Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
39
Helga Sigurðardóttir,
Seyðisfirði
Fædd 22. október 1921
Dáin 2. september 1991
Hún Helga á Seyðisfirði er látin.
Svo tengd var minningin um Helgu
og Seyðisijörð, að í huga mínum
og ótal vina hennar var Helga eins
konar tákn fyrir Seyðisfjörð. Helga
Sigurðardóttir, fyrrverandi póstfull-
trúi á Seyðisfirði, lést eftir erfiða
sjúkdómslegu í sjúkrahúsi í Reykja-
vík.
Fráfall Helgu veldur söknuði.
Hún hafði djúpstæð áhrif á sína
samtíðarmenn svo að eftir hana er
tómarúm, þegar hún hverfur sjónum
okkar, sem nutum kynna við hana.
Til alls eru atvik. Svo tókst til,
að ég giftist Þórnýju Þorkelsdóttur
frá Gauksstöðum á Jökuldal, ná-
frænku og ævarandi vinkonu Helgu
Sigurðardóttur á Seyðisfirði. Fyrstu
kynni okkar Helgu voru á heimili
okkar Þórnýjar, í Nökkvavogi 7 í
Reykjavík. Þetta var '-upphaf þess
að ég tengdist sterkum vináttubönd-
um við Helgu mína á Seyðisfirði.
Þessi vinátta hélst óbreytt, þótt
Þórný hyrfi yfir móðuna miklu og
þótt ég veldi mér nýjan lífsförunaut.
Margar ferðirnar áttum við Þórný
á Seyðisfjörð og þótti okkur sem
ekkert sumar hefði komið það árið,
ef niður féll ferð til Austurlands og
niður á Seyðisfjörð til Helgu. Helga
var iðulega gestur okkar, bæði í
Reykjavík og á Húsavík.
Kynnin við Helgu eru eitt af því,
sem tengir mig Austurlandi öðru
fremur. Við Aslaug, síðari kona
mín, ræktuðum vináttuna við Helgu.
Hún var gestur okkar á Akureyri.
Ár eftir ár komum við á Austurveg
13. Síðast í fyrrasumar heimsóttum
við Helgu í verndaða þjónustuíbúð
sem var í tengslum við sjúkrahúsið
á Seyðisfirði. Þar undi Helga hag
sínum vel og hugðist eyða ævikvöld-
inu í góðu atlæti, og rækta vinátt-
una við sem flesta.
Ekkert okkar trúði því að þetta
væri í síðasta sinn sem við mundum
sjást. Ég man sérstaklega hve
kveðjur okkar voru innilegar og sjálf
orðaði Helga það við Aslaugu að
hún væri sér svo nákominn vinur,
sem að ættingi væri.
Helga Sigurðardóttir var eins og
margar formæður hennar stórlynd
og stórhuga í hveiju sem hún tók
sér fyrir hendur. Hún var tryggur
og traustur bandamaður vina sinna.
Þeir voru meðvitaðir um að hún var
vinur þeirra í raun. Helga var skörp
til hugans og var skyggn á menn
og málefni. Mannþekking var henni
eðlislæg og þess gætti í vinavali.
Hálfvelgja og yfirdrepsskapur var
eitur í hennar beinum. Hreinskilni
hennar var afdráttarlaus, en um-
fram allt drengileg.
Ég kynntist ekki Soffíu Þorkels-
dóttur, móður Helgu. Soffía var
fallin frá eftir að ég varð heimilisvin-
ur á Austurvegi 13. Helga hélt lengi
heimili með Sigurði föður sínum,
allt til að hann féll frá. Sigurður
Sigurðsson var kennari á Hólum í
Hjaltadal, síðan lengi á Seyðisfirði
og síðast bókavörður þar. Sigurður
var einstakt ljúfmenni í öllum sam-
skiptum. Síðustu árin bjó Helga ein
á Austurveginum, allt til að hún
réðst í að kaupa sér íbúð í þjónustu-
húsnæði aldraðra á Seyðisfirði.
