Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 14.09.1991, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.. SEPTEMBER 1991 Menntamálaráðuneytið; Framhaldsskólar eiga að minnka kennslukostnað Menntamálaráðuneytið hefur sent öllum framhaldsskólum landsins bréf um endanlegar fjárhagsáætlanir skólaársins þar sem gefin eru fyrirmæli um að draga úr kennslustundafjölda vegna niðurskurðar á kennslukostnaði skólanna. Er niðurskurðurinn mismikill eftir skól- um. Olafur Arnarson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir Uóst að framlög til þessa þáttar skólahaldsins verði skorin verulega niður á næsta ári og ætlast væri til að skólarnir beittu frekari ha- græðingu en þeir hefðu þegar gripið til. Sagði hann að vegna fjölgun- ar framhaidsskólanemenda yrði ekki komist hjá því að íhuga breyt- ingar á framhaldsskólalögunum til að koma í veg fyrir sjálfvirkt streymi nemenda úr grunnskólunum. Björn Teitsson, skólameistari Menntaskólans á ísafírði, segir að niðurskurðarákvörðunin hafi borist tveimur mánuðum seinna en venju- lega og segist vonast til að hægt yrði að ná fram leiðréttingu enda ekki hægt að fara að henni þar sem skójahald væri þegar hafið. Ólafur sagði að ráðuneytið færi fram á að dregið yrði úr meðal- kennslumagni á hvem nemanda en VEÐUR ráðuneytið léti skólunum eftir að finna leiðir til hagræðingar. „í einhveijum tilfellum kann þetta að þýða, að skólar hafi tak- markað svigrúm til að hagræða um áramót, eins og við höfum gert ráð fyrir. Við munum ganga hart eftir að niðurskurðurinn nái fram að ganga en ef sérstök vandamál koma upp í einstökum skólum munum við skoða það. Það eru þó takmörk fyrir því hvað við getum gengið langt til móts við einstaka skóla,“ sagði Ólafur. Ráðamenn nokkurra skóla hafa þegar haft samband við ráðuneytið og lýst áhyggjum yfir að þeim tak- ist ekki að ná fram frekari spam- aði þar sem nemendafjölgun hafi orðið meiri í haust en búist var við. vildi Ólafur ekki útiloka að tekið yrði tillit til þess. í bréfi menntamálaráðuneytisins til stjórnenda Menntaskólans á ísafirði er gert ráð fyrir að þar sæki 200 nemendur 500 kennslu- stundir á viku skólaárið 1991 til 1992. Um 240 nemendur sem sækja 561 kennslustund á viku settust á skólabekk i menntaskólanum 1. september sl., að sögn Björns Teits- sonar. IDAGkl. 12.1 Hetmild: VeÖurstola íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 (gær) VEÐURHORFURIDAG, 14.SEPTEMBER YFIRLIT: Úm 250 km suður af Vestmannaeyjum er 984 mb lægð og önnur álíka um 800 km suðsuðvestur í hafi, báðar á norðaustur- leið. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, víða kaldi eða stinningskaldi. Rign- ing eða súld á Norður- og Austurlandi en léttstfýjað suðvestantil. Hiti 6-9 stig norðanlands en upp í 15 stig á Suðurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Breytileg átt, víðast fremur hæg og létt;' ir til á Norður- og Austurlandi en þykknar upp með suðaustlægri átt sunnanlands og vestan þegar líður á daginn. Hægt hlýnandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðaustlæg átt og fremur hlýtt.. Rignirig um sunnanvert landið en þurrt að mestu norðanlands. ' Svarsimi Veðurstofu islands - Veðurfregnir: 990600, TAKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: *' Vindörin sýnir vind- ; stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 'f r r r r r r Rigning r r r * / * / * / * Slydda ' * / * * * * * * * Snjókoma * * * -J Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * . V H — Þoka = Þokumóða 1, ’ Súld^ OO Mistur —L Skafrenningur [~7 Þrumuveður xn / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.007 gær að ísl. iíma hitl veður Akureyri 3 skýjað Reykjavík 8 rigning Bergen 13 skýjað Helsinki - 8 skúr Kaupmánnahöfn 16 skýjað ( .. Narssarssuaq V vantar Nuuk vantar Ósló 14 skýjað Stokkhólmur 15 hálfskýjað . Þórshöfn 13 rigning Algarve 27 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Berlin 18 léttskýjað Chicago 19 þoka Feneyjar 25 hálfskýjað ii.v? - *..; Frankiurt 21 léttskýjað Glasgow 17 rigningogsúld Hamborg 17 léttskýjað London 22 heiðskírt Los Angeles 17 mistur Lúxemborg 20 heiðskírt Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar . NewYork vantary; ■' L s Orlando vantar París 20 léttskýjað Madéira 25 hálfskýjað Róm 25 skýjað V(n 15 alskýjað Washington 19 mlstur Winnipeg 10 reykur W§§S$gSgA. