Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 16
16 ._____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAG.UR 12. SEPTEMBER 1991_ Eignatilfærsla Islandssögunnar eftir Árna Gíslason Á undanförnum mánuðum og misserum hefur átt sér stað í þjóðfé- laginu mikil umræða um fiskveiði- stjórnun þá sem nú er' við lýði í landinu. Flestir sem hafa lagt orð í belg hafa átt hagsmuna að gæta af stjórnuninni og oft hefur mér fundist að of mikið væri af upphróp- unum og minna hafi farið fyrir að draga fram það sem er að gerast hægt og rólega á bak við tjöldin, og einnig hefur minna farið fyrir þeim atriðum sem snúa að hinum almenna borgara, sem sjálfsagt finnst að sér komi lítið við þetta þras um fiskinn. Hvað mest hefur borið á umræð- unni í Morgunblaðinu og ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta greinar- korn er umræðan sem átti hefur sér stað undanfamar vikur og í útvarpi og sjónvarpi seinustu daga um útflutningssvindl ogjafnvel hef- ur komið fram að útlendingar séu að laumast inn í landhelgina um bakdyrnar. Þetta vita allir að hefur verið opinbert leyndarmál lengi. Ég vil nú draga fram nokkrar staðreyndir í umræðuna. í húsi við höfnina í Reykjavík er staðsett „apparat" sem nefnist Afl- amiðlun. Hlutverk hennar er að miðla afla til vinnslu hér innanlands og gefa leyfi til útflutnings á fersk- um fiski. Vilji einhver hringja í Aflamiðlun versnar í því, hún er ekki til í síma- skránni. Sé spurst fyrir kemur í ljós að hringja skal til LÍÚ (Landssam- bands íslenskra útvegsmanna). Hvað er svo LÍÚ? Landshags- munasamtök útgerðarmanna sem einnig eru flestir fiskverkendur. Hvert er svo valdsvið LÍÚ? Jú, komið hefur fyrir að fresta hefur orðið ríkisstjórnarfundum bregði formaðurinn sér í frí. Hvert er<svo hlutverk formanns- ins? Að eigin sögn: Að hámarka afkomu útgerðarinnar. Hér er komið að kjarna allrar umræðunnar. Núverandi kvótakerfi er það sem ég og fleiri vilja kalla eignatilfærslu íslandsögunnar. Lít- um nánar á þetta. Það er ekki nóg að fámennum klúbbi hafí verið gef- inn að miklu leyti veiðirétturinn, heldur eru nú þeir hinir sömu að sölsa undir sig ráðstöfunarréttinn og afganginn af veiðiréttinum. Hvernig er aflanum ráðstafað? 1. Hámarka skal afkomuna, ómældu magni er hent í sjóinn aft- ur, „ruslfiski“, gölluðum netafiski og góðfiski þegar illa stendur á kvótum. Það er orðið of langt síðan ég var til sjós á íslandi til að geta dæmt þetta en leyfí mér að vitna í ágætar greinar Kristjáns Óskars- sonar og Hrólfs Gunnarssonar í Morgunblaðinu nýlega. Umræðan undanfarið um þetta atriði er að komast á það stig að ekki leikur neinn vafi á því, að út um lensport- in á flotanum fara á ári hveiju verð- mæti fyrir milljarða. Nóg til að fylla mörg fjárlagagöt. 2. Jón útgerðarmaður selur sama Jóni fiskverkanda afla sinn á verði sem er verulega lægra en gerist á mörkuðum bæði hér og úti. Til að „friða“ fjúkandi vonda áhöfn fær hún að henda í einn og einn gám og sigla einstaka túr. Eða svo vitn- að sé í Gunnar Ragnars: Ég vil heldur hækka aðeins við karlana en að taka þátt í niðurlægingu markaðarins. Til eru líka þeir sem bara birtast á mörkuðum þegar skip þeirra eru í siglingu og þá vantar físk og borga þá gjaman allt að helmingi hærra verð en þeir borga eigin skipi, til að halda uppi vinnslu. 