Helga var eina barn þeirra Sig-
urðar og Soffíu. Það var ekki henn-
ar léið að eignast mann og fylla
húsið af börnum. Slíkt var ekki
nærri skapgerð Helgu og hefði sá
lífsförunautur verið vandfundinn
sem hefði fyllt stöðu sína við hlið
hennar. Hins vegar var hún barn-
mörg í bestu merkingu þess hug-
taks, þótt henni auðnaðist ekki að
bera barn undir bijósti. Börn sóttu
til hennar og þau voru mörg börnin
sem nutu hennar, í bráð og lengd.
Svo var Helga metin, að vandalaus-
ir létu börn sín bera nafn hennar.
Helga var að vísu komin á þann
aldur að hafa hætt störfum og kom-
in á það aldursskeið þegar allra
veðra var von. Hún var enn síung
í anda. Ég var ekki einn um það
-Minmng
að binda vonir um að njóta vinar-
þels Helgu áfram um langt árabil,
á friðsælu ævikvöldi.
Að standa yfir moldum Helgu
Sigurðardóttur veldur trega. Sam-
tíminn verður fátækari en áður var.
Með fráfalli HelgU fölnar minningin
um Seyðisíjörð, en lifir um einstæð-
an persónuleika, sem enginn var
ónsortin af er átti því láni að fagna
að kynnast.
Helga mín var fágæt kona. Kynn-
um við hana og heimilið á Austur-
vegi 13 er hluti lífssögu minnar og
djúpur strengur í minningunni, svo
er trúlega um marga fleiri.
Nú er Helga horfin í röð for-
mæðra sinna og tekur sitt sæti í röð
þeirra skörungskvenna, sem ein-
kennt hafa ættir hennar. Við erum
þakklát fyrir að hafa verið henni
samferða. Minningin lifir og grópar
sig inn í söguna. Skarð Helgu verð-
ur ekki fyllt.
Eftir stendur Seyðisfjörður, fá-
tækari en áður, og minningin um
Helgu Sigurðardóttur skipar þess-
um fagra fírði rúm í minningunni.
Helga 4 Seyðisfirði er horfin sjón-
um okkar. Blessuð sé minning
Helgu Sigurðardóttur. Við Ásiaug
þökkum samfylgdina.
Áskell Einarsson
Helga okkar hefur kvatt þennan
heim mun fyrr en okkur grunaði.
Frá því að móðuramma okkar
dó hefur Helga tekið stöðu hennar.
Helga var sú besta amma sem
hægt er að hugsa sér þrátt fyrir
að hún væri ekki skyld okkur. Upp-
hafið á þessum vinskap byijaði með
Sigurði, sem fékk lánaðar bækur
hjá Helgu á pósthúsinu, eins og
krakkarnir kölluðu hana. Með
hverju árinu varð vináttan sterkari
og hún tók hveiju barninu á fætur
öðru sem sínu ömmubarni.
Bóbó bjó með fjölskyldu sinni í
13b og eldri krakkarnir fengu að
njóta fjölskylduömmunnar þótt þau
ættu tvær ömmur á staðnum.
Ragnheiður eyddi miklum tíma
með Helgu, fékk að vera ef mamma
og pabbi fóru eitthvað í burtu.
Minning okkar um Helgu verður
alltaf í gamla pósthúsinu á Austur-
vegi 13. Á ioftinu fengum við stelp-
urnar að gramsa í dótinu hennar,
urðum prinsessur í gömlu kjólunum
og með hattana. Svo spiluðum við
á grammófóninn og héldum margar
tískusýningar fyrir hana. Það var
ekki almennileg helgi ef við eyddum
henni ekki með Helgu. Hún spilaði
mikið við okkur og við hlustuðum
með henni á Ellý og Vilhjálm. Á
hveijum sunnudegi trekktum við
svo upp gömlu veggklukkuna og
stilltum hana. Bestu dagarnir voru
að fara í bíltúr á gamla Volksvagn-
inum hennar, sérstaklega þegar
foreldrar okkar áttu ekki bíl. Ef við
fengum að gista var hátíð, soðnar
pylsur og eins mikill ís og við gátum
í okkur látið.
Helga sagði okkur seinna frá
skemmtilegum atvikum, þegar eldri
systir reyndi að kenna hinni yngri
að lesa en álitið á lestrargáfum litlu
systur var ekki mikið. Ein reyndi
endilega að fá Helgu til að giftast
eldri manni sem bjó líka einn svo
að þau yrðu ekki eimana. Helga
hló mikið að þessum atvikum.
