Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 28
28 <5 -MORGUNBLAÐIÐÍ FIMMTUDAGÚR -12-. SEPTEMB&R-1991- ltor0iimlifo$íl§> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. l' lausasölu 100 kr. eintakið. Skógræktarátakið er góður vegvísir Um ein milljón trjáplantna voru gróðursettar í land- græðsluátaki á síðastliðnu ári. Ein af hverjum tíu plöntum, sem gróðursettar voru, eða um níu hundruð þúsund, lifðu af fyrsta árið, að því er fram kom í máli Ásu Aradóttur, vistfræð- ings, á aðalfundi Skógræktar- félags íslands. Þetta er veru- lega betri árangur en búizt var við. Algengt er að afföll séu allt að fjórðungur fyrstu árin. Vistfræðingarnir Ása Ara- dóttir og Sigurður Magnússon unnu að úttekt á árangri af Landgræðsluátaki 1990 í maí- og júnímánuði síðastliðnum. Fyrirfram voru menn nokkuð uggandi um árangurinn vegna þess að svæðin, sem gróðursett var í, voru misvel fallin til skóg- ræktar, sumarið var viða þurrt framan af og vetur snjóléttur. Engu að síður var árangurinn með ágætum. Af þeirri milljón plantna sem gróðursettar voru í átakinu var um 75% birki, 7% lerki en minna af öðrum teg- undum. Morgunblaðið hefur eftir Ásu Aradóttur, vistfræðingi, sl. þriðjudag: „Ég held að þessi aðferð að gróðursetja tré til landgræðslu sé komin til að vera og að henni verði beitt áfram í framtíðinni. Vandamálið við svona gróður- setningar er hins vegar að þær kosta mikið, bæði vinnu og fjár- magn, og því er eiginlega ekki gerlegt að ætla að klæða auðn- irnar með gróðursetningu ein- göngu, þó svo að hún geti hent- að mjög vel til að klæða lönd umhverfis þéttbýliskjarna og önnur útivistarsvæði. Þar sem landrými er meira og þar sem ekki liggur eins mikið á að ná skóginum upp getum við látið náttúruna vinna með okkur ... Birkið okkar er til dæmis afar duglegt að sá sér, eins og mörg dæmi eru til um. Þess vegna er hægt að gróðursetja aðeins hluta af svæði sem græða á upp, til dæmis nokkra lundi, sem síðan framleiða fræ og verða fræuppsprettur' fyrir sjálfgræðslu. Skyld leið er að j friða land kringum gamlar skógarleifar og skógræktar- j girðingar." Skógræktarátak 1990 og sá árangur sem fyrir liggur lofar góðu, bæði varðandi land- græðslu og viðvarandi baráttu landsmanna gegn gróðureyð- ingu, sem hefur verið hrikaleg síðan land var numið, og er enn mjög mikil. Ástæður gróður- eyðingar á genginni tíð eru ýmsar: kólnandi tíðarfar, eld- virkni, eyðing skóga (kolagerð) og síðast en ekki sízt uppblást- ur og ofbeit. Hraðfara gróður- eyðing, eins og hér var á fyrri hluta aldarinnnar, er naumast til staðar nú, en gróðurlendið skreppur hins vegar enn víða saman, einkum á hálendinu. Viðkvæmum hálendisgróðri stendur ógn af beitarálagi og vaxandi ógætilegri umferð, innlendra og erlendra ferða- manna, sem njóta vilja fegurð: ar og tignar íslenzkra öræfa. í þeim efnum þarf að koma við eðlilegum vörnum; nauðsynleg- um umgengnisreglum við nátt- úru landsins. Skógrækt er ein mikilvæg- asta leiðin til að endurheimta þau landgæði, sem glatast hafa frá upphafi búsetu í landinu, og til að gera það umhverfi, sem er ramminn um mannlífið, betra og fegurra. Þar kemur margt til. I fyrsta lagi er íslenzki birkiskógurinn ein sterkasta vörn jarðvegs gegn rofí. í annan stað er notagildi skógarskjólbelta fyrir landbún- aðarhéruð óumdeilt, en þau stórauka verðmæti landsins. í þriðja lagi þykir sýnt að nytja- skógrækt getur orðið hagkvæm búgrein, þar sem skilyrði til skógræktar eru hvað bezt, en yiður er verðmæt náttúruafurð. I fjórða lagi hefur hinn marg- víslegi trjágróður bæði nytja- (skjól) og fegurðargildi í um- hverfinu, meðal annars á úti- vistarsvæðum og í nánd við þéttbýli og sumarhús. Síðast - en máski ekki sízt - hefur skógrækt, með tilheyrandi úti- vist og hreyfingu, heilsubæt- andi og þroskandi áhrif á hvern þann, sem þar leggur hönd að verki. Landgræðsluátak liðins árs var gott og verðmætt innlegg í banka framtíðarinnar. Gróð- urvernd og landgræðsla, ekki