3. Gæta skal að því að hafa eins og hægt er „passlegt" magn á mörkuðum hveiju sinni, til þess að fá hæst mögulegt verð. Þetta er aðalhlutverk Aflamiðlunar að sjá um og hér koma gámarnir við sögu. 4. Hefð hefur skapast á útflutn- ingi hjá „sumum" útgerðum, þær fái að sigla meira en aðrir. Þeir telja sig eiga fiskinn í sjónum og hvern fjárann kemur þeim við fisk- vinnsla eða fískvinnslufólk, sem þó hefur lagt sitt af mörkum til að skapa kvótann þeirra. 5. Frystitogarar eru sér kapituli út af fyrir sig. Þar hefur verið far- ið inn á mjög hagkvæma braut, sem gefur góðan arð, sem síst ætti að lasta. Hér er heldur ekki allt sem sýn- ist. Þessir aðilar bera nefnilega höfuðábyrgð á verðlagningu þeirri sem nú tíðkast í kvótasölu. Verð á kvótum er nefnilega komið út í tóma vitleysu, þar sem kaupendur láta almenning í landinu borga niður vitleysuna í gegnum skattakerfið og ég vil einnig halda fram að selj- endur kvótanna (sem eru sameign þjóðarinnar) virðast einir hafa heimild til að prenta seðla, vegna þess að ónóg verðmæti standa á bak við það sem selt er. Ég kem að þessu síðar í greininni. 6. Heyrt hef ég að aðilar, sem fyrirgreiðslu hafa fengið úr sjóðum þeim sem mikið eru umtalaðir þessa dagana, hafi notað það svigrúm sem skapast hefur vegna fyrirgreiðslna þessa til að sanka að sér svo miklum kvóta að skip þeirra hafi ekki getað fiskað þá. Þessir kvótar eru síðar falboðnir með afarkjörum og á físknum að vera landað hjá viðkom- andi fyrirtæki. Að þessu var ýjað, m.a. í viðtölum við sjómenn í Vest- mannaeyjum í sjónvarpinu, og er þetta eitt af því sem vakið hefur úlfúð þessa dagana. Ljótt ef satt er. Nog um ráðstöfunarréttinn sem þessir menn eru búnir að taka sér. Snúum okkur þá að kvótakaupun- um, eða réttara sagt kvótayfír- tökunni. í merkri grein sem Jón Atli Kristjánsson skrifaði nýlega í Morg- unblaðinu mátti lesa eftirfarandi: Fyrirtæki á Suðurlandi er svo skuld- sett að það er órekstrarhæft, þ.e.a.s. gjaldþrota, en ef það seldi kvóta sinn og skip ætti það fyrir skuldum. Þetta er kjarni málsins. Kjarni svínarísins. Kvótasala sem í eðli sínu er brot á stjómarskránni er komin út í tóma vitleysu. Verðlagningin á kvótum, 150 kr. á kg, plús bátur, er algjör- lega órekstrarhæf eining. Þetta vita allir sem til þekkja. Samt eru nógir kaupendur. Hveijir eru svo þessir kaupendur? Það eru þeir sem hafa góðan hagnað af sínum rekstri í útgerð, byggðan á gjafakvóta í byijun og einnig lágu fiskverði sem mikið til er stýrt af þeim sjálfum. Hér koma mikið við sögu frystitog- araeigendur sem ekki geta stillt sig Reykhólahreppur: Bókasafnið skipulagt Miðhúsum. SIGRÚN Ólafsdóttir bókavörður í Borgarbókasafninu í Reykjavík hefur verið á Reykhólum hluta úr tveimur sumrum við að skipu- leggja bókasafn þar. Bókasafnið á nú um 5.000 bindi og munar mestu um bækur er Guð- mundur Andrésson gullsmiður frá Þórisstöðum í Gufudalssveit arf- leiddi bókasafnið í þeirri sveit að. Bókasafnið var í Djúpadal. Við sam- einingu hreppanna var ákveðið að koma upp einu góðu bókasafni á Reykhólum. Sigrún segir að safn Guðmundar sé ríkt af góðum og vel með förnum bókum og muni safnið mikið um 1.000 bindi. Aðspurð segist Sigrún hafá mikinn áhuga á því að koma Árni Gíslason „ Allt það ranglæti og misrétti sem núverandi kvótalög eru að skapa, getur aðeins leitt af sér upplausn og úlfúð í þjóðfélaginu.