Helga tók öllum börnum með
opnum örmum, hvort sem þau
bjuggu í nágrenninu eða úr fjöl-
skyldunni, allir voru velkomnir.
Ekkert aðfangadagskvöld eða
gamlárskvöld var án Helgu. Þegar
messa á aðfangadag var búin fór
pabbi og sótti hana í mat. Nú verð-
ur stórt skarð hjá okkur um jólin.
Helga var allt of ung til að kveðja
og við vorum ekki tilbúin til þess
strax. Þótt Helga ætti hvorki mann
né börn, þá átti hún stærri fjöl-
skyldu en margur annar og við er-
um þakklát að hafa fengið að vera
hluti af henni.
Hún var dásamleg kona sem
aldrei mun deyja í minningu okkar.
Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það,
en vissulega hefði það komið sér betur,
að lát þitt hefði ekki boríð svo bráðan að.
Við bjuggumst við að hitta þig oft i vetur.
Og nú er um seinan að sýna þér allt það traust,
sem samferðafólki þínu hingað til láðist
að votta þér. Það viitist svo ástæðulaust
að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist.
(Tómas Guðmundsson)
Ingibjörg, Sigurður, Sigtryggur,
Olafía, Ragnheiður, Guðrún,
Sigurveig og fjölskyldur.
Helga Sigurðardóttir, frænka
mín, er látin. Hvítir vængir dauðans
lögðust yfir hana á Landspítalanum
2. september sl. eftir þriggja mán-
aða erfiða sjúkdómslegu.
Guðný Helga Sigurðardóttir, eins
og hún hét fullu nafni, var borin
og barnfædd á Seyðisfirði. Foreldrar
hennar voru Sigurður Sigurðsson
kennari og Soffía Þorkelsdóttir. Sig-
urður var ættaður úr Jökulsárhlíð
N-Múl., sonur Sigurðar ráðsmanns
í Fögruhlíð þar í sveit, Sigurðssonar
bónda í Njarðvík, Jónssonar og Þóru
Einarsdóttur bónda á Holi í Út-
mannasveit, Hálfdánarsonar. Sig-
urður lauk kennaraprófi frá Bla-
agárds Seminarium í Kaupmanna-
höfn árið 1904, er þótti mikil mennt-
un á þeim tíma, og var kennari við
Barna- og unglingaskóla Seyðis-
fjarðar frá 1919-38 og síðan bóka-
vörður við Amtsbókasafnið á Seyð-
isfirði. Sigurður var maður vel gef-
inn og vel látinn af öllum er kynnt-
ust honum, víðlesinn og fjölfróður.
Soffía, móðir Helgu, var ættuð
frá Klúku í Útmannasveit, dóttir
hjónanna Guðnýjar Ólafsdóttur
Stefánssonar frá Gilsárvöllum og
Þorkels Björnssonar bónda í Klúku,
Jónssonar.
Heimili þeirra hjóna, æskuheimili
Helgu, var orðlagt fyrir gestrisni
og rausnarskap. Þangað lögðu
margir leið sína, ekki síst frændur,
vinir og venslamenn af Héraði, ung-
ir og aldnir oddborgarar og einstæð-
ingar. Allir voru þar aufúsugestir.
Soffía og faðir minn voru bræðra-
börn og því hittust fjölskyldurnar
iðulega, oftast á heimili Helgu.
Veislurnar hennar Soffíu frænku
voru rómaðar og eftirsóttar, ekki
síst af yngri kynslóðinni. Hún var
mikil og merk gæðakona. Mér erú
jólaboðin hennar í barnsminni þegar
borðstofuborðið svignaði undan
bústnum rjómatertum, randalínum
og rósóttum postulínskönnum. með
heitu súkkulaði. Það voru dýrðar-
stundir fátækum börnum er uxu úr
grasi á kreppuárunum. Sigurður
kennari, eins og hann var jafnan
nefndur, sagði okkur sögur í þessum
samkvæmum, fræddi okkur um
fyrri daga eða greip í orgelið því
hann var tónelskur og gaukaði
ósjaldan að mér bókum er veislu
lauk. Foreldrar mínir höfðu svo
miklar mætur á þeim heiðurshjón-
um, Soffíu og Sigurði, að þau létu
yngstu dóttur sína heita í höfuðið á
þeim og nefndu hana Soffíu Sigfríði.
