ágæt veiði hefur verið á Ið- unni að undanförnu, misgóð frá degi til dags eins og gengur, en í heild ágæt. Stórir fiskar hafa verið í aflanum, en færri en áður eins og víðar í sumar. Við höfum frétt af 16 laxa degi og 12 laxa degi, en algengt er 5 til 10 laxar á land á degi hveijum. Erfitt er þó að fá staðfestar tölur frá Iðu. Við höfum óstaðfesta tölu en þó líkast til allnákvæma úr Álftá á Mýrum, þar muni komnir milli 250 og 270 laxar á land sem er ágæt útkoma miðað við hve illa langvarandi þurrkar leika hana. Undarlegur veiðistaður er í Álftá í sumar, „Hólkurinn". Þar hefur mikill lax safnast í rörið undir nýja þjoðveginum sem lagður hefur verið talsvert fyrir ofan bæinn Brúarland, en, þar var hrörleg brú yfir ána. Rennur Álftá um rörið_ og laxinn sækir í skuggann. í Morgunblaðinu fyrir skömmu var greint frá sams konar veiðistað í Móru á Barða- strönd. „Hólkurinn“ í Álftá hefur verið einn besti veiðistaðurinn í sumar. gg Kristín Gunnlaugs- dóttir sýnir í Nýhöfn KRISTÍN Guðrún Gunnlaugs- dóttir opnar málverkasýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, laugardaginn 14. september kl. 14.00. Kristín er fædd á Akureyri 1963. Hún tók þátt í námskeiðum á vegum Myndlistarskólans á Ak- ureyri frá 12 ára aldri og hóf þar hefðbundið myndlistarnám vetur- inn 1983-84, að því loknu var hún við nám í Myndlista- og handíða- skóla íslands 1984-87. Kristín hafði vetursetu í Róm 1987- 88 og nam helgimyndamál- un (íkonagerð) og hefur hún stundað hana samhliða málverk- inu síðan. Árið 1988 innritaðist Kristín í Ríkisakademíið í Flórens og leggur þar stund á freskumál- un._ Á sumrin dvelur Kristín í heimabæ sínum Akureyri og mál- ar. _ Á sýningunni í Nýhöfn verða tólf olíumálverk, máluð á árunum 1988- 91. Eitt af verkum Kristínar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18, um helgar frá kl. 14-18, lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 2. október. Sinfóníuhljómsveitm tekur þátt í M-hátíð á Suðurlandi DAGANA 12.-15. september leggur Sinfóníuhljómsveitin land undir fót og heldur tón- leika á fjórum stöðum á Suður- landi. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við M-hátíð á Suður- landi og verða í samvinnu við heimamenn á hverjum stað. Tónleikarnir verða sem hér seg- ir: Á Kirkjubæjarklaustri fimmtu- daginn 12. september kl. 21.00, Laugalandi í Holtum föstudaginn 13. september kl. 21.00, Þorláks- höfn laugardaginn 14. september kl. 14.30 og í Vestmannaeyjum sunnudaginn 15. september kl. 16.00. Einleikari verður Jónas Ingi- mundarson og hljómsveitarstjóri Guðmundur Oli Gunnarsson. Á efnisskránni verða forleikur að Brúðkaupi Fígarós og Konsert rondó fyrir píanó og hljómsveit eftir Mozart, Fantasía um ung- versk þjóðlög eftir Franz Liszt og Sinfónía nr. 4 í A-dúr (ítalska sin- fónían) eftir Mendelssohn. Auk þess verða flutt kórverk, þar sem kórar á hveijum stað taka þátt í flutningnum með hljómsveitinni. Á Laugarlandi í Holtum verða flutt Ave Verum Corpus eftir Mozart, Fangakórinn eftir Verdi og Suðurland eftir Einar Sigurðs- son við texta Heimis Steinssonar. í Þorlákshöfn verða flutt Árnes- þing eftir Sigurð Ágústsson og Suðurland eftir Einar Sigurðsson og í Vestmannaeyjum verður flutt Gloría úr Pákumessunni eftir Hándel. Jónas Ingimundarson er Islend- ingum löngu kunnur fyrir píanó- leik sinn og þá ekki síst sem með- Jónas Ingimundarson leikari með flestum okkar bestu söngvurum. Guðmundur Óli Gunnarsson stundar nám í hljómsveitarstjórn hjá Jorma Panula í Sibeliusar-aka- demíunni í Helsinki. Hann stjórn- aði um þriggja ára skeið hljóm- Guðmundur Óli Gunnarsson sveit áhugafólks í Utrecht í Holl- andi og hefur stjórnað Kamm- ersveit Reykjavíkur, Caput-sveit- inni og er ennfremur einn af stjórnendum íslensku hljómsveit- arinnar. (’Ur fréttatilkynningu) Prestvígsla í Dómkírkjunni BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, mun næstkomandi sunnudag vígja tvo guðfræði- kandídata til prestsþjónustu í kirkjunni. Magnús Erlingsson, sem starfar hefur sem fræðslufull- trúi á Biskupsstofu, verður vígður til þjónustu í ísafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur, verð- ur vígð til að þjóna sem aðstoðar- prestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Vígsluvottar verða séra Bernharð- ur Guðmundsson fræðslustjóri, sem lýsa mun vígslu, séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkjuprestur, sem annast mun altarisþjónustu, séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Laugamesprestakalli og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og séra Jón Ragnarsson deildarstjóri í fræðsludeild kirkjunnar. Við athöfnina syngur Dómkórinn undir stjóm Marteins Hunger Frið- rikssonar organista. Prestvígslan hefst í Dómkirkjunni kl. 10.30. 91 árgerðin af MUDDY FOX hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma. Ný aðferðvið stellbygginguna gefur MUDDY FOX aukinn styrk og óvenju góða aksturseiginleika. Þú hjólar án vandræða á MUDDYFOX ivinnuna eðaskólann allan ársins hring. Verðdæmi: Adventure Shimano 200 GS Verð 33: «8,- nú 27.765,- Couríer Mega Shimano 400 LX Verð 43 .»74,- nú 33.826,- Mikið úrval reiðhjóla og fylgihluta. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. Okeypis upphersla og stillingar á gírum og bremsum. GAP rp-n VÍSÁ” RAÐGREIÐSLUR Opið laugardag frákl. 10 til 16. G.A. Pétursson hf Nútíðinni, Faxafeni 14, sími 68 55 80 HAUSTTILBOÐ MUDDY FOX Á HEILDSÖLUVERÐI Frestaðu ekki hjólakaupunum lengur. HJÓLAKAUP ÁRSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.