Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
28
Glötuð tunga - glötuð þjóð
EES - EB
eftir Matthías
Björnsson
Nú er vá fyrir dyrum í okkar
þjóðfélagi, eins og oft áður.
í dag stöndum við framrni fyrir
því að glata fullveldi okkar, ekki í
sjö aldir eins og áður, heldur um
alla framtíð. Og á ég þá við með
tilvonandi samningum um evrópskt
efnahagssvæði — ESS — en með
þeim samningum, ef úr verður,
verðum við fjötruð í helgreipar
Efnahagsbandalagsins — EB — sem
þýðir að lög okkar og réttur á full-
veldi okkar glatast. Okkar fagra
tunga, okkar fagra land og þessi
góða þjóð — munu falla í gleymsku
og dá. Því skulum við standa saman
til að bægja þeirri hættu frá.
Samningarnir, sem framundan
eru, fela í sér fullveldisafsal. í þeim
eru ákvæði um að erlendar þjóðir
fái ótakmarkað frelsi fyrir íjár-
magnsmarkaði og vinnumarkaði
hér á landi okkar.
Uti í Evrópu eru þúsundir
auðkýfinga, sem þegar líta hýru
auga til fjárfestinga hér á landi.
Það er fyrst fiskvinnslan því þeir
reyna að komast inn bakdyramegin,
síðan fiskimiðin, fallvötnin, árnar
okkar og að lokum, bæir, kot og
höfuðból. Þetta allt munu þeir kló-
festa að lokum.
Við hljótum að sjá það í hendi,
að allt verður keypt upp. Þeir stóru
hafa fjármagnið. Fjármálamennirn-
ir munu fara siæglega að í byrjun,
t.d. hækka laun hjá fiskvinnslufólki
eða greiða hátt verð fyrir fiskiðju-
ver, en því miður eru oft og tíðum
alltof margir falir fyrir peninga.
Fallvötnin munu þeir virkja en
það kostar gífurlega fjármuni. Þá
munar heldur ekki um það. Ég hef
heimildir fyrir því að nokkrir millj-
ónamæringar í Þýskalandi séu þeg-
ar farnir að ræða um kaup á fossum
okkar til stórvirkjana, bæði til sölu
á rafmagni yfir Evrópu og til stór-
iðjuframkvæmda hingað og þangað
um landið, spúandi eitruðu lofti í
allar áttir. Þessum framkvæmdum
á að hraða, því auðkýfingarnir vilja
koma íjármunum sínum í gagnið
sem fyrst, því skjótari gróði fyrir þá.
Við þessar fyrirhuguðu stóriðju-
framkvæmdir þarf gífurlegan
mannafla. í Evrópu eru nú yfir 20
milljónir atvinnulausra manna. í
Matthías Björnsson
„Ég hef heimildir fyrir
því að nokkrir milljóna-
mæringar í Þýskalandi
séu þegar farnir að
ræða um kaup á fossum
okkar til stórvirkjana,
bæði til sölu á rafmagni
yf ir Evrópu og til stór-
iðjuframkvæmda hing-
að og þangað um land-
ið, spúandi eitruðu lofti
í allar áttir.“
Frakklandi er allt í hálofti og liggur
við óeirðum vegna innflutts fólks
af ýmsum þjóðum, sem Frakkar
þurfa að Iosna við aftur vegna
landsmanna sjálfra. Sömu sögu er
að segja frá Þýskalandi og fleiri
Evrópulöndum.
Af þessum sjáum við að nógur
mannafli af ólíku þjóðerni er tilbú-
inn að koma hingað, þegar til stór-
framkvæmda kemur. Við getum
reiknað með lágmark 100 til 200
þúsund manns á einu bretti, jafnvel
uppí 400 til 500 þúsund. Við íslend-
ingar erum aðeins 250 þúsund
manns með börnum og unglingum,
c6K5
, >, ' \
v / * - , '<
Handboltaskór
Hinn eini sanni
Útilíf Glæsibæ
Bikarinn Skólavörðustíg
Sportbúð Kópavogs Hamraborg
svipað og smá úthverfi í meðal-
stórri borg erlendis.
Baráttan er þverpólitískt mót
Það er sorglegt til þess að vita,
að sumir ráðherrar okkar lands vilji
steypa okkur í slíka glötun og að
minnsta kosti einn þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins þótt ekki séu nefnd-
ir fleiri. Þessir menn vilja taka frá
okkur frelsið á sama tíma og þeir
eru vinveittir frelsi Eystrasaltsland-
anna, sem og öll okkar þjóð.
Margoft hafa ráðherrar verið
spurðir um sannieika þessa máls,
en engin afdráttarlaus svör hafa
fengist og því er ekkert á hreinu
hjá þeim.
Hvað verður um sjómannastétt-
ina og fiskvinnslufólkið, en fiskur-
inn er í dag aðalundirstaða þjóðfé-
lagsins? Hvað verður um bænda-
stétt okkar, sem um aldir hélt þessu
þjóðfélagi uppi atvinnulega og
menningarlega séð? Nú er meining-
in að þurrka hana út.
