Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.09.1991, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 Atak fjármálaráðuneytis: Skattskuldir hafa lækkað um milljarð króna SKATTSKULDIR vegna virðisaukaskatts og staðgreiðslu tekju- skatts hafa lækkað um tæpan milljarð króna frá því átak til inn- heimtu þessara skulda hófst að frumkvæði fjármálaráðuneytisins 1. júlí síðastliðinn. Skuldir vegna virðisaukaskatts frá árinu 1990 voru í byijun maí á þessu ári um 1,7 milljarðar króna eða um 4,3% af álagningu ársins. Þessi upphæð hafði lækkað í tæp- lega 1,5 milljarða í byijun ágúst. Skuldir vegna fyrsta skatttímabils árið 1991 lækkuðu á sama tíma úr 655 milljónum í 335 milljónir. Virðisaukaskattskuldir höfðu því lækkað alls um 540 milljónir. Skuldir vegna staðgreiðslu tekjuskatts áranna 1988-90 voru í júní sl. tæplega 2,3 milljarðar króna eða um 3,1% af álagðri stað- greiðslu þessara ára. Þar af skuld- uðu gjaldþrota fyrirtæki rúmlega 1,25 milljarða, og þær kröfur eru því ekki í höndum fjármálaráðu- neytisins en einn milljarður var til innheimtu hjá innheimtumönnum ríkissjóðs. í ágúst hafði þessi upp- hæð lækkað um 372 milljónir króna. Indriði H. Þorláksson skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneyti sagði á blaðamannafundi þar sem þetta var kynnt, að innheimtutalan sjálf væri hærri en ofangreindar tölur sýndu, vegna þess að þær fælu í sér breytingar á stofninum, sem kynnu að vera gerðar vegna ákvarðana skattyfirvalda, og einn- ig hækkaði skuldastaðan vegna dráttarvaxta og álaga. Indriði sagði að erfítt væri að meta beinan árangur innheimtu- átaksins þar sem ekki væri hægt að segja til um hve mikið hefði innheimtst ef átakið hefði ekki hafíst. Hins vegar yrði þessu átaki haldið áfram og þess gætt að ekki söfnuðust upp skattaskuldir í stór- um stíl. Ólafsvík: Morgunblaðið/Gísli Bogason Varúð, við þessa götu leika 33 börn sér Djúpavogi. í SUMAR tóku íbúar við Borgarland á Djúpavogi sig til og útbjuggu þetta skilti ökumönnum til viðvörun- ar. Við þessa götu býr mestmegnis ungt fólk með mikið af börnum og fer fjölgandi. Samkomulag bæjarsljórnar og fyrirtækja um átak í atvinnumálum BÆJARSTJÓRN Ólafsvíkur og meiri hluti útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja á staðnum hafa gert með sér samning um átak í atvinnumálum á staðnum. Sam- kvæmt samningnum á að kanna Hugmyndir uppi um að stofna banka í Eystrasaltsríkjunum KÖNNUN sem Norræna ráð- herranefndin hefur látið gera á því hvaða möguleikar séu fyrir Norðurlöndin til að styðja efna- hagslega þróun í Eystrasaltslönd- unum hefur leitt til hugmynda um að koma á fót nýrri fjármálastofn- un með norrænni þátttöku á sviði fjárfestinga í Eystrasaltslöndun- um. Um yrði að ræða sérstakan þróunar- og fjárfestingarbanka innan hvers hinna þriggja rílga. Könnunin var unnin af Norræna fjárfestingarbankanum, (NIB) í Helsinki í samvinnu við sérfræðinga og stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum. Samkvæmt henni er talið að fjár- málastofnanimar þijár þurfi að njóta stuðnings eins konar „regnhlífar“ stofnunar, sem í athuguninni hefur fengið nafnið Fjárfestingarbanki Eystrasaltslandanna og lagt er til að hann hafi aðsetur utan Eystra- saltslandanna, t.d. á Norðurlöndum. Hugmyndin er að Pjárfestingar- bankinn verði sameign Norðurlanda og Eystrasaltslandanna, væntanlega með 70% eignarhiut hinna fyrr- nefndu en 20% eignarhlut hinna síðarnefndu. Afgangur yrði eign al- þjóðlegra fjármálastofnana. möguleika á sameiningu fyrir- tækja, aukinni samvinnu sveitar- félaga og hagræðingu af ýmsum toga. Jón Atli Krisljánsson, rekstr- arráðgjafi, hefur verið fenginn til að vinna að framkvæmd samn- ingsins. í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn Ólafsvíkur segir með- al annars, að fyrsta verkefni Jóns Atla verði að greiða úr aðkallandi málefnum sem várði útgerð togar- ans Más og tryggja að hann verði áfram i byggðarlaginu. Þá muni hann einnig vinna að þeim málum, sem varði Hraðfrystihús Ólafsvík- í fréttatilkynningunni segir að með þessu samstillta átaki bæjar- .stjórnar og atvinnufyrirtækja sýni Ólafsvíkingar frumkvæði, sem ekki hafi áður þekkst hér á landi. Ljóst sé, að bregðast verði við þeim kalda veruleika, sem blasi við bæjarfélög- um, sem byggi allt sitt á sjávarút- vegi og fískvinnslu. Hagræðing og aukin arðsemi séu lykilorð í þeim efnum. Miklu máli skipti að atvinnu- fyrirtæki og stjórnendur bæjarfélaga vinni saman að lausnum fyrir alla heildina. Þá segir í tilkynningunni að fyrstu tillögur Jóns Atla Kristjánssonar um framtíðarskipan atvinnumála líti ljós innan tíðar. Þar verði ekki um að ræða skammtímalausnir, heldur muni þær taka mið af því, að til að Ólafsvík geti áfram haldið að dafna, verði að taka mið af þeim gjör- breyttu aðstæðum, sem við blasi í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Jafn- framt verði að huga að meiri fjöl- breytni í atvinnulífi. □AIHATSU CHARADE Sedan KRAF: IR , KÐRYMI 866.000 stgr. á götuna. — FAXAFENI 8 • SIMI91 - 68 58 70 Það eru fáir ef nokkrir bílar í þessum stærðarflokki sem búa yfir öllum þessum kostum. Daihatsu Charade Sedan er búinn 90 hest- afla vél með beinni innspýtingu sem skilar miklum krafti um leið og hún er sparneytin og búin full- kominni mengunarvörn. Vökvastýrið gerir hann líka ein- staklega lipran og skemmtilegan í akstri og hann fæst einnig sjálfskiptur. - Charade Sedan er góður kostur! tAÐ 100.000 KM. CHARADE SEDAN KOSTAR FRÁ KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.