Helga erfði bestu eiginleika for-
eldra sinna. Hún var greind, gjöful,
frændrækin, vinföst og vinmörg
enda lagði hún mikla rækt við vin-
áttuna. En það sem einkenndi hana
framar öðru var einstök gestrisni.
Ófáir eru þeir Austfirðingar hér
syðra og aðrir, skyldir og óskyldir,
er nutu gistivináttu hennar og góð-
vildar. Og það var enginn kotungs-
bragur á þeim veitingum er hún bar
fyrir gesti sína. Henni þótti miður
ef frændur hennar og kunningjar
gengu hjá garði. Helga var ættræk-
in og ættfróð og það var ekki kom-
ið að tómum kofunum hjá henni
þegar talið barst að fólki. Hún kunni
skil á fjölda manna, karla og
kvenna, um allt land og vissi ósköp-
in öll um ættingja sína enda kölluð-
um við hana alltaf „Helgu frænku".
Hún kunni fjöldann allan af spaugi-
legum sögum um samferðamenn,
sagði skemmtilega frá og dillandi
hlátur hennar var smitandi.
Helga ól allan aldur sinn á Seyð-
isfirði og kunni best við sig þar,
milli Bjólfs og Strandatinds, þessara
nafntoguðu fjalla okkar Seyðfirð-
inga sem standa heiðursvörð um
fólk og fjörð ár og síð, þar sem logn-
kyrrðin á björtum sumarkvöldum
er meiri en annars staðar á landinu.
Þar ólst hún upp við ást og um-
hyggju foreldra sinna, gekk í barna-
og gagnfræðaskóla og starfaði hjá
Pósti og sírna frá æskuárum, síðast
sem póstvarðstjóri. Hún var ötul og
áreiðanleg í starfi sínu, vinsæl og
vel virt af samstarfsfólki og sveit-
ungum en þótti á stundum nokkuð
orðheit og sérvitur í mati sínum á
mönnum og málefnum. Lengst af
bjó Helga í húsi foreldra sinna við
Austurveg 13 þar sem veislurnar
góðu voru haldnar forðum ungum
börnurn til dýrðar, þar sem gestrisni
og góðvild ríkti ætíð ofar hverri
kröfu. í fyrrasumar flutti Helga úr
þessu húsi, sem er okkur mörgum
svo hugleikið, í raðhús við Múlaveg,
af því að gamla húsið var hrörlegt
orðið og mýsnar gerðust þar tíðir
gestir. Enginn skilji orð mín svo að
Helga hafi ekki tekið vel á móti
þessum gestum sem öðrum. Hún
varð ekki uppnæm þótt mýsnar birt-
ust, en vinkonur hennar brugðust
öðruvísi við, krossuðu sig í bak og
fyrir, báðu Guð að hjálpa sér og
hættu sumar að heimsækja Helgu.
Hún var ánægð með nýju íbúðina,
sem er bæði vistleg og rúmgóð, og
hugðist halda þar upp á sjötugsaf-
mæli sitt 22. október í haust og
eyða þar ævikvöldinu. En margt fer
öðruvísi en ætlað er og hér tóku
örlögin harkklega í taumana.
Helga var Seyðfirðingur í húð og
hár. Hún var í Seyðfirðingafélaginu
og hafði áhuga á starfsemi þess,
annaðist m.a. nokkrar fjárreiður
fyrir félagið eystra um tíma.
í öndverðum maímánuði kom hún
suður gagngert til að vera viðstödd
hátíðarmessu er félagið átti hlut að
í Bústaðakirkju og blanda geði við
okkur Seyðfrrðinga syðra í kaffí-
samsætinu eftir messu er við köllum
„kirkjukaffi".