sízt skógrækt, eru viðfangs- efni, sem leggja verður vaxandi rækt við. Þrátt fyrir „svart- nætti ríkisfjármála sem grúfir yfir okkur" og nokkurn, og að hluta til heimatilbúinn, efna- hagsvanda, sem heftir fram- kvæmdagetu okkar næstu misserin á það að vera þjóðinni metnaðarmál, að vinna upp þá gróðureyðingu, sem fylgt hefur búsetu í landinu, sem og að bæta og fegra það umhverfí, sem er ramminn um mannlíf í landinu. John Galvin, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í E Grundvallarregla að he ráðskast ekkí með ríkiss Leggur áherslu á nauðsyn þess að halda í traust skipulag á óvis álítur hernaðarstöðu íslands breytast minna en annarra NATO YFIRMAÐUR herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, bandaríski hershöfðinginn John Galvin, kom til.landsins í stutta heimsókn á þriðjudag og ræddi við íslenska ráðamenn auk þess sem hann litaðist um á Þingvöllum áður en hann hélt á brott síðdegis í gær. Síðast mun yfirmaður Evrópuheraflans hafa verið hér í iieini- sókn fyrir fjórum áratugum er Dwight Eisenhower, síðar Bandaríkj- aforseti, gegndi þeirri stöðu. Herafli bandalagsins í Evrópu er und- ir yfirstjórn Galvins að undanskildu því liði sem bækistöðvar hefur í Portúgal, Bretlandi og á íslandi. Ennfremur taka Frakkar og Spánverjar ekki þátt í hernaðarsamvinnu bandalagsins. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Galvin í gær og spurði fyrst hvert yrði hernaðarlegt hlutverk íslands í heimi sem tekið hefur stakkaskiptum síðari árin og einkum síðustu vikurnar. „Það er orð að sönnu, heimurinn er að breytast og Atlantshafsbanda- lagið verður að horfast í augu við þá staðreynd. Það gerði bandalagið í Lundúnayfirlýsingunni og mun einnig gera á væntanlegum leiðtoga- fundi í Róm í nóvember. Umræddar breytingar hafa áhrif á stöðu og stefnu bandalagsríkjanna með mis- munandi hætti. Heraflinn á meginl- andi Evrópu var búinn undir að verj- ast víðtækri árás austur yfir láglendi Norður-Þýskalands en nú eru að- stæður á þessum slóðum breyttar eftir upplausn Varsjárbandalagsins og önnur umskipti. Ný varnarstefna mun byggjast á fámennari fastaherj- um og þess vegna verða breytingarn- ar mun afdrifaríkari á meginlandinu þar sem fyrir var meginhluti herliðs- ins. En nýja stefnan mun einnig byggjast á því að hægt verði að auka við liðsaflann með skömmum fyrirvara og þess vegna mun varnar- stöðin á íslandi áfram gegna sínu upprunalega hlutverki í vörnum bandalagsins þ.e. að gæta siglinga- leiðanna yfir Atlantshafið. Keflavík- urstöðin er geysilega mikilvæg vegna áætlana um að senda aukinn liðstyrk frá Norður-Ameríku til Evr- ópu ef nauðsyn krefur. Annað hlut- verk íslendinga er að leggja Iand undir búnað og mannafla er heldur uppi eftirliti með hernaðarviðbúnaði á Norður-Atlantshafí. Að mínu áliti munu hernaðarlegt mikilvægi og aðstæður á íslandi ekki taka jafn miklum breytingum vegna umskip- tanna í austri og búast má við í öðrum aðildarríkjum bandalagsins. Hér verður fremur haldið í horfínu." - Sumir gera ráð fyrir að breytt Sovétríki eða arftaki þess, rússneskt stórveldi, muni innan nokkurra ára huga aðallega að hefðbundinni stöðu sinni sem meginlandsstórveldi. Er líklegt að þeir muni einfaldlega fleygja megninu af herskipaflotan- um, sem þegar er að verulegu leyti úreltur, á haugana og hvaða áhrif hefði það á varnarstefnu NATO? „Ef Rússland yrði stórveldi án hernaðartengsla við hin lýðveldin yrði það aðeins um fimmtungi minna en Sovétríkin gömlu. Ríkið myndi eftir sem áður ráða yfir mikilvæg- ustu flotahöfnunum, við Norður- íshafið. Ég held þess vegna ekki að við munum verða vitni að svo miklum breytingum á þessu sviði. Geri að- stæður það kíeift getur verið að Sovétmenn muni minnka flotaum- svifin en fram til þessa hefur reynd- in verið önnur, þeir eru enn að efla flotann. Þeir eru að smíða ný flugvél- amóðurskip og bæta tæknibúnaðinn með ýmsum hætti." Haldið verði í traust skipulag - Hefur NATO einhverja