Hvað um allt launafólk þessa
lands og almennt allar aðrar stéttir?
Við skulum gera okkur eitt ljóst;
Eftir að allt mannhafið, sem mun
sækjast hingað eftir atvinnu er
komið, þá mun tunga okkar glatast.
Glötuð tunga er sama sem glötuð
þjóð. Gleymum ekki börnum okkar,
barnabörnum okkar og öllum af-
komendum okkar þegar þau þurfa
í náinni framtíð að biðja útlendinga
um vinnu hér á heimalandi sínu —
og það skulum við hafa hugafast.
Baráttan á móti samningum um
evrópskt efnahagssvæði, EES, og
inngöngu í Efnahagsbandalagið,
EB, er með öllu þverpólitískt mál,
því fólk úr öllum flokkum og stétt-
um mun berjast fyrir fullveldi okk-
ar.
Hefjum því nú þegar baráttuna
gegn þessum öflum.
Eg sagði hér áðan að ég hefði
heimildir fyrir því að þýskir auðkýf-
ingar hefðu nú þegar áhuga á kaup-
um fallvatna okkar. Ástæðan fyrir
því er sú: Hingað í sumar kom til
mín hámenntaður þýskur maður í
góðri atvinnu. Hann fór að ræða
við mig um EES og EB og sagði
meðal annars: Þið Islendingar meg-
ið ekki missa sjálfstæði ykkar og
tungu, heldur ekki okkar vegna því
þá missum við allt það dásamlega
og hreina loft, sem þið eigið, en
hjá okkur er allt í reyk og menguðu
lofti.
Ef til vill verður þetta eitt af síð-
ustu löndum í Evrópu með jafn
hreint loft og ykkar hér á íslandi
er, og hvar eigum við þá að anda
að okkur hreinu iofti í framtíðinni,
ef stórar mengunarverksmiðjur
verða dreifðar um land ykkar. Fyr-
ir utan alla þá náttúrufegurð sem
land ykkar hefur. Þetta land megið
þið ekki láta eyðileggja, fyrir alla
muni.
Ef allir Þjóðveijar hugsuðu eins
þá væri vel farið.
Við skulum hafa eftirfarandi
hugfast: Það er auðvelt að hagnast
í bili með því að fórna auðlindum
okkar. En sh'kt er skammgóður
vermir og uppi munum við standa
gjörsamlega allslaus með glatað
fullveldi.
Við viljum hafa viðskipti við allar
þjóðir Evrópu og raunar allar þjóð-
ir heims, en vera utan við öll banda-
lög þeirra þjóða, sem vilja hneppa
okkur í fjötra.
Stöndum saman um land allt.
Veijum fullveldi okkar, og vinnum
ötullega gegn landsölumönnum.
Höfundur er loftskeytamaður og
skólastjóri.
V IRÐISAUKASKATTUR
Endurgreiðsla
virðisaukaskatts
til íbúðarbyggjenda
Hvað er endurgreitt?
Virðisaukaskattur af vinnu manna við
íbúðarhúsnæði er endurgreiddur:
• Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið
endurgreiddan þann virðisaukaskatt
sem þeir greiða vegna vinnu manna á
byggingarstað hússins.
•Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið
endurgreiddan þann virðisaukaskatt
sem þeir greiða vegna vinnu manna við
viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis
síns.
• Þeir sem framleiða íbúðarhús i verk-
smiðju hér á landi geta fengið endur-
greiddan hluta virðisaukaskatts af
söluverði húsanna.
Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er
endurgreiddur virðisaukaskattur vegna
tækjavinnu né af efni sem notað er til
byggingarframkvæmda.
Endurgreiðslubeiðni
Sækja skal um endurgreiðslu á sér-
stökum eyðublöðum til skattstjóra í því
umdæmi sem umsækjandi á lögheimili.
Eyðublöðin eru:
•RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til
sölu eða leigu.
•RSK 10.18: Bygging, endurbætur og
viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Athygli skal vakin á því að frumrit
sölureiknings skal fylgja umsókn um
endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna
endurbóta og viðhalds. Vegna ný-
byggingar verður umsækjandi að geta
lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu-
reikninga þar sem skýrt kemur fram
hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé
unnin á byggingarstað.
Uppgjörstímabil
Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir:
janúar og febrúar, mars og apríl, maí og
júní, júli og ágúst, september og október,
nóvember og desember.
Skiladagur
Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt-
stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir
að uppgjörstímabili lýkur.
Hvenær er
endurgreitt?
Hafi beiðni um endurgreiðslu verið
skilað á tilskildum tima skal endur-
greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag
næsta mánaðar eftir skiladag vegna
nýbygginga og eigi síðar en 20. dag
næsta mánaðar eftir skiladag vegna
endurbóta og viðhalds.
RSK
RIKISSKATTSTJORI