Þarna hitti hún í síðasta sinn fjöl-
marga Seyðfirðinga saman komna
og var það henni mikið gleðiefni og
okkur, vinum hennar, er það einnig
því nú gefst ekki tækifæri til sam-
funda við hana framar. Meðan
Helga lá á Landspítalanum kom vel
í ljós hve vinmörg hún var, svo tíð-
ar voru heimsóknirnar. Ein var þó
sú kona er oftast kom, hartnær
hvurn dag, Klara Kristinsdóttir,
ekkja Kjartans Ólafssonar fyrrum
læknis á Seyðisfírði. Hafí sú ágæta
kona heila þökk fyrir trygglyndið.
Helga var einstök og ógleyman-
teg öllum þeim er kynntust henni.
Hvenær kemur önnur slík? Seyðis-
fjörður verður ekki hinn sami að
henni genginni. Margir munu minn-
ast hennar með söknuði, þakklæti
og virðingu, ekki síst Austfirðingar
nær og fjær, í dag þegar hún er til
grafar borin frá Seyðisfjarðarkirkju
af vinurn og vandamönnum.
Stofurnar hennar við Múlaveg
standa nú auðar. Þar ríkir þögnin
ein. Hún tekur ekki oftar á móti
gestunr hérna megin grafar.
Ingólfur A. Þorkelsson
í dag kveðjum við okkar ágætu
vinkonu og starfsfélaga, Helgu Sig-
urðardóttur, en hún lést í Landspít-
alanum 2. september sl.
Iielga var fædd á Seyðisfirði 22.
október 1921, einkabarn hjónanna
Sigurðar Sigurðssonar, kennara,
sem fæddur var í Fögruhlíð í Jökuls-
árhlíð 14. október 1871, dáinn 4.
ágúst 1961. Hann var kennari og
skólastjóri við barna- og unglinga-
skólann á Seyðisfirði frá 1919 til
1940. Móðir hennar var Soffía Þor-
kelsdóttir, fædd í Klúku í Hjalta-
staðaþinghá 22. apríl 1878, dáin
10. apríl 1951.
Helga ólst upp í foreldrahúsum
og byrjaði snemma að vinna fyrir
sér, fyrst í Apóteki Austurlands hjá
Jóhanni Ellerup og síðan hjá Pósti
og síma á Seyðisfirði. Á pósthúsinu
hóf hún störf í apríl 1942 og vann
þar æ síðan þar til hún komst á
full eftirlaun 1986. En frá þeim
tíma til áramóta 1990 var hún í
hlutastarfr á meðan kraftar entust.
Sem barn fékk lielga lömunarveiki
og háði það henni æ síðan. í mars
á þessu ári kenndi Helga sér las-
leika og í maí fór hún full bjartsýni
til Reykjavíkur til aðgerðar á þeim
sjúkdómi er yfirbugaði hana að lok-
um, eftir afar erfiða sjúkómslegu.
Helga var í alla staði frábær
starfskraftur, samviskusöm og
stundvís með afbrigðum. Meðal
starfsfélaganna var hún ávallt
hrókur alls fagnaðar og lét sig
hvergi vanta í félagslíf starfsfólks-
ins. Við sem höfum unnið með henni
söknum góðs starfsfélaga og vinar.
Hún var ákaflega félagslynd og
gestrisin með afbrigðum, ættfróð
og minnug á fólk og atburði liðins
tíma.
Póstur og sími sér á bak góðum
starfsmanni stofnunarinnar í rúm
40 ár. Við starfsfélagarnir þökkum
henni fyrir gott og ánægjulegt sam-
starf á liðnum árum og biðjum góð-
an Guð að varðveita hana.
Blessuð sé minning hennar.
Starfsfólk Pósts og
síma, Seyðisfirði.
Blombera
■■
lt§
fíggí ”
««»■ ■
líííf ■
t
.,
ÞYSKAR
'VERÐLAUNA
VÉLAR!
Blomberg þvottavélarnar hlutu
hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF
hönnunarverðlaun fyrir framúr-
skarandi glæsilega og hugvit-
samlega hönnun.
Við bjóðum nú gerð WA-230 með
kostum, sem skapa henni sér-
stöðu:
* Tölvustýrður mótor * yfirúðun *
alsjálfvirk magnstilling á vatni *
umhverfisvænt sparnaðarkerfi.
Verö aðeins kr. 69.255 stgr.
Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr.
Eínar Farestveít&Co.hf. Borgartúni28 S622901 og 622900