“ og eigendur og forsvarsmenn stóru fyrirtækjanna í landinu, sem virðist nú á dögum vera ein allsheijar lausn að stofna. Hvernig er þetta svo framkvæmt? Fyrirtækin sýna hagnað og ættu því að borga skatt. Kvótakaupin eru síðan gjaldfærð eða eignfærð (af- skrifuð) eða það nýjasta, sölutap á endursölum báta. Allt ber þetta að sama brunni. Ríkið verður af skatt- inum, sem í raun er niðurgreiðsla hins almenna borgara á kvótanum. Til að fylla í gatið verður svo að bókasafninu á Reykhólum í viðun- andi horf. Sigrúnu er fleira til lista lagt og ber þess að geta að hún hefur mik- inn áhuga á lífrænni fæðu (makro- bíotískri) og heldur hún námskeið hækka skatta eða að taka erlend lán til að fjármagns rekstur ríkis- ins. Það besta sem ég hef heyrt í þessu sambandi kom fram í viðtali við útgerðarstjóra stærsta útgerð- arfyrirtæki landsins, sem sagði að- spurður að aðeins væri verið að fresta sköttum á hagræðingartíma- bili. Ég gæti hugsað að margur í þessu þjóðfélagi gæti vel hugsað sér að fara niður í Gjaldheimtu og biðja um frestun á sköttum vegna hagræðingar í sínum rekstri. Undanfarna daga hefur umræða um þessi mál farið vaxandi og þyngst, m.a. í ágætum leiðara í Morgunbiaðinu sl. sunnudag. Allt það ranglæti og misrétti sem núver- andi kvótalög eru að skapa getur aðeins leitt af sér upplausn og úlfúð í þjóðfélaginu. Fiskvinnslufólk um allt land mun ekki sætta sig við að verða atvinnulaust á meðan á annað hundrað þúsund tonn eru flutt til vinnslu erlendis eða út á sjó og við sem stöndum í fiskvinnslu, og erum svo ágætlega í leiðara Morgun- blaðsins kallaðir stofn í útrýmingar- hættu, munum aldrei sætta okkur við að verða settir á hausinn með handafli stjórnvalda og kvótagreifa. Ef það á fyrir okkur að liggja að fara á hausinn viljum við að það verði á faglegum grundvelli, þar sem jafnrétti og eðlilegt viðskiptas- iðferði er virt. Að lokum þetta. í ágætu viðtali við Þorstein Má Baldvinsson í sjón- varpinu á dögunum komu fram efa- semdir hjá honum um öll þau hluta- fjárútboð sjávarútvegsfyrirtækja sem nú eru á döfinni, í ljósi þeirra harkalegu deilna sem eru um sjáv- arútvegsstefnuna. Ég vil gjarnan ganga lengra og spyija í sama ljósi: Hvernig voga þessi fyrirtæki sér að biðja sparifjáreigendur í landinu um peninga þegar útboðin eru oft byggð á áætlunum sem ná langt út fyrir gildistíma núverandi físk- veiðistjórnunarlaga? Vita þessir menn kannski meira en við hin? Á þetta að haldast svona? Hvað segja stjórnmálamenn? Höfundur er fyrrverandi skipstjóri og eins og er fiskverkandi. í Reykjavík þar sem hún kennir líf- ræna matargerð. Einnig sá hún um lífrænan kvöldverð á einu veitinga- húsi borgarinnar síðastliðinn vetur. - Sveinn. 26908 ÚTSALA VEGGFÓÐUR, GÓLFDÚKAR, BAÐHERBERGISÁHÖLD, BAÐMOTTUR, BADHENGI Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup á útsölu Veggfóðrarans. 15-50% afsláttur af gólfdúkum, veggfóðri, gólfkorki, baðmottum, baðher- bergisáhöldum og baðhengjum. Athugið að útsalan stendur aðeins í eina viku. VEGGFODRARINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK SÍMAR: (9 1) - 6871 71 / 687272 Sigrún Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.