Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 - Tölvuvetrarskóli 10-16 ára © <%> Frábært 12 vikna námskeiö fyrir börn og unglinga 10-16 ára! Sæti laus 13-16 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum! «3r *o *>o Næstu námskeiö hefjast 20. og 21. september. . <í •3i Tölvu- og verkfrœöiþjónustan .^ Grensásvegi 16 - fImm ár I forystu ^J> KVÍÐANÁMSKEIÐ Námskeið um stjórnun streitu, kvíða og spennu í mannlegum samskiptum. Kenndar eru og æfðar aðferðir til að fyrirbyggja og takast á við þessi ein- kenni. Upplýsingar um helgar og öll kvöld ísíma39109. Oddi Erlingsson, sálfræðingur. 4 eða 6 nætur. takmarkaður sætafjöldi. Kr. 29.900.' Brottför fimmtudaga og föstudaga íseptember, október og nóvember. Gisting á Scandic Crown, ímiðbæ Amsterdam. Veitingastaðir á heimsmæli- kvarða og heimstískan á frábæru verði. FEHBAMIflSTOBIH AUSTURSTRÆTI17 • SÍIVd 622200 HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ •k Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? * Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættrí námstækni? * Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? * Vilt þú hafa betrí tima til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 18. september. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN 1 10 ÁRA Stœroir: 13 x 18 cm. 18x24cm, 24 x 30 cm. Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aðalstrœti 6, sími 691150 101 Reykjavík Hvað hefur áunnist gegn kransæðasjúkdómum? eftir Gunnar Sigurðsson Að undanförnu hefur verið tals- verð umræða um hversu dýr heil- birgðisþjónustan á íslandi sé og óbeint vikið að því að hún svari ekki kostnaði sem skyldi. í þessu sambandi er því fróðlegt að huga að hvað hefur átt sér stað á íslandi undanfarin ár varðandi aðalmein- vald okkar tíma, kransæðasjúk- dóma í hjarta. Mynd 1 sýnir aldursstaðlaða tíðni kransæðadauðsfalla á íslandi 1951—1989. Nærri þreföld aukning varð á tímabilinu 1951—1970 með- al karla en tvöföldun meðal kvenna. Eftir 1970 hélst tíðnin mjög svipuð fram yfir 1980 en frá 1985 hefur kransæðadauðsföllum fækkað um nær 20% í báðum kynjum. Þessi lækkun hefur einkanlega orðið í aldurshópum undir 75 ára, til dæm- is í aldurshópi 45—64 ára hefur lækkunin orðið meiri en 30% en á sama tíma hefur ekki orðið nein lækkun í aldurshópnum yfir 75 ára. Hér hefur því orðið 5—10 ára hliðr- un í afleiðingum kransæðasjúk- dóma til eldri aldurshópa. Til að gera sér grein fyrir stærðargráð- unni hérlendis sýnir tafla I fjölda dauðsfalla 1981 í samanburði við 1988 í aldurshópnum undir 75 ára, leiðrétt fyrir fólksfjölgun á tímabil- inu. Samkvæmt þessu eru nú nær 70 færri kransæðadauðsföll árlega í aldurshópi undir 75 ára heldur en gera hefði mátt ráð fyrir að óbreyttri dánartíðni frá 1981. Hóprannsókn Hjartaverndar hef- ur gefið miklar og fróðlegar upplýs- ingar um algengi helstu áhættu- þátta kransæðasjúkdóms og hvaða breytingar hafa orðið á þeim allt frá árinu 1968. Nýbirtar niðurstöð- ur þessarar rannsóknar benda til þess að veruleg breyting til hins betra hafi orðið á öllum þremur helstu áhættuþáttum kransæða- sjúkdóms síðustu tvo áratugina. Meðalblóðþrýstingur miðaldra ís- lendinga hefur til dæmis lækkað um meira en 10% samfara því að sá hundraðshluti sem tekur blóð- þrýstingslækkandi lyf hefur meira Gunnar Sigurðsson „Þrátt fyrir að veruleg- ur árangur hafi náðst í baráttunni gegn krans- æðasjúkdómum er þó vert að hafa í huga að þessir sjúkdómar eru enn algengir á íslandi og við erum nú á svip- uðu stigi og um miðjan 7. áratuginn." en tvöfaldast. Þessi blóðþrýstings- lækkun á einnig vafalaust þátt í því að tíðni heilablóðfalla hérlendis hefur stórlækkað á síðastliðnum tuttugu árum en heilablóðföll eru mjög tengd háum blóðþrýstingi. Meðalgildi kólesteróls (blóðfita) í íslendingum hefur lækkað um 6-10% frá 1968 sem skýrist að verulegu leyti af minni neyslu feit- metis en áður, jafnframt tilkomu kólesteróllækkandi lyfja, enn er þó íslenskt mataræði verulega of feitt samkvæmt nýbirtri könnun Mann- eldisráðs. Reykingar í heild hafa dregist Éuíivoklcuð saman á síðustu árum en þó eí' áhyggjuefni að sá hundraðshluti fólks sem reykir meira en einn pakka af vindlingum á dag hefur haldist óbreyttur. Reyk- ingar eru því væntanlega sá áhættuþáttur kransæðasjúkdóma sem berjast þarf kröftuglega gegn á næstu árum, jafnframt því sem fituneyslan þarf að minnka. Þesar rannsóknir Hjartaverndar benda því til að þessar æskilegu breytingar á áhættuþáttum krans- æðasjúkdóms, sem bæði eru afleið- ingar af betri lífsháttum samfara eðlilegri notkun lyfja, eigi stóran þátt í minnkaðri tíðni kransæða- sjúkdóma á íslandi. Frekari rannsókn Hjartaverndar á afdrifum fólks sem fengið hefur kransæðastíflu bendir einnig til þess að verulega færri fái nú annað tilfelli en fyrir nokkrum árum. (MONICA-rannsókn). Einnig virð- ist bætt meðferð á hjartadeildum spítalanna á allra síðustu árum vera farin að bera árangur í lægri dán- artíðni þeirra sem fá krarísæða- stíflu. Þessi æskilegi árangur for- varna og meðferðar, bæði innan og utan spítala, á því sinn þátt í því að ævilíkur fertugra íslendinga eru nú 2—3 árum lengri en var í kring- um 1970 þegar kransæðafaraldur- inn var í hámarki. Ein afleiðing þessa er þó sú að fjöldi aldraðra eykst sífellt og ell- inni fylgir óhjákvæmilega aukin sjúkdómatíðni, þar með talið krans- æðasjúkdómar og afleiðingar þeirra, svo sem hjartabilun. Meðal- aldur sjúklinga sem leggst inn með kransæðastíflu á sjúkrahúsin er því stöðugt að hækka og heildarálag sjúkrahúsanna af völdum þessara sjúkdóma er því síst minna en áð- ur. Þetta er vert að hafa í huga þegar rætt er um sparnað í heil- brigðiskerfinu og dæmi um að góð- ur árangur forvarna þarf ekki að leiða til sparnaðar fyrir heilbrigðis- kerfið í heild enda þótt það skili miklu fyrir þjóðina. Minnkandi tíðni kransæðasjúk- dóma er því gott dæmi um mikinn árangur sem náðst hefur vegna margþættra áhrifa breyttra lifnað- ^ » » f * 1f 3 II II ^' *,.>ÍBB»*'W'-ö«' P m ^ijffii W.¦¦*' jCr^H.T-- i&t Wm tse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.