hugmynd um stefnu Borís Jeltsíns Rússlands- forseta í þessum efnum, hefur hann sagt eitthvað um flotastefnuna og herskipasmíðina? „Mér er ekki kunnugt um að hann hafi sagt neitt opinberlega um þessi mál. Hann og talsmenn fleiri lýð- velda hafa lýst skoðunum sínum á framtíð kjarnorkuherafla Sovétríkj- anna en Jeltsín hefur ekkert sagt um flotann. Sovétmenn þurfa nú að fást við gífurlegar breytingar, um- skipti á öllum sviðum. Vonandi verð- ur hægt að hraða þessum breyting- um eftir að valdaránið rann út í sandinn. En ástandið er afar ótryggt, erfitt að spá fyrir um framvinduna. Það er ákaflega margt sem getur skyndilega aukið spennu. Á tímum sem þessum tel ég brýnt fyrir okkur að halda í traust skipulag sem við höfum núna. Þetta er eitt af því sem gerir svo nauðsynlegt að NATO verði áfram við lýði." - Gerir núverandi varnarstefna NATO ekki ráð fyrir þeim möguleika að vígbúnaður á og í höfunum verði takmarkaður með samningum? „Þessi mál hafa verið til umræðu en ég hygg að megináherslan hafí verið lögð á fækkun í land- og flug- herjum auk takmörkunar á kjarn- orkuvígbúnaði. Það er ekki stefna í sjálfu sér að útiloka flotaumræðuna en áherslan hefur verið á öðru." Nýtækni - Hernaðarsérfræðingar telja að í framtíðinni muni ný tækni valda því að langtum minni liðsafla þurfi til að halda uppi nauðsynlegum vörn- um. Mannlaus flugskeyti t.d. muni stöðugt sveima yfir hættusvæðum, ósýnileg í ratsjá, og hægt verði að kæfa með þeim árásir í fæðingunni „Ég hygg að það verði ákaflega mikilvægt að ráða yfir nútímalegum herjum. Þetta varð öllum ljóst í Pers- aflóastríðinu, hvað tæknin er mikil- væg. Annað sem einnig er býsna mikilvægt er hæfnin til að samræma og stjórna öllum tæknibúnaðinum og eftir sem áður er bráðnauðsynlegt að stjórnendur og hermenn kunni sitt fag. Við sáum í Persaflóastríðinu hverju hægt er að áorka- þegar liðs- aflinn er hæfur. í heimsstyrjöldinni síðari var hægt að ná algerum yfirr- áðum í lofti með því að beita herflug- Varnarmálaráðherra Noregs um Sovétríkin; Rússland mun sýna norðurhjaran- um meiri áhuga Kjarnavopnalaus Norðurlönd gætu komist aftur á dagskrá JOHAN Jorgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, segir að ástand- ið í varnar- og öryggismálum sé nú ótryggara en verið hafi fyrir einu eða tveim árum og ekki sé hægt að bollaleggja að svo stöddu um niðurskurð heraflans. Holst segir jafnframt að hugmyndin um kjarnavopnalaus Norðurlönd geti komist aftur á dagskrá þegar ljósí verði hvar kjarnavopn Sovétríkjanna gömlu verði í framtíðinni. „Við gætum t.d. hugsað okkur að Eystrasaltsríkin mynduðu slíkt svæði ásamt Norðurlöndunum. Svæðið gæti orðið þáttur í öryggis- neti umhverfis sjálfstæð Eystra- saltsríki. Þetta gæti orðið fordæmi fyrir svipað fyrirkomulag þar sem lýðveldi hafa lýst sig óháð," segir Holst í samtali við dagblaðið Aften- posten nýlega. ' Ráðherrann sagði að hvað sem liði óvissunni um framtíð Sovétríkj- anna væri ljóst að lýðveldið Rúss- land yrði áfram nágranni Noregs í austri og Rússland yrði voldugasta herveldi Evrópu. „Eg geri ekki ráð fyrir að stefna þeirra muni ógna okkur í fyrirsjáanlegri framtíð. Við verðum á hinn bóginn að reyna að sjá lengra og hljótum að viðurkenna að fyrirsjáanleg framtíð er ekki langur tími sem stendur." Holst lagði áherslu á að Norð- menn yrðu að gæta þess að hafa náið samband við önnur Evrópuríki svo að samskipti þeirra við Rússa Johan Jergen Holst. yrðu ekki eingöngu venjuleg tví- hliða samskipti tveggja ríkja. Hann sagði að langftímahagsmunir Rússa myndu enn verða bundnir norður- hjaranum og vopnum þeirra á þeim slóðum. Sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna myndi enn styrkja áhuga Rússa á aðstöðu landsins á Kóla- skaga. Bandaríkin væru eina ríkið sem gæti haldið þessum aukna áhuga Rússa í skefjum og því væri afar mikilvægt fyrir Norðmenn að eiga áfram gott samstarf við Bandaríkjamenn. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.