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Risakóngasveppurinn sem fannst í Reykhólasveit. Risakóngasveppur finnst í Reykhólasveit Miðhúsum. AFAR stór kóngaveppur(æti- lubbi) fannst í skóglendinu í Berufjarðarhálsi í Reykhóla- sveit. Fólk sem frótt er um sveppi telur hann með allra bestu matsveppum sem þekkj- ast hér á landi. Karl 14. Jóhann konungur Svía og Norðmanna 1818 til 1844 reyndi að rækta þennan svepp og því festist nafnið kóngasveppur við hann. Sveppurinn sem fannst í Beru- fjarðahálsi vóg tæp 2,5 kg. Sveppatínsla er frekar ný hér á landi og þekking á sveppum afar lítil hjá venjulegu fólki og þarf að bæta úr þeirri fáfræði. Þess ber þó að geta að í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (1772) er sagt frá því að þeir félagar, Eggert og Bjarni Pálsson, hafi fengið sveppakál á bæ einum í Skaga- firði. - Sveinn Stofnun fiskmarkaðar á Snæfellsnesi: Héraðsnefnd og ein- staklingar hefja við- ræður um samvinnu HÉRAÐSNEFND Snæfellsness og einstaklingar í Ólafsvik hafa náð samkomulagi um að hefja viðræður um samvinnu við stofnun hlutafé- lags um fiskmarkað á Snæfellsnesi. Þessir aðilar höfðu áður unnið að stofnun slíks markaðar hvor í sínu lagi. Guðmundur Karl Snæ- björnsson, héraðslæknir í Ólafsvík, sem þátt tók í undirbúningi fisk- markaðar þar í bænum, segir að niðurstaða verði að fást fljótlega í þessum viðræðum. Ella muni Ólafsvíkingar halda sínu striki enda sé undirbúningur þeirra langt kominn. Guðmundur Karl Snæbjörnsson framt því sem hrepparígur og segir að á miðvikudag hafi áhuga- menn um stofnun fiskmarkaðar í Ólafsvík haldið fjölsóttan kynning- arfund vegna málsins. Þangað hafí komið um 100 manns víðs vegar að af Snæfellsnesi og fram hafi komið mikill viiji fyrir því, að stofn- aður yrði markaður á svæðinu. Nið- urstaða fundarins hafi jafnframt verið á þá leið, að rétt væri að leita sátta við héraðsnefndina og standa að undirbúningi stofnunar markað- arins í samvinnu við hana, jafn- pólitík yrðu látin lönd og leið. Guðmundur segir að á fimmtu- dag hafi svo átt sér stað viðræður milli áhugamannanna í Ólafsvík og fulltrúa héraðsnefndarinnar með þeim árangri að viðræðum yrði haldið áfram næstu daga. Hann segir mikilvægt að niðurstaða fáist fljótt í þeim viðræðum en ef ekki náist samkomulag muni þeir Ólafs- víkingar halda sínu striki, enda sé undirbúningur þeirra langt kominn. Háskólinn í Greifswald: Málþing og bókasýning vegna 750 ára dánaraf- mælis Snorra Sturlusonar MÁLÞING verður haldið í nóvember og opnuð bókasýning í Greifswald í Þýskalandi í tilefni af 750. árstíð Snorra Sturlusonar. Fyrir þessu gengst Norður-Evrópustofnun Ernst-Moritz Arndt há- skólans í Greifswald. Meðal átján fræðimanna sem erindi flytja á málþinginu eru Her- mann Pálsson, sem sækir þingið frá Edinborg, og Sverrir Tómas- ■ son, úr Reykjavík. Málþingið verð- ur haldið dagana 24. til 27. nóvem- ber og bókasýning opnuð í fram- haldi af því. Hún verður opin al- menningi frá 27. nóvember til 5. desember. Til skoðunar verða gamlar útgáfur og þýðingar verka ' Snorra Sturlusonar. Háskólinn í Greifswald er ýms- um íslendingum að góðu kunnur. ; Þar .var Norrænni stofnun komið á föt árið 1918, hinni fyrstu í Þýskalandi. Þangað komu þekktir íslenskir gestafyrirlesarar; Alex- ander Jóhannesson árið 1921 og Sigfús Blöndal sjö árum seinna. Sveinn Skorri Höskuldsson er með-- al gestafýrirlesara sem síðan hafa haldið til Greifswald. Finnur Magnússon hlaut doktorsnafnbót sína við háskólann þar á árinu 1936. Líkt og aðrir skólar í Austur- Þýskalandi sáluga hefur háskólinn í Greifswald verið að endurmeta allar greinar og námsefni. Hafa breytingar gengið vel, að sögn dr. Bethke, rektors skólans. Enn er þó eftir að endurskipuleggja Norður-Evrópustofnunina við skól- ann og hefur nefnd verið falið að útbúa endanlegar tillögur. Rektor bað um íslenska uppástungu um ráðgjafa nefndarinnar og hefur sendiherra landsins í Þýskalandi komið erindinu á framfæri hérlend- ' is.'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.